Vísir - 24.10.1976, Side 7

Vísir - 24.10.1976, Side 7
vism Sunnudagur 24. október 1976 andi þýðir þó fleira en að vera orðinn meðlimur i hópi nemenda, þvi að sannur dulspekingur gerir sér allt far um að þjóna mannkyni öllu. Hann notar ekki eingöngu i slna eigin þágu það, sem hann hefur lært af dulspekilegu við- horfi til lifsins, heldur notar hann það i þágu alis, sem i kringum hann er. Hljóðlega og i leynum beinir hann áhrifum sinum að nánasta umhverfi sinu og veit, að sannleikurinn, samúðin og ljósið felur i sér orku, sem breiðir úr sér vegna eigin eðlis. Það er mikiö rætt og skrifað um strið og frið. Fréttaskýrendur endurspegla venjulega sjónarmið hinna einstöku þjóöa frekar en mannkynsins sem heildar. Viö skulum ihuga þetta nánar frá al- heimslegu en um leið persónulegu sjónarmiði, og hugsa um hið tvö- falda eðli mannsins — hinn ytri og hinn innri mann. Maður sá eða hópur, sem lifir aðeinsi samhljómi við það, sem hinn ytri hluti eðlis mannsins býöur honum, lifir i heimi and- stæöra ástriðna og hvata. Hann eða þær eru i stríðivið innri hluta sinn. En sá einsaklingur, sem öðlast þekkingu á sviði þessa innra sjálfs finnur samhljóm og frið, sem er djúpur, sem mestu djúp hafsins. Friðurinn á þvi sina upp- sprettu innan sérhvers okkar, Strið á sér stað, þegar við höfum ekki lært aö lifa með okkur sjálf- um og getum þar af leiðandi ekki lifað með öðrum. Hagnýt dulspeki þarfnast aga, þvi það að láta takmarkalaust undan hverri hvöt eða löngun, úti- lokun nokkurrar tilhneigingar til siögæðis, er I raun að lifa hálf- drættingslifi, þar sem aðeins helmingur, eöa minna(af mögu- leikum mannsins nýtur sin. Rósarkrossmenn vita að vitund- in er eins og straumur, sem „rennur gegnum manninn” og gæðir hann lifi. Mörg plön þessar- ar vitundar hefur nútima sálar- fræöi gert tiltölulega góð skil. En starfsemi hinna hærri plana vit- undarinnar og notkunarmögu- leikar þeirra i daglegu lifi halda áfram að vera, a.m.k. enn sem komiö er, utan verksviðs nútima visinda. Hvernig skynjum við? Nákvæmlega HVERNIG mað- urinn öðlast þekkingu að innan, án notkunar hinna venjulegu við- tækja, — skilningarvita, — er enn hulin ráðgáta, sem allar visinda- greinar, nema dulsálarfræðin (parapsychology), kjósa fremur aö rannsaka ekki. Enda þótt trú- arbrögðin játi að maðurinn geti öðlast innblástur að innan, ásaka þau alla viðleitni til að rannsaka á hlutlægan og sanngjarnan hátt nákvæmlega hvaö á sér stað og alla sanna löngun til þess að koma þvi undir valdsvið manns- ins sem eitthvað illt, sem maöur- inn eigi ekki að vera aö fikta með. Vitundin er undarlegur og dá- samlegur eiginleiki mannverunn- ar, en hún krefst gaumgæfilegrar athugunar. Hættu hér augnblik lestrinum, og virtu gaumgæfilega fyrir þér einhvern hlut i umhverfi þinu. Þú sérð dýpt, lengd og breidd hans. Hann hefur tilveru fyrir þér, i gegnum túlkun þina á honum viö viðtækja-skilningar- vitum þinum, sem er eiginleiki grunnhluta þeirrar vitundar er gæðir okkur lifi. En hvaö er það raunverulega sem gerist? Hvern- ig skynjum við? Sérhver hlutur i heimi okkar, sérhver efnisögn, er gerðúr „múrsteinum” þeim, sem alheimurinn er byggður úr: elek- trónum, atómum, mólekúlum. Sveiflusamtvinnanir þessara grunnþátta lenda á einhverju við- tækja skilningarvitanna' (til dæmis auganu) og er breytt i taugaboð, sem berst til heilans. Þessar bylgjur fara aldreisjálfar inn f limama okka ! Með taugaboðinu berast árhfi þessara bylgja að heilanum og hvetja ákveðna staði hans. Vitund okkar varpar imynd út íumhverfi okkar, og við gæðum það um- hverfi vissum eiginleikum. Tökum lit, sem