Vísir


Vísir - 24.05.1976, Qupperneq 12

Vísir - 24.05.1976, Qupperneq 12
Mánudagur 24. maí 1976 vism vísm Mánudagur 24. mai 1976 Umsjón: Björn Blöndal og Valgaröur Sigurðsson Hollendingar og V-þjóðverjar aftur í úrslit? Það er ekki ólíklegt að tvö sterkustu knatt- spyrnulið Evrópu i dag, að margra áliti Hol- iand og V-Þýskaland, komi til með að mætast i úrsiitaleik Evrópukeppni landsliða. Liðin eru bæði komin i undanúrslit, og i þeim mæta hollendingarnir tékkum, og v-þjóöverjar fá júgóslava tii að glima við. Eins og menn muna léku hollendingar og v-þjóöverjar til úrslita I síöustu lieims- meistarakeppni og ekki kæmi á óvart þótt þau bitist einnig um Evrópumeistaralitilinn að þessu sinni. Júgóslavar náðu jafntefli Júgóslavar tryggöu sér rétt til að leika I undanúrslitum I Evrópukeppni landsliða þegar þeir gerðu jafntefli viö Wales um helg- ina 1:1. Júgóslavar sigruðu I fyrri leiknum með tveimur mörkum gegn einu og sigruðu þvi samtals 3:1. Walesmenn sóttu mjög stlft I fyrri hálf- leiknum og voru óheppnir að skora ekki. Um miðjan hálfleikinn tóku júgóslavar þó forust- una með marki Katalinski úr vitaspyrnu, en 6 min. fyrir hálfleik jafnaði Ian Evans fyrir Wales. Fleiri urðu mörkin ekki I leiknum, en þó- fengu Walesmenn vitaspyrnu I siöari hálf-. leiknum eftir að markvörður júgóslavanna braut á Toshack innan vitateigs, en Terry Yorath misnotaði þá vitaspyrnu — lét verja frá sér. Ahorfendur voru um 30.000 talsins. Tékkar slógu rússa út! Tékkum tókst að ná jafntefli I siðari leik sinum gegn rússum i Evrópukeppni lands- liða, en leikurinn fór fram I Kiev. Þaö voru tvö glæsimörk miðherja tékkanna Moder sem nægðu I jafntefliö 2:2, og veröur að telja það góðan árangur hjá tékkum að hafa lagt rússana, en tékkar sigra samanlagt með 4:2. Moder skoraði fyrsta mark lciksins með þrumuskoti af 30 metra færi á 44. min. en Buryak jafnaði fyrir rússa á 8. min siðari hálfleiksins. Aftur kom Moder tékkum yfir með góðu marki, en þrem min. fyrir Ieikslok tókst Blokhin að jafna. Það verða því tékkar sem fara I undanúr- slitin, en þar verður róðurinn örugglega þungur þvi aö þar mæta þeir hollendingum. Einar sœmdur heiðursmerki KKÍ Einar Bollason var á laugardaginn sæmdur heiöursmerki Körfuknattleikssambands is- lands. Einar hefur vcrið form. KKÍ. undan- larin þrjú ár, og á þeim tima hafa umsvif körfu knattleikssa mbandsins aukist veru- lega. Einar gaf nú ekki kost á sér til endur- kjörs.ogum leið og hann lct af starfi sem for- maöur varhann 9. einstaklingurinn sem hlýt- ur heiöursmerki Körfuknattleikssambands- ins. gk—J Vib eigum Utileik viB Tynetown á laugardaginn, strákar. ÞaB er s. stórhættulegt liB, sem tijV beist fyrir hverjuy ViB höfum yfirfar- ^ iB fimm sfBustu leiki þeirra, og heili þeirra og aBalmaBur er v Eddie Gilfoyle! Mánudagur — rætt um leikaBferBina 1 næsta v. leik Milford...., _ Hann er allt i ölluhjá þeim! Nokkkrum sekúndum fyrir leikslok skoruðu FH-ingar mark. Aukaspyrna var tekin frá hægri rétt utan vitateigs. Ólafur Dani- valsson átti skot i stöng upp úr henni, boltinn hrökk út i teiginn og Jóhann Rikharðsson skall- aði i netið en linuvörðurinn veifaði ákaft. ólafur hafði verið rangstæður þegar hann fékk boltann úr aukaspyrnunni. 