Vísir - 06.10.1976, Page 4

Vísir - 06.10.1976, Page 4
Robert McNamara, forseti Alþjóöabankans, flytur setningarræðu sína á ársfundi bankans í Manfla á Filippseyjum. Vilja strangarí reglur fyrír lánveitingar al- þjóðagjaldeyrissjóðsins Phillip Lynch, fjár- málaráðherra Ástraliu skoraði á rikar þjóðir sem snauðar að gæta meiri sjálfsögunar i stefnu sinni i efna- hagsmálum, og varaði við þvi að sá brunnur, sem ausið væri úr til efnahagsaðstoðar, væri hreint ekki botnlaus. Lynch var meðal ræðumanna i gær á ársþingi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóösins. Sagði hann, að timi væri kominn til fyrir gjaldeyrissjóðinn að setja strangari reglur vegna lánveit- inga til fyrri skuldunauta. ' Þykja ummæli hans eins og töl- uð Ut úr hjörtum þeirra á ársþing- inu, sem eru að missa þolinmæði með þeim þjóðum er stöðugt fá lánað úr alþjóðasjóðum, án þess að grlpa sjálfar til nægilega rót- tækra ráðstafana við að koma efnahagsmálum sínum í lag. — Án þess að ástralski fjármálaráð- herran nefndi nokkur nöfn, komu mönnum strax í hug bretar og I- talir, sem eru á höttunum eftir frekari lánum hjá Alþjóðagjald- eyrissjóðnum. William Simon, fjármálaráð- herra Bandarikjanna, sagði I Itarleg úttekt yrði gerð á efna- 28 24 Þúsundir þorpsbúa inni i miðju Ecuador höfðust við i nótt á göt- unum úti undir berum himni, eftir allsnarpa jarðskjálftakippi i gær og gærkvöldi, enda höfðu sex manns látið lifið undir braki, sem féll yfir þá i jarð- skjálftunum. Síðasta sólahring voru taldir 28 hagsmálum Bretlands og ítallu, áður en Alþjóðagjaldeyrissjóður- inn tæki I mál að veita þeim frek- ari lán. jarðskjálftakippir I miðhluta Ecuador. Mældust sumir 5 og 6 stig á Marcallimælikvarðanum, sem mælir mest 12 stig. 1 héruðunum Pasto Calle og Toacaso féllu um 90% allra bygg- inga, en það var lán I óláninu, að mestu jarðskjálftakippirnir urðu um hábjartan dag, þegar fólk var að störfum úti á ökrum, og fæstir þvi heima við. Ella er viðbúið að fleiri hefðu lent undir húsarústun- um. Síðasti meiriháttar jarðskjálfti, sem komið hefur I Ecuador, varð i april i vor, en þá fórust tiu manns og fimmtiu slösuðust. kippir á stundum Tilvera á mörkum lífs og dauða Hinar snauðari þjóðir heims hafa átt I Robert McNamara öruggan talsmann þann tfma, sem hann hefur verið forseti al- þjóðabankans. Hefur hann sjaldan látið tækifæri ónotað til þess að vekja athygli á þvf, að gæðum þessa heims er misjafn- lega deilt milli jarðarinnar barna. Viö setningu ársfundar Al- þjóðabankans og Alþjóöagjald- eyrissjóösins núna á mánudag- inn I Manila á Filippseyjum flutti McNamara ræðu, þar sem hann vakti enn og aftur athygli á þeim jaröarbúum, sem búa við svo kröpp kjör, aö það er á mörkum þess að þeir dragi fram lifiö. A ársfundinum náöi forsetinn eyrum 3000 fulltrúa frá um 125 rikjum, sem þinga i fimm daga I Manila. ,,Þegar við nú komum saman til fundar þetta áriö, er það I andrúmslofti vakningar um rétt manna til jafnra möguleika, bæði meðal sinnar eigin þjóðar og þjóöa i milli,” hóf McNa- mara mál sitt. „Bæöi á alþjóölegum vett- vangi og heima fyrir ber nú orð- iö á leit manna aö meiri þjóð- félagslegu réttlæti og jafnari lifskjörum. — Hjá einstökum rikjum hefur þessi vakning leitt til endurmats á fyrri leiðum til aukins hagvaxtar, og hún hefur beint athygli rikisstjórna að hrikalegum vandamálum hinna örsnauðu, hundruöa milljóna einstaklinga, sem fá ekki full- nægt brýnustu þörfum.” ,,A fyrri fundum okkar sið- ustu þrjú ár hef ég rætt um ör- birgðina, eöli hennar og hversu útbreidd hún er, ójafna skipt- ingu tekna i þróunarlöndum og þann gifurlega mun, sem er á auði iðnaðarrikjanna og þróunarlandanna. Innan al- þjóðabankans höfum við hert á rannsóknum okkar á þessum vandamálum, en niöurstöður þeirra benda tll þess, aö þau fara versnandi, fremur en að nokkuð rætist úr.” Siðan rakti forseti alþjóöa- bankans niðurstöður þessara athugana. „Meöaltekjur snauðustu þjóö- anna, sem hafa ibúafjölda sam- tals um 1,2 milljarða, jukust á athugunartimabilinu um 1,5% á ári, eða sem svarar tveim