Vísir - 19.06.1976, Side 9

Vísir - 19.06.1976, Side 9
vism Laugardagur 19. júní 1976 9 -----y----- Umsjón: Stefán Guðjohnsen Það gekk á ýmsu hjá islensku sveitinni á Olympiumótinu I MonteCario. Þaðvoru bæði skin ogskúrir, en einn leikur er samt minnisstæður, leikurinn við heimsmeistarana, Bandarikja- menn, sem við virtumstdæmdir til þess að tapa. Fyrir Bandarikin spiluðu Paulsen og Ross, Rubin og Soloway, en fyrir Island, Ste- fánog Simon, Guðmundur og Karl. Það er dálitið öðruvisiað spila við hreina atvinnumenn, heldur en áhugamennina og ég sá það fljótt að Rubin og Soloway voru atvinnumenn. Þeirra líf snýst allt um bridge og backgammon og þeir ligg ja yfir hverju spili til þess að kreista út einum slag meira en andstæðingarnir. Strax I fyrsta spili fóru þeir i þrjú grönd á þessi spil: Leikur íslands- við heimsmeist- arana — banda ríkjamenn ó OL í Monte Carlo ■0 1 b 1 Vulnerable Contract By •0 % H N-S E - W $ I 1 N Love JNT w SS 71 Héo s 2 E NS HS 5 ca q 100 3 s EW HH 5 7)io q so /0 4 W AU /Sx e m 7 /60 2 5 N NS ZNT £ HS X /2o 6 E EW • HH 5 DK 10 yzo / 7 S AU JNT w CH q 600 1 8 W Love JS H Cx /z VSo / 9 N EW HS £ cz /z w — 10 E- All 35 & l/K <? m 2 11 S Love HU W Ú <? /OO s 12 W NS 3H w bS 10 /70 /0 13 N All JH s u 200 9 14 E Love w E SH 10 15 S NS H-S £ CS // HSb 16 W EW JNj\ 5 Dt, z LpOö TOTAL V.S.P. TOTAL I.M.P.S. / | ♦ 10-9 VD-G-4 ♦ A-8-3 ♦ D-G-9-7-2 4a-d V 6-5-3-2 ♦ K-D-7-6-5 * K-3 Ég opnaði á einu hjarta i noröur, Rubin sagði tvo tigla, Simon pass, Soloway tvö grönd. Rubin hækkaði siðan i þrjú grönd, sem voru spiluð. Ég spilaði út spaða, sem var aðeins óþægilegt fyrir Soloway meöan hann svinaði, siðan runnu heim 11 slagir. Það er áreiöanlega betri sögn hjá vestri að segja tvö hjörtu (svo ég kenni nú atvinnumönnunum eitthvað), þvi gröndin eru óneit- anlega betri i austur. Karl og Guðmundur spiluðu hins vegar aðeins þrjá tigla og það voru 8 impar til Bandarikjamanna. Ef spaöakóngur hefði legið vitlaust hefði Island grætt 4 impa. Næsta spil féll, en siðan kom önnur gamesveifla til Banda- rikjamanna. A báðum borðum voru spiluð fjögur hjörtu, sem unnust á öðru en töpuðust á hinu. Ég held að Simon hafi aldrei átt möguleika, en erfitt var aö verja spiliö ogþað vannst hinum megin. Staðan var nú 18-0 eftir þrjú spil. Næstu spil voru heldur tiðindalitil og við fengum 1 impa gegn 5. Þessi eini impi kom, þegar Guðmundur kom heim þunnu spaðagamei, meðan heims- meistararnir við okkar borð spiluðu þrjú grönd. Tiu spil voru nú búin og staðan var 24-1 fyrir Bandarikjamenn. Þá kom þetta spil. Staðan var allir utan hættu og suður gaf. ♦ A-G-6 ♦ A-K-8-7-6 ♦ 5-2 A 8-7-5 ♦ 10-8 ♦ K-9-7-5-3 V9-5 VG-10-3-2 ♦ A-K-D-G-10-9-8-4 4 enginn ♦ 3 *G-10-9-6 ♦ D-4-2 9D-4 4 7-6-3 j^A-K-D-4-2 Það var ekki mjög merkilegt þetta spil i okkar leik. Simon opnaði á einum tigli á suðurspil- in, Soloway sagði fjóra tigla, sem ég doblaði. Þetta var einn niður eða 100 til N — S. 1 lokaða salnum stökk Karl i fimm tigla, sem voru einnig doblaöir og N — S fengu 300. Staöan var þá orðin 29-1 fyrir Bandarikjamenn. 