Vísir - 13.09.1976, Blaðsíða 10

Vísir - 13.09.1976, Blaðsíða 10
10 Mánudagur 13. september 1976. VISIR VIL VARA FORELDRA A ÍSLANDI VIÐ SÖFN- UÐI MOONS — segir Jónas Gíslason lektor í viðtali við Vísi þess aö söfnuðurinn væri bann- aöur meö lögum vegna þeirra aöferöa sem hann beitir viö aö útbreiöa kenningar sinar meöal óharönaöra unglinga. Vil vara foreldra við söfnuði Moons Ég tel fulla ástæðu til þess aö vara foreldra og aöra þá sem Iáta sig varöa velferð barna og unglinga viö þessum söfnuöi og kenningum hans, og vona aö viö komumst hjá þeim harmleik sem viöa hefur verið stofnaö til fyrir tilverknað hans. Heyrst hefur aö i undirbúningi sé skipulögð herferð meöal is- lenskrar skólaæsku á vetri kom- anda undir þvi yfirskyni aö hér Furðulegar heimspeki- legar vanga- veltur i andstöðu við boðskap bibliunnar. „Um kenningar Moons er þaö aö segja aö hann afneitar ýms- um af meginatrföum kristinnar kenningar og telur sjálfan sig hafa orðið fyrir opinberun, sex- tán ára gamlan. Hann finnur fullyröingum sinum staö meö þvi að vitna til opinberunar sinnar og leiðréttir á þann hátt Bibliuna. Hann telur sjálfan sig vera eins konar Jóhannes skir- ara sem boðar endurkomu frelsara, sem á að fullkomna þaö verk sem Moon álitur aö Kristi hafi mistekist fyrir 2000 árum. Moon álitur að Kristur hafi á krossinum beöiö ósigur fyrir Satan — og hann afneitar guðdómi Krists og friöþæging- ardauða hans á krossinum. Kenningar Moons fela I sér furöulegar heimspekilegar vangaveltur sem eru i fullri andstööu viö boðskap Bibliunn- ar. Af þessum ástæöum neita kristnar kirkjudeildir aö viöur- kenna söfnuö Moons sem krist- inn. Reynir að ná til ó- harnaðra unglinga. Moon leggur rika áherslu á aö ná il óharðnaðra unglinga meö boöskap sinn. Hann gagnrýnir ýmsa bresti nútimaþjóöfélags sem öllum eru raunar augljósir. Hann telur sig eiga „pat- ent”—lausn á hverjum vanda. Hann krefst þess af fylgjendum sinum aö þeir sliti öll tengsl viö heimili sin og fjölskyldu og búi i kommúnum eöa þjálfunarbúö- um sem eru undir stjórn leiö- Sun Myung Moon toga hópanna. Mörg átakanleg dæmi væri hægt aö tilfæra um afleiöingar þessa — enda hafa foreldrar viöa um heim stofnaö meö sér samtök til þess aö reyna aö sporna viö útbreiöslu safnaöarins meðal óharönaöra unglinga. Ég sd I frétt Visis á miövikudag aö foringi safnaöar- ins hér á landi telur þessar hreyfingar foreldra vera skipu- lagöar af kommúnistum og sýn- ir sú fullyröing ef til vill best, hve fjarri veruleikanum áróöur safnaöarins er. Sums staöar hafa foreldrar jafnvel krafist sé um kristinn trúflokk aö ræöa. Hér er ekki um neitt slikt aö ræöa heldur trúflokk sem reynir af læöa inn villukenningum und- ir kristnu yfirbragði og færir sér til þess i nyt rótleysi samtimans og óánægju margra meö inni- haldsleysi þeirrar efnishyggju, sem tröllriöið hefur Vesturlönd- um um skeiö. Óneitaniega vek- ur þaö nokkra furöu aö Moon sjálfur viröist hafa fjarhagsleg- an ávinning af starfi hreyf- ingarinnar og stingur þaö nokk- uö i stúf viö kenningarnar. — JOH ,,Ég hef lesiö nægjanlega mikiö af kenningum Moons til þess að gera mér ljóst aö þær fái með engu móti samrýmst krist- indómi,” sagöi séra Jónas Gislason lektor i Guðfræöideild Háskólans er Visir sneri sér til hans i gær og spurði hann álits á trúarsöfnuði séra Moons. Visir skýrði frá þvi a miö- vikudaginn aö til tslands væri kominn umræddur söfnuður og hafa þegar nokkrir islendingar tckið trú of flutt saman i kommúnu i Reykjavik. Erlend fréttatimarit hafa fjallað mikiö um söfnuöinn á siöustu niánuð- um og yfirleitt varaö mjög ein- dregið viö honum