Vísir - 20.08.1976, Síða 23

Vísir - 20.08.1976, Síða 23
kom ekki illa fram við fœreyinga Nokkur blaöaskrif hafa spunnist vegna drengjamóts i knattspyrnu, sem haldið var hér i sumar, og þeirrar fréttar, að færeyingar hafi ekki veriö sam- þykktir sem þátttakendur. Þar sem verulegs misskilnings gætir i sambandi viö hlut KSÍ (Kna ttspyr nusa mbands Islands) þi þessu máli, vill stjórn sambandsins koma eftir- farandi á framfæri. 1. A árinu 1974 ákváðu knatt- spyrnusambönd Danmerkur, Finnlands.Noregs, Sviþjóðar og Islands að efna tií árlegs móts fyrir drengi 14-16 ára með þátt- töku ofantaldra þjóða og þeirrar sjöttu til viðbótar utan Norður- landa. Þegar ákveðið var aö mótið skyldihaldiðá íslandi i ár, hafði stjórn KSl hug á að bjóða færey- ingum til mótsins i stað þjóöar utan Norðurlanda. Þaö var hinsvegar ekki islendinga einna að ákveða þátttakendur og þvi var hugsanieg þátttaka færey- inga borin undir aðra fram- kvæmdaraðila mótsins. Kom þá i ljós að þessu frumkvæði KSl var ekki vel tekiö og þátttöku færeyinga hafnað, einkum af eftirtöldum ástæðum: 1 fyrsta lagi þar sem skandinavisku þjóöirnar töldu það einn stærsta kost slikrar keppni, að etja kapp við sterkar knattspyrnuþjóðir á megin- landinu. I öðru lagi vegna þess að keppni þessi skyldi haldin gagnkvæmt, og talið var úti- lokað að Færeyjar gætu staöið fyrir svo umfangsmiklu móti. 1 þriðja lagi þar sem færeyingar væru ekki aðilar að UEFA eöa FIFA alþjóðasamtökum knatt- spyrnusambanda) og lands- leikir við þá fengjust ekki viður- kenndir, en mjög er upp úr þvi lagt I slikum alþjóðakeppnum. 2. Að fengnum þessum við- brögöum, kom annað tveggja til greina fyrir KSÍ — að draga okkur út úr keppninni eöa sætta okkur við þessa afstöðu og lúta þeim reglum, sem við höfum sjálfir samþykkt um fyrirkomu- lag og þátttakendur. Knattspyrnusamband Islands getur ekki þvingað aðrar þjóðir að leika landsleiki sin I milli, enda þótt við sjálfir viljum leika við færeyinga. Þaö gerðum við llka, og drengja landsleikur okkar við færeyinga, var háður i Færeyjum 16. júli s.l. Ef KSÍ heföi hinsvegar hætt við framkvæmd mótsins og dregið sig útúr keppninni, hefði það einfaldlega þýtt það, að keppnin hefði verið háð annars- staðar i ár og framvegis án okkar þátttöku og færeyinga. Það var mat, bæði KSI' og Iþróttasambands færeyja, að slik ákvörðun þjóni hvorki iþróttalegum hagsmunum islendinga né færeyinga. 3. Akvörðunin um nefnt drengjamót var tekin á sameiginlegum fundi fimm nor- rænna knattspyrnusambanda, sem haldin er árlega. Færey- ingar hafa ekki átt aöild að þvi samstarfi og aldrei eftir þvi sótt. Engu að slöur bauö KSÍ full- trúa Færeyja til aö sitja sllkan fund, þegar hann var haldinn hér á landi i fyrra. 4. Færeyingar hafa sótt um aðild að Evrópusambandinu (UEFA) og Alþjóðasambandinu (FIFA) en hafa enn ekki veriö samþykktir. Oþarft ættiað vera a taka fram, að islendingar hafa ávallt stutt umsókn Færeyja og munu gera það áfram. KSl mun hinsvegar ekki segja sig úr þessum samtökum eða hætta viö þátttöku i alþjóöakeppni, i mótmælaskyni f.h.. færeyinga. 5. Knattspyrnusamband lslands er ekki aðeins eina iþróttasambandið hér á landi, heldur á öllum Norðurlöndum, sem heldur uppi reglulegum samskiptum við færeyinga. Nú, nokkur undanfarin ár, hafa verið leiknir árlega bæði A-landsleikir og unglingalands- leikir til skiptis I Færeyjum og á Islandi. Nú hafa drengjalands- leikir bætst við. Það eru örgustu öfugmæli, þegar þvier haldiðfram, aö KSI hafi sýnt færeyingum tillitsleysi eða litilsvirðingu. Samskiptin á knattspyrnusviðinu hafa verið mikil og góð, og það erekki við KSI að sakast ef aðrar þjóðir vilja ekki taka upp þau sam- skipti. f.h. stjórnar KSl Ellert B. Schram EYMDARÞORPIN! . cu»mmiifprðir til Revkiavlkur Rikisvaldiö hefur gert Gunnar Guftmundsson skrifar: Þeir voru nefndir þrýstihópar sem þrýstu sífellt á stjórnvöld um fyrirgreiftslur sér tildianda. Vafalaust hefur þrýstingurmn aldrei verift jafnmikill og nú. Enda var þaft lika einhver orft- hagur maftur sem kallafti hóp- ana „háþrýstihópa”. Þaft var i takt vift timann. Ýmsir hafa kallaft lands- byggftina þrýstihóp. Slikt er hift versta rangnefni, sem verftur til vegna aumingjaskapar, úr- ræftaleysis og sundurþykkis ein: stakra byggftarlaga vifts vegar um landift. Viftast eru