Vísir - 30.06.1976, Qupperneq 7
vism
Miðvikudagur 30. júni 1976
Óli Tynes
nroTguiT
Róssar nöguðu
gallsúrt ep/í
— á ráðstefnu kommúnistaflokkanna í Austur-Þýskalandi
Rússar hafa nú orðið
að taka stóran bita úr
þvi gallsúra epli að geta
ekki lengur komið fram
sem hugmyndafræðileg-
ir leiðtogar kommún-
istaflokka i öðrum
löndum. Á nýafstaðinni
ráðstefnu flokkanna i
Austur-Þýskalandi var
Eanes heimsœkir
de Azevedo
Antonio Ramalho
Eanes, hershöfðingi,
sem kosinn var forseti
Portúgals um siðustu
helgi, flaug norður til
Oporto i gær til að heim-
sækja einn aðal- mót-
frambjóðanda sinn og
keppinaut, Jose Pin-
heiro de Azevedo, að-
mirál, sem liggur þar á
sjúkrahúsi.
Eanes hershöfðingi hlaut yfir-
burðarsigur, eins og fram hefur
komið i fréttum, og fékk 61% at-
kvæða. — En margir töldu, að
sigurinn hefði ekki verið svo yfir-
gnæfandi, ef aðmirállinn hefði
verið heill heilsu og getað tekið
þátt i kosningabaráttunni siðustu
dagana. De Azevedo fékk hjarta-
slag fjórum dögum fyrir kosning-
ar og lá milli heims og helju fyrst,
en er nú sagður á góðum bata-
vegi.
De Azevedo bauð sig fram til
forsetakjörs til þess að það yrði
ekki einmenningskeppni. Sagði
hann, að flokkarnir þrir, sem
studdu framboð Eanes, yrðu með
þvi þess valdandi, að forsetinn
yrði tilnefndur en ekki kosinn á
lýðræðislegan hátt. — Framboð
de Azevedo var óháð öllum flokk-
um.
Aðmirállinn fékk 14% atkvæða,
sem var ekki nema þriðja mesta
atkvæðamagn. Otelo Saraiva de
Carvalho, majór, fékk 16,5%.
Eanes hershöfðingi hefur lýst
þvi yfir, að hann muni skipa dr.
Mario Soares, leiðtoga jafnaðar-
manna, forsætisráðherra og fela
honum stjórnarmyndun. — Jafn-
aðarmenn fengu 35% atkvæða I
siðustu þingkosningum i Portúgal
og sýndu sig þá að vera stærsti
stjórnmálaflokkur landsins.
Að öllu forfallalausu hefði
Eanes átt aö sverja embættiseið
næsta mánudag, en vegna tafa
við endurtalningu atkvæða verð-
ur bvi frestað.
samþykkt að hver
þeirra skyldi ákveða
eigin stefnu.
Þessi samþykkt kemur i kjölfar
margra ára biturrar baráttu.
Ýmsir leiðtogar kommúnista-
flokka i Evrópu hafa um margra
ára skeið barist gegn algerri
stjórnun flokka sinna frá Sovét-
rikjunum.
Þetta leiddi meðal annars til
þess að ekki hefur verið haldin
svona ráðstefna siðastliðin niu ár.
Einn af hörðustu baráttumönnun-
um fyrir frelsi hefur verið Josip
Tito, forseti Júgóslaviu.
Tito hefur alla tið verið mjög
sjálfstæður og neitaði um langt
skeið að sækja ráðstefnur
kommúnistaflokka, vegna þess
að þeir lytu um of stjórn Sovét-
rikjanná.
Rússar gættu þess vel að minn-
ast ekkert á Kina i ræðum sinum.
Ýmsir leiðtogar höfðu gefið i skyn
að ef kinverjar yrðu fyrir árás,
myndu þeir verja þá.
Leonid Brezhnev, leiðtogi
sovéska kommúnistaflokksins,
sem hingaö til hefur verið
kommúnistaflokkum annarra
rikja ieiðarljós.
Rússum hefur verið hvað mest
áhugamál að halda þessa ráð-
stefnu, sem sjá má á þvi að þeir
bökkuðu með nær allar kröfur
sinar um „stjórnun frá Kreml”.
Það eru þó litlar likur til að þeir
geti verið ánægðir með niður-
stöðu þessarar ráðstefnu.
Ýmsir fréttaskýrendur draga
jafnvel i efa að þeir muni gangast
fyrir annarri slikri um langt
skeið.
Bernard
prins
65 ára
Bernhard prins af
Hollandi, sem varð 65
ára i gær, hefur ákveð-
ið að halda áfram emb
ætti sinu, sem yfirhers-
höfðingi við her Hol-
lands, þótt hann sé
kominn á eftirlauna-
aldur.
Enn stendur yfir rannsókn
þriggja manna nefndarinnar,
sem stjórn Hollands skipaði i
febrúar vegna áburðar um, að
prinsinn hefði þegið alls 1,1
milljón dollara i mútur frá
bandarisku Lockheed-flugvéla-
verksmiðjunum. — Búist er við,
að niðurstöður geti legið fyrir
upp úr miðjum ágúst.
Prinsinn bar á sinum tima af
sér allar ásakanir um mútu-
þægni og fagnaði rannsókninni,
sem hann sagði, að mundi
hreinsa nafn hans og mannorð.
