Vísir - 21.08.1976, Blaðsíða 1
Halldór Þorbjörnsson yfirsaka-
dómari og Ólafur Jóhannesson
dómsmálaráðherra eru ósam-
mála um hvort birta beri nöfn
þeirra sem viðriðnir eru hið
mikla ávisanafals sem skýrt
hcfur veriö frá siðustu daga.
Ólafur Jóhannesson sagöi i við-
tali við sjónvarpið i gærkvöldi að
hann „teldi persónulega að þessi
mál séu jafnvel að komast á það
stig aö birta verði nöfn allra
þeirra reikningshafa sem rann-
sóknin beinist að” eins og orörétt
er eftir honum haft i sjónvarpinu.
t viðtali við Visi sem birtist á
bls. 3 i dag segir Halldór Þor-
björnsson aftur á móti að það sé
út i hött aö tala um birtingu á
nöfnum þeirra sem viðriönir
kunni að vera ávfsanamáliö.
Enginn hafi verið ákærður né
kvaddur til yfirheyrslu vegna
þessa máls.
Ólafur Jóhannesson dóms-
málaráðherra benti á i viðtalinu i
sjónvarpinu að það sé á valdi
sakadóms að ákveða með nafn-
birtingarnar. ,,Þaö er hins vegar
að verða óþolandi,” sagði hann
orðrétl, „að æ fleiri nöfn séu
nefnd manna á meöal.
Leggja veröur áherslu á aö
rannsókn þessa máls veröi hrað-
að og síðan dæmt eins fljótt og
hægt er.” —EKG
...wji'í i' 'i . mm i..............................................m
„Ég var nýbúinn að skipta um buxur#f
Ólafur Magnússon sjö óra breiðhyltingur lét ekki rigninguna á sig fá i gær. Hann ásamt félögum sinum
hjólaði ótrauður um forað og pytti sem mynduðust vegna slagveðursins.
En ólafur var full kappsamur og steyptist því I forina. Ekki gafstiiann upp viö svo búið. Hann skolaöi
mcstu drulluna af sér og hjólinu og hjólaði áfram eins og ekkert hefði i skorist.
,,Ég var nýbúinn að skipta um buxur,” sagöi hann ,viö visismenn, en virtist þó ekki hafa neinar frek-
ari óhyggjur af þvi. — EKG.
Ljósmynd Visis: Karl Jeppesen
Helgarblaðið
fjölbreytt að vanda
Helgarblaðfylgir ókeypis með VIsi I dag eins og undanfarna laug-
ardaga. Að venju er blaðiö fullt af hinu margvfslegasta efni fyrir
alla fjölskylduna.
Má nefna viötal viö Ragnhildi Helgadóttur alþingismann, verð-
launagetraunin sem sagt var frá i Vísi i gær, skýrt frá uppgræöslu i
Vestmannaeyjum og frásögn af ferðalagi blaöamanns Vfsis meö
Flugleiðum til Dusseldorf.
Að sjálfsögöu er krossgáta, eldhdsið, kirkjusfða, innsiöa, tónhorn-
iö, teiknimyndasögur i litum og margt fleira.
Olympíuskákmótið:
ÁKVÖRÐUN UM
ÞÁTTTÖKU fSLANDS
TEKIN Á ÞRIÐJU-
DAGINN
— Skáksambandið hafnaði boði ísraela um að
standa straum af kostnaði við ferðina
„Það er nú i athugun hvort
unnt reynist að senda sveit tii
þátttöku i Olympfuskákmót-
inu sem hefjast á I tsrael hinn
24. október I haust,” sagði
Einar S. Einarsson forseti
Skáksambands tslands I sam-
tali við Visi i gær. Sagði hann
það velta á þvi hvort nægur
fjárstuðningur fengist til far-
arinnar frá hinu opinbera.
Aður hafði Skáksambandið
ákveðið að senda ekki neina
sveit til mótsins, og sagði Ein-
ar einu ástæðuna fyrir þeirri
ákvörðun hafa verið fjárhags-
leg vangeta sambandsins. Þaö
væriekki rétt sem sumir hefðu
haldið fram, að þar aö baki
hefðu legið einhverjar stjórn-
málalegar ástæður.
Rikisstjórnin hefur lofað aö
styðja ferðina, en ekki hefur
enn verið ákveðið hve mikið fé
hún hyggst láta af hendi
rakna, en að sögn Einars
verður Skáksambandið að fá
styrk sem a.m.k. nemur helm-
ingi kostnaðarins. Aætlaö er
aö ferðin muni ekki kosta und-
ir einni milljón króna, en sjö
til átta manns verða i förinni.
Einar sagði að Reykja-
vikurborg hefði neitaö Skák-
sambandinu um fjárstuðning,
en reynt yrði að koma þvi i
gegn að styrkur yrði á næstu
fjárlögum borgarinnar.
Þá upplýsti Einar S. Einars-
son forseti Skáksambandsins
einnig, aö fsraelar hefðu boð-
ist til að standa straum af
kostnaði við ferð islending-
anna, en þvi boði hefði verið
hafnað. „Okkur fannst sem Is-
land tapaði hálfvegis andlitinu
með þvi að fara á slikum kjör-
um utan,” sagði Einar.
Væntanlega mun þaö liggja
fyrir á þriöjudaginn hvort af
þátttöku Islands i Olympiu-
skákmótinu veröur, en þá
verða þeir ráðherrar sem
málið heyrir undir komnir i
bæinn. Þaö eru þeir Vilhjálm-
ur Hjálmarsson menntamála-
ráðherra og Einar Agústsson
utanrikisráðherra. —AH
|
I