Vísir - 25.07.1976, Síða 11
ViSIR Sunnudagur 25. júll 1976.
Veiðimenn í Kanada. Sveinn Sæmundsson og Sveinn Gísla-
son. Þeir eru nú nágrannar í Kópavoginum.
Gullgrafararnir voru jaf nan vel vopnaðir. Sveinn annar f rá vinstri.
Sveinn hefur skrifað sjö bækur um-hafið
verkfall I skipasmlöastöðinni.
Þá fór ég yfir til Þýskalands,
meö aöstoft Eirlks Ormssonar,
mins gamla lærimeistara. Þar
var ég i fimm mánuöi og vann
meö náminu. Svo var loksins
kominn timi til aö fara heim.
2000 farþegar um borð
,,Mig haföi alltaf langaö til aö
fara meö „liner” stóru
skemmtiferöaskipi. Mér varö
sannarlega aö þeirri ósk þvi ég
fór áleiöis meöSS United States.
Þaö var hraðskreiöasla og
nýtiskulegasta 'farþegaskipiö
sem þá sigldi um heimshöfin, og
tók eina tvö þúsund farþega.”
„Ég bjó auövitaö á „túrista-
klassa” langt niöri f skipi og var
i klefa meö fjórum öörum. En
þaö voru mjög finir klefar, þótt
þeir hafi sjálfsagt ekki verib
jafn ’ibúröarmiklir og á fyrsta
farrými. Þarna var til dæmis
loftræsting og ljós i hverri koju
fyrir sig."
„Þarna var ég i viku I besta
yfirlæti og valsaöi auövitab um
skipiö hátt og lágt til aö skoöa
alla dýröina.” Þaö var alltaf
miklu meira fjör á ódýrara
farrýminu og á kvöldin þegar
menn voru búnir aö fá sér I glas,
komu „stórmennin” þangab til
aö lyfta sér upp.”
Blaðamaður á Timan-
um
„Og svo var þaö blaöa-
mennskan þegar þú komst
heim?
„Já, en ekki alveg strax.
Fyrst fór ég á sjóinn i nokkra
mánuöi, en svo varö ég blaöa-
maöur á Timanum. Nú er
Þórarinn Þórarinsson einn eftir
af þeim sem þá voru þar', en
hann var ritstjóri blaösins
ásamt Hauki Snorrasyni', sem
lést fyrir allmörgum árum.”
„Félagar minir eru nú allir
orönir þekktir menn, en meöal
þeirra vora Indriöi G. Þor-
steinsson, Hallur Simonarson,
Ólafur Gaukur Guöni Þóröar-
son, Heimir Hannesson, og
Jónas Pálsson.
„Mér likaöi frábærlega vel
viö blaöamennskuna. Þetta er
lifandi og skemmtilegt starf. Ég
var búinn aö vera i burtu £rá
íslandi i mörg ár og þaö er ekk-
ert eins gott 0g blaöa-
mennskan til aö komast aftur I
snertingu viö þjóölifiö.”
„Ég var auðvitað með
myndavélina og fór i marga
leiðangra um landið til að taka
myndir og skrifa greinar og
hafði ánægju af.
Samkeppnin milli blaðanna
þótti nokkuð hörö á þessum
árum, en hún er þó miklu harö-
ari núna”.
„Þegar ég var i þessu var aö
myndast kjarninn aö blaða-
mannastétt. Fram aö þvi hafði
þetta oft verið eins og „stoppi-
stöð” fyrir menn sem voru viö
nám eöa á leið i önnur störf. Nú
er þetta hinsvegar orðin stétt
atvinnumanna og það finnst
mér gott”.
„Blöðin gera nú fréttum
miklu betri skil en áður. Þau
hafa lika meira starfsfólk og
reyndara. Ég tel flestar breyt-
ingar á blööunum til bóta.
Blöðin endurspegla þjóölifiö og
sá spegill hefur oröið skýrari á
siðustu árum”.
7 bækur um hafið
En Sveinn hefur skrifað fleira
en blaðagreinar. Þaö liggja lika
eftir hann sjö bækur. Og þær
sýna aö hafið hefur ekki alveg
sleppt honum úr greipum
sinum, þvi þær fjalla allar um
sjómennsku.
„Já, ég hef skrifað alveg frá
þvi að ég var smápolli. Þegar
ég hætti til sjós brenndi ég
mikinn handritastafla sem ég
átti. Ég hálf sé eftir þessu núna,
það gæti verið gaman að glugga
i þetta. En það er nú svona. Ef
maður hefur eitthvað hobbi sem
fullnægir innri þörf, er maður
ekki i rónni nema eitthvað sé
unnið að þvi”.
„Mig langaði til að skrásetja
og koma á framfæri við fólk,
hluta af þjóðarsögunni. Og hún
er jú tengd hafinu meira en
nokkru öðru. Ég var lengi að
koma mér niður á form, en
ákvað á endanum að hafa þetta
beina frásögn. Skapa ramma,
tima og kringumstæður sem
frásögnin gat gerst i, án út-
skota”.
„Þetta var mikiö verk og
timafrekt. Ég ætla nú ekki aö
dæma minar bækur sjálfur, en
ég verð að viðurkenna að ég er
dálitið hreykinn af sögu skip-
anna sem lentu i halaveörinu
mikla árið 1925. Margir þeirra
sem lentu i þvi eru ekki lengur á
meðal okkar og frásögn þeirra
hefði týnst, ef ég heföi ekki
skráð hana á þessum tima”.
Smærra i sniðum i
fyrstu
- Eftir tæp þrjú ár i blaöa-
mennsku, gerðist Sveinn blaöa-
fulltrúi Flisgfélags islands.
