Vísir


Vísir - 21.08.1976, Qupperneq 3

Vísir - 21.08.1976, Qupperneq 3
VISIR Laugardagur 21. ágúst 1976 3 „Æ ERTU LÁTINN!" „Vist slotar veðrinu ögn af og til á eftir verstu hryðjunni. Ég brenni kertið I báða enda og brúka kyndil i miðjunni. t hvita húsinu hvar er hann Jón Kennedy? Æ, ertu látinn!” Þetta er siðasta versið og viðlagið i titillagi væntanlegrar plötu frá Megasi „Fram og aftur blindgötuna”. En þó svo sé mun það ekki koma á plöt- unni og kemur liklega aldrei út þó að upphaflega hafi sú verið hugmyndin, en Megas söng lag þetta við góðar undirtektir i Há- skólabiói á listahátiðinni forð- um. Megas fór meðfriðu föruneyti inn í stúdió Hljóðrita i byrjun júli á vegum útgáfufyrirtækis Ingibergs Þorkelssonar Hrim hf. með það i huga að taka upp breiðskifu með efni sem Megas átti á lager. Megas valdi með sér hljómsveitarkjarna sem saman stóð af Lárusi H. Grims- syni úr Eik á hljóðborð, Þor- steini Magnússyni lika úr Eik á gitar, Pálma Gunnarssyni úr Celcius á bassagitar og Siguröi Karlssyni úr Celsius lika á trommur. Aðrir sem komu við sögu voru Birgir Guðmundsson á gitar og Aagot Vigdis Óskars- dóttir sem lék á pianó i siöasta laginu „Enn (aö minnsta kosti)” af frábærri snilld að sögn Megasar. Voru reyndar tveir af bestu pianóleikurum poppsins okkar búnir að spreyta sig á prófinu en féllu. Upphaf- lega var ætlunin að láta plötuna taka 40 tima 1 stúdióvinnu en þaðvarðað sextiu sem telst nú samt ágætt, en hún var tekin á tveimur vikum. Platan er væntanleg i byrjun september og er verið að ganga frá hulstrinu hér heima. En platan er I pressun i Hollandi. Tony Cook tók plötuna upp og sagði Megas að honum hefði tekist mjög vel að ná röddinni fram skilanlegri og skýrri. Megas tjáði Tónhorninu einn- ig að ef til vill kæmi út ein EP plata IN oregi i vetur með lögum sem tekin voru upp I Sigtúni með Pelican og honum saman hér um árið er hér um að ræða rokkaðar „live” útsetningar á „Ingólfi Arnarsyni”, „Jónasi Hallgrimssyni” og „Jóni Ara- syni” auk uppfyllingar sem Megas kallar „Við viljum Megas”. Annars gæti þarfyrir utanvel farið svo að næsta plata Megas- ar verði tvöföld plata með 14 lögum þó enn sé allt að sjálf- sögðu á huldu með það ennþá hvað úr verður. Yrði sú plata lokapunktur i þeim hópi gamals efnis sem Megas hefir legið með á lager. Er hugmynd hans að hún verði prógrammeruð (þ.e.a.s. textar I ákveðnu sam- hengi) og lofaði hann þvi að „Smælið” góða yrði á henni. Annars eru nöfn laganna á „Fram og aftur blindgötuna” þessi: hliðeitt: Sút fló i brjóstið inn (þar sem Megas syngur 3 raddir) /Ekki synd en aðeins gefin veiðin (sem er lýsing á is- lenskum fasisma) /Napoleon Back Vinaminni (endur- minningar úr skóla) / og Jóla- nóttburður. A hlið tvö: Gamla gasstöðinviðHlemm/Skirnin/ I speglasalinn/ Enn (að minnsta kosti). Visuvers birt með leyfi höf- undar. HIA DOMSRANNSOKN Á ÁVÍSANAMÁL- INU VART HAFIN - óar við aðferðum blaðamanna „Það er út i hött að tala um birtinguá nöfnum þeirra sem við- riðnir kunna að vera ávlsanamái- ið, enginn hefur verið ákærður og ekki hefur einu sinni verið kvadd- ur maður til yfírheyrslu vegna þessa máls. Það væri undarlegur máti á dómsrannsókn ef menn læsu nöfn sin i blöðunum áður en sakadómur ákærði þá eða kallaði þá til yfirheyrslu’. Þannig fórust Halldóri Þorbjörnssyni, yfirsaka- dómara orð i viðtali, sem blaða- maður Visis átti við hann i gær á skrifstofu Sakadóms ReykjavlK- ur. Dómsrannsókn vart haf- in Halldór tjáði blaðamanni VIsis, að dómsrannsókn ávisanamáls- ins svonefnda væri tæpast hafin. Kvað hann þetta gifurlega umfangsmikið mál og væri að sjálfsögðu ekkert hægt að segja um mál sem vart væri farið aö rannsaka á vegum sakadóms. Aðspurður sagði