1 liði akurnesinga var Karl Helgason langbesti maðurinn, si- vinnandi, léttur og leikandi. —VS ............................ Hermann Gunnarsson skorar fyrsta mark Vals í leiknum gegn Vikingi á laugardaginn. Her- mann sem ekki sést á myndinni fékk sendingu fyrir markið og skaut þrumuskoti upp I þaknetið án þess að markverði Vikings, Diðriki Ólafssyni, tækist að koma nokkrum vörnum við. — Mynd Einar .... Siðari hálfleikur Ian Webster er I vandræBum hjá sinu nýja fálagi, Mllford FC. Hin unga eiginkona hans yfirgefur hann og þá virBisVsem hann nái sér aftur á strik. Hann skreppur út eitt kvöld meB félögum sinum,enþegar hann kemur heim er konan komin aftur, og ball- iB byrjar upp á nýtt....... Hollendingar óstöðvandi! Hollendingar vour ekki i miklum erfiðleikum með að tryggja sér rétt til þátttöku I undanúrslitum I Evrópukeppni landsliða. Þeir sigruðu belga með tveim mörkum gegn einu I siðari leik liö- anna sem fram fór I Belgiu, og sigra þvl 7:1 samanlagt. Þessi mikli markamunur bendir óneitanlega til þess að hollendingarn- ir séu sigurstranglegir I Evrópukeppninni nú. Belgarnir skoruðu fyrsta markið I leiknum sem fram fór um helgina, það var Roger Van Gool sem skoraði eftir sendingu Rene Vandereycken. Fyrr I leiknum haföi Neeskens misnotað vítaspyrnu fyrir Holland. Hollendingarnir jöfnuðu siðan á 63. minútu þegar þeir Johan Cruyff og Adrie Van Kraay splundruðu annars ágætrivörn belg- anna — og Johnny Rep skoraði auðveldlega. Snillingurinn Johan Cruyff skoraði siðan sigurmarkið 15 min. siðar úr mjög erfiðri aðstöðu. Ahorfendur voru aðeins 25 þúsund. Auðvelt hjó V-þjóðverjum Heimsmeistararnir og cvrópumcistararnir v-þjóðverjar stefna nú ákvcðið á að verja Evrópumeistaratitilinn sinn. Um helgina sigruðu þeir Spán með tveim mörkum gegn engu, og sigruöu þvi samtals með þremur gegn einu. Þrátt fyrir góðan leik spánverjanna voru það þjóöverjarnir sem höfðu ávallt yfir- höndina ileiknum. Bæði mörk leiksins voru skoruð I fyrri hálf- leik, það l'yrra skoraði UIi Hoeness á 17. min. og Toppmoeller bætti ööru við skömmu siðar. Þrátt fyrir aö mörkin yröu ekki fleiri I leiknum skorti ekki tækifæri hjá þjóöverjunum — og reyndar tókst spánverjunum aö skora mark undir loks leiksins — en þaö var dæmt af. Settu /# rautt Ijós á svertingjana! w w — Arsþing KKI samþykti hömlur sem komu í veg fyrir innflutning bandarískra leikmanna hingað ,,16. ársþing Körfuknattleiks- sambands tslands samþykkir að heimila ekki erlendum leikmönn- um að leika innan vébanda K.K.t. nema þeir fullnægji reglum t.S.t. um ríkisborgararétt, með þeim breytingum þó að 6 mánaða búseta komi i stað tveggja ára búsetu eins og segir I lögum t.S.t. Þá hafa menn það á hreinu, 22 fulltrúar á ársþingi Körfuknatt- leikssambands Islands sem fram fór