Vísir - 08.08.1976, Síða 13

Vísir - 08.08.1976, Síða 13
VISIR Sunnudagur 8. ágúst 1976 13 Þetta er mjög góöur eftirrétt- ur. Þaö er auövelt aö búa hann til og hann er ódýr. Uppskriftin er fyrir fjóra. Eplamauk. 750 g. epli, 6 msk. sykur, 1 vanillustöng, ca. 1/2 dl. vatn. 3 egg Karamella 6 msk. sykur, 6 msk. vatn. Epiamauk. Afhýðiö eplin. Takið kjarnana úr og skerið þau i þunnar sneiðar. Setjið eplin i pott ásamt sykri, vanillustöng og ca. 1/2 dl. af vatni. Látið eplin sjóða við vægan hita þar til þau eru orðin meyr. Varist að láta eplin sjóða of lengi, þvi við það skemmist brágð og litur þeirra. Karamella. Setjið sykur og vatn á pönnu og látið yfir vægan hita. Hrærið ekki i, en farið heldur ekki frá pönnunni. Þegar sykurinn fer að bráðna og brúnast aðeins, er pannan tekin strax af hitanum, annars er hætta á að karamellan verði dökk og römm. Hellið karamell- unni i mótið sem nota á undir búðinginn. Þekið mótið sem mest að innan með karamell- unni. Takið vanillustöngina upp úr pottinum, þegar eplin eru orðin meyr. Þeytið eggin saman i mauk. Hrærið eggin i sundur. Þeytið eggjahræruna vel saman við eplamaukið. Hellið eggjaeplablöndunni i mótið með karameliunni. Sejtið lok á mótið og setjið það i ofnskúffu tæplega hálfa af vatni. Sjóðið i vatnsbaði á neðstu rim i ofninum við hita 160 C i ca. 1 klst. Kælið siðan mótið. Þegar á aö bera ábætinn fram er honum hvolft á fat. Ef vill má bera rjóma fram með eftirróttinum. fiHBB Þegar aöeins á að neyta eplaábætisins er mótinu snúið viö og búöingurinn settur á f«t og borinn fram þannig. KARAMELLU-EPLAEFTIRRÉTTUR Afhýðiö eplin, takið kjarnann úr. Sjóðið þau meyr ásamt vatni, sykri og vanillustöng. Gerið karamellu úr vatni og sykri. Látið hana inn i mótið. Takið vanillustöngina úr eplunum og þeytið þau I mauk. Þeytið eggin vel saman við eplamaukið. Setjið maukið I karamelluformið og lok yfir. Sjóðið i vatnsbaði i neðstu rim i ofni við hita 160 C I ca. 1 tima. I nútíma þjóðfélagi notum við svo mörg ,/sjálfsögð" áhöld, sem við kunnum litil deili á. Eitt þeirra er málningarúllan. Veist þú, hvernig hún varð til? FYRSTA MÁLNINGARÚLLAN, SEM SMÍÐUÐ VAR, REYNDIST FJÖGUR KÍLÓ AÐ ÞYNGD Það eru mörg áhöld sem létta okkur lifið bæði á heimili og vinnustað, sem við hugsum varla um, hvernig hafi oröið til, og allt of sjaldan til þeirra manna, sem heiðurinn eiga af þvi að þessi „sjálfsögðu” áhöld eru til. Ein þessara einföldu uppfinn- inga er málningarrúllan, sem gert hefur mörgum húsbyggj- andanum kleift að mála fljótt og vel ibúðina sina þannig aö á- feröin á veggjunum sé jöfn og falleg. Við rákumst á grein um það, hvernig málningarrúllan varö til i „Málaranum,” tim'ariti Málarameistarafélags Reykja- vikur, júlihefti, en þar var frá þvi greint að upplýsingarnar væru komnar úr sænska málaratfmaritinu. Þar sem fleiri leggja fyrir sig að mála en málarameistarar ef- umst við ekki um, að ýmsum lesenda Helgarblaðsins þyki forvitnilegt að fræðast ögn um málingarrúlluna og skulum við þvi glugga i þessa grein. Það mun hafa verið kringum árið 1930 að finskur málari aö nafni B. Dalström var að hugleiöa, hvort ekki væri mögu- leiki á að mála loft og veggi á einhvern einfaldari hátt, en þann hefðbundna, meö pensl- um. Einn dag fékk hann hug- myndina að rúlla málningunni á fletina. Hann átti góðan vin, sem var vélsmiður, og hjálpuð- ust þeir að við gerð fyrstu rúllunnar. Rúlla þessi hefur varðveist og er á málaraiðnsafni i Stokk- hólmi. Uppfinningamaðurinn hafði ekki athugað að fá einka- leyfi á uppfinningu sinni og kemur þvi til með að verða einn af hinum mörgu snillingum sem gleymast. „Rúllumálarinn,” en svo nefndi hann verkfærið, var mjög frumstætt og klunnalegt. Þyngdin var um 4 kg og valsinn 50 cm, skaftið var skrúfað á og valsinn var klæddur filti. Dalström