Vísir - 03.09.1976, Síða 2

Vísir - 03.09.1976, Síða 2
f í REYKJAVÍK ) Hefurðu farið i sólbað siðan sólin fór að skina á ný? Vilborg SigurOardóttir, vinnur i banka: — Nei, ég hef ekkert fariö i sólbaö. baö er varla hægt aö segja aö þaö hafi veriö neitt sum- ar þvl sólin hefur aldrei sést. Agústa Siguröardóttir, rakara- nemi: — Nei, þaö hefur aldrei veriö timi til aö fara I sólbaö. Ég er alltaf aö vinna. Ég myndi fara ef timi gæfist og sólin skini. Sigurgeir Kristjánsson, verslun- artnaöur: — Flestir fara I sólbaö þegar þeir hafa tækifæri til. Ég hef veriö svo heppinn að þeir dag- ar sem ég hef veriö I frii hafa ein- mitt veriö einmuna sólrikir. Sigriöur Lóa Jónsdóttir, nem- andi. — Ég var að koma frá út- löndum.ogmérfinnstþetta veöur ekki sérstaklega gott. Úti hef ég verið i sól og hita. Hekia Smith, vinnur sem minnst: — Nei, ég hef þó brugöið mér ein- stöku sinnum i sólbað I sumar. Gervi-badmintonvellir fyrir norðurlandameist- aramót í badminton Noröurlandameistaramót i badminton veröur haldiö I Laugardalshöll i nóvember næstkomandi og veröur þar margt um manninn. 1 tiiefni af þvi hefur Badmintonsambandiö keypt gervi-badmintonvöll, sem settur veröur upp i höllinni, en hann er mjög handhægur þvi þaö er hægt aö rúlia honum saman eins og teppi. Badmintonsambandiö á einn slikan völl fyrir, en talið er nauösynlegt aö bæta öörum, og veröa þeir notaöir í úrslita- keppninni. i LaugardalshöUinni eru nokkrir badminton vellir, en þeir snúa endunum aö áhrof- endum, þannig aö verra er aö fylgjast meö keppendum. —RJ Melskurður í Þorlókshðfn Fólki verður gefinn kostur á að skera mel i landgræöslugirðingu i Þorlákshöfn á morgun, laugar- dag. Eins og undanfarin ár eru það Landgræösla rikisins og Landvernd sem standa aö þessu sjálfboðastarfi og hefur þátttaka i þvi fariö vaxandi meö hverju ári. Þeim, sem ekki fara á eigin bil- um, veröur séö fyrir fari frá Um- ferðamiöstöðinni kl. 12 á hádegi og heim aftur að dagsverki loknu, og er öllum sem ekki hafa unnið við melskurö bent á að það er mjög skemmtilegt starf. Landgræöslan og Landvernd vilja hvetja alla sem tök hafa á að koma til meðskurðar nk. laugar- dag og leggja góöu málefni lið og hressa andann eftir rigningar- samt sumar. Samtökin biðja fólk að taka vasahnifameð sér i mel- skurðinn. VORUFLUTNINGAR AUKAST ENN HJÁ CARGOLUX Á fyrstu sex mánuöum ársins jukust flutningar Cargolux um 34% miðað við sama tima i fyrra. Vöruflutningar námu samtals 17,25 milljón kilóum. Tekjur af fluginu jukust um 25% miðað við timabilið frá jan- uar til loka júni 1975 og námu nú samtals 750 lúxemborgarfrönk- um, sem er jafnvirði 3,4 milljarða króna miöað við nú- verandi gengi. Þrjár DC-8 þotur eru nú i flutningum hjá Cargolux og flugtimar þeirra fyrstu sex mánuði 1976 samtals 4,743, en flugtimar þriggja CL-44j skrúfuþota félagsins voru sam- tals 2,896 klst. Auk reglubund- ins vöruflutningaflugs til fjar- lægra austurlanda og þá aðal- lega Hong Kong, voru farin fleiri leiguflug til Afriku og Ind- lands en fyrr og að auki nokkur til Vietnam. —RJ Föstudagur 3. se£ternber 1976 vism Mikill skortur ó heimilis- lœknum í Reykiovík ENN OVIST HVERNIG GENGUR AÐ FA LÆKNA OG HJÚKRUNARFÖLK AÐ NÝJU HEILSUGÆSLUSTÖÐINNI „Þaö hefur staöiö á leyfi heil- brigðismálaráöuneytisins til þess aö viö gætum hafið ráön- ingar að nýju heiisugæslustöö- inni i Arbæjarhverfi”, sagöi Skúli Johnsen borgarlæknir i samtali viö Visi i gær. Sagöi borgarlæknir aö það hefði tekið nokkuð langan tima að fá svar frá ráðuneytinu, en það væri nú loks komið, og yrði tekið fyrir á fundi i dag. Sagði Skúli, að i bréfi ráðu- neytisins væru ýmis skilyrði, einkum hvað varðaði alls- herjarskipulag heilbrigöis- þjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Sagði Skúli ennfremur að þessi skilyrði ættu ekki að vera óyíirstiganleg, og þvi væri von- ast til að unnt reyndist aö opna- heilsugæslustöðina eftir um það bil einh mánuð. Hvort hann byggist við að unntyrði að ráöa nóg af læknum og hjúkrunarkonum að heilsu- gæslustöðinni, sagði borgar- læknir, að vonast til að svo yrði, en erfitt væri þó að segja fyrir um það með neinni vissu fyrr en auglýst hefði verið. Þvi væri heins vegar ekki að leyna sagði hann, að mikill skortur væri á heimilislæknum i Reykjavfk. En þar sem læknar hefðu oft sagt, að þeir vildu gjarnan stunda heimilislækningar við fullkomnar aðstæður, þá væri hann bjartsýnn. Ætti þá að vera hægt að fá góða starfskrafta, og helst fólk sem byggi i hverfinu. Þess má geta, að svo mikill skortur er nú á heimilislæknum i borginni, að þeir sem nú ætla að fá sér lækni, geta það ekki, þvi enginn af heimilislæknunum tekur fleiri sjúklinga. Þeir sem ekki fá sinn lækni, verða þvi eingöngu að treysta á neyðarþjónustu. —AH Skúli Johnsen, borgarlæknir sýnir borgarstjóra og biaöamönnum nýju heilsugæslustööina i Arbæjar- hverfi. Mynd: Loftur.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.