Vísir - 21.08.1976, Side 8

Vísir - 21.08.1976, Side 8
8 VÍSIR Útgefandi: Keykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: DaviÖ Guömundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson, ábm. ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guömundsson Fréttastj. erl. frétta: Guömundur Pétursson Blaöamenn: Anders Hansen, Anna Heiöur Oddsdóttir, Edda Andrésdóttir, Einar K. Guðfinnsson Jón Ormur Halldórsson, Kjartan L. Pálsson, ólafur Hauksson, óli Tynes, Rafn Jónsson, Sigriöur Egilsdóttir, Sigurveig Jóns- dóttir, Þrúöur G. Haraldsdóttir. iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. útlitsteiknun: Jón Óskar Hafsteinsson Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson. Auglýsingastjóri: Þorsteinn Fr. Sigurösson. Dreifingarstjóri: Siguröur R. Pétursson. Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 1166086611 AfgreiÖsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi86611.7 linur Askriftargjald 1000 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. cintakiö. Blaöaprcnt hf. Tvö keppikefli Rigningartiðin i sumar hefur ekki komið i veg fyrir framkvæmdir við frágang útivistarsvæða og annarra opinna svæða i borgarlandinu, þó að hún hafi eðlilega sett þeim nokkur takmörk. Hér er um mikilvægar framkvæmdir að ræða, enda snar þáttur i þvi að koma mannlegu yfirbragði á borgarsamfélagið. Á siðari árum hafa menn i vaxandi mæli fengið áhuga á að gera borgarumhverfið liflegt. Þetta er ekki einangrað fyrirbrigði meðal Islendinga, en það sem skilur á milli er það fyrst og fremst, að viða erlendis hafa menn ekki áttað sig á þessum þætti borgaruppbyggingar fyrr en um seinan. Við höfum hins vegar tekið þessi mál upp á réttum tima. Borgarstjórn Reykjavikur hefur haft forgöngu um markviss og skipulögð vinnubrögð við upp- byggingu útivistarsvæða bæði innan borgarinnar og i grennd við hana. Frá þvi að áætlun um fram- kvæmdir á þessu sviði var lögð fram fyrir rúmum tveimur árum hafa fjárhagsörðugleikar þó komið i veg fyrir að unnt hafi verið að standa að verki eins og til stóð. Greinilegt er að borgaryfirvöld hafa lagt meira kapp á að halda útgjöldum i skefjum á þessu óðaverðbólguskeiði. Það er fyrst nú i sumar, að menn sjá veruleg umskipti i þessum efnum, enda er varið hart nær tvö hundruð milljónum króna til þessara fram- kvæmda á þessu ári. Um leið og órækt hefur verið breytt i græn tún hefur verið unnið mikið að gróð- ursetningu og fyrstu framkvæmdum við gang- stigakerfið, sem áætlunin um umhverfi og útivist gerði ráð fyrir. í Breiðholti hefur verið unnið við útivistarsvæði og svonefnda grenndarvelli. Þá hefur verið fram- , haldið gróðursetningu i Heiðmörk og Hólmsheiði. En borgarbúar hagnýta sér nú i vaxandi mæli útivistarsvæðið i Heiðmörk. Ýmsir hafa sett fram þau sjónarmið, að brýnni þörf væri á ýmsum öðrum framkvæmdum en úti- vistarsvæðunum . öllum er ljóst, að i borgarsam- félagi eins og Reykjavik kreppir skórinn viða að ogþörf er á skjótum úrbótum i skólamálum, heil- brigðismálum og félagsmálum. En hvað sem slikum vandamálum liður, er ekki unnt að horfa framhjá þvi, að framkvæmdir i umhverfis- og útivistarmálum verða að haldast i hendur við umbætur á öðrum sviðum. Borgarumhverfið þarf að vera fjölbreytt. Það er forsenda heilbrigðs mannlifs. Þó að fjölmörg verkefni séu óleyst i borgarsamfélaginu leikur enginn vafi á þvi, að borgarstjóri hefur markað rétta stefnu i umhverfismálunum. Á þrengingartimum i fjármálum borgarinnar hefur aðhaldsstefnan verið látin taka til þess þáttar sem annarra, þrátt fyrir kosningaloforð. Á hinn bóginn hefur i engu verið hvikað frá þeirri stefnu i umhverfismálum, sem mörkuð var með áætluninni um umhverfi og útivist. Að sjálfsögðu verður ýmislegt annað að sitja á hakanum. Það er rétt stefna, enda er það hlutverk stjórnmála- manna að velja og hafna og raða framkvæmdum eftir mikilvægi. Það átak sem gert hefur verið i þessum efnum i sumar er aðeins visir að öðru meira. Meðan borgarstjórnin hefur hvort tveggja að keppikefli trausta fjármálastjórn og lifandi borgarsamfélag er stefnt i rétta átt. Laugardagur 21. ágúst 1976 VTSIR Umsjón: Guömundur Pétursson Rannsókn hollensku stjórnarinnar á mútu- kærunum sem bornar voru á Bernhard prins, fékk hvorki sannað né af- sannað áburðinn, eftir því sem Amsterdam- blaðið „Het