Halldór að saka- Aðalfundur Kvartmiluklúbbs- ins verður haldinn I húsi Fóst- bræðrafélagsins og hefst hann klukkan 13. Á dagskrá eru venjuleg aðalfunda rstörf. dómur ætti við manneklu að striða og ekki hjálpaði að mikill timi færi i viðskipti við blaða- menn. Kvað hann ágengni blaða- manna I þessu máli hafa tafið fyrir rannsókn málsins. Halldór sagðist vonast til að dómsrannsókn hæfist á vegum sakadóms næstu daga en hún myndi ugglaust taka mikinn tima. Halldór lagði áherslu á, að sakadómur birti aldrei nöfn af- brotamanna en léti blöðunum hins vegar i té upplýsingar um það þegar játningar manna lægju fyrir. Birta ekki nöfn manna án sannana um sekt þeirra Yfirsakadómari kvaðst harma ef nöfn saklausra manna væru bendluð við ávisanamálið en sakadómur gæti hins vegar ekki staðið i þvi að elta upp alls kyns kjaftasögur og hrekja þær. Ekki væri heldur forsvaranlegt að skýrsla formanns og gjaldkera og lög félagsins verða birt. Með- limir Kvartmiluklúbbsins eru beðnir um að mæta vel og timanlega. birta nöfn einhverra manna, sem hugsanlega gætu verið viðriðnir málið og úthrópa þá þar með sem afbrotamenn án þess að nokkrar sannanir lægju fyrir um sekt þeirra. Óar við aðferðum blaða- manna Aðspurður um réttmæti tima- bundinnar frelsissviptingar blaöamanna Dagblaðsins, er þeir komu I sakadóm á miðvikudaginn sagði Halldór, aðfáheyrður dóna- skapur væri að ráðast inn i stofn- anir til myndatöku án þess að biðja yfirmenn stofnunarinnar um leyfi til sliks. Kvað hann blaðamenn hafa nokkrum sinnum beðið um leyfi til myndatöku i sakadómi og hefði það yfirleitt verið leyft. „Ég veit ekki hvert blaða- mennska á íslandi stefnir”, sagði Halldór,” þú getur haft eftir mér að mér ói við þeim aðferöum, sem þar er farið að beita”. —JOH Rangt stöðuheiti 1 heigarblaði Visis sem fylg- ir blaöinu I dag er Þór Vil- hjálmsson nefndur hæsta- réttarlögmaður. Það er rangt. Hið rétta er, að hann er hæsta- réttardómari. Er hann beðinn velvirðingar á þessum mis- tökum. AÐALFUNDUR KVART MÍLUKLÚBBS í DAG Fengu verðlaun og viðurkenningar Fagrabrekka 47. Þar þótti garðurinn einstaklega frumlegur og skemmtilegur. Nokkrir kópavogsbúar fengu um daginn verðlaun og viður- kenningu fyrir snyrtilega og fallega garða sina og vel máluö hús. Fegrunarnefnd Kópavogs valdi húsin, en áður hafði hún sent dreifibréf til ibúanna, þar sem þeir voru hvattir til að fegra umhverfi sitt og græða jarðveginn eftir það rask sem hann varð fyrir þegar hitaveit- an var lögð. Þau hús sem fengu verðlaun og viðurkenningar i ár fyrir fallegt umhverfi voru: Fagrabrekka 47, eig. Hildur KristinsdóttirogGunnar S. Þor- leifeson Borgarholtsbraut 32, eig. Guðriður Pálsdóttir og Páll Marteinsson. Birkihvammur 1, eig. Þórdis Lúðviksdóttir og Björgvin Ólafsson. Rein við Hliðarveg, eig Agústa Björnsdóttir, en húi fékk verðlaunin fyrir sérstak lega snyrtilegan blómasölustal og viðúrkenningu fyrir þátt sinr I aukinni ræktunarmenningt bæjarbúa. Verðlaun voru skjöldur mei áletrun frá fegrunarnefndinn: Borgarholtsbraut 32. Þessi garður hefur hlotið þá umhirðu, sem best verður á kosið. Rein við HHðarveg. Hér hefur Ágiista Björnsdóttir verið lengi með blómasölubúð og með þvi lagt sinn skerf til þess að kópavogsbúar rækti garða sina. Myndir Jens. og mynd af persónugervingi með sigurtákn. Fjórir aðrir aðilar hlutu viðurkenningu fyrir fallega garða ogsnyrtileg hús og tveir fengu viðurkenningu fyrir lita- val á ibúðarhúsum sinum. Loks var i fyrsta sinn veitt viðurkenning fyrir snyrtilegan frágang iðnaðarhúss og lóðar og varð fyrir valinu Smiðjuvegur 6, — Skcifan. Formaður fegrunarnefndar- innar var Einar Ingi Sigurðs- son. —RJ

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.