Vísir - 13.09.1976, Blaðsíða 24

Vísir - 13.09.1976, Blaðsíða 24
VÍSIR Mánudagur 13. september 1976. Ellefu á sjúkra- hús eftir árekstur Ellefu manns var flutt á sjúkrahús i Keflavík um helgina eftir árekstur tveggja bifreiða á Reykja- nesbraut rétt við Voga- stapa. Bifreiðarnar óku hvor á möti annarri á fullri ferð. Við árekst- urinn kastaðist önnur bifreiðin út af veginum og valt, en ökumanni hinnar tókst að halda sinni bifreið á veginum. 1 öðrum bilnum voru þrir far- þegar auk ökumanns en i hinum voru farþegarnir sex og öku- maðurinn sá sjöundi. Allir til- tækir lögreglu- og sjúkrabilar i Keflavik voru fengnir til að flytja fólkið á sjúkrahús. Niu fengu að fara heim að lokinni rannsókn, en tveir verða að vera áfram á sjúkrahúsi, enda meiösli þeirra töiuverð. Ekki er vitað hvað slysinu olli. Það eiga lögreglan og trygg- ingarfélögin eftir að kanna, og liklegt er að fulltrúar trygginga- félaganna geri athugasemd við það að i öðrum bilnum voru sjö manns, þvi þarna var um fimm manna bil að ræða. —KLP. Stöðugir skjálftar við Kröflu „Það er nú alltaf einhver hreyf- ing hérna i kringúm okkur”, sagði Haraldur Stefánsson, verk- fræðingur við Kröfiu i morgun, er Visir spurðist fyrir um jarð- skjálfta á svæöinu. Sagöi hann að fæstir skjálft- anna væru þó merkjanlegir, en stöðugt kæmu skjálftar fram á mælunum i Reynihlið. Tveir borar eru nú i gangi við Kröflu, stóri borinn Jötunn, og gufuborinn Dofri. Er Jötunn nú kominn niður á 1130 metra dýpi i holu sjö, en Dofri er að komast niður úr fóðringunni. Enn er ekki vist hvernig hola sex reynist, en hún er nú látin blása, og beðið er til að sjá hvern- ig hún reynist. —AH VERÐLAUNA- SAMKEPPNIN: Skilafrestur lengdur til 15. september Vegna tilmæla viðs vegar að af landinu hefur verið ákveðið að veita viðbótarfrest til þess að skila atkvæðaseðlum I verðlaunasamkeppni VIsis um fallegustu borðskrcytinguna, sem kynnt hefur verið I helgarblaöinu. Skilafresturinn er til 15. september, það er til næst- komandi miðvikudagskvölds. Fyrir þann tima þarf að skila seðlunum til ritstjórnar eða afgreiðslu Vísis I Reykjavfk eöa til þeirra verslana, sem selja Solarisborðbúnað úti um land. Notið tækifæriö og sendiö inn atkvæðaseöla ykkar sem allra fyrst þvi að góð verölaun eru I boði, eins og fram hefur komið hér I Visi. Hellir lokaður af mannavðldum o , fannst í Hafnarfjarðarhrauni Fólk sem var á ferð i hrauninu við Hafnar- fjörð um helgina, kom þar auga á einkenni- lega gjótu, sem sýni- lega hafði verið lokað af mannavöldum. Yfir hana hafði verið sett grjót og spýtur og siðan mosi lagður þar snyrtilega yfir. Fólkið hreyfði ekki viö neinu á staðnum og gerði lögreglunni I Hafnarfirði þegar viðvart. Þegar hún kom var gjótan opnuð, og kom þa í ljós hellir, sem fullorðinn maður gat komist niður I og gengið um þar inni. Var þetta þvi hinn ákjósan- legasti felustaður fyrir hvað sem var. En ekkert grunsamlegt fannst þarni inni eða I næsta nágrenni, og enn ekki vitað til hvers hellir- inn hefur verið notaður né hver jir hafa gengið svona vel frá innganginum Þetta er i þriðja sinn á skömmum tima sem lögregl- unni hefur verið bent á grun- samlega staði I hrauninu af árvökulu fólki sem þar hefur verið á ferð. í eitt skipti fundust þar stórir plastpokar, sem