bandarikjadölum á mann og hjá tugum milljóna einstaklinga I þessum löndum versnaði af- koman, og er þeirra högum þó þannig háttað, að þeir voru vannærðir, vanhýstir, og liföu við heilsubrest og ólæsi. Þessi þjóðfélög hafa ekki getað full- nægt þvi, sem kallast lágmarks- þörf mannsins, fyrir meirihluta ibúa sinna. A sama tima (tiu árum) hafa meðaltekjur einstaklinga þró- aðri rikja vaxiö meira en á nokkru ööru tímabili sögunnar, hver vandamál, sem þau hafa þurft að glima við önnur.” Um framtiöarhorfur i tekju- möguleikum mannanna á næstu tiu árum, var McNamara svart- sýnn. „Hjá snauðustu þjóðunum eru þær daufar. Spáð er i besta lagi 2% tekjuaukningu á ári, sem hjá tugum milljóna einstaklinga þýðir eins til tveggja Banda- rikadala tekjuaukning. — Jafn- vel þótt gert yröi óvenjulegt stórátak til aö fara fram úr 2% aukningunni — sem er i sjálfu sér vafasamt — þá mundi litið sem ekkert muna um það til að bæta úr örbirgðinni. Heildar hagvöxtur einnar þjóðar, hversu mikilvægur sem hann er, getur ekki oröið hinum snauðu að gagni, nema hann nái til hinna snauðu. Eins og er nær hann ekki til þeirra i neinum mæli, sem um muni. Siöasti áratugur hefur veriö fólki hinna snauöustu þjóöa ein óslitin neyð. Framtiðin færir þeim litlar vonir um úrbætur, nema til komi verulegar stefnu- breytingar rikisstjórna þessara þjóða og svo á alþjóölegum vett- vangi um leið. Við veröum að reyna að gera okkur ljóst, hvaö viö I rauninni meinum, þegar við tölum um fátækt i þessu sambandi. Oröið sjálft nær ekki lengur að skila merkingu þess harða raunveru- leika, sem við er átt. örbirgð á versta stigi, sem tekur til hundruða milljóna manna, kvenna og aðallega barna, er tilvera á mörkum lifs og dauða. Hinir örsnauðu eru mannver- ur, sem berjast viö að draga fram lifið frá degi til dags við svo ömurlegar aðstæður, að það er þeim, sem búa við okkar lif- skilyröi, ilimögulegt að gera sér það I hugarlund. Til þess að sleppa orðaleikj- um er heppilegra að glugga I tölur til aö sjá muninn.” „Menn veiti eftirtekt i talna- samanburðinum (sem birtist i töflunni), aðþeir, sem ekki voru nógu heppnir aö fæðast i ein- hverju hinna þróaðri rikja, búa við barnadauða, sem hefur átt- falda tiðni, miðað viö hina. Meðalaldur þeirra er þriöjungi lægri. — Þegar talaö er um, aö 600 milljónir séu vannæröar, þá er átt við næringu, sem hrekkur ekki til þess að heili barns nái að stækka og þroskast nóg. Þessa sjón getur ekkert okk- ar, sem happasælli eru i lifinu, meötekið án þess aö komast við. Blákaldur sannleikurinn er svo sá, að þessi örbirgð stafar af vanrækslu, okkar sjálfra jafn mikið og annarra. Þvi að við, sem erum samankomnir hér á þessum fundi, erum fulltrúar þeirra rikisstjórna, þess fjár- magns, þeirra alþjóðastofnana, sem best eru færar um að binda endi á neyö örbirgðarinnar og það á þessari öld. Abyrgðin hvilir að sjálfsögðu hjá rikisstjórnum þessara þjóða sjálfra. Þrátt fyrir þá stað- reynd, að á siðasta áratug hafa þær fjármagnað 90% sinnar fjárfestingar af sinum eigin naumu tekjum (sem hin þróaðri riki gera sér ekki almennt grein fyrir) — verða þær að gera enn betur I framtiðinni. Þegar á heildina er litið, hafa þær ekki fjárfest nema 5 milljörðum bandarikjadala árlega i land- búnaði, (sem er aðeins 3% heildarþjóðartekna þeirra), og minna en 100 milljónum banda- rikjadala i takmörkun mann- fjölgunar. Og margt af þvi fjár- magni, sem þæreyddu, kom að- eins fáeinum útvöldum til góða. En hversu mikil, sem van- ræksla rikisstjörna þessara snauðustu þjóða hefur verið, þá hefur alþjóðlega samfélagið brugðist þeim jafnhrapalega. A siðustu árum hafa snauð- ustu þjóðirnar þegið: „Aðeins 6% af heildarfjár- magni, sem þróuðu rikin hafa lagt fram i löngum lánum. Aðeins 10% allra lána Evrópurikja. Aðeins 45% af allri aöstoð til þróunarlanda.” íbúafjöldi örbirgð Barnadauði AAeðalaldur Vannærðir Ólæsi ( i milljón) (i milljón) (af 1000) (í árum) (i milljón) Snauðustu þjóðir 1,200 750 128 50 600 62% Þróuðu ríkin 700 20 16 72 20 1%

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.