dæmi: Sveiflur frá „brúnum” vegg, berast til augna okkar og stoppa þar. Taugafrumur sjónunnar virkjast og senda boð til heilans. En það er iheilanum, sem liturinn er fram- kallaður! Það er þar, sem þessi taugaboð eru þýdd og meðvitund um lit á sér stað. Raunverulega hefur brúnn veggur engan lit, þvi hann er aðeins uppbyggöur af sveiflandi ögnum. Þar aö auki, er hinn eiginlegi „litur” þess veggj- ar, sem við skynjum allt annaðen brúnn, þar sem það „ljós”, sem hann hefur hafnað er brúnt. Rósarkrossmenn hafa aldrei mælt með þvi að bæla neinar skynjanir viðtækja-skilningarvit- anna, en þeir rannsaka vandlega þær skynjanir, sem berast þeim (hvort sem þær berast að utan eða innan), svo að hægt sé aö meta þær réttilega og hagnýta i lifi þeirra. Nú hefurðu smá-hugboð um lifsviöhorf rósarkrossmanna og eitthvað um lifsspeki þeirra. En þvi hefuröu ekki heyrt meira um þá ef það, sem þeir hafa fram að færa er svona stórkostlegt og hagnýtt? Ein aðalástæðan er uppbygging reglunnar. í umhverfi, þar sem peningar og efnishyggja virðist rikja, hafa einstaklingar ekki hirt aö ráði um eðlilifsins fyrr en fyrir mjög stuttu. Stór hluti jaröarbúa miðar að þvi að fá sem mest út úr lifinu meö þvi að gefa eins litið og mögulegt er, af sjálfum sér til þess. Þetta gengur ekki til lengd- ar og af þvi leiðir vonleysið og vanmáttarkenndin, sem við stöndum andspænis I dag. Þótt rósarkrossmenn hafi alltaf kennt kerfi hagnýtrar dulspeki, sem veitir einstaklingum möguleika á að ná sem mestu út úr lífinu, segja þeir einnig að þetta geti aldrei átt sér stað, án þess að fylgi töluverð sjálfsögun, stað- festa, vilji til að breyta sér, og að menn helgi sig mannkyni. Ekki enn eitt samsullið? Önnur ástæða er að rósarkross- menn, bæði sem einstaklingar og sem félagsskapur, eiga ekki eða alla vega ættu ekki að flaksast með kunnáttu sina. Mannkyns- sagan geymir fjölda nafna manna, sem lagt hafa sinn skerf til menningar, og voru annað hvort sjálfir meðlimir eöa ná- tengdir öörum, sem voru það. En þetta fólk, — eins og nemendur reglunnar i dag — voru ekki að hugsa um hversu mikillar athygli þau gætu orðið aðnjótandi, heldur hversu miklu góöu þau gætu 'á- orkað. Hver einstaklingur getur unnið að útbreiðslu góðs og sann- leika á mjög áhrifamikinn hátt, sama hversu auðmjúk staða hans i þjóðfélaginu er. Hvaða fullvissu hefurðu fyrir þvi, að það sem þessi regla hefur fram að færa, sé ekki bara enn eitt samsullið af persónulegum hugmyndum eins einstaklings, sem notað er til að fáir megi hagnast á þvi? I fyrsta lagi: Rósarkrossregl- an, AMORC er viðurkennd af rikisstjórnum um viða veröld, sem menningar- og fræðslustofn- un, sem ekki hefur gróðasjónar- mið að markmiði (nonprofit). Hún öðlastþessa tilnefningu i sér- hverju þvi landi i heiminum, þar sem hún er starfrækt. í aðal- stöðvum reglunnar, heldur hún uppisafniog „planetarium”, sem eru öllum opin. Safnið, sem ó- keypis aðgangur er að, hefur að geyma stærsta safn egypskra og babylonskra fornmuna i vestan- verðum Bandarikjum Norð- ur-Ameriku. t þvi er einnig að finna listasafn, þar sem lista- menn af öllum þjóðernum koma list sinni á framfæri. I Rósar- krossgarði, má einnig finna dá- gott rannsóknarbókasafn, fyrir- lestrarsali og tilraunastofur Rose-Croix háskólans, sem opin eru rósarkrossnemendum. Rósarkrossreglan hefur við- feðma undirstöðu bæði I alþjóð- legri og mannkynssögulegri arf- sögn, sem hún starfar á. Rósar- krossmenn og -konur má finna i flestum löndum þessa heims. Saga Rósarkross- reglunnar Hinar sagnfræðilegu rætur Rósarkrossreglunnar eru djúpar og hafa ekki farið varhluta