Vísir - 03.09.1976, Side 12
„Ef ekki verður gerð bót á
munu íþróttirnar deya út!"
— Segir Örn Eiðsson formaður Frjálsíþróttasambands íslands sem telur að hið opinbera
eigi að veita meira fjármagni til íþróttahreyfingarinnar
Þó að nú sé liðinn um það bil
mánuður siðan Ólympiuleikunum
lauk i Montreal er enn skrifað og
skrafað um þátttöku islendinga i
leikunum. Þau skrif eru yfirleitt á
einn veg, aö frammistaða land-
ans hafi ekki verið til að hrópa
húrra fyrir, alltof margir sendir,
okkar fólk nærri ávaiit i siðasta
sæti o.fl. I þeim dúr. íþróttasíð-
unni finnistv rétt að ræöa þessi
mál við einn af forystumönnum
Iþróttahreyfingarinnar og fyrir
valinu varð Örn Eiðsson, for-
maður Frjálsiþróttasambandsi
islands. örn á aö baki rúmlega
tveggja áratuga starf I stjórn
frjálsiþrótlasambandsins, þar af
siðustu 8 árin sem formaður sam-
bandsins. Auk þess hefur hann átt
sæti i frammkvæmdastjórn
Ólympiunefndarinnar I rúman
áratug. Hann er þvi vel kunnugur
þessum málum.
— örn, ertu ánægður með
árangur islenska íþróttafólksins i
Montreal?
— Það er erfitt aö svara þess-
ari spurningu i stuttu máli, en ég
skal reyna aö vera eins stuttorður
og hægt er.
Árangur svipaður og ég
bjóst við
Þegar á heildina
er litið var árangurinn svipaður
þvisem ég bjóstviö. Að visu hafði
ég gertmér vonir um, að Hreinn
Halldórsson kæmist i úrslita-
keppnina, en hafa veröur I huga,
aö þaö er gerólikt að keppa
snemma morguns I steikjandi
hita i Montreal meöal bestu kúlu-
varpara heims heldur en að kasta
á Laugardalsvelli á innanfélags-
mótí og bera höfuö og herðar yfir
keppinautana. Hreinn náöi 15.
sæti, sem er þokkalegtogþess má
og geta, að hann vann menn sem
kastaðhafa vel yfir 20 metra. Til
að reyna að stytta svarið vil ég
skýrt frá þvl, að ellefu Islend-
ingar kepptu i 20 greinum i
Montreal, þar sem met eru sett og
11 islandsmet sáu dagsins ljós.
Slikt segir að visu ekki mikið á
ólympiuleikum, en sannar þó
framfarir hjá iþróttafólkinu.
Guðmundur stóð sig vel
Guðmundur Sigurðsson stóö sig
með ágætum i lyftingunum, varö
9. i sinum flokki. Það dugði til að
Island varð 1 46. sæti i stigakeppni
þjóðanna af 120 þátttökuþjóðum.
— En eiguni viö yfrleitt að vera
að taka þátt i ólympluleikum?
— Að sjálfsögðu eigum við aö
TAKA ÞATT en ekki aöeins að
vera meö. Eins og málum er nú
háttað hér i keppnisiþróttum,
erum við aðeins með. Hvort sem
okkur lika betur eða verr, eru
afreksiþróttir á alþjóöamæli-
kvarða k'omnar á þaö stíg nú, að
iþrótt'afólkið, sem kemst á topp-
inn, fær næstum allt, sem það
þarfnast, aöstöðu, æfingabúðir,
þjálfara, visindamenn-og timinn
sem feriæfingarogkeppnierþað
mikill, að þetta fólk vinnur ekki
frekar en þaö vill. Hvernig er
hægt að ætlasttil þess, að okkar
fólk, sem vantar næstum allt,
sem hér var nefnt á undan, sigri,
eða veiti toppfólki annarra þjóöa
harða keppni? Það er ekki aðeins
ósanngirni aö ætlast til þess, það
er fáviska.