sjávarplássin sem betur fer blómleg og gróska ræftur þar rikjum. Þetta eru þeir staftir þar sem fólk hefur þafthvaftbest efnahagslega, þar sem fólk býr i glæsilegum hús- um, fer til útlanda, skreppur I skemmtiferftir til Reykjavikur og sinnir áhugamálum heima i hérafti. óhrjáleg þorp þar sem allt virftist hafa staftift kyrrt i ára- tugi eru dragbitar á grósku ein- stakra bæja. Til þess aft halda uppi byggft i eymdarbæjunum er ausift i þá fjármagni, sem betur væri komift i þeim sjávar- plássum sem likleg eru til ein- hvers. ódugnaöarþorpiö Bildudaiur Gott dæmi um ódugnaftarþorp er Bíldudalur á Vestfjörftum. Þar hefur allt verift aft drepast l dróma undanfarin ár, fyrirtæki hafa farift á hausinn, þau verift rekin af rikinu og bæjarbúar skrimt á atvinnuleysisstyrkj- Rikisvaldift hefur gert allt mögulegt til aft efla atvinnu en allt án árangurs. Þetta kom vel I ljós nú um daginn þegar sveit- arstjórinn hljóp til og kvartafti vift eitthvert blaft um óstandift sem hann kenndi fyrirgreiftslu- leysi rikisins um. Þessar full- yrftingar voru hins vegar reknar of'an i hann af öftrum kommiss- arnum i Framkvæmdastofnun, Tómasi Arnasyni. Bildudalur er dæmi um hvernig byggftastefna er skrumskæld. Skrumskæling sem þessi er til tjóns fyrir aftra stafti I lándinu. Andstæftingar landsbyggftarinnar nota sér svona dæmi, málflutningi sinum til framdráttar. Lærum -af reynslunni. Notum fé rikisins til þess aft byggja upp blómlegar byggftir. Þaft er fjárfesting sem ávaxtar sig. BíJddœlingar eru dugnaðarfölk Vestfirðingur skrifar Sem vestfirðingur er ég af- skaplega óhress yfir grein sem Gunnar Guðmundsson skrifaði i Visi um daginn undir fyrirsögn- inni „Ódugnaðarþorpin”. 1 greininni er dylgjað og fullyrt á báða bóga svo fáheyrt er. An þess að ég ætli á nokkurn hátt að ráðast á ritstjórn þessa blaðs er það afskaplega leiðilegt að sjá slik skrif á prenti. Mér finnst það miður að Blldudalur sé tekinn út úr og nefndur ódugnaðarþorp eða slikt. Bildudalur hefur lifað sina blómadaga og skilað ómældum verðmætum i rikiskassann. Það hefur að visu árað illa um tima á Bildudal, en að kenna þorps- búum er út i hött. Bilddælingar eins og aðrir vestfirðingar eru góðir sjósókn- arar og láta ekki sinn hlut eftir liggja. Þeir hafa framleitt hinar bestu vörur úr rækju sem þeir hafa veitt með góðum árangri i Arnarfirði og þeir hafa haft i sér dug til að koma á fót þar iðnaði. Það sýnir ekki hvað sist dugn- að þeirra bilddælinga að þrátt fyrir að gefið hafi á bátinn leggja þeir ekki árar i bát, held- ur reyna þeir að rétta duglega úr kútnum. Þetta hafa þeir sannað með þvi að kaupa nýtt skip sem þeir ætla að gera út strax og þeir hafa aðstöðu til að verka aflann. — Mér er lika sagt að ibúum Bildudals fari fjölgandi og er það meir en hægt er að segja um ýmis önnur þorp. Það getur meir en verið satt hjá Gunnari Guðmundssyni að ódugnaðarþorpin séu dragbitar á hin. En hins vegar gildir þetta ekki um Bildudal. Menn eins og Gunnar sem opinbera vanþekk- ingu sina á Vestfjörðum ættu ekki að æða fram á ritvöllinn. Yfirborðskenndar tilvitnanir hans i blaðaviðtöl sanna heldur ekkert máiflutning hans. Niðurrifsblað SS skrifar Ekki get ég orða bundist. Mér varð á sú hroðalega og ófyrirgef- anlega skyssa að kaupa Þjóðvilj- ann um daginn. Þetta var sunnu- dagútgáfa blaðsins og sökum þess að ég tek mér fri á sunnudögum og á þvi gott næði þá daga, sanka ég vanalega að mér lesefni fyrir þennan dag. Þegar ég hafði gluggað i gegnum Moggann og Timann kom ég að Þjóöviljanum. Við lestur blaðsins rifjaðist upp fyrir mér öll sú martröð, sem ég hafði liðið i hvert sinn sem ég hef barið þetta blað augum. Niðurbrotsstarfsemi er nafnið á þeim skrifum sem fylla siður þessa snepils. Þar er allt rang- túlkaö og fært á hinn versta hugs- anlega veg. Menn eru rakkaðir niður á hinn svivirðilegasta hátt og málefni rangfærð. Að siðferð- isgrundvelli þjóðarinnar er vegið og ekki einu sinni það sem ómengað er, trúin á jesú krist og almættið, fær frið. Þau öfl sem að baki þessu riti standa og þeirri starfsemi sem þvi er tengd vinna stöðugt að þvi að grafa undan framtaki og frelsi og eru krabbamein i þjóðfélaginu, og þjóna lund sinni með þvi að rifa niður, þar eð þau finna ekki styrk til uppbyggingar. i

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.