„Já, það var 13. april 1957,
sem ég tók við starfi blaðafull-
trúa. Þar meö hætti flakkiö milli
atvinnugreina, þótt annaö flakk
hafi tekið við. Þaö var nú allt
mikið minna i sniöum i starfinu
hjá mér fyrst i stað. Þó hafði ég
alveg nóg að gera. Um 70 til 80
prósent af þessu starfi felst i
allskonar landkynningu”.
„Besta leiðin er auövitað aö fá
erlenda blaðamenn hingaö i
heimsókn. Það var hálfgerður
höfuöverkur I þá daga, en nú eru
timarnir aðrir. Nú koma þeir I
striðum straumi”.
„Þegar ég byrjaði hjá Flugfé-
laginu var þaö meö Skymaster i
millilandafluginu, en Douglas
DC-3 og Katalinur i innanlands-
flugir.u. En tveim vikum eftir aö
ég hóf störf komu Viscount vél-
arnar. Ariö 1965 komu svo
Fokkerarnir i innanlandsflugið
og fyrsta þotan kom til landsins
árið 1967”..
Flugleiðir
Svo sameinuöust Flugfélagið
og Loftleiðir. Hvernig er Sveini
innanbrjósts að vinna nú lika
fyrir gamlan keppinaut?
„Sameining flugfélaganna
var skynsamleg og nauðsynleg.
Þaö voru mörg teikn á lofti sem
bentu til þess aö blómaskeið
islenskrar flugsögu liði undir
lok, ef það yrði ekki gert”.
„Sameiningin gerði flug-
félögunum meðal annars kleift
að standa vel af sér oliukrepp-
una, sem fór mjög illa með
mörg önnur flugfélög. Hvað
snertir samstarf meö fyrr-
verandi keppinautum hefur þaö
gengiö frábærlega. Fólk
þekktist auðvitaö fyrir, þótt það
hefði unnið sitt hjá hvoru fé-
laginu. Og þaö voru og eru allar
hendur útréttar til sam-
eiginlegs átaks.
„Þessi tuttugu ár hef ég
verið einstaklega heppinn meö
yfirmenn og samstarfsfólk og
myndi velja þaö sama aftur ef
mér stæði þaö til boða”.
Fletta honum upp í
handbókum
En þegar menn eru búnir aö
vera i stöðu eins og Sveinn, i
„flugbransanum”, tuttugu ár,
þekkja þeir þúsundir manna um
allan heim. Hann er beinlinis
kominn i handbækur þeirra sem
hafa eitthvað með feröamál aö
gera. Þetta þýöir mikil feröalög
og miklar annir. Synir þeirra
Mariu eru Sindri, 13 ára og
Goði, 18 ára.
Sá yngri vinnur á Hótel Esju,
hinn á Hótel Loftleiöum. Þaö er
vaktavinna hjá báðum og Kópa-
vogsbrautin er þvi nánast eins
og hótel líka. Hvernig sættir
konan I húsinu sig viö þaö?
„Ég er nú orðin ýmsu vön”,
segir Maria brosandi. „Auð-
vitað vildi ég hafa þá meira
heima hjá mér, en ég get alltaf
fundiö mér eitthvað að gera, svo
mér leiðist ekki of mikiö þótt ég
sé ein”.
Sveinn bendir út i garðinn, á
blómaskruðið og trén: „Þetta er
allt Mariu verk. Hun hefur þær
grænustu hendur sem ég hef
kynnst. Og hún lætur sér ekki
nægja gróöurinn. A sumrin,
þegár veður leyfir, er hún
komin út með málningardollu
og bursta, til að bera pinotex á
húsið að utan. Ég er hræddur
um að mitt starf komi ansi
mikið niöur á starfi minu sem
heimilisföður og garðyrkju-
manns”.
„Hvaða vitleysa. Þú ert bráð-
duglegur þegar þú færð tima til
þess”, segir Maria. „Það hefur
mikið að segja að Sveinn vill
alltaf vera heima þegar hann
getur. Það er oft verið að bjóða
honum i laxveiði meö ein-
hverjum köllum, en hann
hafnar þvi. Hann vill heldur
veiöa silung meö mér. Þess
vegna er auðveldara aö vera
„skilningsrik eiginkona” þegar
hann þarf aö þjóta út I heim”,
Maria brosir til Sveins.
Utanferðir margar
Og það er ekki ósjaldan sem
Sveinn þarf aö þjóta út i heim.
Venjulega fer hann sex til átta
ferðir á ári, en þær veröa fleiri i
ár, segir hann. Og það er ekki
allt búið með þvi. Þaö feröast
fleiri en Sveinn, og maður sem
er i handbókum þúsunda blaöa-
manna á fáar fristundir.
„Það er vonlaust fyrir mig að
ætla að taka mér fri hérna
heima. Það er alltaf eitthvert
fólk á ferðinni fyrir utan venju-
legan vinnutima. Þess vegna
meðal annars er „Gráni” okkur
svona kær. Hann hjálpar okkur
aö „sleppa” öðru hvoru”.
„Það eru okkar bestu
stundir”, segir Maria. „Okkur
þykir mest gaman að ferðast
um island og viö notum hvert
tækifæri sem okkur gefst til að
komast eitthvað burt úr
bænum”.
Eftirmáli
Talan þrettán hefur komið
dálitið viö sögu þeirra hjón-
anna, þótt þau segist ekki hafa á
henni neina hjátrú. Sveinn hóf
störf hjá Flugfélaginu 13. april.
Þau giftu sig 13. janúar og
byrjuðu að búa 13. april og það
var fyrir tilviljun. Þegar Sveinn
fékk kópavogsnúmer á bilinn
sinn, var það auðvitað 13.
Og þar sem klukkan var oröin
13minútur yfir fjögur, kvöddum
við Svein og Mariu. —ÓT.