Vísir - 01.09.1976, Blaðsíða 19

Vísir - 01.09.1976, Blaðsíða 19
Opið bréf til forstjóra M.S. Sem gamall sumarstarfsmaöur Samsölunnar langar mig aö leggja fyrir þig eina spurningu varöandi lokun mjólkurbúöa. Spurningin er svona: meö for- mála: — Þiö forstjórar ýmsir og stór- kaupmenn, sem ekki vinniö fyrir u.þ.b. 70 þús. á mánuöi og eigiö ekki uppsögn yfir höföinu, hafiö oft sagt aö þaö sé Alþingi en ekki Samsalan eöa stórkaupmenn, er ráöi lokun mjólkurbúöa. Þetta kom siöast fram í viötali viö þig i sjónvarpinu I kvöld. Þú segist beinlinis aö öll mjólkursala eigi ekki skily röislaust að færast yfir á kaupmenn skv. lögunum nýju. Hvernig stendur þá á þvi aö i eigin útgáfu rikisvaldsins á lög- um þessum stendur svo: „Heildsöluaöila er heimilt aö selja mjólk og mjólkurvörur á hinu skráöa smásöluveröi til aöila sem ekki reka smásöluverslun” (25. gr.)? Ég get ekki betur séö en Samsalan hafi allsendis óskilyrt leyfi til aö selja mjólk til hvers sem er á smásöluveröi! Þaö er þvi i höndum þinum aö eiga þátt Iaö ákveöa t.d. mjólkur- sölu til hótela og aö selja ekki mjólk til almennings samkvæmt lögunum. Þau heimila samsöl- unni I raun alla smásöluverslun. Ég staöhæfi aö þaö sé samvinna Samsölunnar og kaupmanna- samtakanna og ykkar eigin ákvaröanir sem liggja aö baki þessari „skilyrðislausu lokun búöanna”. Sem sagt: Hvernig skýrir þú ofannefnda heimild og lokun mjólkurbúöa? Með áskorun um svar, Ari Trausti Guömundsson Reknar uppúr eftir hálftíma Steina 13 ára skrifar: Um daginn fór ég eins og oft áður i Sundhöllinameö vinkonu minni. Ekki höfðum viö verið ofan i lauginni nema i hálf tima, þegar viö vorum reknar upp úr aftur. Þaö var sundlaugarvorö- urinn sem rak okkur og raunar marga fleiri krakka upp úr lauginni. Viö höföum ekki veriö með nein ærsl eöa ólæti, heldur virtistum einhverja reglu Sund- hallarinnar að ræöa. Eins og gefur að skilja vorum viö bæöi leiðar og sárar yfir þessu en það var ekki til neins að mótmæla. Okkur fannst nokkuö hart aö fá rétt aö dýfa sér ofan i laugina. Þessi regla virðist ekki alltaf viðhöfð, þvi nokkrum dögum áður kom ég i þessa sömu sund- laug og var þá i vatninu i meira en tvo tima afskiftalaus. Eftir hverju er farið i þessu? Eru það kannski duttlungar sundlaugarvaröarinns? W / í ^4. °o % ” v % Iv. **, % ‘ó,- ♦ '% /6 ' '4*. <»/■ ■©. V? * ■ Vv,< ’°d ' 4 COn^é hi* % % ’ % r,'6 S >3. Fasteignasala hjá skattstofunni Viðskiptavinur skrifar: Mérþykir dálitið undarlegt að sjá, að lögfræðingur skattstof- unnar i Reykjavik skuli reka fasteignasölu. Þessi maður hefur aögang að öllum fram- tölum reykvikinga og finnstmér sú aöstaöa ekki samrýmast þvi að standa i fasteignaviö- skiptum. I framhaldi af þessu mætti spyrja, hvort þessi ágæti lög- fræðingur noti þá vinnuaðstöðu sem hann hefur hjá skattstof- unni og sinn vinnutima til þess að standa i þess konar við- skiptum i eigin þágu. HARSKEl I Skúlagötu 54 HVERGI BETRI BÍLASTÆÐI HERRASNYRTIVÖRUR I ÚRVALI P MELSTED Hverfisgðtu 33 Sími 20560 Sérgrein okkar er aö sjá nemendum í sérgreinanámi fyrir skólavörum. Urvalið hefur aldrei veriö meira. VERSLANIR: Hafnarstrœti 18 Laugarvegi 84 Hallarmúla 2

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.