um helgina samþykktu ofan- greinda tillögu, en 16 fulltrúar voru á móti. 1 tillögunni er átt við að ætli erlendur leikmaður að sækja um keppnisleyfi hér á landi þurfi hann að hafa verið búsettur hér á landi I samfellt 6 mánuði áð- ur en keppnisleyfi verður veitt. „Maður er varla farinn að átta sig á þessu”, sagöi Birgir örn Birgis, einn hinna nýkjörnu stjórnarmanna hjá KKt þegar við leituðum álits hans á þessu máli. „Mér finnst þetta stórt skref aftur á bak að vera að móta félögunum þá stefnu sem þau vilja fara i þessum málum. Ég vil að það sé hverju félagi frjálst að fara þá leið i þessu máli sem það óskar”. Einhver góöur maður viðhafði þau orð eftir að úrslit málsins lágu fyrir, aö það væri ekki verið að banna félögunum aö fá hingað til lands erlenda leikmenn, það væri bara verið að gera þeim hlutina erfiðari og kostnaðarsam- ari. Það er þvi allt útlit fyrir að engir erlendir leikmenn leiki i körfuboltanum hér á landi næsta vetur, og mun vist mörgum þykja miöur að þessi tillaga sem var borin fram að njarðvikingum og tR-ingum skyldi ná fram að ganga. Og ekki er auðvelt að sjá hvaða sjónarmið réðu flutningi þessarar tillögu. Af öðrum málum á ársþinginu má nefna fjármálin sem eru stóri „hausverkur” körfuknattleiks- forustunnar i dag, en rekstrar- halli Körfuknattleikssambands- ins s.l. starfsár var um 1200 þús- und. Páll Júliusson var kjörinn formaöur KKl. á þinginu, en aðr- ir i stjórn eru Birgir Birgis, Bogi Þorsteinsson, Guðni Guðnason og Haukur Hannesson. _ gk. Vilja ekki fá ísland á NM! „A fundinum var rætt um að halda Noröurlandamót I knatt- spyrnu og hespa það af á einni viku. Erum viö tslendingar ekki meö I þeirri áætlun. Horfa frændur vorir I peningana þegar að þvi kæmi að mótið yrði haldiö hér á landi”, sagði Friðjón B. Friöjónsson, gjaldkeri KSt, sem er nýkominn af fundi norrænu knattspyrnusambandanna á samt Ellert B. Schram, for- manni KSt. „Það er aöeins gengið frá ein- um leik á næsta ári, leiknum við svia. Verður hann 20. júli 1977. Norðmenn vildu ekki fastá- kveða leikdag fyrir leikinn við þá, en tóku liklega I 29. júni 1977.” Þessir leikir eru þeir siðustu I sex ára landsleikjaprógramm- inu, sem sett var upp 1971. Vildu hin samböndin ekki gera nýja langtimaáætlun. að sögn Frið- jóns, og því er það ætlun KSt að semja við hverja þjóð fyrir sig um hvert eitt ár i senn um leiki heima og heiman. Landsleikjaprógram tslend- inga er annars fullbókað vegna undankeppni heimsmeistara- keppninnar. —VS FH-ingar og Akurnesingar gerðu jafntefli 0:0 á Kaplakirka I 1. deildinni I knattspyrnu I gær. Eftir atvikum verður að telja það sanngjörn úrslit. FH var mun betri aðilinn I fyrri hálfleik og hefði átt að skora tvö mörk eftir þeim tækifærum, sem liöið fékk. t siðari halfleik sóttu akurncsingar I sig veðrið og sóttu mjög stift að - marki FH og hefðu með örlitilli heppni átt að skora ein þrjú mörk úr jafnmörgum dauöafærum. FH ingar skoruðu svo rangstöðumark á síðustu minútu leiksins, sem dæmt var af. Akurnesingar