Vísir - 25.07.1976, Page 7
visra Sunnudagur 25. júli 1976.
7
RÆKTUNIN
Ræktun Ginseng er mjög sér-
stæö og erfiö. Sem dæmi má
nefna, aö þaö tekur plöntuna 6
ár að mynda rót, sem gefur
bestu gæöi i vinnslu. Einnig
verður ræktarland aö hvila i 10-
40 ár eftir aö Ginseng hefur
veriö ræktaö þar, áöur en
ræktun þess getur fariö þar
fram aftur. Þetta er vegna þess
hversu mikið af efnum plantan
tekur úr jarðveginum Auk þess
er hún mjög viökvæm og gerir
nákvæmar kröfur til lifs-
skiiyröa. Hún vex best viö svalt
loftslag þar sem hitastig fer
ekki upp fyrir 18,3 gráöur C, og i
hæfilegu skjóli, regni og ljósi.
Jarðvegur veröur aö vera
næringarrik leirmoid og vatniö
sem til plöntunnar kemur
veröur aö vera hreint. Þaö
skeröir gæöi rótarinnar aö nota
áburö — og til aö uppfylla
vaxtakröfum plöntunnar fer
ræktun fram undir hjölium, sem
snúa móti noröri. Auk þess þarf
nánast aö annast um hverja
plöntu fyrir sig ef vel á aö fara.
Bestu ræktunarskiiyröi hvaö
veðurlag snertir er i Kóreu og
Mansjúríu, en þar vex plantan
villt á afskekktum, stööum,
undir stórum trjám I skógum til
fjalla. Og þegar viö bætist 400
ára reynsla Kóreumanna i
ræktunartækninni, veröur Gin-
seng þeirra þaö besta sem unnt
er aö fá.
stæð áhrif. Ginseng getur, eins og
segirað ofan, hjálpað likamanum
til að losna við streitu.
Ráð við sljóleika af völd-
um ofþreytu
Við renaissance Revitalization
Center heilsuhælið á Bahama eyj-
um, segir frá sextugum leikara,
sem þjáðist af ofþreytu. Var hún
svo mikil, að hann óttaðist að hún
mundi binda endaá leikferil hans.
Hann fór þvi að taka inn Ginseng
(i belgformi) einni klukkustund
fyrir sýningu, og var sannfærður
um, að þetta væri ástæðan fyrir
greinilega bættu gengi hans.
Til að sannprófa réttmæti þess-
arar ályktunar reyndu læknar
blindpróf, þar sem leikarinn fékk
Ginseng suma sýningardagana
en áhrifalausan belg aðra daga.
Með þessu prófi sýndi það sig, að
undirtektir (mældar með þar til
gerðum mæli) voru 17% betri á
Ginseng dögum en á öðrum dög-
um.
Ginseng og ellimörk
Hefðbundin notkun Ginseng i
Austurlöndum fjær staðfestir að
það er sterkt hressingarlyf,
varnarmeðal, sem verkar gegn
kraftleysi, hryggð og almennu
tapi sem á sér stað þegar fólk eld-
ist.
Um þetta segir dr. Brekh-
mann: „Heilbrigt fólk, sem náð
hefur 40 ára aldri, ætti að byrja að
taka inn Ginseng relgulega”.
Þessi staðhæfing fékk stuðning af
niðurstöðum tilrauna á músum,
sem fengu Ginseng reglulega
eftir að þær voru orðnar full-
þroska. Afleiðingin varð sú, að
æviskeið þeirra varð lengra en
músa sem ekki fengu Ginseng, og
margar hagstæðar lifefnafræði-
legar breytingar komu i ljós”.
Um náttúrulækningaað-
ferðir
Dæmin hér að ofan vitna ljóst
um ósérhæfða virkni Ginseng. En
þessi jurt er engan veginn eina
jurtin sem hefur fjölbreytta
virkni. En hvers vegna hafa slik-
ar náttúrulækningaraðferðir
þessi viðtæku áhrif á manns-
likamann? Orsökina má e.t.v.
rekja til þess að þeir, sem iðkuðu
læknisfræði til forna skildu ekki
eðli margra sjúkdóma, og höfðu
þvi engar sérhæfðar lækningar-
aðferðir til að lækna þá. Þess i
stað varð til mikill fjöldi
lækningaraðferða sem höfðu
ósérhæfð heilsubætandi og lækn-
andi áhrif. Þessar aðferðir voru
engan veginn bundnar við austur-
lönd, en þær vestrænu lögðust að
mestu niður með tilkomu
„visindalegra”, sérhæfðra
lækningaraðferða. En nú verða æ
fleiri fyrir vonbrigðum með
nútima lækningaraðferðir, og
leita þvi til aðferða forfeðranna.
Heilsu manna og velliðan verður
þó ugglaust best þjónað, þegar
læknavisindi austurlanda og
vesturlanda sameinast i tilgangi
sinum að gefa góða heilsu og
varðveita handa öllu mannkyn-
inu.
Hverjir eru virkir þættir i
Ginseng?
Ginseng inniheldur marga
glycosiða, rokgjarnar oliur,
blöndu fitusýru, ginsenin,
phytosterin, slimukvoður, ensim,
vitamin, sykur, dálitið af alka-
loiðum, sem menn vita ekki nán-
ari deili á, steinefni, kisilsýru og
ekki meira en 13% vatn.
Þættirnir eru ótrúlega flóknir.
Þótt glycosiðarnir séu taldir
virku þættirnir, benda niðurstöð-
ur rannsókna til þess að rótin heil
sé virkari en nokkur einstakur
efnaþáttur hennar.
SKA TA
BÚÐÍN rlGKin 3T Hjálparsveit skáta Reykjavík
SNORRABRAUT 58.SÍM112045
Bakpokar 6 gerðir
verð fró kr. 4.750.-
til 28.500
Kortapokar
kr. 2.280.-
Dagsferðapokar
kr. 2.900.-
Burðarpokar
fyrir bðrn
kr. 5.150.-
Svefnpokar
ull og dralon
kr. 4.950.—
til 6.630.-
f
Isl. dúnpokar
ca. 2 kg. verð
kr. 14.000.—
- 18.000.-
Norskir dúnpokar
fró Helsport 1,1 —1,45 kg.
kr. 18.800- 32.000
ALLT í ÚTILÍFIÐ
Gönguskór
4 gerðir
kr. 6.800 - 12.000
Göngutjöld
með himni ca. 2,9 kg.
kr. 19.850.-
Tjöld
Kœlitöskur 5 gerðir
kr. 1.975 -6.100
Vatnsbrúsar
10 — 20 lítra
kr. 675 - 925
Ahaldasett
kr. 3.300 - 5.100
Pottasett
með diskum o.fl.
kr. 8.100
Grill 15 gerðir
kr. 1475 - 8.200
Grillkol, Gastœki
margar gerðir
Hlífðarfatnaður
Regnfatnaður
á alla fjölskylduna
með og ón himins,
margar gerðir Póstsendum SOmdœgurS
TJTILIF
Glœsibœ
Sími: 30350