gerði margar til- raunir til að fá viðurkenningu á gildi og möguleikum rúllunnar, en án árangurs. Loks fékk hann áhrifamann innan finnska iðnaðarins til að vera sér hjálplegur um kynn- ingu á uppfinningu sinni. Nú fékk Dalström tækifæriö, hann rúllaði mosfarva á loft, en máiningin úðaði og lak, og ekki var það betra með öörum máln- ingarefnum. Þeir sem viðstadd- ir voru brostu góðlátlega og voru vantrúaðir. Þrátt fyrir þessi fyrstu mistök voru nokkrir sem höfðu veika von um, að hægt væri að betr- umbæta Dalströms-rúlluna. Uppfinningin var send til Rann- sóknarstofnunar iðnaöarins i Stokkhólmi, en þetta skeöi áður en ráðgefandi i málaraiðn var fastráðinn við þá stofnun. Arið 1942, þegar fastráðinn málari var ráðinn, kom Dalströms- rúllan aftur fram á sjónarsvið- ið, en enginn vissi raunverulega hvaða verkfæri þetta var. Stuttu eftir þetta er Einar Söderberg ráöinn sem ráöu- nautur við Rannsóknarstofnun iðnaöarins, og hann gerir nokkrar prófanir meö þessu undarlega verkfæri, en önnur verkefni voru meira aðkallandi og rúllan gleymdist aftur. En nú kom áðurnefndur áhrifamaöur frá Finnlandi að máli við Söder- berg og hóf máls á þvi hvort ekki væri rétt að gera fleiri til- raunir. Nú var gerð alvara úr vi að ganga úr skugga um vort hið undarlega verkfæri ætti nokkra framtið. Margar málningategundir voru notaðar viö tilraunirnar með mismunandi efnum á vals- inum, en árangurinn var ekki nægjanlega góöur. Þó reyndist ein gerð gefa sæmilega dúppá- ferð, þó með þvi að bera fyrst á flötinn með pensli, og siöan að rúlla. Arið 1944 var verkfærið sent nokkrum Rannsóknar- stofnunum i Ameriku, en vegna striösins svo og erfiðleika eftir- strlösáranna geröist litið eða ekkert i framgangi þess. En einn góöan veöurdag var komið á sænskan markað amer- iskt verkfæri, kallað „rúllu- dúpparinn.” Hugmyndin var sjáanlega Dalströms-rúllan, en mikiö endurbætt, létt og þægileg og gerði mjög sæmilega dúpp- áferð. A þessum árum var mikil vöntun á góðum penslum og dúppkústum. Sænskur innflytj- andi fékk málarafélögin til að hafa kynningu á dúpprúllunni frá U.S.A. Tilraunin var þaö góð, aö gerð var pöntun á veg- um félaganna á 3.500 stk. Um þessar mundir komu fram ýms- ar geröir af rúllum, sem reynd- ust misjafnlega vel. „Rúlludúpparinn” olli tölu- veröum deilum innan málara- stéttarinnar. Menn voru ekki á eitt sáttir um notagildi og fram- tlöarmöguleika þessa verkfæris og stór málarafyrirtæki og ýms- ir einstaklingar, sem höfðu gott orð á sér fyrir vandaöa vinnu, bönnuðu bókstaflega að nota rúlluna. Deilur þessar leiddu til þess að málarafélögnin gengust fyrir þvi að gerðar voru athyglis- veröar prófanir meö rúllum og venjulegum dúppkústum,ýmsar málningategundir voru notaðar. Dómnefnd var skipuö, og var hún ekki viðstödd prófanirnar og hafði þvi ekki hugmynd um hvað var dúppað með rúllu og hvaö með dúppkústi. Dóm- nefndin átti aö segja til um ágæti áferðar. Arangurinn var ótrúlega góður, þvi rúllan fékk betri einkunn. Rúlludúpparinn hafði smátt og smátt þróast i að verða málningarúlla, sem i dag er handhægt verkfæri i hendi mál- arans. Ef til vill hafa hin ýmsu nýju efni, sem þá voru að koma á markaðinn hjálpaö til um fram- vindu rúllunnar, svo og ýmsir hugvitssamir menn. 1 Þýskalandi var kominn á markað fyrir fyrri heimsstyrj- öld gúmmivals með margvis- legum mynstrum. Ef til vill er hugmyndin að einhverju leyti fengin þaðan. 1 dag er rúllan létt og þægilegt verkfæri, en krefst kunnáttu i meöferö eins og pensillinn. Rúllan mun þó aldrei leysa pensilinn af hólmi. Hvort hinn finnski málari hafi nokkuð hugleitt þaö, hve miklu hann kom af stað með sinni snilldarhugmynd, skal sagt, en vist er, að mörgum hefur hann gert auðveldara aö mála á und- anförnum árum.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.