Vísir - 01.09.1976, Blaðsíða 20

Vísir - 01.09.1976, Blaðsíða 20
VÍSIR jyiiöyikudagur l, september 1976 „Ekkert nýtt í ávísana- málinu" — sagði Hrafn Bragason í morgun „Þaö er ekkert nýtt aö frétta af þessu máli enn sem komiö er”, sagöi Hrafn Bragason, skipaöur umboösdómari i ávisanamálinu i samtali við VIsi i morgun. Hrafn kvað ákaflega mikið af tima sinum fara I að svara sima- hringingum frá fjölmiðlum, og heföi hann nánast aldrei starfsfrið. Þvi yröi væntanlega tekinn upp sá háttur að halda ein- hverskonar fundi með fjöl- miðlum, þar sem öllum yrðu gefnar á sama tima þær upp- lýsingar sem fyrir hendi væru hverju sinni. —AH DÝRTÍÐ EYKST EKKI í DAG Landbúnaðarafurðir hækka ekki i verði i dag, en sam- kvæmt lögum á nýtt verða á landbúnaðarvörum að taka gildi 1. september. Hjá Framleiðsluráði land- búnaðarins fengust þær upp- lýsingar i morgun að væntan- lega komi ekki nýtt verð á þessar vörur fyrr en eftir heigi. —SJ Ekið á pilt á vélhjóli Seint i gærkvöldi varð árekstur á milli bifreiðar og vélhjóls á mótum Norðurbrautar og Reykjavikurvegar i Hafnarfirði. Bifreiðin ók inn á Reykjavikur- veginn i veg fyrir vélhjólið. Pilturinn sem ók vélhjólinu slasaðist á fæti og hjólið hans skemmdist mikið. Skemmdir urðu einnig á bifreiðinni — fram- brettið lagöist saman og rifnaði frá. Sjúkrabíllinn tvisvar á sama staðinn Sjúkrabifreið var kölluð tvi- vegis með stuttu millibili að sama slysstaðnum við Vesturlandsveg i gærkvöldi. Rétt fyrir klukkan niu fór bif- reiö út af veginum viö Skálatún og hafnaði i læk, sem þar rennur. Okumaður bifreiðarinnar slasaö- ist og flutti sjúkrabifreið hann á slysadeildina. Krani var fenginn til að draga bDinn upp úr læknum, en þegar verið var að vinna viö það, slóst virinn, sem festur haföi verið i bilinn, i konu sem þarna var að fylgjast með. Mun hún hafa meiðst eitthvað og varö aö kalla á sjúkrabifreið til aö flytja hana á slysadeildina. — klp — ÍSLENSK FJÖGURRA ÁRA ÁÆTLUN í SMÍÐUM „Gerð f járlaga- áætlana til langs tima eru i undirbúningi hjá okkur i samræmi við rikisst jór nar sa mþy kkt þar um, en áætlanir þessar eru á byrjunar- stigi og verða ekki til- búnar fyrir þau fjárlög, sem nú er unnið að”, sagði Gisli Blöndal hjá fjárlaga- og hagsýslu- deild i samtali við Visi i gær. Aætlanir verða I framtiöinni gerðar um fjárlög fjögur ár fram I tímann og veröur viö gerð þeirra stuðst við verðlags- spár og þær forsendur aðrar sem fyrir liggja. Tekiö verður með i reikninginn allt sem vitað er um áform i efnahagsmálum, en að öðru leyti miðað við laga- ákvæði og rikjandi ástand á hverjum tima. Það sem einkum vínnst meö þessu er, að þingmenn og ráð- herrar munu eiga betur ineð að gera grein fyrir hvað felst i þvi sem þeir samþykkja. A þetta t.d. við um opinberar fram- kvæmdir sem dreifast á lengri tima en eitt ár og eru þá einnig gerðar áætlanir um kostnað viö rekstur þeirra að byggingu lok- inni. JOH Það var mikil þröng á þingi i gær á skrifstofu Lánasjóös is- lenskra námsmanna. Þegar kom að útborgun lána siðasta vetrar rikti mikil óvissa um framtiðarskipan á útlánakjör- um sjóðsins. Var þá gripið til þess ráðs að lána námsmönnum með venjulegum útlánavöxtum banka en lánið skyldi gjaldfalla hinn fyrsta september. Þegar