Vísir - 15.09.1976, Blaðsíða 7

Vísir - 15.09.1976, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 15. september 1976, Guðmundor Pétursson. Jón Ormur Halldórsson IMikil flóð hafa geisað f Japan og fleiri Asiulöndum að undan- förnu — og hefur margt manna farist og enn fleiri misst heimili sin. Hér sést þyrla bjarga fjöl- skyldu úr umluktu húsi, en regnið I þessu héraði var það mesta sem mælst hefur Pvntingar á Filippseyjum Amnesty International hefur sakað stjórn Filippseyja um að pynta fanga og halda fjölda fólks I fangelsum án réttarhalda. Að sögn samtakanna hefur landið á fjórum árum einræðis- stjórnar Ferdinands Marcos breyst úr landi með aðdáunar- verðar réttarfarslegar hefðir i land þar sem játningar eru á hinn ógeðfeldasta hátt pindar uppúr saklausu fólki. Tveir rannsóknarmenn Amnesty I London fóru i fyrra til LURIE Filippseyja og skiluðu skýrslu til samtakanna þar sem framan- greint kemur fram. I viðtölum viö fyrrverandi fanga i fangelsum fasistastjórnar Marcos kom fram að fangar sæta hinum ógeðfelldustu pyntingum af hálfu manna sem gjarnan væru útsendarar leyniþjónustu forset- ans. 1 skýrslunni segir ennfremur aö dómsvöld i Filippseyjum séu máttlaus og geri ekkert til þess aö koma i veg fyrir að mannréttindi séu fótum troðin af stjórnvöldum eyjaklasans. Ósvífinn sovétbúi Félagi i sovésku deild Amnesty International hefur stefnt mál- gagni rússneska rithöfundasam- bandsins fyrir ummæli þess um Amnestysamtökin. Blaðið sagði i grein aö samtökin væru vel þekkt áróðurssamtök gegn Sovétrikjun- um, en eins og kunnugt er berjast samtökin fyrir náðun pólitiskra fanga og afnámi dauöarefsinga og hafa þau að sjálfsögðu meðal annars fjallað um sovéska fanga og aftökur. Dómari sá er viö ákærunni tók mun ákveða næstu daga hvernig dómstólar munu bregðast við þessari dæmalausu ósvifni mannsins. eðlar þetta sig, dritar niður afkvœmum og þenur sig yfir allar trissur" Rannsókn hjá fíug- herUSA vegnagruns um mútur svía Rannsókn er hafin í Bandaríkjunum vegna ásakana sænska blaðsins FBI Kulturfront um að sænsk stjórnvöld hafi greitt háar fjárhæðir til bandaríska flughersins á árunum 1970-1973. Einn af æðstu yfirmönnum sænska hersins sagði i gær aö sænski herinn hefði ekki greitt bandariska flughernum fé nema til greiðslu á háþróuðum raf- eindatækjum sem þaöan væru keypt til Sviþjóðar. Sænska blaðið sagöi aö hálfri milljón dollara heföi verið komið til hershöfðingja I flugher Banda- rikjanna i gegnum sendiráðs- menn i Stokkhólmi. Sænski herinn segir aö ef þessi herhöfðingi hafi fengiö eitthvert fé hafi hann aöeins verið milliliður milli herja rikj- anna. Bannfœrir Lefebreve biskup sem páfinn hefur hótað bannfæringu vegna þess að biskupinn notar gamla og aflagða messusiði, ætlar að halda blaðamannafund i dag. Biskupinn fékk áheyrn hjá páfa um helgina siðustu og ræddust kennimenn- irnir við i um það bil eina klukku- stund. Sagði biskup að viðræðurn- ar heföu verið i fuliri hreinskilni og vináttu en fleiri fundi þyrftu Þessi maður er af mörgum álitinn hættulegasti maður heimsins, og hefur hann fengið viðurnefnið „sjakalinn”. Carlos á ferðinni púfi Lefebreve? þeir að halda ef árangur ætti að nást. Biskupinn hefur nú um 100 presta i læri og kennir þeim lat- neska messusiði sem tiðkaðir voru á 16. öld en eru nú fyrir löngu aflagðir af kaþólsku kirkjunni. Vatikanið hefur litiö athafnir biskupsins hornauga og telur hann storka valdi páfa. Tveir vestrænir diplómatar telja sig hafa séð sex skæruliða — og þar á meðal hinn fræga Carlos — sem allir eru eftirlýst- ir fyrir árásina á aðalstöðvar OPEC i Vin i desember I fyrra. Töidu þeir sig hafa séð skæru- liðana á flugvellinum i Belgrad að stiga um borð i vél á ieið til Bagdad á föstudaginn. Raunar sögðust þeir hafa fengið viðvörun um, aö Carlos væri væntanlegur til Belgrad, og þóttust hafa séð hann koma á mánudaginn I siðustu viku frá Alsir. Hann var i fylgd vesturþýska hermdarverkamannsins, Hans- Joachim Klein, sem einnig tók þátt i árásinni á skrifstófur OPEC. 1 förinni með þeim voru fjórir palestinuskæruliðar og kona, sem áður var I hinum ill- ræmdu Baader-Meinhofsam- tökum. Talsmenn yfirvalda Júgóslaviu neita að segja nokk- uð um málið, annaö en að þaö sé i höndum Interpól. I Bonn sagöi fulltrúi vestur-þýsku stjórnar- innar, aö Júgóslavia hefði svar- að neitandi fyrirspurnum um, hvort Carlos og Klein hefðu ver- ið á ferð i Belgrad. Ástandið óljóst í S-Afríku Suður-afrisk yfirvöld halda áfram að handtaka blökkumenn en neita að til mannfalls hafi komiö i tvo daga. Blökkumenn segja að 16 félagar þeirra hafi veriö skotnir til bana i gær i So- vetomg annars staðar aö úr land- inu hafa einnig borist fregnir um mannfall i óeiröum. Stjórnvöld neita þessum staöhæfingum. 1 dag hefjast viðræður Vorsters og Kissingers og er Vorster mjög i mun að innanlandsástandið i Suður-Afriku sé sem best á yfir- borðinu. Lögreglan i Suður- Afriku er við öllu búin og hefur handtekið nokkurn fjölda liklegra forsprakka óláta. Kínverjar syrgja formanninn lútna Tugir eöa hundruð þúsunda kinverja hafa vottað hinum látna formanni virðingu sina. Fólk stendur i skipulegum bið- röðum fyrir utanHöII alþýðunn- ar og biöur þess að fá að ganga fram hjá liki Maos. Liki Maos formanns hefur veriö komiö fyrir I glerkistu i Alþýðuhöllinni i Peking. A myndinni má sjá m.a. núver- andi æðsta inann Kina, Hua og ekkju Maos, Chiang Ching.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.