Vísir - 15.09.1976, Blaðsíða 3

Vísir - 15.09.1976, Blaðsíða 3
VISIR Miövikudagur 15. september 1976. 3 Loðnan ekki veiðanleg vegna smœðar Loöna sú sem rannsóknarskipiö Bjarni Sæmundsson fann i fvrra- dag reyndist ekki veiöanleg vegna smæöar. Andrés Finnbogason hjá loönunefnd ræddi viö fiskifræöinga um borö i Bjarna i gær. Sögöust þeir þá vera komnir nokkuö langt frá sjálfum veiöiflotanum og leituöu loönu noröur af honum. Veiöi hefur veriö frekar treg undanfariö. Þaö kulaöi á miöunum og siikt hefur loönan liklega ekki þolaö. ,,En viö erum vongóðir þeg- ar skip er aö leita,” sagöi Andrés Finnbogason er Visir ræddi viö hann. —EKG Siöasta slitna horniö á Selfossi malbikaö. Ljósm. Loftur. Nú hristast þeir ekki lengur á Selfossi Að undanförnu hefur verið unnið mikið að malbikunarfram- kvæmdum á Selfossi. Um helgina var lokið við að setja oliumöl á 7 götur i bænum og mal- bifca þau gatnamót sem slit var komið fram á. Malbikunarvélin sem notuð var við fram- kvæmdirnar var fengin að láni hjá Reykja- vikurborg og hafði hún farið viða um suður- land þegar hún kom til Selfoss. —SJ Nýskipaöur sendiherra Lýöveldisins Kóreu hr. Sang Kook Han afhenti I dag forseta tslands trúnaöarbréf sitt aö viöstöddum utanrikis ráöherra Einari Agústsyni. Siödegis þá sendiherrann boö forseta hjónanna aö Bessastööum ásamt nokkrum fleiri gestum. Sauðfjárslátrun hefst á Akureyrí í dag Sauöfjárslátrun hefst á Akur- eyri i dag, og er áætlað að þar veröi slátrað nálægt 40 þúsund fjár. t sláturhúsi KEA munu vinna um 120 manns, og þar er unnt aö taka á móti allt aö 1250 kindum á dag. Kindakjöt hefur verið til i verslunum allt fram á siöustu daga, og ekki hefur þvi komið til kjötskorts eins og stundum hefur gerst á haustin og siðari- hluta sumars. Nokkuð befur boriö á þvi undanfarin ár, bæði norðanlands og sunnan, að illa hefur gengið að fá vant fólk til vinnu i sláturhús- um, og svo mun það einnig vera nú. Fláning sauðfjár og ýmis önnur störf i sláturhúsum krefj- ast mikillar þjálfunar, og þvi er mikilvægt að sem æfðast starfs- fólk fáist. —AH Lögfræðingur Ríkis- útvarpsins hefur skilað óliti sínu Lögfræöingur Rikisútvarpsins, Lúövik Ingvars- son prófessor hefur skilaö útvarpsstjóra áliti sinu varöandi úmsókn Markúsar Arnar Antonssonar og Vilhjálms t>. Viihjálmssonar um leyfi til útvarpsreksturs. Skilaði Lúövík áliti sinu fyrir rúmri viku, en útvarpsráö hefur enn ekki fjallað um greinargeröina. Ekki vildi Lúövik gefa upp hvaöa niðurstöðu hann heföi komist aö, i athugun sinni á útvarps- lögunum, og veröur þaö naumast gert fyrr en útvarpsráð hefur fjallaö um máliö. Þaö mun einkum vera vafi á þvi, hvort Rikis- útvarpiö hafi yfirleitt lagalegan rétt til aö fram- selja einkaréttinn sem stofnunin hefur til útvarps- reksturs hér á landi. Margir telja raunar aö þaö hafi þegar afsalaö sér þeim rétti er þaö leyföi varnarliöinu rekstur útvarps og sjónvarps á sin- um tima. —AH BYRGÐU FJARílGtNDUR OPIÐ? Það er ekki fullvist, en það má vel vera að fjáreigendur héðan úr nágrenninu hafi gert þetta”, sagði maöur sem hafði samband við blaðiö i gær, og taldi sig geta gefið skýringu á helli þeim sem fannst svo kyrfilega lokaöur i Hafnarfjarðarhrauni fyrir nokkru, og við sögðum frá i VIsi i fyrradag. „Fjáreigendur hafa stundum lokað svona hellum á þennan hátt, til þess að eiga ekki á hættu að missa fé sitt niður i þá, en það dauðadómur fyrir þaö dýr sem verður fyrir þvi”, sagöi maður- inn. „Ég þori ekki að fullyrða aö þetta sé einn af þeim, en eftir lýsingunni á blaðinu að dæma á fráganginum við hellismunnann, getur þetta verið einn af þeim hellum, sem okkur fjáreigendum er ekkert gefið um þarna i hraun- inu enda hafa þeir tekið frá okkur margar fallegar kindur um dag- ana.” —KLP Sjö þúsund tunnur af silfri hafsins Nú er búið að salta tæpar sjö þúsund tunnur af sild frá þvi að reknetaveiðin hófst i haust. Einar Benediktsson hjá Sildarútvegs- nefnd sagði við Visi að fjórir stað- ir hefðu tekið á móti sild það sem af væri vertíðinni. Hornafjörður hefur tekið lang stærsta hlutan, þá er nýbyrjað að taka á móti i Vestmannaeyjum. Einnig hefur borist sild til Djúpavogs og að Rifi á Snæfellsnesi. 1 fyrra lá sildveiði i reknet niðri i mánuð og munu sjómenn ugg- andi um að slikt endurtaki sig núna. —EKG Skeiðarárhlaup Skeiöarárhlaup er nú taliö vera á næsta leiti. A siöustu dögum hafa veriö nokkrir vatnavextir i ánni og dökkur litur á vatninu. Þá hefur frá þvi fyrir 10 dögum veriö megn jöklafýla viö Skeiöará og Skaftá. Þessi einkenni hafa jafnan veriö talin fyrirboöi hlaupa, og mun Sigurjón Rist vatnamælingamaöur nú vera kominn austur til mæl- inga á ánni. Hlaup eru venjulega i Skeiöará á fimm ára fresti og er þetta hlaup því heldur á undan áætlun, en siöasta hlaup varö i SkeiÖará i mars 1972. —SJ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.