Getum komist á toppinn
Mér finnst þau afrek,
sem sumt af okkar fókki hefur
unnið við núverandi aðstæður,
frábær og benda til þess, að is-
lensk æska geturkomistá toppinn
I afreksiþróttum á alþjóðavett-
vangi, ef hún fengi stuðning frá
þjóðinni. Viö getum ekki ætlast til
þess, að íþróttafólkið fórni öllu,
fristundum, tima og peningum. —
Ég sá annars i ágætu viðtali viö
vin minn Cmar Ragnarsson i
þessu blaði nýlega, aðhann vill aö
lögð sé niður keppni i þeim
iþróttagreinum á ólympiuleikum,
sem geysileg vinna er i. Mér er
spurn, i hvaða Iþróttagreinum er
keppt á ólympiuleikum, sem litil
vinna liggur i, ómar minn?
— Hver er staða Iþrótta á ls-
landi i dag — erum viö á réttri
leið?
— Fyrsta boðorö iþrótta er að
fá sem flesta til að iðka þær. Þaö
Lilja Guömundsdóttir var meðal
keppenda á ólympiuleikunum og
hún setti tslandsmet i báðum
þeim greinum sem hún keppti i.
Ljósmynd Einar.
hafa allir gott af þvi, hvort sem
þeir ætla sér að komast i fremstu
röðeða ekki. Þetta er grunnurinn,
sem byggt er á og þvi fleiri
iðkendur, þvi fleiri afreksmenn
og konur. Þaö er mikill misskiln-
ingur hjá mörgum, sérstaklega
þeim, sem þekkja iþróttastarfið
aðallega af afspurn, að það sé
aöeins fyrir tiltölulega fáa af-
reksmenn. Ég leyfi mér t.d. aö
benda á grein, sem birtist i
Alþýöublaðinu 16. október i' fyrra.
Þar segir höfundurinn, Sigurður
E. Guðmundsson, I fyrirsögn:
„Iþróttir — fyrir hina fáu eða
hina mörgu?” Mig langar til að
Midurprenta eina setn. úr þess-
ari grein, en þar segir: „Megin-
áhersla hefur veriö lögð á að gera
mjög mikið fyrir tiltölulega fáa —
og fýrir bragðið hefur alltof litið
verið gertfyrir hina afar mörgu,
sem láta svo litið á sér bera^
iþróttasiður blaðanna skrifa
aldrei um og iþróttaleið-
togarnir minnást aldrei á”.
Vinnum í algjöru sjálf-
boðastarfi
Iþróttahreýfingin er frjáls hreyf-
ing og þeir sém bera hana uppi, ef
svomá að orðikomast, gera það i
algeru sjálfboðastarfi, fórna til
þess miklum tima, sem þeir gætu
vafalaust nýtt til að sinna auka-
vinnu, sem nú telst sennilega orð-
in þjóöariþrótt Islendinga. Varla
getur Sigurður og fleiri, sem
þannig hugsa ætlast til þess, að
sjálfboðavinnan veröi aukin, nei,_
trúlega ekki,en i þessu sambandi
má benda á, að það vantar til-
finnanlega menn til starfa i
iþróttahreyfingunni og þar er til-
gangslaust að rifast um launa-
flokk eða tlmakaup. — Við kom-
um ávalltaö hinusama. I þessum
umræðum. Iþróttahreyfingin á
íslandi, sem i eru milli 50 og 60
'þúsund félagar I dag, er svelt svo
mjög peningalega af því opin-
bera, að verðiekkertgertí náinni
framtið, þá liður hún undir lok
sem sterkt og virkt afl I þjóðfé-
laginu. Slikt væri afleittá þessum
timum upplausnar og rótleysis.
