Vísir - 15.09.1976, Blaðsíða 24

Vísir - 15.09.1976, Blaðsíða 24
VtSIR Miðvikudagur lIT. september 1976 Ttalinn í hverfis- steininum italski inaðurinn, scm varð óð- ur á llótcl Sögu um hclgina og braut þar allt og bramlaði, cr enn I vörslu lögreglunnar. Er hann hafður i haldi í fanga- geymslunni i lögreglustöðinni við Hverfisgötu, en það er eini stað- urinn i bænum þar sem hægt er að geyma hann. önnur fangelsi eru yfirfull, og á Kleppsspitalanum er ekkert laust rúm fyrir hann. Læknar frá Kleppsspitalanum hafa eftirlit með italanum, og verða þeir að gera sér ferðniður á Hverfisgötu tilaðsprauta hann af og til á hverjum degi. Fær maðurinn æðisköst og ráða fangaverðirnir þá ekki við hann fyrr en læknir hefur komið og gef- iðhonum róandi meðul. Maðurinn mun verða fluttur til sins heima- lands við fyrsta tækifæri, en beðið er eftir hentugri ferð tii að flytja hann. Hrapaði niður í lest l>að slys varð um borð i MS Brúarfossi þegar skipið lá við bryggju i Keflavik igær, að annar styrimaður skipsíns hrapaði nið- ur i lcst. Var hann að koma upp úr lest- inni og var kominn efet i sögann, er hann missti handfestuna og hrapaði niður i neðstu lest, — eða um 7 til 9 metra. Kom hann niður á kassa sem var i neðstu lestinni og lá þar með fullri rænu er að var komið. Hann var þegar fluttur á sjúkrahúsiö i Keflavik og siöan á sjúkrahús i Reykjavik. Mun hann vera hryggbrotinn og einnig hlotið önnur meiðsl við þetta mikla fall. Ferðum Smyrils hœtt í sumar, en hefjast að nýju í vor Siðasta ferð ferjunnar Smyrils til islands var á laugarda ginn, og haföi ferjan þá alls flutt til landsins 640 bif- reiðar og álika margar frá is- landi. Kerjan sem er færeysk hefur viðkomu i Færeyjum, Skotlandi og Noregi, auk ís- lands. Ekki er vitað nákvæmlega um fjölda farþega með skip- inu, en samkvæmt upplýsing- um ferðaskrifstofunnar Úr- vals munu um 3080 manns hafa farið frá landinu i sumar með Smyrli og á vegum ferða- skrifstofunnar komu 910 manns, en þeir munu vera mun fleiri sem með Smyrli komu. Þegar hefur verið ákveðið að Smyrill haldi uppi sigling- um til landsins næsta sumar, en ekki hefur verið endanlega gengið frá þvi hvernig þeim ferðum verður háttað. Hjólbarði sprakk, og bifreiðin fór útaf veginum Tvö slösuðust er fólksbifreið lenti út af veginum á Breiödals- heiði um helgina. Hjólbarði undir bifreiðinni framanverðri sprakk, og mun það hafa verið orsök þess að bifreiðarstjórinn missti stjórn á bifreiö sinni. Þau sem slösuðust munu bæði hafa setið frammi i bifreiðinni, og þurfti aö flytja þau bæði suöur til Reykjavikur tii frekari læknis- meðferðar en unnt var að gera fyrir austan. Bifreiðin var frá Neskaupsstað, fólksbifreið af Toyota-gerð. „Of mikið af lélegum starfs- kröftum innan dómkerfisins" Einangrun gœsluvarðhaldsfanga í Guðmundarmólinu lokið segir Sigurður Líndal forseti Lagadeildar Hóskólans ,,Það er of mikið af lélegum starfskröftum innan dómskerfisins, ekki sist meðal þeirra löglærðu”, sagði Sigurður Lindal, forseti Lagadeildar Háskóla ísiands, i samtali við Visii morgun. Sigurður tók þátt i fundi sem Sjálfstæðisfélagið Vörður i Reykjavik hélt i gærkvöldi. Þar sagði Sigurður að of mikið væri útskrifað af léleg- um lögfræðingum. Sagði Sigurður ástæð- una vera þá að með auknum fjöida stúd- enta fjölgaði þeim lé- legu, en góðum náms- mönnum fjölgaði ekki. „Það hafa valist I embætti ýmsir falleraðir Iögfræðingar”, sagði ' Sigurður