Vísir - 21.08.1976, Síða 19

Vísir - 21.08.1976, Síða 19
Kanar eru líka menn Sjoppu- kóngar og grillskála- keisarar Rúnar ferðamaöur hringdi: Oft hafa ferðamenn og aðrir þeir, sem stundum þurfa að leggja okkar fagra land undir fót kvartað undan þeirri stétt athafnamanna, sem nefndir hafa verið sjoppukóngar. Þessir menn eru eins og smákóngar út um allt land og stjórna sinum 10 fermetra kóngsrikjum með hroka og fégræðgi. A slikum stöðum hefur viðskiptavinurinn alltaf rangt fyrir sér. A slðustu árum hafa sprottiö upp víða um land grillskálar og eru sumir þeirra ágætir, þó verðlag sé hátt en tilkostnaður er lika sjálfsagt mikill. Dæmi um góða skála er skáli þeirra bræðra á Stað i Hrútafirði og skálinn hjá honum Þráni á Egilsstöðum. A þessum stöðum er allt hreint og þokkalegt og viðskiptavininum finnst hann ekki vera illa séður smælingi ofurseldur duttlungum eigand- ans einsoger um margar stofn- anir af þessu tagi. Þessir skálar eru stærri en sjoppurnar og mætti þvi kalla umsjónarmenn og eigendur sumra þeirra grill- skálakeisara til samræmis viö sjoppukóngana. í sumum þessara skála minnir þó umhverfiö og um- gangurinn litiö á keisaradæmi eins og það hugtak er i hugum okkar kóngslausu islendinga ab minnsta kosti, nema þá ef vera skyldi Rússland fyrir bylting- una. Nútimalegir straumar hreinlætisstefnunnar og kurt- eislegra viðskiptahátta hafa nefnilega ekki alls staðar knúið dyra á þessum stofnunum. Að undanförnu hef ég feröast nokkuö um landið þvi ég er ekki einn þeirra sem sæki lifsfyllingu mina i baðstrandarlegu og næturklúbbarall suður á Spáni. í slðustu ferð minni kom ég ásamt rosknum foreldrum minum á einn slikan stað en það var grillskálinn á Blönduósi. Ef vera kynni að fleiri en ein slik stofnun fyndistá Blönduósi, bið ég menn að rugla hinum ekki saman við þann sem ég á við, en það er BP skálinn við Blöndu brú. Ég er rólyndismaður og sein- þreyttur til vandræða, ef svo væri ekki hefði ég haft samband við heilbrigðisyfirvöld staðarins eftir þessa heimsókn mina. Afgreiðslustúlkurnar á stað þessum voru einstaklega ósnyrtilega til fara og búningar þeirra höfðu greinilega ekki átt langdvalir i sápulegi nýverið. Hnífapörin voru svo skitug aö móöir min varð sér út um serviettur og þurrkaði af þeim verstu blettina. 011 matreiösla fór fram meö þeim hætti að lyst okkar vegamóöra ferðalang- anna dvinaði mjög og þurfti mikið til. Eftir aö hafa lokað huganum fyrir hugsunum um gerla og veirur, sem við þessar aðstæður þrifasteins og púkar i fjósum siblótandi bænda, skófl- uöum við i okkur nokkru af kræsingunum og hugðumst siöan skola niöur bragðinu af þessum listaverkum mat- reiðslukúnstarinnar meö ærleg- um kaffisopa. Kaffinu var hellt af griðarstórum brúsa yfir á smærri könnu meira við hæfi okkar samferðafólksins. Ég leit útundan mér á stúlkuna en húr hafði greinilega einhverja hug- mynd um að kaffið væri ekki vel heitt og hvaða aðferö skyldi húr svo hafa haft við að ganga úi skugga um það? Jú hún dýfpi bara fingrinum ofani könn una!!!! Ég vona að hún hafi skaö brennt sig. Keflvikingur hringdi: Mig langar að koma á fram- færi þökkum til Visis fyrir greinar þær sem birst hafa að undanförnu um varnarliðið. Kannski fleiri en áður geri sér ljóst að hermennirnir þarna suður frá eru hvorki blóö- þyrstar skepnur né á annan hátt öðru visi en annað fólk. Ég hef búið I nánd við varnar- stööina I fimmtán ár og eign- ast marga kunningja meðal hermanna og annarra banda- rikjamanna á vellinum. Ég hef kynnst mönnum af öllu tagi þarna á vellinum en almennt verð ég að segja að þeir eru hjálpsamari, kurteis- ari og reglusamari en gerist um Islendinga. En þetta eru fyrst og fremst venjulegir menn, sem sendir eru hingað til aö gegna skyldusiörfum sinum og mér þykir ánægju- legt að einu dagblaöanna skuli- hafa dottið i hug að kynna þjóðinni nábúa okkar þarna suður frá, sem fram að þessu hafa verið huldumenn i augum islendinga, sveipaðir dular- hjúp rangfærslna, fávisku og goðsagna. Laugardagur 21. ágúst 1976 VlSIF /n. reykjavíkurskAkmótið-alþjóðaskákmót 1976, ReykjavíkurskákinntiA TAFLFÉLAQ REA(K.IAVÍKUR miAimnn BMUT Jkeifunnill o - . i H FRIMERKJASAFNARAR ■ finm Sérstimpill Reykjavikurskákmótsins á sérútgefnum um- slögum með merki mótsins og einnig með teiknuðum Ðmyndum af islensku keppendunum eftir Halldór Péturs- v son. Umslögin verða til sölu á keppnisstað I Hagaskóla, opnaö verður kl. 2þann 24. ágúst, upplag mjög takmarkaö. Pöntunum veitt móttaka í sima 83540 ki. 10-2 sunnudaginn 22. ágúst.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.