ákvörðun hafði verið tekin um útlánakjör sjóðsins var náms- mönnum gefinn kostur á að framlengja lán þau er þeir fengu I vor með útgáfu nýs skuldabréfs I samræmi við nú- gildandi kjör sjóðsins. í gær var svo siðasti dagur til að fram- lengja lánin og virtust margir hafa beðiö til siðustu stundar með það eins og landanum er Námsmenn á siöustu stundu viö framlengingu lána sinna. I>ó aö kiör sióbsins séu nú mun lakari en veriö hefur viröast námsmenn ekki láta það á sig fá. —Ljósm.: Loftur Endurnýjuðu lánin á elleftu stundu „EINS OG í YAGN AÐ STÖKKVA UPP Á FULLRI FERÐ" — sagði Bjarni Einarsson um hið nýja embœtti sitt Ég hef einkum áhuga á að auka stjórnsýsluhlutverk byggðadeildar, en þetta er nú eiginlega eins og að hlaupa upp á vagn á fullri ferð, og þvi er eins gott að fara varfærnislegum höndum um stýrishjóliö svona fyrst i staö”, sagöi Bjarni Einarsson, nýskipaður fram- kvæmdastjóri Byggðadeildar Framkvæmdastofnunar rikisins er hann tók við starfi sinu i morgun. Kvaðst hann nú vera að at- huga sinn gang og kynna sér hið nýja starf. ,,En ég var áður viö störf hjá Efnahagsstofnuninni og vann þar við áætlanagerð, svo að ég hef aðeins unnið að þessum störfum áður”, sagði Bjarni, en vildi ekki að öðru leyti tjá sig um hið nýja starf á þessu stigi. — AH Aðveitustöðin verður reist við Barónstíg Biskupsskrifstofur og barna- heimili það sem var til húsa við Barónsstig munu flytja á lóð viö Hnitbjörg (Listasafn Einars Jónssonar) á næstunni. Stafar flutningur þessi af þvi, að reist verður aðveitustöð Rafmagns- veitu Reykjavikur á lóö barna- heimilisins. Er þar meö lausn fundin á þessu máli, en ekki haföi veriö unnt að ná samkomulagi um byggingu aðveitustöðvarinnar á þessum stað áður. „Þaö er alltof snemmt aö segja nokkuö til um þaö hvenær hafist verður handa um bygg- ingu þessa nýja húsnæðis, en það verður áreiöanlega langt þangað til”, var okkur sagt á biskupsskrifstofu I morgun. Það getur þvi liðið nokkur timi þar til biskupinn flytur I hið nýja húsnæði. — AH Beinir skattar lœgrí en á Norðurlöndunum I s jónvarpsþætti um skattamái- m í gærkvöldi sagöi Matthías A. Matthiesen, fjármáiaráöherra, að skattaálögur sem hlutfall af þjóðartekjum væru lægri hér á landi en á hinum Norðurlönd- unum. Samkvæmt siðasta rikisreikn- ingi, sem er fyrir árið 1974 heimti rikið i skatta sem svarar 32,9% allrar þjóðarframleiöslu islend- inga. Arið á undan guldu norö- menn 47,6% allra þjóðartekna sinna i skatta til rikisins — og sambærileg tala fyrir Danmörku var 43,3%. Finnar voru næstir okkur hvað snerti lága skatta og guldu rikinu 35,2% þjóöartekna sinna. 1 sjónvarpsþættinum kom einn- ig fram að hlutfall óbeinna skatta i heiidarskattheimtunni er mun hærra hér á landi en annars stað- ar á Norðurlöndum. Þannig voru óbeinir skattar um 75% af skatt- heimtu islenska rikisins i fyrra en frá 43,4% til 51,7% á hinum Norð- urlöndunum. Séu útsvör tekin með i reikninginn breikkar enn bilið miUi Islands og nágranna- landanna, hvað þetta varðar. Þannig voru beinir skattar og út- svör 30,5% skattheimtu á Islandi i fyrra en 66,6% skattheimtu I Svið- þjóð og 60,3% i Finnlandi þar sem hlutfaUið var lægst utan Islands. JOH.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.