Þó að ekki sé allt fyrsta flokks,
sem gerist á vettvangi iþrótta —
frekar en á öðrum sviðum — er á
þvíenginn vafi, að iþróttir þroska
bæði likama og sál. Sigurður
Sigurðsson, vinur minn, vill láta
banna iþróttir. Þess gerist ekki
nauðsyn, Sigurður minn. Með
áframhaldandi afskiptaleysi hins
opinbera munu þær deyja smám
saman, þvi að hætt er við, aö fólk
ólympluliðið sem keppti á ólympiuleikunum i Montreal. Ekki voru allir á einu máli um frammistööu þess ,, en eigi að siöur sáu 11 ný Is-
landsmet dagsins ljós á leikunum.
fáistekki endalaust til að leggja
fram hina miklu sjálfboðavinnu.
Svar mitt við spurningunni er þvi
þetta:
Staða iþróttanna er afar
veik
Staöa iþróttanna á Islandi
er veik, afar væik. Þegar rætt er
við erlenda „kollega” um fram-
lög opinberra aöila, vaknar bæði
undrun og bros, þegar þeir heyra
hve fáar krónur koma til íþrcJtt-
anna á íslandi. Þeir spyrja g jarn-
an: Hvernig farið þiö að halda
þessu gangandi? Svarið er ein-
falt: Með betli hjá fyrirtækjum og
stuðningsmönnum. Slikt geristnú
stöðugt erfiðara og vanþakk-
látara. Þegar hér er talað um
stuöning hins opinbera, er átt viö
framlög til félagslega starfsins,
ekki mannvirkja. Markmið
iþróttahreyfingarinnar er að hún
sjálf afli 40% af kostnaði viö
reksturinn, rikið leggi fram 30%
og sveitarfélög sama hundraðs-
hluta.
— Þú hefur ekkert minnst d
þjáifun?
— Svar mitt við siðustu spurn-
ingu þinni var nú alls ekki tæm-
andi, en það er gott að þú nefnir
þjálfun. Vissulega skortir hér
þjálfara og leiðbeinendur i allar
greinar iþrótta. En það er ekki
nóg aö fá færa og vel menntaða
menn til starfa, þegar fé vantar
til aö greiða þeim sómasamleg
laun. Tvær greinar, knattspyrna
og handknattleikur, hafa til þessa
ráðið við þetta vandamál, en
kvarta þó um fjárskort.
Fáir leiðtogar gera mikið
fyrir marga
— Ekki er nú hægt að segja aö
þú sért bjartsýnn?
— Jú, það er ég vissulega, ann-
ars væri ég ekki búinn að starfa
að þessu áhugamáli minu i 30 ár.
En stundum getur maöur ekki
orða bundist yfir hlutunum. Oft
hef ég t.d. undrast hvað tiltölu-
lega fáir iþróttaleiðtogar hér-
lendis gera mikiö fyrir marga, án
þess að hugsa nokkuð um pen-
inga. Það er starf þessara
manna, sem gerir iþrótta-
hreyfinguna að þvi sem hún er i
dag.
Þurfum að hefjast strax
handa fyrir næstu ÓL
— Aö lokum örn, hvernig eig-
um við að undirbúa þátttöku okk-
ar I Ólympiuieikunum i Moskvu
1980?
— Fyrst þarf að útvega fjár-
magn til undirbúningsins sem
þyrfti að hefjast strax og það
duga engir smápeningar, helst
nokkrirtugir milljóna. Siðan ætti
Ölympiunefndin i samráði við
sérsamböndin að velja úr nú þeg-
ar liklega iþróttamenn og konur
sem gætu orðið keppendur 1980 og
gera þeim kleift að þjálfa sig og
keppa undir leiðsögn færustu
manna. Fólkið verður að fara I
æfingabúðir erlendis vorog haust
og einnig þyrfti að fara i ströng
keppnisferðalög, þar sem keppt
er á stórmótum, þvi að keppnis-
reynslan skiptir gifurlegu máli.
