Vísir - 20.08.1976, Blaðsíða 6

Vísir - 20.08.1976, Blaðsíða 6
f Föstudagur 20. ágúst 1976 VISIR Hœttulegt skógarhögg Þessi fréttamynd hefur borist af atburðunum á hlutleysisbeltinu i Kóreu, og sjást n-kóreumenn og herinenn USA og Sameinuðu þjóð- anna i átökum. Sagt var, að 30 n-kóreumenn hefðu ráðist með öxum og stálfleygum á hina, en tveir bandariskir iiðsforingjar létu lifið i slagnum. — Viðsjár hafa siðan verið með vopnahléslinunni. Kóngur á hjóli Sænski herinn hefur yfir aö ráða þó nokkrum fjölda af mótorhjólum. Þegar.. Karl Gústaf konungur heimsótti eina af bækistöðvum hans I Strangnas, þótti rétt aö breyta út af inni hefðbundnu liðs- könnun og ieyfa konungnum þess i stað að spreyta sig á mótorhjóiaakstri. Hann stóð sig með prýði að sögn véihjólasér- ^fræöinga hersins. Áin rennur upp í mót Vatnsveitani Angliu I Englandi ráögerir aö snúa rennsli Ouse árinnar við, þannig að hún renni úpp á móti. Tilgangur vatnsveitunnar er aö safna saman vatni i' þurra vatnsþró sina. Eins og aörar sveitir Englands er Anglia illa sett vegna þurrkanna undan- fariö. Ef ekki veröur hægt aö safna saman meira vatni i vatnsþróna veröur ekki komist hjá þvi aö skammta vatn úr vatnshönum á götum úti. Vatnsveitan i Angllu hefur beöiö stjórn Bretlands um leyfi til aö verja um 60milljónum isl. króna I kaup á nauösynlegum dælum. Dælunum veröur ætlaí aö dæla vatni árinnar upp á móti milli hólfa, sem þegar hefur veriö komiö fyrir I ánni Mestu flóð í óroraðir í Pokiston Yfir 200 manns hafa látist I þeim mestu flóðum, sem gengið hafa yfir Pakistan i áraraðir. í Muzaffargarhhéraðisem liggur milli ánna Indus og Chenab hafa 200 þúsund manns misstheimiU sin. Hjálparstarf er i fuUum gangi tU að hjálpa þeim 5 miUjón Ibú- um, sem orðið hafa fyrir barö- inu á flóðunum. Það hefur tafið nokkuð fyrir, að vegir hafa á mörgum stöðum hreinlega sdp- ast burt i flóðunum. Jarðskjálftinn á Filippseyjum hefur valdið miklu manntjóni. Heimta olíu sölubann á Frakkland Fimmtu ráðstefnu hinna svonefndu óháðu ríkja lauk í Kolombó í nótt. Síðasta verk ráðstefnunnar var að skora á olíuframleiðsluriki að hætta að selja Frakk- landi og ísrael olíu vegna vopnasölutil Suður-Af ríku. En í hópi þessara óháðu ríkja eru einmitt nokkur stærstu olíuútflutningsríki veraldar. Fundarmenn, sem koma ekki saman aftur fyrr en eftir þrjú ár (i Havana 1979), neyddust til þess aö taka upp óvenjuleg vinnubrögð við afgreiðslu ályktana ráöstefn- unnar, þar sem ræðuhöld og mál- gleði höfðu eytt öllum fundartim- anum. — Voru ályktanirnar sam- þykktar, Þannig vildu fimmtán riki ekki styðja að fullu ályktun, sem þó var samþykkt um Kóreu. Hún hljóðaði á þá lund, ,,aö heims- valdasinnar hefðu gert Suður- Kóreu að herstöð til átroðnings og árása með kjarnorkuvopnum með þvi að flytja þangað meiri og meiri herafla og gjöreyðingar- vopn”. Meðal annarra ályktana var hvatning til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að setja algjört vopnasölubann á Suður- Afriku. Um leið var frakklands- stjórn gagnrýnd fyrir aö gera samninga um sölu á kjarnakljúf- um til S-Afriku. Um leið var ályktað að veita þyrfti fjárhagslegan stuðning þeim frelsisöflum, sem berjast i S-Afríku. Þykir þar hafa hlotið góðar undirtektir ræða Kaunda forseta Zambiu, sem i fyrradag hélt þvi fram, að kynþáttamis- réttið i Ródeslu og Suður-Afrlku yrði aldrei leiörétt öðruvisi en með hervaldi og nánast hvatti til þess að farið yrði með striði á hendur þeim rikjum. „Olíusölu- bonn órétt- lœtonlegt" segir utanríkisróð- herra frakka Jean Sauvagnargues, utan- rikisráðherra Frakklands, sagði i nótt, þegarfréttist af ályktun ráð- stefnu óháðu rlkjanna, að krafan um oliusölubann á Frakkiand vegna vopnasölu til S-Afriku, væri „óréttlætanleg”. „Stefiia Frakklands gagnvart Suður-Afriku liggur skýr fyrir. Frakkland fordæmir hiklaust að- skilnaðarstefnuna og hefur reynt af fremsta megni að tryggja framgang jafnréttishugsjónar- innar. — Sala vopna til S-Afriku, þar sem um er að ræða vopn til varnar, hefur verið stöövuö. — Verslunarsamningurinn um kjarnakljúfana, sem nýlega var gengið frá, getur á engan hátt þjónað vigbúnaði S-Afriku, og er enda háður ströngu alþjóðlegu eftirliti”, sagöi Sauvagnargues. Fjöldagrafir Óþekkt fórnarlömb jarðskjálft- ans mikla á Filippséyjum hafa i flýti verið grafin I stórar f jölda- grafir af ótta við að drepsóttir brjótistút. Yfirvöld eyjanna hafa jafnframt fyrirskipað bólu- setningarherferð I kjölfar eyði- leggingarinnar, sem er sú mesta sem filippseyjingar hafa orðið fyrir ef heimstyrjöldin siðari er undanskilin. Nær 7 þúsund heimili, tugir stórbygginga, bryggjur, vegir og samtals '3 þúsund bátar eyöi- lögöuster jarðskjálftinn reið yfir á þriðjudaginn. Rúmlega 5 þúsund manns fórust. Bankar og fyrirtæki á syöstu eyjunum hafa nú opnað viðskipti sin á ný. 90 þúsund manns eru enn heimilislausir og er það stærsta vandamálið sem stjórn Filipps- eyja verður að kljástvið I kjölfar jarðskjálftans. Tveir vægir skjálftar mældust á Filippseyjum i gær, ótti greip um sigmeðal ibúanna, sem þustu út á götur, en skemmdir uröu litlar sem engar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.