1 leik Olympiumeistaranna, BrasUiu, og Argentinu var hins vegar meira um að vera I þessu spili. Þar gengu sagnir á þessa leiö með Brasiliu N — S: Suður Vestur Norður Austur 1T P 1H P 2 L P 2 G P 3G D P P P Vestur ákvað að lúra á and- stæöingana, og þegar þeir voru komnir i þrjú grönd skreiö hann undan feldinum og doblaði — brosti um leið i huganum af klókindum sinum — þvi það gat ekki verið vafi á þvi eftir þessar sagnir, að hann vildi tigul útspil. Nú makker spilaöi út spaða, drepiö á drottningu i borði, teknir þrir slagir á lauf og þrir á hjarta og austri spilað inn á lauf. Ellefu slagir, 750 til Brasi- liu. Nú en áfram með leikinn við heimsmeistarana. í 12. spili spiluðu Rubin og Soloway 3 hjörtu og unnu fjögur, eftir að ég trompaði ekki út i byrjun. Karl og Guðmundur töpuðu hins vegar 300 i fjórum tiglum dobl- uðum á sömu spil. Það voru 10 impar i viðbót og staðan var nú 39-1 fyrir Bandarikjamenn. Enn var eftir að taka út hegn- inguna i spili 13, en okkur telst svo til, að hefðum við mátt sleppa spili 13 i öllum leUcjun- um, þá hefðum við verið 10 sæt- um ofar, svo illa hefur þaöleikiö okkur. 1 sannleika sagt höfum við tapað yfir 100 impum netto i spilum 13. Spil 13 var þannig. Staðan var allir á hættu og norður gaf. ♦ 10-8-4-2 VG-3 ♦ D-10-8-5 ♦ A-6-3 ♦ K-7-3 ♦a-D-6-5 VD-10 V8-7 4 G-8-6-4-3 ♦ A-K-7-2 4 K-10-4 47-5-2 . ♦ G-9 V A-K-9-6-5-4-2 ♦ enginn 4 D-G-9-8 Scale of International Match Points SCALE OF VICTORY POINTS : 0 — 10 0 430 — 490 - 10 2250 — 2490 = 20 POSITIVE 20 — 40 0 1 500 — 590 == 11 2500 — 2990 = 21 0 — 1 : 10/10 23 - 25 : 18/2 50 — 80 = 2 600 — 740 « 12 3000 — 3490 = 22 2 — 4:11/9 27 — 28—9/1 90 — 120 3 750 — 890 « 13 3500 — 3990 - 23 5 — 7 : 12/8 29 —32 : 20/ — 0 130 — 160 4 900 — 1090 « 14 4000 and up = 24 8 — 10 : 13/7. 170 — 210 5 1100 — 1290 = 15 11 — 13 : 14/6 33 —37 : 20/—1 220 — 260 6 1300 — 1490 » 16 14 — 16:15/5 38 —42:20/ —2 270 — 310 = 7 1500 — 1740 - 17 17 — 19:16/4 43—47:20/ —3 320 — 360 8 1750 — 1990 - 18 20 — 22:17/3 48 —52:20/ —4 370 — 420 = 9 2000 — 2240 = 19 53 + : 20/ — 5 1 lokaöa salnum gengu sagnir þannig, að Guðmundur opnaði i austur á einum spaða og Ross stökk beint i fjögur hjörtu. Eins og sést er engin leið að tapa þeim, nema með þvi að fara vit- laust i hjartað, en það gerði Ross ekki. Það voru 620 til N — S. Við okkar borð opnaði Rubin á einum tígli og Simon sagði þrjú hjörtu, sem mér finnst nú alveg nóg sagt. Þetta var passað hringinn og Soloway spilaði út