Vísir - 21.08.1976, Qupperneq 7
Útvarp sunnudagskvöld kl. 22.15
Splunkuný
danslög
Heiöar Ástvaldsson velur danslögin fyrir okkur annaö kvöld.
Viö höföum samband viö Heiöar til aö forvitnast um þáttinn.
Hann sagöi okkur, aö núna ætiaöi hann eingöngu aö vera meö
splunkuný lög i þættinum.
„Yfirleitt reyni ég aö blanda saman klassiskum samkvæmisdanslög-
um og beatlögum.
Mér finnst aö þaö megi alls ekki sleppa þessum þætti, þvl þaö er ótal-
margt fólk sem hlustar og ekki færri dansa eftir lögunum i þættinum.
Ég reyni lfka yfirleitt aö geta þess, hvaöa dans á aö dansa viö hvert
lag og getur þá fólk fengiö sér snúning heima hjá sér.
Mér finnst sjálfum einn galli vera á þættinum, hann er sá, aö ekki er
hægt aö spila nóg af gömlu dansa lögum, en ástæöan fyrir þvi er sú, aö
þaö er svo litiö úrval af þeim lögum til og er þaö synd, þvi þaö er gaman
aö dansa gömlu dansana.” sagöi Heiöar.
Danslögin hefjast strax aö loknum veöurfregnum kiukkan kortér yfir
tiu. —SE
land, Ole-Jörgen Nilsen,
Ane Hoel og Maryon Eilert-
sen. Fjölskylda ungrar
stúlku biöur þess, aö hún
komi heim af sjúkrahúsi.
Biöin tekur á taugarnar, og
gamlar, óútkljáöar deilur
eru vaktar upp. Þýöandi Jó-
hanna Jóhannsdóttir.
(Nordvision-Norska sjón-
varpiö).
23.25 Dagskrárlok.
Sunnudagur
22. ágúst
18.00 Bleiki pardusinn Banda-
rísk teiknimyndasyrpa.
18.10 Sagan af Hróa hetti 4.
þáttur. Efni þriöja þáttar:
Hrói fréttir aö brúökaup
Gisbomes og Marion veröi
bráölega, og hann reynir aö
ná fundum hennar. Gis-
bome handsamar Hróa, en
honum tekst aö flýja. Jó-
hann prins hefur spurnir af
silfurnámu en skortir
vinnuafl til aö nýta hana.
Hermenn fógetans brenna
þorp nokkurt til grunna og
ibúarnir eru látnir þræla i
námunni. Hrói og félagar
hans leysa þorpsbúa úr
ánauöinni og nota silfriö til
aö bæta þeim tjóniö. Þýö-
andi Stefán Jökulsson.
Hlé
20.00 Fréttir og veöur
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Halidór Laxness og
skáidsögur hans III 1 þess-
um þætti ræöir Eiöur
Guönason viö skáldiö um Is-
landsklukkuna og kemur
vlöar viö. Stjórn upptöku
Sigurður Sverrir Pálsson.
21.20 Jane Eyre Bresk fram-
haldsmynd gerö eftir sögu
Carlotte Bronte. 3. þáttur.
Efni annars þáttar:
Rochester, eigandi óöalsins
þar sem Jane er heimilis-
kennari, fellur af hestbaki
og meiöist. Hann kennir
Jane um, en býöur henni þó
til tedrykkju og yfirheyrir
hana. Kemst hann aö raun
um, aöhún er fyllilega jafn-
oki hans, þó aö henni gangi
raunar stundum illa aö
skilja, hvaö fyrir honum
vakir. Nótt eina kviknar
eldur á dularfullan hátt i
svefnherbergi Rochesters.
Jane Eyre kemur aö og
bjargar honum, og þegar
hann þakkar henni, Uggur
annaö og dýpra á bak viö
oröin en venjulegt þakklæti.
Þýöandi Óskar Ingimars-
soa
22.10 Skemmtiþáttur Don
LuriosAuk Lurios og dans-
flokks hans skemmta Katja
Ebstein, The New Seekers
og Roger Whittaker.
22.40 Aö kvöldi dags Séra
Siguröur Haukur Guöjóns-
son, prestur i Langholts-
prestakalli i Reykjavik,
flytur hugvekju.