Parool" hélt fram í gær. I grein, sem blaðið birti i gær um málið, er þvi einnig haldið fram, að lögfræðingar prinsins hafi boðið fram viðbótar- upplýsingar og leiðrétt- ingar á skýrslu rann- sóknarinnar, en yfirvöld hafi hafnað. „Het Parool” segist hafa fyrir þvi heimildir meöal háttsettra embættismanna, að þriggja manna nefndin, sem skipuð var i febrúar til að starfa sjálfstætt aö rannsókn á þvi, hvort prins Bernhard heföi þegiö mútur af Lockheed-flugvélaverk- smiöjunum, heföi látið prinsinn hafa afrit af skýrslu nefndar- innar fyrir nokkrum vikum, svo aö hann gæti búiö sig undir eftirmála. En niðurstöður nefndarinnar hafa ekki enn ver- iö geröar opinberar. Höfundar þessarar greinar i „Het Parool’ er Harry van Bernhard prins: Var hann ekki nógu vandur i kunningjavali sinu? Skýrslon um Bernhard prins veldur fjaðrafoki Wijnen, sem er náinn kunningi Joop den Uyl, forsætisráðherra. Van Wijnen hefur skrifaö nokkrar bækur um stjórnmál og stjórnkerfi Hollands. Hann segir i grein sinni, aö rannsóknarnefndin hafi ekki komist aö ákveöinni niðurstööu um þaö, hvort rétt sé, aö Bern- hard prins hafi þegið 1,1 milljón dollara að umbun fyrir aö beita áhrifum sinum til þess aö hollenski flugherinn keypti her- þotur frá Lockheed- verksmiðjunum. Hinsvegar segir i greininni, aö upplýsingar sem nefndin hafi aflaö sér i Sviss hafi komið illa viö fimm flokka samsteypu- stjórn den Uyls. Þar tóku nefndarmenn skýrslu af Fred nokkrum Mauser, sem fyrrum var framkvæmdastjóri evrópudeildar Lokheed-verk- smiðjanna, en hann er sagöur náinn vinur prinsins. Blaöiö heldur þvi fram, að skýrsla nefndarinnar, sem var skiluö den Uyl 12. ágúst hafi af- hjúpaö staðreyndir um „ótrú- legan tengslavef”, sem Bern- hard prins sé flæktur i. Þessi 65 ára gamli eiginmaö- ur Júliönu hollandsdrottningar var yfirheyrður af nefndar- mönnum, en neitaöi öllum sakargiftum. Hann var yfirmaöur eftirlits meö herafla Hollands, og þvi varnarmálaráöherra til ráö- gjafar um vopnakaup. Prinsinn átti einnig sæti i stjórn hollensku Fokker-flugvélaverk- smiöjunnar, sem tók aö sér að setja saman þær 350 Starfight- er-herþotur, sem keyptar voru frá Lockheed. — Um leið átti hann sæti i stjórn KLM, hins konunglega hollenska flugfél- ags. Vegna frétta um tilkomu skýrslu nefndarinnar bundu þau hjónin Júliana drottning og Bernhard prins bráðan endi á ferðalag sitt um Italiu á þriöju- daginn. Ræddi drottning viö for- sætisráðherra sinn, en siöan flugu þau til Porto Ercole á mið- vikudaginn. Þau eru væntanleg heim aftur til Hollands á mánu- daginn. Þegar siðast fréttist i gær- kvöldi höföu engin viðbrögö bor- ist af hálfu hollensku stjórnar- innar við greinarskrifum „Het Parool” i gær. Þar var sagt, að nefndin heföi skilað skýrslu sinni i byrjun ágúst og gert stjórninni og prinsinum sam- timis grein fyrir innihaldi henn- ar. Þaö þykir viðbúið, að grein blaðsins svo og skýrsla rann- sóknarnefndarinnar eigi eftir aö valda fjaðrafoki á hollenska þinginu, sem kemur saman á þriðjudag .eftir þinghlé. Den Uyl, forsætisráðherra, sagöi i siðustu viku, að ekki væri unnt að birta innihald skýrslunnar, þvi aö hún gæti vakið upp getgátur og Gróusög- ur. Tilkynnti hann, að þinginu yrði ekki heldur gerð grein fyrir henni, eöa ákvörðun rikis- stjórnarinnar varðandi efni hennar, fyrr en eftir tvær eða þrjár vikur. „Het Parool” sagöi, að Bern- hard prins heföi sent sitt afrit af skýrslunni til lögfræðifyrir- tækisins, De Brauw og Hel- bach” i Haag. Fyrirtækiö setti Y. Scholten, fyrrum dómsmála- ráöherra, og annan lögfræöing- um til aöstoðar, til að starfa i málinu fyrir prinsinn. Þeir munu hafa farið fram á, að leiö- réttingar yröu gerðar á skýrsl- unni, en þvi mun rikisstjórnin hafa hafnað, eftir þvi sem „Het Parool” heldur fram. Ekki kemur fram i fréttinni, hvort aö den Uyl hafi einn synjað þeirri beiöni, eöa hvort aðrir ráöherr- ar stóðu aö þeirri neitun með honum. 1 greinarlok er sagt aö ýmsir af fyrri samstarfsmönnum prinsins og kunningum þyki vafasamir I meira lagi i augum hollenskra stjórnmalamanna. Spáir blaöið þvi, að stjórnin muni gagnrýna prinsinn fyrir þetta. Herþotukaup hollenska flughersins frá Lockheed verksmiöjunum uröu tilefni þess aö prinsinn var bor inn sökum um aö hafa þegiö mútur frá verksmiöjunum.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.