Vísir - 13.09.1976, Blaðsíða 23

Vísir - 13.09.1976, Blaðsíða 23
1 T - •: 'M. ■■■ ’ 5*" Áfengis- og tóbaksverslun rikisins oflar rikissjóði drjúgra tekna: _ Hagnaðurinn hálfur ,■ milljardur á mánuði Spennan heildarteK Hagnaöur af rekstri milljaröur mánaöar- Afengis- og tóbaksversl- lega. l»etta kom fram i unar rikisins hefur verið samtali Visis viö Jón um hálfur milljaröur á Kjartansson forstjóra mánuöi undanfarna þrjá ATVK i morgun mánuöi. I mai var rekstrar hagnaöur fyrir- A fjárlögum er ATVH Uekisins 478 milljónir ætlaö aö skila i rikissjóö króna en hefur siöan um G milljöröum og var vaxiö, og er um hálfur sú áætlun hækkuö nokk- uö eítir siöustu verð- hækkanir á áfengi og tóbaki Þab sem af er árinu hefur rekstrar- hagnaður aTVK numiö tæplega 9% af öllum tekjum rikisins og á fyrstu sex mánuöum ársins var hagnaöur ATVK aöeins Jóhann Guðmundsson skrif- ar: Strætisvagnar Reykjavikur hafa farið fram á 20% hækkun á fargjöldum. Þaö er ekki óeðli- legt að þeir þurfi að hækka far- gjöldin til samræmis við allar aðrar hækkanir i þjóðfélaginu. Ég vil þó að þessu tilefni varpa fram þeirri hugmynd að fargjöld i strætisvagna verði felld niður með öllu eða lækkuö i tikall eða eitthvað álika. Þetta kann að virðast annkanaleg uppástunga mitt i allri dýrtið- inni og peningaleysinu, en viö nánari athugun er hún það ekki. Kostnaður borgarinnar við slit á gatnakerfi borgarinnar og öllu þvi sem hinni miklu notkun einkabila fylgir er gifurlegur. Mikið mætti spara af þessum kostnaði með aukinni notkun al- mennings á strætisvögnum. Þetta væri líka þjóðhagslega mjög hagkvæmt og þvl ekki óeölilegt að rikið hlaupi undir bagga með þetta. Tilraunir i þessa átt hafa verið gerðar á nokkrum stöðum erlendis og gefist svo vel aö ekki hefur verið horfið til fargjaldakerfisins aft- ur. Að auki stuðlar þetta að auknu jafnrétti borganna, sem að minu mati er I öllu falli eftir- sóknarvert. Fram hefur komið að hluti fargjalda I reksturs- kostnaði strætisvagnakerfisins sé litill og tapið gifurlegt. Þvi ekki að stlga skrefið til fulls eða lækka gjöldin svo mikið að almenningur sjái sér verulegan hag að þvi að nota vagnana I stað einkabila? Þriggja barna faðir hringdi I gær: Það er athyglisverö forsiðu- fréttin i Visi i dag eins og raunar oft áður. Sagt var að rikissjóður hefði hálfan milljarö upp úr sölu áfengis til landsmanna og að tekj- ur af þessari iðju hefðu á fyrri hluta ársins verið nær þvi jafnar tekjum af álögðum tekjuskatti og eignaskatti. Þá var einnig sagt að ÁTVR væri ætlað að skila 6 milljörðum króna eða meira I rikissjóð á þessu ári. Hvað mundi'gerast i rikisfjár- málunum ef menn hættu að drekka? Ráðamenn tala um aö stemma stigu við drykkjuskap en gera svo um leið áætlanir um hve mikið rikissjóður geti haft upp úr að selja áfengi. Manni finnst maður vera að stela undan skatti eða svlkjast undan merkjum með þviað drekka ekki. Sannleikurinn er sá að þetta er gamanlaust mál. Rikisvaldið er búið að gefast upp fyrir Bakkusi og gerir litið eða ekkert til þess að stemma stigu við framgangi hans. Sjálfur á ég þrjú börn sem eru sem óðast að komast á þann aldur að þau fari að nota áfengi eða gera það upp við sig hvort þau ætla sér að gera það. i staö þess að hefja skefjalausan áróöur gegn áfengisneyslu, en ég er viss um að það eru einmitt ungling- arnir sem leggja hvað drýgstan skerf til rikisins með vinkaupum eru gerðar kaldar áætlanir um hve miklar tekjur megi af ófögnuðinum hafa. Mér finnst sem föður að það sé illt til þess að vita að rikisvaldið reikni með svo og svo mörgum þúsundum af tekjum barna minna i sina sjóði i gegnum áfengiskaup krakkanna. Það er mál til komið að ráða- menn hætti þessum hræsnifulla skollaleik og þjóðin fái að vita með hvorum þeir standa, Bakkusi eða velferð þjóðarinnar. Jóhannes Sigurösson hringdi: Mikiö hefur verið rætt og ritaö um ágæti Islensks iðnaðar að undanförnu. Það er mjög gott og þarft framtak að kynna iðnaðinn landsmönnum — og eiga aðstandendur iðnkynningar mikl- ar þakkir skyldar fyrir framtak sitt. Sjálfur vinn ég i iðnaöinum og mér gremst alltaf þegar talað er um erlenda gæðavöru, en litið niður á innlenda framleiöslu. Inn- lend framleiösla er oftast betri en erlend og hefur veriö það um nokkurra ára skeiö. Þaö er til litils að kynna iðnað- inn ef afgreiðslufólki i búðum er uppálagt að selja innlendan iðn- varning sem útlendan til þess aö örva söluna. Ég varð fyrir sliku fyrir nokkru siðan. 1 fatabúö var mér sagt aö flik sem ég hafði áhuga á að kaupa væri erlend gæðavara en stuttu seinna þegar ég hafði keypt flikina komst ég að þvi að hún var framleidd i Reykjavik. Það er vonandi aö þetta breytist og eigendur fata- verslana ættu að sjá sóma sinn i þvi að kynna innlenda fram- leiðslu og láta hana njóta sann- mælis. Allir með strœtó íslenskt ekki verra en útlent Þröngvað til að drekka útlent! Jóhann frá Akureyri hringdi: Á sama tima og hrópað er um land allt: Veljum islenskt, kaupum islenskt, islenskt er best, þá er ekki hægt að drekka islenskt á veitingastöðum I Reykjavik. Ég hef orðið áþreifanlega var við það i Reykjavikurdvöl minni að sá gæðadrykkur Thule öl er vand- fengið á veitingahúsum i Reykjavik. A nokkrum af mat- söíustöðum borgarinnar er að- eins hægt að fá danskt lageröl en hvorki Egils pilsner né Thule. A öðrum stööum fæst pilsnerinn en ekki Thule. An þess að kasta nokkurri rýrð á pilsnerinn frá Agli. sem er ágætur drvkkur. þá tek ég þó Thule ölið fram yfir og þykir fáránlegt að ekki sé hægt að kaupa þennan drykk á veitinga- húsum i Reykjavik. og menn þannig óbeint neyddir til þess að kaupa útlenda framleiðslu. sem er bæði verrri og dýrari. IYIánudagur 13. september 1976. 27 ) Skattsvik að drekka ekki — ríkisvaldið og Bakkus standa saman

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.