af um- deilni. Flestar alfræðiorðabækur viðurkenna að reglan var til i Þýskalandi snemma á sautjándu öld, en segja ranglega að þetta hafi verið upphaf hennar. Rósar- krossmenn hafa alltaf haft tvenns konar timabil veru sinnar i hverju umdæmi: Virkt, opið timabil 108 ára, og siðan lokað timabil að sömu lengd. Uppruni þessarar erfðavenju er hulinn i löngu liðnum timum. Þannig hefur eitt umdæmi ávallt getað verið virkt og opið meðan annað er óvirkt og lokað. Þetta er það sem gerðist i Þýskalandi þegar, rétt eftir uppfinningu prentlistar- innar, átti sér stað enduropnun i virkt og opiö timabil reglunnar þar og prentuðum flugritum var dreift, sem gaf mörgum ranglega það hugboð að reglan hafi ekki haft neina fyrri tilveru. Höfundur þessara flugrita var reyndar Sir Francis Bacon. Heimildum ber ekki saman um raunverulegan aldur reglunnar. Arfsögn Rósar- krossreglunnar segir að fyrsti stórmeistari hennar hafi verið Amenhotep IV. caraó. Hann hóf fyrstur manna eingyðistrúarlega heimspeki, þaö er aö segja, trú á eina frumorsök — einn Guð, eöa kosmiska heild. Það var i Egyptalandi til forna, sem laun- helgarnar fyrst upplýstu þá er leituöu þekkingar, sem var niöur- bæld af valdi ráðandi prestastétt- ar. Frá fornum uppruna hefur Rós- arkrossreglan ávallt leitað sann- leikans. Kenningar hennar hafa að geyma samsafn hugsun dul- spekinga (mystics) og heimspek- inga frá upphafi tilveru hennar. En rósarkrossismi er ekki ein- göngu fágun og úrval þess besta af hugsunum aidanna. Hann hefur veriö, er, og mun alltaf vera, hagnýting náttúrulegra og alheimslegra lögmála, sem lærð hafa verið i gegnum aldanna rás, um vandamál og þrengingar samtimans. Rósarkrossreglan er ekki and- trúarleg, andþjóðfélagsleg, and- kirkjuleg eða gegn kjötáti. Regl- an er ekki pólitisk, liöur ekki of- stæki, iðkar hvorki né ábekir stjörnuspeki, spiritisma, „cult- isma” eða persónulega hollustu við neinn einstakling eöa hóp! Rósarkrossmenn selja hvorki kenningar sinar opinberlega, né bjóða þær til sölu I bókarformi. Rósarkrossreg1an er BRÆÐRAREGLA, hún er ekki trúfélag, og er óháð trúárbrögð- um, kynþáttum og stjórnmála- skoðunum. Reglan er rekin I stúkukerfi um allan heim. Með- limir hennar nema i einrúmi inn- an veggja heimilis sins og er i sjálfs vald sett, hvort þeir taka þátt i einhverri hinna mörg hundruð stúkna AMORC, um all- an heim. Nemandinn greiðir lágt ársgjald, sem stendur straum af prent- og póstkostnaði við náms- bréf hans, mánaöarrit og hin tölu- verðu bréfaskrif, sem eiga sér stað milli reglunnar og meölima hennar. Ekkert af þessu fé getur fallið til persónulegrar velferðar neins einstaklings eða embættis- manns reglunnar, hvorki beint né óbeint. Rósarkrossreglan hefur ákveð- ið hlutverk. Hún hefur lagt stóran skerf til menningarinnar i gegn- um aldirnar. Fyrir þjónustu sina i garð mannkyns, hefur þessi göf- uga regla vaxiö I viksu — visku aldanna — og býður þessa þekK- ingu sérhverjum einlægum leit- anda sannleikans. Rósarkrossnemandinn getur ekki gert minna, i þessum heimi hinna öru og ruglandi breytinga, en reyna að geisla innan frá sjálf- um sér, friði, kærleik, samhljómi, góðmennsku og heilbrigöi, til þeirra, sem hann kemst i snert- ingu við. Þetta er markmiö Rós- arkrossreglunnar, AMORC, og tilgangur dulspekinnar i heimin- um i dag. Pax Vobiscum Nestor ¥ m BLYRUÐUR :v % Útvegum blýrúður i glugga úti og inni i skápa, eldhúsinnréttingar, alls konar innréttingar. Margar tegundir i mörgum litum. Skaffað eftir máli. r,\ I 1 ; Grensósvegi 12 Sími 32035 nusgogn

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.