mjög vel hafði verið gengið frá, en innihald þeirra reyndist vera lítið annað en rusl er þeir voru opnaðir. —KLP. Flugrœningjarnir geta átt von á dauðadómi Flugvélaræningjarnir verða ákærðir i New York i dag. Fyrir ránið sjálft geta þeir átt von á að fá 20 ára til lifstiðarfangelsi. Aður en króatarnir rændu flugvélinni höfðu þeir komið fyrir sprengjum i miðborg New York. Ein þeirra sprakk með þeim afleiðingum að lögreglu- maður lést og þrir aðrir særð- ust. Flugvélaræningjarnir fimm geta nú átt von á að hljóta dauðadóm vegna drápsins á lögreglumanninum. Þetta flugvélarán hefur vakið Tveir flugvirkjar frá Flugleiöum, þeir Haraldur L. Haraldsson og Guðjón Guðlaugsson fara með tvær mikla athygli hér á landi sem töskur fullar af áróöursmiðum um málefni króata, um borö I fylgdarvélina, Boeing 707 þotu frá TWA. Miðunum var dreift yfir London og Parls. vonlegt er. Þetta er i fyrsta skipti sem flugvél, er rænt hefur verið, lendir hér á landi. Mikill viðbúnaður var á Keflavíkur- flugvelli fyrir hádegi á laugar- dag þegar flugvélin lenti þar. Þetta var Boeing 727 fiugvél frá bandariska flugfélaginu TWA og var Boeing 707 vél I fyigd með henni, þar sem sú fyrri var aðeins búin tækjum fyrir innan- landsflug og flugmennirnir reynslulausir i úthafsflugi. Hér var vélin fyllt af bensíni, ræningjarnir fengu svolltið af mat og sendu áróðursbæklinga yfir I 707 vélina til aö dreifa yfir London og Parls. Klukkan rúmlega eitt lögðu vélarnar af stað héðan. Lenti flugvél ræningjanna I Parls þar sem þeir gáfust upp. _______ _ _ Ræningjarnir fimm eru úr hreyfingu króata sem vilja að- skilnað Króatlu og Júgóslavlu. Segja þeir að króatar séu mis- rétti beittir af ráðamönnum I Júgóslavíu og var flugránið framið I þeim tilgangi að vekja athygli umheimsins á baráttu króata. Ræningjarnir fimm eru Zvonko Busic, þritugur leiðtogi hópsins, kona hans Julienne Ed- en Busic 27 ára, fyrrverandi flugfreyja frá Þýskalandi, Pet- er Matavic, 31 árs, Mark Vlasic „ . . . 29 ára og Frane Pesut 25 ára. Fylgdarþotan, Boeing 707, beiö viö flugstöövarbygginguna á Keflavikurflugvelli á meðan hin tók elds- —EKG neyti, matur var fluttur um borð og dreifimiðar frá borði 10 Boeing 727 þota flugræningjanna á Keflavfkurflugvelli var látin staönæmast á brautarenda I öryggis- skyni. ■ iiSaSi Króatisku flugvéia- ræningjarnir fimm sem rændu flugvél i innanlandsflugi i Bandarikjunum og lentu henni meðal ann- ars hér á landi eru nú komnir til Bandarikj- anna. Ræningjarnir gáfust upp fyrir lög- reglunni i Paris i gær. Lftil stúlka drukknaði í frárennslisþró Það slys varð við bæinn Teig I Mosfellssveit siðari hluta dags I gær, að fjögurra ára gömul stúlka drukknaði þar i frárennslisþró. Litla stúlkan kom þangað I gær ásamt foreldrum sinum, sem voru i viðskiptaerindum, og ætl- uðu aðeins að dvelja að Teigi stutta stund. Fór hún út úr húsinu án þess að nokkur vissi, og var ekki saknað fyrr en foreldrar hennar ætluðu að halda yf stað nokkrum minútum slðar. Var þá hafin leit að henni, og fannst hún látin i frárennslisþró frá hænsnahúsinu á Teigi, sem er rétt við bæinn. Þró þessi er rúmur metri á dýpt, og var opin og ógirt, þar sem unnið er að framkvæmd- um við húsið um þessar mundir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.