Tillaga felld um stofn-
un nýs Palestínuríkis
Þjóðfrelsishreyfing
palestinuaraba og
stuðningmenn hennar
lutu i lægra haldi i ör-
yggisráði Sameinuðu
þjóðanna i gærkvöldi,
þegar Bandarikin felldu
með neitunarvaldi sinu
tillögu, sem fól i sér
viðurkenningu á rétti
palestinuaraba ,,til að
vera sjálfstæð þjóð i
Palestinu”.
Fimmtán riki eiga sæti i Örygg-
isráðinu og studdu tiu ályktunar-
tillöguna, sem Guyana, Pakistan,
Panama og Tanzania höfðu borið
fram. — Frakkland, Italia, Bret-
land og Sviþjóð sátu hjá við at-
kvæðagreiðsluna.
9. júni hófust umræður i ráðinu
um skýrslu nefndar, sem 20 riki
áttu fulltrúa i. 1 þeirri skýrslu var
fjallaðum rétt palestinuaraba, og
var þar meðal annars lagt til, að
israelsmenn skiluðu fyrir júni
næsta ár öllum hernumdu svæð-
unum frá 1967, að allt flóttafólk
palestinuaraba yrði flutt á þau
svæði og loks að stofnað yrði sér-
stakt riki þeirra.
Lauk þessum umræðum loks i
gærkvöldi með atkvæðagreiðsl-
unni.
Albert Sherer, fulltrúi Banda-
rikjanna, sagði að tillagan væri
með alvarlegum meinbugum, þar
sem i henni væru rækilega tiund-
aðir hagsmunir og réttindi annars
aðilans, en á hinn (Israel) væri
ekki minnst, eins og væri hann
ekki til.
Israelsmenn, sem sögðu, að
skýrsla 20 rikja nefndarinnar fæli
i sér tillögur er miðuðu að þvi að
liða sundur gyðingarikið, véku af
fundi, þegar umræðurnar byrjuðu
og tóku engan þátt i þeim eftir
það.
Vilja morðingja
fyrir farþegana
LEIÐTOGI GYÐINGA
í WASHINGTON
TEKIN FASTUR
Alrikislögreglan
bandariska (FBI)
handtók i gær leiðtoga
varnarsamtaka gyð-
inga i Washington.
Hann er grunaður um
að vera viðriðinn skot-
árásir á heimili sov-
éskra diplómata i mai-
mánuði siðasta.
Hinn handtekni, dr. William
Perl, sjötugur sálfræðingur,
hefur verið ákærður fyrir hlut-
deild i samsæri, sem beint heföi
verið gegn fulltrúum erlendra
rikja.
Samkvæmt upplýsingum FBI
var skotið á ibúðarhús tveggja
starfsmanna sovéska sendi-
ráðsins i einu af úthverfum
Washington að kvöldi dags 23.
maf. — Hefur ekki verið látið
uppi, hvaða diplómatar eiga
þarna hlut að máli. Né heldur
hefur fengist skýrt frá þvi, hvort
dr. Perl er sakaður um, að hafa
sjálfur hleypt af byssunni.
Siðustu árin hefur komiö æ
oftar til þess, að félagar úr
varnarsamtökum gyðinga,
einkanlega þá i New York væru
handteknir vegna árása á sov-
éska diplðmata i Bandarikjun-
um. En samtökin láta til dæmis
mjög til sin taka meðferð á gyð-
ingum i Sovétrikjunum, og hafa
þau margsinnis efnt til mót-
mælaaðgerða i Bandarikjunum
vegna hennar.
Gislarnir 250 úr Air
France farþegaþotunni
eru enn i haldi á
Entebbe flugvelli I
Uganda. Þeir biða
spenntir eftir að vita
hvort fimm rikisstjórnir
verði við kröfum um að
láta lausa hryðjuverka-
menn, i staðinn fyrir þá
sjálfa.
Sérstaklega hljóta israelsku
farþegarnir að vera uggandi um
sinn hag, þar sem það hefur verið
mjög ákveðin stefna ísraelsku
rikisstjórnarinnar að semja ekki
við hryðjuverkamenn. Attati'u og
þrír israelar eru meðal farþeg-
anna.
Ræningjarnir hafa krafist þess
að fá lausa 53 palestinuaraba. Af
þeim eru 40 sagðir I tsrael, sex i
Vestur-Þýskalandi, fimm i
Kenya, einn i Sviss og einn i
Frakklandi.
Utanrikisráðherra Frakka
hefur lýst þvi yfir að þessar kröf-
ur séu óaðgengilegar. Ræningj-
arnir hafa gefið frest fram að há-
degi á morgun til að flytja hryöju-
verkamennina til Uganda.
Efstur á lista ræningjanna er
japaninn Kozo Okamoto. Hann
var einn morðingjanna frá Lod
flugvelli, þar sem hann o g félag-
ar hans myrtu tuttugu og sjö
farþega og særðu áttatíu. Hann
var dæmdur i lifstíöarfangelsi i
Israel og það eru litlar likur til að
Israelsstjórn fáisttil að láta hann
lausan.
BRUÐHJONIN
TIL AFRÍKU
Karl Gustaf sviakonungur
og brúöur hans, Silvia drottn-
ing, kontu til London i gær að
aflokinni brúðkaupsferð i
llawai.
Þau ferðast undir tignar-
heitunum hertogi og hertoga-
frú af Jampiamad, eins og
Karl Gustaf hefur gert, þegar
hann feröast i einkaerindunt.
— Þar er talið, að brúðhjónin
séu á leið til Nairobi i Kenya
til að Ijúka brúðkaupsferðinni
i „safari”.