mættu ákveönir til leiks og höfðu frumkvæðið i leiknum til að byrja með. FH- ingar náðu þó smám saman betri tökum og geinilegt að þeir kunnu betur við sig á mölinni heldur en akurnesingar, enda æfa þeir á möl en akurnesingar á grasi. Er hreinasta skömm að þvi aö FH skuli bjóða upp á þessar aðstæður annað árið i röð. Fátt markvert gerðist þó fyrr en á 30. minútu, að FH-ingar spil- uðu sig laglega i gegn upp að endamörkum. Þaðan var boltinn gefinn fyrir á Leif Helgason út i teiginn, en Hörður Helgason, markvörður akurnesinga, varði vel i horn. Minútu siðar komst ölafur Danivalsson, langbesti maöur FH i þessum leik, einn innfyrir, lyfti yfir markvörðinn og boltinn var á leiðinni i markið þegar Björn Lárusson kom á fullri ferö og náði að hreinsa frá á markltnu. Mjög - vel gert hjá Birni. Á 40. minútu fengu FH-ingar horn. Markvörður akurnesinga hugöist góma boltann en datt og boltinn hrökk út til Jóhanns Rikarðssonar i FH, sem spyrnti himinhátt yfir frá markteig. Akurnesingar mættu mun ákveðnari til leiks i siöarj hálf- leik og nú var hlutverkum snúið við. Sóttu þeir til muna meira og voru ákveðnari á boltann en i fyrri hálfleik. Á 12. minútu komst Matthias innfyrir vörn FH en Ómar varði skot hans en missti boltann, Teitur náði honum og gaf hann fyrir frá endamörkum, rúllaði boltinn eftir endilangri linunni áður en FH-ingum tókst að hreinsa frá. Þarna var illa fylgt eftir sókninni hjá akurnesingum. Á 30. minútu voru FH-ingar heppnir að fá ekki á sig mark. Þá átti Teitur hörkuskot i markvink- ilinn. Þriðja dauöafæriö átti svo Matthias. Skallaði hann aö marki FH, Ómar hálfvarði og varð af mikill darraðardans á linunni, en FH-ingar náðu loks að pota bolt- anum frá marki. Reynir skildi eftir tvö stig hjá ísfirðingum „Maður er nú aldrei ánægöur með að tapa, sagði Gylfi Baldursson, formaður Iteynis, I samtali við Visi. „En ég hef trú á að þctta sé að koma hjá okkur. Vörnin hjá okkur er skipuð ung- um og reynslulitlum leikmönnum og aö auki eru nokkrir leikmanna frá þvi I fyrra á sjónum. Þetta veröur allt komið i lag i júni”. ísfiröingar sigruðu Reyni frá^ Arskógsströnd 4:1 i lcik liðanna i 2. deildinni á isafirði á laugar- daginn. Fyrri hálfleikur var jafn og skemmtilegur og hvort liö um sigskoraöi þá eitt mark. t upphafi siðari bálfleiks urðu Kcynis- mönnum á slæm varnarmistök, sem kostaði þá þrjú mörk á sex minútum. Gerðu isfirðingar þar ntcð út um leikinn og náðu Ileynismenn sér aldrei á strik eft- ir þetta. isfirðingar urðu fyrri til að skora. Skoraði Kristinn Kristjánsson mark um miöjan fyrri hálfleik. Tveimur minútum siðar jafnaði Gunnar Jón Valves- ^son fyrir Reyni. Fyrsta mark isfiröinga i siðari hálfleik skoraði Itúnar Guð- mundsson mjög fljótlega. Jón Oddsson og Haraldur Leifsson skoruðu tvö siðustu mörkin skömmu siðar. —VS íslandsmeistararnir kunnu sýnilega illa við sig á mölinni ú Kaplakrika en FH-ingar léku á als oddi MÖUN DRJÚGUR UÐSMAÐUR FH!

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.