Vísir - 01.09.1976, Qupperneq 1
Heykögglaverksmiðjan í Flatey:
Gleymdist að
utvega fjarmagn
„Ástæðan fyrir að
lægsta tilboði i byggingu
skemmu fyrir gras-
kögglavcrksmiðjuna í
Flatey var ekki tekið
var sú að boðinn var
mun skemmri af-
greiðslufrestur i öðru
tilboði og var þvi tilboði
tekið”, sagði Skúli Guð-
mundsson hjá Inn-
kaupastofnun ríkisins I
samtali við Visi i morg-
un.
Samkvæmt þeim upplýsingum
sem Visir hefur aflað sér annars
staðar frá var i báðum tilvikum
boðinn sami afgreiðslufrestur en
þó með þvi fororði að 10-15 dagar
bættust við afgreiðslufrest lægra
tilboðsins sökum þess að flytja
þurfti skemmuna frá Bandarikj-
unum.
Samkvæmt þessum upplýsing-
um munaði 4 milljónum króna á
tilboðunum og hljóðaði það hærra
uppá 13 milljónir en það lægra
var 9 milljónir eða þvi sem næst.
Þær fjórai' milljónir, sem þarna
voru greiddar fyrir skemmri af-
greiðslutima komu þó fyrir litið
þvi ekki hafði verið gengið frá
fjármögnun skemmubyggingar-
innar fyrirfram þannig að
skemman er ekki risin enn.
Fyrir helgina skýrði Visir frá
þvi, að miUjónatjón væri yfirvof-
andi vegnaþess dráttar sem orðið
hefurá byggingu skemmunnar en
framleiðslu verksmiðjunnar i
Flatey er um þessar mundir
keyrt á tún og hún geymd þar
undirplastyfirbreiðslum. Aðsögn
manna þar eystra þyrfti ekki að
gera mikið veður til þess aö millj-
ónaverðmæti eyðilegðist þar á
einni nóttu.
Verksmiðjan hefur einnig orðið
að bera verulegan flutningskostn-
að vegna þessa ástands og þvi
enginn eðlilegur rekstrargrund-
völlur fyrir hana i sumar.
Innkaupastofnun rikisins sá um
öflun tilboða i verkið, en þegar
verkið var falið verktaka var ekki
búið að ganga frá fjármögnun
verksins eins og venja er, og hef-
ur það þvi tafist sem raun ber
vitni. —JOH.
Þetta er eins og það var i gamla daga, þegar sólin skein lengur en einn dag I einu, má ætla að annar
þessara kappa segi, en þessa mynd tók Loftur Ásgeirsson, ljósmyndari Visis, niður á Austurvelli, i gær,
þegar sólin hafði sýnt sitt rétta andlit i nokkrar klukkustundir I einu.
Fyrstur meö
fréttirnar
i 05 ár
Ætlar að bœta fyrir mistök
Krists og frelsa heiminn
— sjá bls. 8
Vinna úr upp-
lýsingum
frá almenningi
Tæknimenn rann-
sóknarlögreglunnar í
Reykjavík unnu i gær-
kvöld og i morgun að
þvi að rannsaka þá
hluti, sem lögreglan
fann við leit á sorp-
haugunum i gær, og
talið var að gætu hugs-
anlega verið tengdir
morðinu að Miklubraut
26 ... Sjá aðra frétt um
leitina á bls. þrjú.
Samkvæmt upplýsingum sem
við fengum I morgun hjá rann-
sóknarlögreglunni, fannst fátt
markvert, en leit verður haldið
áfram i dag.
Yfirheyrslum yfir manninum,
sem dæmdur hefur verið i allt
að30daga gæsluvarðhald vegna
málsins er haldið áfram, en
hann neitar að vera á nokkurn
hátt viðriðinn það.
Lögreglunni hafa borist ýms-
ar upplýsingar um mannaferðir
og annað, sem varpað getur
ljósi á málið, og er allt tekið til
athugunar. Hefur fjöldi fólks
gefið sig fram og ýmislegt at-
hyglisvertkomið útúrþvi. Þó er
enn möguleiki á því að fólksem
hefur orðið vart við mannaferð-
ir eða eitthvað grunsamlegt
daginn sem morðið var framið,
hafi enn ekki látið i sér heyra,
og biður lögreglan það um að
hafa samband við sig sem allra
fyrst. —klp—
Einar Há-
konarson
skrifar um
Haust-
sýningu
FÍM bisf*9
Jóhann Örn
Sigurjónsson
skrifar um
Reykjavíkur-
skákmótið
— sjá bls. 6
Atvinnurekendur greiða fjórðung tekjuskatts
Þær starfsstéttir sem i
daglegu tali eru nefndar
atvinnurekendur greiða á
þessu ári tæplega 24% af
álögðum tekjuskatti, en
þessar stéttir eru 12%
gjaldenda.
Þetta er meðal þess sem kom
fram i þættinum um skattamál I
sjónvarpinu i gærkvöld.
Til ofangreindra starfsstétta
teljast allir bifreiðastjórar,
læknar, tannlæknar, bændur,
vinnuveitendur, forstjórar, for-
stöðumenn og einyrkjar.
Það vakti sérstaka athygli, að
af 589 læknum og tannlæknum
voru 39 tekjuskattslausir. Einn-
ig að um helmingur bænda ber
engan tekjuskatt.
Meðaltalsfjárhæð tekjuskatts
á gjaldanda meðal atvinnurek-
enda eru kr. 274 þús. Aðrir
framteljendur greiða að meðal-
tali kr. 165.500 i tekjuskatt. Tæp-
lega helmingur þeirra greiðir
engan.
—SJ.