tigulfjarka. Blindur lét áttuna, Rubin kónginn, meðan Simon trompaði. Hann tók nú tvisvar tromp og spilaði spaðagosa. Rubin drap með spaðadrottn- ingu og spilaði lágspaða, sem Soloway drap meö kóng. Það leyndi sér ekki, aö Soloway var ekki ánægður með spila- mennsku Rubin, þar sem hon- um hafði tekist aö endaspila hann svo kyrfilega. Hann spil- aði að lokum laufi frá kógnnum, sennilega til þess að hegna Rub- in, þvi þar með var Simon kom- inn með 11 slagi.Það var i sjálfu sér ekki svo merkilegt að fá tvo yfirslagi i þessu spili, en við- brögð heimsmeistaranna voru heldur óskemmtileg. Soloway byrjaði á þvi að velja makker sinum nokkur vel valin lysing- arorð, sem ekki eru prenthæf. Siðan kvaðst hann harma það mjög, aö Rubin væri ekki auð- ugur maður, þvi þá hefði hann viljað skora á hann i rúbertu- bridge og taka af honum aleig- una, ef hann þyrði að leggja undir (I only wish you were wealthy, Rubin, then I would play you for every gad damn cent you have). Allt þetta út af einum yfirslag i spili, sem and- stæðingarnir misstu game i. Mér var hugsað: Hvað skildu þeir gera þegar stóru mistökin koma fyrir? Þrjú siö- ustu spilin voru upplögð game og féllu, en Bandarikjamenn höfðu unnið leikinn meö 48-1, eða 20 vinningsstigum gegn minus 3. Það má ef til vill segja að viö höfum ekki spilaö vel, en oft hefur maður fengið fleiri stig fyrir verri spilamennsku. Þess má geta, að eftir leikinn kom Soloway til okkar og baö afsökunar á hegðun þeirra fé- laga. Aðalfundur Bridgeféiags Reykjavikur verður haidin miðvikudag- inn 23. júnl og hefst kl. 20.3« I Domus Medica. A dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf svo og verðiaunaafhend- ingar fyrir sveitakeppni meistararflokks og 1. flokks, Butlertvl- menningskeppni og BAMkeppni féiagsins. KVENFOLK ER HEIMSKT OG ÆTTI EKKI AÐ TEFLA! Þátttaka kvenfólks á skák- mótum hefur aukist jafnt og þétt, þó enn eigi þær langt i land með að skáka karlmönnunum. Hvað þvi veldur eru menn ekki sammála um. Sumir segja að þær skorti úthald til að sitja 5 klukkutíma yfir taflinu, en aðrir aö einbeitnina vanti. Ein harðasta atlaga sem gerð hefur verð að skákiðkunum kvenna, kom fram i viðtali við Fischer 1961, og hann var ekkert að skafa utan af þvi, drengurinn sá: „Þær eru allar lélegar þess- ar kvinnur. 1 samanburði viö karlmenn eru þær heimskar og ættu að láta það eiga sig að tefla skák. Þær eru hreinlega eins og byrjendur og tapa hverri ein- ustu skák sem þær tefla viö karlmennina. Sá kvenmaöur er ekki tii á jarðriki, sem ég gæti ekki gefið riddara i forgjöf, og samt unnið.” En um þetta leyti var komin fram á sjónarsviðiö nýr heimsmeistari kvenna, Nona Gaprindashvili Sovétrikj- unum sem sigrað hafði löndu sina Bykovu, með miklum mun, 9:2 i einvigi um titilinn