Siöast en ekki sist veröur að ráða
færa þjálfara til að sjá um topp-
fólkiö. Greiða verður vinnutap
iþróttafólksins. Þegar þetta er
allt oröið að veruleika er hægt að
fara aö gera miklar kröfur til
iþróttafólksins.
VISIR Föstudagur 3. september
1976
Iprórrír
r
Keppni fyrir
„öldunga" í
Kópavoginum
Frjálsiþróttadeild Breiðabliks I Kópavogi
gengst fyrir ,,öldunga”keppni I frjálsum
iþróttum I Kópavogsvellinum á morgun kl.
14:00 — og verður keppt I sex greinum.
Allir þeir sem eru orðnir 32 ára og eldri
hafa rétt til þátttöku I mótinu, en keppt verð-
ur I 80 m hlaupi, 1500 m hlaupi, iangstökki,
kúluvarpi og kringlukasti.
Bikarkeppni FRÍ
í fjölþraulum
Bikarkeppni Frjálsiþróttasambandsins I
fjölþrautum mun fara fram á Laugardals-
veliinum helgina 18. og 19. september nk.
Keppt verður i tugþraut karla og fimmtar-
þraut kvenna og hefur hvert féiag rétt tii að
senda þrjá keppendur i hvora grein, en
árangur tveggja bestu verður talinn.
Fimm kepptu
í Kóngsbergi
Fimm börn kepptu á Andrésar andar-
leikunum sem fram fóru i Kóngsbergi I
Noregi 28. og 29. ágúst — og stóðu þau sig
með mikilli prýði, en alls voru 462 þátttak-
endur frá öllum Norðurlöndunum.
Kristján Harðarson frá Stykkishólmi sem
keppti I 12 ára flokki varð þriðji I langstökki,
stökk 4.84 m, en sigurvegarinn stökk 4.89 m.
Kristján keppti lika I 60 m hlaupi sem hann
hljóp á 8.6 sek., en komst ekki I úrslit —
sigurvegarinn hljóp á 8.4 sek.
Thelma Björnsdóttir úr Kópavogi keppti I
800 m hlaupi og var 116. sæti — hljóp á 2:33.5
mín., en timi sigurvegarans var 2:24.6 mln.
Ingvar Þórðarson úr Hafnarfirði keppti
lika I 800 m hlaupi, hann varð 18. I röðinni —
hljóp á 2:27.7 min., en sigurvegarinn hljóp á
2:17.5 min. Ingvar lenti I lélegum riöli — og
sigraði með yfirburðum I honum.
t flokki 11 ára barna keppti Svava Grön-
feldt úr Borgarnesi I langstökki og varð 6.
stökk 4.11 m. Þar var hörð keppniþvl að sú er
varð önnur stökk 4.18 m. 1 60 m hlaupinu
komst Svava I undanúrslit —hljóp á 8.8 sek.
Loks keppti Albert Imsland úr Reykjavik I
800 m hlaupi. Hann varð i 7. sæti hljóp á 2:29.7
sek., en sigurvegarinn hljóp á 2:24.4 min.
Ron Rico golf
ó Hvaleyrinni
Ron Rico golfkeppnin fer fram á Hval-
eyrarvelli um helgina, og verður keppt I öll-
um flokkum karla á laugardag og sunnudag.
Keppnin hefst kl. 91 fyrramálið, og þá leika
fyrst meistara- og 1. flokkur. Eftir hádegi
leika svo 2. og 3. flokkur.
A sunnudeginum snýst þetta við. Þá leika
2. og 3. flokkur fyrir hádegi og meistara- og 1.
flokkur eftir hádegið.
gk —
Forsalan í dag
Forsala aðgöngumiða á landsleik tslands
og Belgiu i undankeppni heimsmeistara-
keppninnar I knattspyrnu á sunnudaginn
hófst við Útvegsbankann i Austurstræti 1 dag.