jafnframt. „Menn sem ekki hafa staðið sig. Þetta geta menn séð ef þeir gera úttekt á embættunum. Sýslu- mannsembættin eru hneyksli, þó að vel hafi verið staðið að siðustu embættaveitingum.” A Varðarfundinum i gær- kvöldi kom Sigurður inn á embættaveitingarnar og sagði þá: „Það er enginn dómsmála- ráðher-ra öðrum verri með embættaveitingar. Þó verð ég að segja að Ólafi Jóhannessyni hefur farið fram alveg upp á siðkastið. Er Visir rætti við Sigurð i morgun sagði hann aðsér fynd- ist á skorta að stjórn almennra mála væri i lagi. „Það er ekki einungis vandi dómskerfisins en stjórnunar og forystuhæfileikar eru sjaldgæfir þannig að önnur hver stofnun er stjórnlaus. Forystumenn hafa ekki allir þessa hæfileika.” —EKG Eitt slys á dag ó Hóa- leitisbraut Friðrik og Ingi R. að tafli i gærkvöldi á Reykjavikurskákmótinu, en skák þeirra veröur tefld áfram i dag. Mynd: LA Allt í óvíssu um úrslit skókmótsins Enn er allt i óvissu um það hvernig endan- leg röð efstu manna á Rey k j a vikurs ká kmót- inu verður, en siðasta umferð var tefld i gær- kvöldi. Timman náði aðeins jafntefli gegn Vukchevic, og mátti raun- ar þakka fyrir,oghlauthannþvi alls 11 vinninga. Næstur honum er Najdorf með 10 1/2 vinning, og þá Tukmakov með lakari stöðu i biðskák gegn Helga Ólafssyni, og Friðrik Ólafsson, einnig með 10 vinnmga og bið- skák gegn Inga R. Jóhannssyni, en þar getur allt gerst. Það eru þvi sennilega mestu Ukurnar á að Timman verði einn iefsta sæti, en þó á Najdorf fræðilega möguleika á að kom- ast upp fyrir hann, eða til jafns honum, og það á Friðrik einnig. Það er þvi allt i óvissu um hver hreppir 1. sætiö og 4 hundruð þúsundin sem eru i verðlaun. Biðskákirnar verða tefldar i dag. Mjög harður árekstur varð á mótum Háaleitisbrautar og Miklubrautar i gær. Þar rákust saman- stór amerisk bifreið og litill bill, og slasaðist ökumaður litla bilsins alvarlega. Hlaut hann slæmt höfuðhögg og auk þess mun hann hafa fótbrotnað og hlotið innvortis meiðsl. Arekstur þessi varð klukkan 15.45 i gærdag, en nákvæmlega sólarhring áður var ekið á mann á sömu götu, en nokkur hundruð metrum neðar, og mun hann einnig hafa slasast mikið. Þá varð mjög harður árekstur á Suðurgötu i gærdag og þaðan fluttur maður á sjúkrahús mikið meiddur. Þessi mynd hér er tekin skömmu eftir áreksturinn á Háaleitisbraut og Miklubraut i gær, og eru vegfarendur að skoða bilinn, sem meira skemmdist. — Ljósmynd Loftur. Fœr heimsóknir og getur hríngt um aBt ,,Á Litla-Hrauni er nú einn þeirra manna, sem eru i gæsluvarðhaldi vegna Guðmundarmáls- ins, og þar getur hann hringt út um allt land og fær auk þess heim- sóknir. Þannig er ein- angrun hans háttað, og er þetta gott dæmi um þann vanda sem við á Litla-Hraunieigum við að etja, þvi að á vinnuhæl- inu ægir saman ólikustu mönnum”, sagði Sigur- jón Bjarnason, fanga- vörður og formaður Fangavarðafélags ís- lands, á Varðarfundi um dómsmálin i gærkvöldi.- Einangrunin sem gæsluvarð- haldsfangarnir i Geirfinns- og Guðmundarmálinu voru i, virðist þar með lokið, og rannsóknin þvi sennilega langt á veg komin. Enn hefur ekki verið skýrt frá niöur- stöðum geðrannsóknarinnar sem þessir sömu gæsluvarðhalds- fangar voru látnir gangast undir. Aður var öll áhersla lögð á að fangar þessi væru i sem allra öruggastri einangrun, og sátu þeir lengst af i þeirri einangrun i fangelsinu við Siðumúla. _ah.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.