Vísir - 01.09.1976, Blaðsíða 7

Vísir - 01.09.1976, Blaðsíða 7
I VISIR Miövikudagur 1. september 1976 Um s jón : Guðmundur Pétursson „Aðskilnaðarstefnan ómannúðleg' — segir dr. Kissinger, áður en hann heldur til fundar við John Vorster Utanrikisráðherra Bandaríkjanna hefur varað hvita ibúa Ródesiu og Namibiu við þvi, að hjá þvi verði ekki komist, að meirihluti ibúa þessara rikja fái stjórn landanna i hend- ur. „Eina spurningin er sil, meö hvaöa hætti þaö veröur”, sagöi dr. Henry Kissinger á fundi i Flladelfiu i gær meö samtökum, sem styöja blökkumenn. Hann á fyrir dyrum fund með John Vorster, forsætisráðherra Suöur-Afriku um næstu helgi. Lýsti ráðherrann þvi yfir , að sUður-afrikustjórn hefði sýnt rétt hugarfar, þegar hUn lýsti yfir stuðningi við meirihlutastjórn i Ródesiu og að ákveöinn yrði sá dagur, sem Namibia fengi sjálf- stæði. „Ofugt við Ródesiu og Namibiu er ekki hægt að lita á Suö- ur-Afriku sem ólöglega rikis- stjórn,” sagði Kissinger, og benti á, aö flestir leiðtogar blökku- manna viðurkenndu tilverurétt hvitra i S-Afriku eftir margra alda dvöl hvitra manna þar. Hann veittist hinsvegar hart að „aðskilnaðarstefnu” sem hefur verið leiðarljós s-afrikustjórnar. Sagði hann að „apartheid” stefn- an væri ómannúðleg. „Þjóðfélagsleg uppbygging S-Afriku er ósamboðin mannlegri viröingu. Hryggir okkur mjög að heyra af si'ðustu átökum I útborg- um blökkumanna, ” sagði Kiss- inger. FuUtrúar afrikuþjóða standa saman um tillögu, sem borin var upp I öryggisráði Sameinuðu þjóðanna i gær. Þar er skorað á þjóðir heims að beita Suð- ur-Afriku efnahagslegum refsiað- gerðum vegna aðskilnaðarstefnu hennar, sijórn hennar á Namibiu og stuðning við hvita minnihlut- ann i Ródesiu. Ber af sér múturnar Andreotti, forsætis- ráðherra ítaliu neitaði i gær harðlega ásökunum italsks blaðs um að hann hefði þegið mútur frá Lockheed flugvélaverk- smiðjunum sem að undanförnu hafa orðið frægar fyrir hvert mútu- hneykslið af öðru. Andreotti var ráðherra viö- skiptamála áriö 1968 og hafði sem slikur mikil áhrif á hvaða flugvélategundir italski flugher- inn keypti. ttalska blaðið L’ésspresso heldur þvi fram að það hafi i fórum sinum tvö bréf sem sanni að Andreotti hafi verið boðnar mútur fyrir að mæla með kaupum á Orion flugvélum Lockheedverksmiðjanna. Vélar þessar voru aldrei keyptar, en komu til álita á sinum tima. Andreotti segist hafa látið yfir- menn flughersins ráða hvaða flugvélar keyptar voru til hersins og segist hafa fylgt þeirri reglu um öll hergagnakaup itala meðan hann sat i embætti. L’esspresso viðurkenndi i gær að bréfin gætu veriö fölsuö og þeim ætlað að veikja stöðu stjórnar kristilegra demókrata, en hún nýtur hlutleysisi kommúnista. Saka kínverja um fíkni- smygl til Sovétríkjanna Rússar hafa sakað kinverja um að skipu- leggja eiturlyfjasmygl til Sovétrikjanna. Isvestia sagði i gær að vaxandi magn smyglaðra eiturlyfja, sem fundist hefur að undanförnu á flug- völlum landsins, kæmi frá S-A Asiu. Höfuð- stöðvar smygl- starfsemi kinverskra maóista eru i Hong Kong að sögn Isvestia. Að undanförnu hafa tollgæslu- menn á flugvöllum i Sovétrikj- unum fundiö mikið magn smyglaðra eiturlyfja I fórum ferðamanna sem þar hafa millilent á leið sinni til Vestur- landa. Eiturlyfin