Miðarnir verða seldir til kl. 18:001 kvöld, en á
morgun frá kl. 13:00 til 18:00 i Laugardaln-
um.
Það veröa islandsmeistarar
Vals og islandsmeistararnir frá i
fyrra og hittifyrra, akurnesingar,
sem leika til úrslita i Bikarkeppni
KSt 1976. Valsmenn leku i gær-
kvöldi við Breiðablik I annað
skipti um rétt til þess að komast i
úrslitaleikinn, og Breiðablik var
engin hindrun fyrir valsliðið sem
sýndi nú sinar bestu hliöar og
sigraði með þremur mörkum
gegn engu.
Áhorfendur á vellinum voru
rétt búnir að koma sér fyrir, og
leikurinn var ekki nema þriggja
minútna gamail, þegar fyrsta
markið sá dagsins ljós.
Dæmd var aukaspyrna á
Breiðablik um 25 metra frá
markinu. Hermann Gunnarsson
tók spyrnuna og þrumuskot hans
hafnaði I markinu algjörlega
óverjandi fyrir Ölaf Hákonarson.
Þetta var eitt af þessum fallegu
mörkum Hermanns sem ávallt
ylja áhorfendum.
Afram hélt leikurinn og var
fremur jafn. Blikarnir sem voru
án Vignis Baldurssonar börðust
vel, en hinsvegar virtist fjarvera
hans koma illa við Hinrik Þór-
hallsson sem var ekki eins snjall
og maöur hefur séð hann i
leikjum Breiðabliks að undan-
förnu.
Hinsvegar vantaði þá Inga
Björn Albertsson og Magnús
Bergs hjá Val, og þó að þessir
leikmenn hafi verið mjög sterkir
með Val I sumar virtist það ekki
koma að sök. Valur virðist eiga
nægan mannskap til þess að fylla
upp i ef einhverjir forfallast.
Þótt Breiðablik hafi
„staðiö” I valsmönnum i fyrri
hálfleiknum, þá var þvi ekki að
heilsa I þeim siðari. Valsmenn
tóku leikinn algjörlega i sinar
hendur og blikarnir voru nánast
sem statistar á vellinum. Vals-
menn „óöu” I tækifærum og hefðu
verðskuldað aö skora fleiri mörk
en þau tvö sem þeir gerðu.
Guðmundur Þorbjörnsson
braust þá upp kantinn og upp með
endamörkum. Hann renndi siðan
boltanum út til Kristins Björns-
sonar sem var i mjög góöu færi,
og hann skoraöi af öryggi fram-
hjá Ólafi Hákonarsyni,
Eftir þetta mark þyngdist sókn
valsmanna enn, og það var hægt
að merkja uppgjöf I liöi Breiða-
bliks. — Valsmenn voru fljótir að
ganga á lagið, og strax á næstu
minútu kom þriðja markið.
Mikil pressa var á mark blik-
anna, og upp úr henni átti Krist-
inn Björnsson hörkuskot i þver-
slá. Boltinn barst til Guðmundar
Þorbjörnssonar sem nikkaöi
honum áfram til Hermanns, og
þaðan kom svo heljarmikið
þrumuskot sem var algjörlega
óverjandi fyrir Ölaf.
Fleiri urðu mörkin ekki i
leiknum, og var leikurinn eftir
þetta ekki ýkja skemmtilegur á
að horfa.
Hermann Gunnarsson var hetja
Vals i þessum leik og virtist njóta
sin mjög vel að þessu sinni. Ekki
aðeins að mörkin hans væru bæöi
gullfalleg, heldur var Hermann
mjög duglegur i leiknum og
dreifði spilinu mjög vel. Einn ný-
liði, Guðmundur Kjartansson
(bróðir Vilhjálms), lék með Val
að þessu sinni og stóð sig mjög
vel.
