Vísir - 30.06.1976, Qupperneq 1
Stunda sovétmenn
„ryksuguveiðar"
ó laxinum okkar?
„Við vitum að fjöldi
rússneskra verksmiðju-
togara stundar ryksugu-
veiðar i nánd við ísland
og þessi skip veiða allt,
sem kvikt er. Þvi höfum
við vaxandi áhyggjur af,
að skip þessi veiði um-
talsvert magn af
islandslaxi”, sagði
Björn böndi á Laxamýri
i Þingeyjarsýslu, i
samtali við blaðið.
„Laxinn gekk mjög seint i ár
norðanlands isumar, en við sáum
fyrstu stóru gönguna rétt fyrir
helgina. Við erum enn bjartsýnir
á gott laxveiðisumar, en þess
verður að gæta, aðgifurleg aukn-
ing hefur verið á ræktun laxa-
seiða og ef það skilar sér ekki i
mjög aukinni veiði gefast menn
upp á þessu, bætti Björn við”.
Björn lagði áherslu á, að hér
væri mikið i húfi og, væri brýn
nauðsyn á eftirliti með veiðum út-
lendinga á islandslaxi i sjö.
„Það er of snemmt að spá um
hvort hin aukna ræktun skilar sér
eðlilega en ef rétt reynist, að
rússar stundi þessar veiðar er hér
um stóralvarlegt mál að ræða”,
sagði Björn að lokum. _J0H—
„Ekkert
gert
nema
kjaftað
u
- segir Haukur Guðmundsson,
rannsóknarlögreglumaður í Keflavík
„öll aðstaða til að rannsakaf
þessi hassmál er hin ömurleg-
asta,” sagði Haukur Guð-
mundsson rannsóknarlög-
reglumaður i Keflavik i sam-
tali við Visi i morgun. „Á
timabili var ég með fanga i
gæsluvarðhaldi á fjórum stöð-
um, og mestur timinn fer i að
þeytast á milli staða,” sagði
hann ennfremur. „En það er
sama hvað oft er beðið um úr-
bætur, það gerist ekkert. Þeir
sem þessu stjórna gera ekkert
nema að kjafta.”
Haukur sagði að rannsókn
siðasta hassmálsins væri
langt komið, en enn situr einn
maður inni vegna málsins. Er
talið að þarna hafi verið um að
ræða smygl á svonefndri hass-
oliu, en efni það sem gert var
upptækt er nú i rannsókn.
—AH
Þjóð-
erni
dufla
óþekkt
— segir
utanríkisráðherra
„Við vitum enn ekki fyrir vist
hvert þjóðerni hiustunarduflanna
er. Málið er i rannsókn og ég
grennslaðist eftir því siðast i
morgun, hvernig henni miðaði,”
sagði Einar Ágústsson, utanrikis-
ráðherra, i samtali við blaðið i
gær.
Visir hefur birt þau ummæli
Harðar Frimannssonar, yfir-
verkfræðings sjónvarpsins, að
hann teldi duflin bandarisk að
uppruna, en sem kunnugt er hefur
eitt dagblaðanna þrásinnis haldið
þvi fram að duflin séu rússnesk
að uppruna. Utanrikisráðuneytið
er enn i vafa um uppruna þeirra
og biða margir efalaust spenntir
eftir úrskurði þess, eftir allar
þær umræður, sem farið hafa
fram um mál þetta. —JOH
Cleo Laine og eiginmaður hennar Johnny Dankwort héldu tónleika f Laugardalshöll i gærkvöldi við
fögnuð þrjú þúsund áheyrenda. Hér gefur Cleo ungum aðdáendum eiginhandaráritun sina skömmu eftir
að tónleikarnir hefjast. Ljósm. Visis: Jens. __ bdksíðll
Átta
manns
horfið
fró 70
— sjá baksíðu
Stúdíótœki
sjónvarpsins
eru úrelt
— baksíða______
Bátar með
sláttuvélar
— sjá bls. 11
Erlendar fréttir
eru á bls. 6-7 og 8
Mennirnir fjórir frjálsir
a ny
— Svartsýnni en áður um lausn
Geirfinnsmálsins,
segir Örn Höskuldsson
Sakadómur Reykja-
víkur hefur nú tilkynnt
fjór m enningunum,
sem sátu i gæsluvarð-
haldi vegna rannsókn-
ar Geirfinnsmálsins,
að þeir séu frjálsir
ferða sinna og þurfi
ekki lengur að sæta eft-
irliti.
Mennirnir fjórir, þeir Einar
Bollason, Magnús Leopoldsson,
Sigurbjörn Eiriksson og
Valdimar Olsen, voru látnir
lausir úr gæsluvarðhaldi 10. mai
siðastliðinn, og höfðu þá verið I
varðhaldi á fjórða mánuð. Að
ákvörðun rannsóknardómara
„var þeim gert að sæta eftirliti
lögreglu og takmörkunum á
ferðafrelsi i þágu rannsóknar
málsins”, eins og það var orðað
i tilkynningu sakadóms á sinum
tima.
Eftirlit þetta hefur verið mjög
óformlegt og að þvi er VIsi er
kunnugt, hafa mennirnir ein-
ungis látið vita af sér öðru
hverju og engar athugasemdir
verið gerðar við ferðalög þeirra
innan lands.
Visir innti örn Höskuldsson,
dómara, eftir þvi i gær, hver
væri ástæðan fyrir þvi að „eftir-
litið” hefði verið fellt niður.
Hann kvaðst ekki vilja greina
frá þvi, en sagði að lítið nýtt
hefði komið fram i rannsókn
málsins undanfarnar vikur.
„Við einbeitum okkur nú að þvi
að ganga frá gögnum vegna
morðsins á Guðmundi Einars-
syni og málum, sem þeirri
rannsókn eru tengd”, sagði örn
„en Geirfinnsmáliö svonefnda
er jafnframt áfram til meðferð-
ar hjá okkur”.
örn tjáði Visi, aö geðrannsókn
væri lokið á einum þeirra aöila,
sem nú sitja i gæsluvarðhaldi
vegna þessara mála, en geð-
rannsókn hinna væri langt kom-
in.
Er örn Höskuldsson var að
þvi spurður, hvort hann væri nú
bjartsýnni en fyrr á að hægt yrði
að upplýsa hvarf Geirfinns Ein-
arssonar og ástæöurnar fyrir
þvi til fulls, svaraði hann þvi til
að hann væri nú svartsýnni en
áður I þvi efni, en að sjálfsögðu
myndu menn ekki leggja árar i
bát, heldur halda sinu striki og
vinna áfram að rannsókninni.
—ÓH
i