22.50 Dagskrárlok
Sjónvarp sunnudagskvöld kl. 21.20
Jane Eyre
- þriðji þóttur
Þriöji þátturinn um Jane
Eyre er á dagskránni annaö
kvöld klukkan 21.20.
1 öörum þætti geröist þaö
helst, aö eigandi óöalsins þar
sem Jane dvelur fellur af hest-
baki og meiöist og kennir hann
henni um af einhverjum ástæö-
um.
Hann er þó höföingi I lund og
býöur Jane i tedrykkju og er
meö langar yfirheyrslur yfir
henni.
Hann kemst aö raun um aö
hún er fyllilega jafnoki hans, en
henni gengur ekki alltaf sem
best aö skilja hvaö fyrir honum
vakir.
Nótt eina kviknar eldur i
svefiiherbergi eigandans á held-
ur dularfullan hátt.
JaneEyre kemur aö ogbjarg-
ar honum og þegar hann þakkar
henni liggur eitthvaö dýpra á
bak viö oröin en þakklæti.
Þýöandi er óskar Ingimars-
son.
—SE
Sigmar B.Hauksson ásamtaöstoöarmönnum slnum þeim Jóni Gunnarssyniog Katli Larsen.
TÓMSTUNDIR OG TANNPÍNA
Þátturinn „Fjaörafok” er á
dagskrá útvarpsins ikvöld klukk-
an 19.35.
Viö höföum samband viö um-
sjónarmann Þáttarins Sigmar B.
Hauksson og inntum hann eftir
efni þáttarins.
„A dagskránni hjá okkur verö-
ur þátturinn „Þvaöraö og blaör-
aö”og þar mun prófessor Þóröur
Doddi Þórðarson tala um tóm-
stundir. Hann ætlar meöal annars
aö ræöa viö japanskan sérfræöing
i tómstundum sem heitir Dódó
jójó og dvaldist hér á landi fyrir
skömmu.
Viö þáttinn eru starfandi þrir
fréttamenn og tekur einn þeirra
sér ferö á hendur niöur i miöbæ og
leggur spurningu fyrir vegfar-
endur og spurningin var hvort
fólk væri ánægt meö skattana
sina.
Satt aö segja var útkoman úr
þessu hreint og beint átakanleg,”
sagöi Sigmar.
„Þá fór einn fréttamanna ckk-
ar á júdómót sem haldiö var i
nýju safnaöarheimili Vatnsmýr-
arsóknar fyrir skömmu. Mót
þetta endaöi aö sjálfsögöu meö
yfirburöasigri landans.
Þó endaöi för fréttamannsins á
hryggilegan hátt, þvi hann liggur
nú stórslasaöur á Landspitalan-
um eftir aö hann haföi haft viðtal
viö íslandsmeistarann Jaka
Grjótharössoa
En þar sem þessum þættí er
ætlaö aö stuöla aö aukinni menn-
ingu landsmanna er aö sjálfsögöu
haldiö eitt fræösluerindi.
Þaö er Þori Tannberg formaöur
félags tannpinusjúklinga sem
flytur okkur pistilinn.
Félagar I þessum samtökum
telja aö menn eigi aö fá tennur á
sex ára fresti, en vegna erfiös
efnahags hafi þetta ekki veriö
hægt um árabil.
Félagið leggur til aö landsmenn
mótmæli þessari skeröingu meö
þvi aö láta taka úr sér allar tenn-
ur og hittast siðan tannlausir á
einum allsherjar mótmæla-
fundi.”
Aðstoöarmenn Sigmars viö
þáttinn eru leikararnir Ketill
Larsen og Jón Gunnarsson.
—SE
Viöræöuþáttunum viö Halidór Laxness um verk hans sem byrjuöu fyrir sumarfri sjónvarpsins veröur
nú haldiö áfram oger þriöji þátturinn á dagskrá annaö kvöld klukkan 20.35.
i þessum þætti mun Eiður Guönason spjalla viö Halidór um islandsklukkuna og einnig munu þeir koma
vlðar viö.
Stjórnandi upptöku er Sigurður Sverrir Pálsson.