Breiðabliksliðið olli
áhangendum sinum vonbrigðum
að þessu sinni. Liðið virtist vanta
þá baráttu sem hefur gefist svo
vel i sumar, og fjarvera Vignis
kom illa við liðiö eins og áður
sagði. Besti maður liðsins i
þessum leik var Þór Hreiðarsson
sem er geysiduglegur leikmaður.
Þetta er i fjórða skiptiö sem
Valur leikur til úrslita i Bikar-
keppni KSÍ. Þeir urðu meistarar
1965 og 1974 — og sigruðu þá
skagamenn i bæöi skiptin i úr-
slitum. Hinsvegar tapaöi Valur
1966 i úrslitum fyrir KR.
Skagamenn eru nú i úrslitum i
áttunda skipti, en þeim hefur
aldrei tekist að bera sigur úr
býtum i bikarkeppninni. Orslita-
leikurinn fer fram á Laugardals-
velli 12. september.
Guðmundur skorar — Guðmundur Þorbjörnsson hinn marksækni miðherji Vals skorar hér I leiknum
gegn Breiðablik I gærkvöldi. En markiö var dæmt af, dómarinn taldi að hér heföi verið um háskaleik aö
ræöa. Ljósm. Einar.
Matthías kemur
ekki í leikinn!
— Forráðamenn Halmía settu honum stólinn fyrir
dyrnar og hótuðu öllu illu ef hann fœri heim
„Það var komin mikil harka i
þetta mál og forráöamenn
Halmia sögöust skyidu sjá til
þess aö ég færi stórskuldugur út
úr þessu, ef ég stæöi fast á þeirri
ákvörðun minni aö fara heim til
að leika meö landsliöinu”, sagöi
Matthias Haligrimsson knatt-
spyrnumaðurinn kunni frá
Akranesi, sem nú leikur sem
hálf-atvinnumaður meö sænska
2. deiidarliöinu Halmia, þegar
viö ræddum viö hann i
Haimstad i morgun.
Matthias sagöi aö sér þætti
þetta mjög miöur að komast
ekki heim, þvi aö hann heföi
aldrei veriö i jafngóöri æfingu
og nú — og hann væri búínn aö
hiakka lengi til aö koma heim tii
aö leika meö landsiiöinu.
„Viö munum ekki toga
Matthias meö töngum úr þvi
sem komið er,” sagöi Eilert B.
Scliram, formaður KSl, þegar
viö höföum samband viö hann i
morgun vegna þessa máls.
Ellert sagöi aö stjórn KSt
myndi kæra Halmla, félag
Matthiasar, tii Alþjóöaknatt-
spyrnusambandsins FIFA og til
sænska knattspyrnusambands-
ins.
„Samkvæmt lögum FIFA þá
mega atvinnuliö ekki nálgast
eöa hafa samband viö leikmenn
áhugaliöa á meöan á keppnis-
timabili stendur. Viö gáfum
hinsvegar Matthiasi leyfi til aö
skrifa undir samning viö félagiö
I þeirri trú aö hann fengist laus I
þessa leiki eins og forráöamenn
félagsins lofuöu.
Þetta sama kom upp þegar
Marteinn Geirsson ætiaöi aö
undirrita samning sinn við beig-
iska liöiö Royal Union. Þeir
ætluðu ekki að gefa hann lausan
i þessa leiki, en þá neituðum við
okkar samþykki fyrir samn-
ingnum — og þá gáfu þeir okkur
Martein eftir”.
Eilert sagði ennfremur aö for-
ráöamenn Halmia hefðu gefið
Matthiasi leyfi til aö leika með
gegn hollendingum á miöviku-
daginn, en stjórn KSl væri ekki
enn búin aðtaka ákvöröun hvort
þvi boöi yrði tekiö.
—BB
Hermann var maðurinn
sem „braut" blikana!
— Hann skoraði tvö glœsileg mörk þegar Valur sigraði Breiðablik 3:0
í gœrkvöldi — og Valur og Akranes leika til úrslita