af ýmsum á- stæöum. E.r Visir hitti leiötoga is- lenskra safnaöarins aö máli svaraði hann þessari gagnrýni á þá leiö aö skrif blaöa um söfnuðinn væru lygar sem runn- ar væru undan rifjum kommún- ista. Visi þótti rétt i framhaldi af skrifum sinum um máliö aö leita álits kennimanns sem heföi kynnt ser kenningar safnaðar- ins og sneri sér þvi til Jónasar Gislasonar eins og áöur sagði. Séra Jónas Gislason „LANG - FJÖLBREYTILEGAST AÐ VERA Á VARÐSKIPI VILJI MAÐUR VERA Á SJÓ" Vísir rœðir við Benóný Ásgrímsson r fyrsta stýrimann ó Oðni „Vilji maöur á annaö borö vera á sjó, þá tel ég þaö lang-skemmti- legast aö vera á varöskipi,” sagöi Benóný Asgrimsson, fyrsti stýrimaöur á Óöni, er viö hittum hann um borö i skipinu nú I vik- unni Sagöist hann hafa veriö bæöi á islenskum og sænskum fraktskipum, og væri þaö ekki nándar nærri eins tilbreytinga- rikt eins og starfiö um borö i varöskipi. Óðinn kom inn á siöastliðnu mánudagskvöldi, en ekki var unnt að fá upplýsingar um hve- nær hann legði úr höfn á ný. Þvi er yfirleitt haldið leyndu, enda er skipið við gæslu sem krefst þess að það geti komið að óvörum hugsanlegum sökudólgum. Benóný sagði að mestur timi þeirra varðskipsmanna færi I það að hafa eftirlit meö hinum ýmsu veiðihólfum, sem leyfilegt er að veiða i, og einnig að athuga möskvastærð skipa og athuga veiðileyfi erlendra veiöiskipa. Sagði hann að veiöihólfin væru gifurlega mörg, og það væri bæði flókið og timafrekt starf að fylgj- ast með þeim. Hann sagði einnig að það væri ekki algengt að islensk skip brytu settar reglur og væri það þá helst fyrir vangá eöa trassaskap ef það gerðist. Þó kæmu að sjálf- sögðu upp einstaka einangruð til- felli. „Þegar við stöndum veiði- þjóf að verki færum við hann yfir- leitt til hafnar, og þar eru siðan tekin sjópróf. Varðskipið biður yfirleitt i höfn á meðan á réttar- höldum stendur. Það fer siöan eftir þvi, hve langan tima það tekur að fá viðkomandi skipstjóra til að játa meint brot, hversu lengi við þurfum að biöa I höfn. Það getur tekið allt frá nokkrum klukkustundum upp i heila viku,” sagði Benóný. Varðskipin eiga öll heimahöfn I Reykjavik, og þangað koma þau yfirleitt á svona þriggja vikna fresti, og fær áhöfnin þá fri. Undirmennirnir eru yfirleitt lengi á sama skipi, en yfirmenn skipta nokkuð oft um skip, að sögn Benónýs. Hann kvað enga stétta- skiptingu vera um borð i islensku varðskipunum. Að minnsta kosti væri hún minni en i öðrum is- lenskum skipum, að fiskiskipum ekki undanskildum. Hins vegar væri borin gagnkvæm virðing milli yfir- og undirmanna, en það ætti ekkert skylt við stéttaskipt- ingu. Stór þáttur i starfi varöskips- manna er að flytja vistir til þeirra vita sem ekki hafa vegasamband. Flytja þeir þá allt frá pósti upp i stór gashylki, en þau lýsa upp þá vita þar sem ekki er vitavörður, Þá fer einnig mikill timi i að skera netadræsur úr skrúfum skipa, en lærðir kafarar eru um borð i hverju varðskipi. Þá spurðum við Benóný, stýri- mann á Óðni, einnig um það hvað væri t.d. gert við þýskan togara sem staðinn væri að þvi að veiða hér meö klæddan vörpupoka. Sagði Benóný að hann missti þá umsvifalaust veiðileyfið, og gat nefnt dæmi um einn slikan tog- ara. Hann væri nú a veiðum við Færeyjar og fiskaði litiö. Hann nagaði sig þvi sjálfsagt i handar- bökin skipstjórinn sá fyrir græðg- ina. Að svo mæltu var Benóný rok- inn til sinna skyldustarfa, en okk- ar ljósmyndarans beið heitt kaffi niðri i matsal skipsins. —AH Benóný Ásgrimsson, fyrsti stýrimaður á Óöni, um borð I skipinu I Reykjavikurhöfn. Mynd: JA.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.