Vísir - 21.08.1976, Blaðsíða 2

Vísir - 21.08.1976, Blaðsíða 2
fí REYKJAVÍK) Finnst þér dýrt að lifa á íslandi í dag? Siguröur Sophusson, lagerstjóri: — Þaó er sennilega miklu dýrara en aöur. Alda Jónsdóttir.húsmóöir. — Já, þaö er þaö, og dýrara en oftast áöur. Guörún ólafsdóttir, verkakona: — Já, þaö þykir mér nú dýrt, sér- staklega fyrir verkamanninn sem ekkert hefur til brunns aö bera. Jón Freyr Þórarinsson, skóla- stjóri. — Jú, aö visu, en þó er þaö vafalaustekkidýrara aö búa á Is- landi en annars staöar. Friöa Gunnarsdóttir, vinnur viö húshjálp aldraöra: — Já, mér finnst þaö mjög dýrt aö búa hér! Á TÓLFTA HUNDRAÐ LAX- AR KOMNIR ÚR GRÍMSÁ „Þetta hefur verio svona sæmilegur reytingur hérna aö undanförnu, og þaö eru komnir eitthvaöá millillog 12hundruö laxar á land i sumar”, sagöi Siguröur Fjeldsted veiöivöröur viö Grimsá er Visir náöi tali af honuin i gær. Sagði hann að þetta væri mun minni veiði en i fyrra, en þá veiddust alls um 2200 laxar. Tiu stengur hafa verið i ánni i allt sumar, að undanskildum nokkr- um fyrstu dögunum, þá voru færri. Rigning var við Grimsá i gær, og áin heldur vatnsmikil, að sögn Sigurðar. Leyfilegt agn i Grimsá er fluga og maökur, en bannaö er aö nota spún. Veiðitimabilinu i Grimsá lýkur þann 15. septem- ber. Talsvert hefur veiðst af stór- löxum i Grimsá að undanförnu, t.d. fékk Konráð hótelstjóri á Hótel Sögu einn 21. punda fyrr i vikunni. Veiddist hann i Strengjunum, en rétt áður en Konráð fékk hann hafði veiðst þar einn 19 punda. Þá hafa að undanförnu veiðst nokkrir 17 og 18punda fiskar, svo ekki viröist þá skorta stórlaxa stórlaxana sem veiða við Grimsá! Þaö er fleira fiskur en lax, og stúlkan hér á myndinni er hæstánægö ineö veiöina sina, þótt ekki sé þar um aö ræöa neinn stórlax. Hún heitir Steinunn Þóröardóttir, og myndin er tekin viö Hftarvatn. Þessa mynd tók Karl ljósmyndari Visis viö ölfusá nú fyrr i þessari viku. Sá sem þarna rennir fyrir „þann stóra” heitir Eyjólfur Sigurösson, og er úr Reykjavik. 290 laxor hafa veiðst í Gljúfurá „Þaö hafa veiðst hér um 290 laxar I sumar, en það er mun minna en komið var á sama tima i fyrra”, sagði Sigurður Tómasson í Sólheimatungu i samtali við Visi i gær. Sagði hann að vatnið I ánni hefði verið gott i sumar ef undan væru skildir nokkrir daga i vatnavöxtunum fyrr i þessum mánuði. Lax er um alla ána, og einnig er talsvert farið að bera á sjóbirtingi. Laxar úr Gljúfurá eru yfirleitt ekki mjög stórir, en stærsti lax- inn sem veiðst hefur i sumar vó 15 pund. Veitt er á þrjár stengur i Gljúfurá, og lýkur veiðitimabil- inu þar hinn 20. september. POPPHLJÓMLEIKAR í LAUGARDALSHÖLL „Toppurinn í rokkinu spila „Þetta verður sami viöburöur hvaö snertir gæöi og popphljóm- leikarnir áriö 1969 þegar Björgvin Halldórsson var kjörinn popp- stjarna”, sagöi Óttar F. Hauks- son viö Visi. En hann hefur skipu- lagt popphljómleika, sem hann nefnir „Rock’n roll festival” i Laugardalshöllinni 1. september næst komandi. „Það er toppurinn i rokkinu sem kemur fram”, sagði hann. Hljómsveitirnar Paradis, Celsius, Cabarett, Eik og Fresh koma fram og spila eingöngu frumsamiö efni. ”Ég ásamt Evald Sæmundsen höfum unnið i þessu stanslaust i þrjár eöa fjórar vikur. En hug- myndin að þessu kviknaði i vor. — Nú erbara að vona aö aðsóknin veröi góð”. Forsala aðgöngumiða á þessa hljómleika er þegar hafin. Fer hún fram á eftirtöldum stöðum. I Reykjavik i Myndiöjunni Astþór i Bankastræti, Hafnarstræti og i Breiðholti, i Hljómdeild Faco við Laugaveg og Austurstræti. I Keflavik verður aðgöngumiðasal- an i hljómdeild Vikurbæjar, á Akranesi I versluninni Eplinu og á Selfossi i Radio- og sjónvarps- stofunni. Verð aðgöngumiða er tvö þúsund krónur. „Menn ættu að bregða skjótt viö”, sagði Evald „þvi upplag miðanna verður takmarkaö. Hámark að 4500 manns verði selt inn i höllina.” —EKG BÍLAINNFLUTNINGUR I JAN. - JÚNl: 404 fleiri bílar fluttir inn i ór en í fyrra 1 ársfjórðungslegri skýrslu Hagstofu islands um bilainnflutning á þessu ári kemur fram, aö á timabiiinu janúar til júni á þessu ári hefur biiainnflutningur aukist talsvert miðaö viö sama tima I fyrra. A timabilinu voru fiuttar inn 2097 bifreiöar meö bensinhreyfli, og 157 bifreiðar meö Ðieselhreyfli, eöa samtals 2254 bifreiöar. t fyrra voru fluttar inn tii iandsins á sama tima 1850 bifreiöar. í þessum tölum eru bæöi nýjar bifreiðar og notaöar, fólksbilar, vörubilar og aörir bilar. —AH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.