munu öll hafa verið ætluð til sölu á mörkuðum V-Evrópu en engu aö siöur hafa sovésk yfirvöld vaxandi áhyggjur af þessu smygli. Astæðan fyrir þvi aö smyglarar kjósa aö fara i gegnum Sovétrikin á leíö sinni frá Asiu er sú, að tollgæslumenn á Vesturlöndum lita farþega frá Sovétrikjunum ekki hornauga á flugvöllum og telja ekki miklar likur á aö menn reyni að smygla einhverju úr þeirri áttinni. Einnig mun ódýrt að fljúga milli Asiu og Evrópu með millilend- ingu I Sovétrikjunum. Stærsta smyglmálið fram aö þessu er handtaka þriggja bandarikjamanna á Moskvu- flugvelli en þeir höföu I fórum sinum 28 klló af heróini. Menn- irnir voru dæmdir I 5-8 ára nauðungarvinnu i Siberiu. SKOÐUN LURIE'S IUa meiddur blökkumaður horfir i sjónop myndavélar fréttamannsins, meðan fé- lagar hans stumra yfir honum. — Sviðið er Soweto, útborg svertingja I Jóhann- esarborg i óeirðunum á dög- unum. Kissinger lét svo um- mælt i gær, að þjóðfélagsleg uppbygging S-Afriku væri ekki samboðin mannlegri virðingu. sér að þess öryggis sem nærvera bresks herafla veitir þeim fyrir hugsan- legri ihlutun frá Libiu og Alsir. Malta hallar „En hver verður á vinstri væng?” Alsír oo Líbíu Malta mun lýsa sig hlutlaust riki I náinni framtið og munu nokkur af grannrikjum eyjarinn- ar ætla að taka að sér gæslu á hlutleysi eyjarskeggja. Bretar hafa mikla flotastöð á eyjunni og greiða sem svarar 5 milljörðum islenskra króna i afgjald af að- stöðu sinni þar. Mintoff, forsætis- ráðherra Möltu, hyggst láta ioka flotastöðinni árið 1979, en stöðin gegnir þýðingarmiklu hlutverki i varnarkerfi Nato á Miðjarðar- hafi. Löndin sem ætla aö gæta hlut- leysis Möltu eru Alsir og Li bía en vinstrisinnaðar herstjórnir eru við völd i báðum ríkjunum. Hafa ráðamenn I Libiu verið kunnir af öðru en hlutleysi I alþjóðamálum, og hafa þeir margsinnis reynt aö hlutast til um málefni nágranna- landa sinna. Mintoff forsætisráö- herra hefur verið I opinberri heimsókn að undanförnu i Alsir, og hélt I gærkvöldi til Libiu i stutta heimsókn en Gaddafi, þjóð- arleiðtogi lýbiumanna var nýlega á ferð um Möltu. í þeirri ferð sinni reifaöi hann hugmyndir um nánari samvinnu möltubúa og libiumanna og kvaðst fylgjandi sameiningu landanna i eitt riki i fyllingu timans. Kosningabarátta stendur nú yf- ir á Möltu en margir eyjaskeggja tortryggja mjög aukið samstarf við Liblu og eru andvigir lokun herstöðva breta á eyjunni vegna Styðja ekki Jimmy Carter Jimmy Carter beið aivarlegt áfall I gær eftir langar viðræður við forsetaefniö. Það munu hafa verið viðhorf Carters til fóstur- eyðinga sem missættinu ollu, en Carter er fylgjandi sem mestu frelsi konum til handa i þessum efnum. Ford forseti mun hitta bisk- upana I næstu viku og biðja þá liðsinnis i baráttunni gegn Cart- er. Carter var aö sögn frétta- manna greinilega vonsvikinn vegna ákvörðunar biskupanna og neitaði hann að ræða málið viö blaöamenn. Carter hefur á hinn bóginn gengiö vel á öðrum vigstöðum að undanförnu. Alþýðusamband Bandarikjanna hefur Itrekað stuðning sinn við hann og lofað honum fulltingi I kosningabar- áttuþeirrisem hann nú heyr við Ford. Þá hefur Edward Kennedy tekið Carter i sátt og sat fyrir með Carter hjá ljós- myndara i gær.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.