Sovét- menn tóku Fischer á orðinu, og skoruðu á hann að standa við orð sin, og tefla forgjafareinvigi við ungfrúna. Þvi miður varð þó ekki af keppni þeirra, og skák- un nen du r urðu að iáta sér nægja vangaveltur um hvort myndi hafa sigrað, Fischer eða Gaprindashvili. Flestir vestur- landaskákmennirnir töldu Fischer sigurstranglegri, en Tal var á annarri skoðun: „Fishcer er Fischer, en riddari er ridd- ari.” Alit Fischers er raunar ekki ný bóla, þvl margir hafa átt erf- itt með aö viöurkenna kvenfólk viö skákborðið. Þegar Vera Mechnik (1906-1944) sem af ýmsum er talin skæðasta skák- kona sem uppi hefur verið, var boðin þátttaka á alþjóðlegu móti iKarlsbad 1929, fannst mörgum meistaranum sér freklega mis- boðiö. Sérstaklega fannst aust- urriska skákmeistaranum Becker fyndið, að kona skyldi ætla sér aö etja kapp viö hina miklu andans meistara og stakk upp á þvi aö stofnaður skyldi sérstakur „Veru Mechnik klúbbur”, en i honum áttu þeir að vera sem ungfrúin slysaðist á aö vinna. Heldur fannst Becker óliklegt aö hér yröi um fjöl- menna samkomu að ræða, en viti menn, Becker varö sjálfur fyrsti meðlimurinn. Hans Kmock, sem þekktur var fyrir skrif sin um skák, hét þvi i mótsbyrjun, að hann skildi dansa ballett-solo viö verö- launaafhendinguna, ef Mechnik fengi fleiri vinninga en 3 út úr mótinu. Hann slapp með skrekkinn, þvi Mechnik fékk ná- kvæmlega 3 vinninga. Siðustu 14 árin hefur Gaprindashvili boriðsigurorð af öllum keppinaustum sínum. Húnsigraði öllu Kushnir 8 1/2:4 1/2 i heimsmeistaraeinvigjun- um 1965 og 1969, en 1972 varð uppgjör þeirra mjög tvisýnt, 8 1/2:7 1/2, Gaprindashvili i vil. Þar sem Kushnir fluttist búferl- um til Israels fyrir skömmu, missti hún af möguleikanum til að skora á heimsmeistarann i siöustu keppni, og það kom i hlut Alexandrinu, Sovétrikjun- um. Keppni þeirra lauk með yf- irburðasigri Gaprindashvili, 8 1/2:3 1/2 og enn heldur heims- meistarinn þvi titli sinum. Að lokum skulum við lita á skákir úr flokkakeppni kvenna sem háð var i Sovétrikjunum fyrir skömmu. Hivitt: Badalova Svart: Sketina Colle-byrjun. 1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. Bf4 b6 4. e3 Bb7 5. Bd3 Be7 6. Rb-d2 d5 7. Re5 s o-O 8. Df3 Rb-d7 9. 0-0 c5 10. c3 Rxe5 11. dxe5 Re8 12. Dh3 g6 13. Bh6 Rg7 14. Ha-dl Dc7 15. f4 Hf-e8 16. g4 a5 17. Rf3 Dc6 18. Bg5! Bxg5 19. Rxg5 h5 20. gxh5 gxh5 21. Be2 Ba6 22. Bxh5 Ha7 23. Hf2 Kf8 24. Rh7 + Ke7 25. Dh4 + Kd7 26. Rf6+ Kc8 27. Rxe8 Gefið. Hvitt: Saiseva Svart: Rubeva Kóngsindversk vörn. 1. d4 Rf6 2. Rf3 g6 3. Bg5 Bg7 4. Rb-d2 d6 5. e4 Rb-d7 6. Bd3 c5 7. c3 b6 8. De2 h6 9. Bxf6 Rxf6 10. e5 Rd5 11. Bb5+ Bd7 12. exd6 cxd4 13. Rxd4 e6 14. Rxe6! fxe6 15. Dxe6+ Re7 16. dxe7 Gefiö. Jóhann örn Sigurjónsson.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.