Vísir


Vísir - 29.10.1976, Qupperneq 3

Vísir - 29.10.1976, Qupperneq 3
VISIR Föstudagur 29. október 1976 3 Vantar fyrir- byggjandi að- gerðir gegn skipsbrunum — segja sjómenn Fyrirbyggjandi aðgerðum gegn eldsvoðum i skipum er mjög ábótavant”, segir i ályktun sem 10. þing Sjómannasambands íslands gerði um tryggingar og öryggismál. Segir i ályktuninni að stóraukið álag á rafala ýmissa skipa geti átt þar hlut að. Þá er hvatt til þess að handslökkvitæki um borð i skipunum verði af viðurkenndri gerð og enn- fremur verði kennsla i meðferð þeirra fram- kvæmd af kunnáttumönnum. — EKR Menntamólaróðherra: „Mikil fjárfest- íngarþörf hjá útvarpinu" Verður að meta hana í heild „Það er mikil fjárfestingarþörf hjá útvarpinu á mörgum sviðum, en það verður að meta hana i heild og raða siðan verkefnunum eftir þvi hvert þeirra er mest knýjandi”, sagði Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráð- herr a er við leituðum álits hans á nýframkominni þingsályktunar- tillögu frá Ellert B. Schram alþingismanni um litasjónvörp. Tillaga Ellerts er i þremur lið- um. Er i henni skorað á rikis- stjórnina að stuðla að litút- sendingum sjónvarpsins. Verði það gert með þvi að samþykkja ályktun sjónvarpsins þar sem kveðið er á um hvernig að litaút- sendingum skuli staðið. í annan stað felur tillaga Ellerts i sér áskorun á rikisstjórnina að gefa innflutning litasjónvarpstækja frjálsan og loks að hluti tekna af innflutningi litasjónvarpstækja skuli varið til endurbóta á tækjum og dreifikerfi sjónvarpsins. „Ég bendi á”, sagði mennta- málaráðherra ,,að litaútsending- ar eru mikið útgjaldamál og varðar gjaldeyrisnotkun. Menn vilja gera litið úr kostnaði við að hefja litaútsendingar en þvi má ekki gleyma að menn gera sig aldrei ánægða með aðeins litið brot af tækjum þeim sem þarf til útsendinga. Það mun kosta mörg hundruð milljónir að koma á fót fullkomnum litaútsendingum. Vilhjálmur ræddi um þá rök- semd að tæki sjónvarpsins og sjónvörp viðs vegar um landið væru orðin gömul og úr sér geng- in og þörfnuðust endurnýjunar við á næstunni. Hann kvaðst aö visu ekki hafa þá tækniþekkingu að geta fullyrt af eða á um þetta atriði, en hins vegar fyndist sér að það þyrfti að taka varlega þá fullyrðingu að henda þyrfti öllum tækjunum samtimis Menntamálaráðherra kvaðst vera þvi andvigur að gefa innflutning litasjónvarpstækja frjálsan að svo komnu máli. Hins vegar sagði hann spurninguna um það hvort hefja ætti litaút- sendingar vera þannig vaxna að hana þyrfti að athuga i samhengi við önnur verkefni sjónvarpsins. —EKG Forróðamenn Alþýðubankans: Slœm staða vegna neikvœðra skrifa „Blöðin hafa nú um nær eins árs skeið skrifað stöðugt um Al- þýðubankann og það sem þau kalla Alþýðubankahneyksli. Stofnunin hefur beðið tjón af þessum neikvæðu skrifum og þvi ekki fengið þá aukningu eða stuðning sem vonast var til. En við höfum ákveðið að hefja hankann upp og efla hann til muna.” A þessa leið mælti Stefán Gunnarsson bankastjóri Al- þýðubankans á fundi með fréttamönnum i gær. Auk hans voru á fundinum af hálfu bank- ans þeir Benedikt Daviðsson formaður bankaráðs, Kristján Olafsson, skrifstofustjóri og Ingi R. Helgason, lögfræðingur bank- ans. F^árflótti úr Alþýðubankan- um hefur stöðvast, en hins veg- ar er lausafjárstaðan slæm og hann þvi ekki getað veitt þá þjónustu sem til er ætlast. Al- menn innlánsaukning i heild þaö sem af er þessu ári eru áætluð um 30%, en Alþýðubankinn hefur ekki notið góðs af þeirri aukningu, heldur aðeins haldið i horfinu. Álitshnekkir Til að efla bankann hefur ver- ið ákveðið að nota heimild til hlutafjáraukningar og bjóða út 30 millj. króna, þannig, að hlutafé nemi samtals 100 millj- ónum. A hluthafafundinum á mánu- daginn voru mættir um 200 hlut- hafar og að sögn forráðamanna bankans var mikill hugur i mönnum að efla stofnunina. Þar var samþykkt ályktun þar sem segir m.a., að þau áföll, sem bankinn varð fyrir á sl. vetri, séu ekki aðeins fjárhagslegur skaði fyrir bankann, heldur einnig og ekki siður álitshnekk- ir, sem erfitt er að vinna upp. Hluthafafundurinn skorar á þau verkalýðsfélög, sem enn hafa ekki tekið til afgreiðslu bréf bankans um aukningu hlutafjár, að taka það nú þegar til jákvæðrar afgreiðslu. Jafn- framter skorað á öll verkalýðs- félög og alla félagsmenn að beina öllum viðskiptum til bankans sem þessir aðilar frek- ast mega. Hluthöfum sé ljóst, að meiri kröfur eru réttilega gerð- ar til banka sem verkalýðs- hreyfingin er aðaleigandi að heldur en annarra sambæri- legra stofnana. Aðeins með samstilltu átaki megi reisa bankann til þeirrar virðingar, trausts og stærðar sem honum beri. Tekur tima A fundinum bentu forráða- menn bankans á, að fyrir stofn- un hans hefðu hin ýmsu verka- lýðsfélög verið með sjóði sina i öðrum bönkum og það tæki tima að flytja það fé á milli. Einnig stæði verkalýðshreyfingin i ýmsum framkvæmdum sem tækju til sin talsvert fé, en ýmis félög hefðu keypt verulega hluti i Alþýðubankanum. Stefán Gunnarsson banka- stjóri sagðist óttast að ýmis öfl i þjóðfélaginu vildu bankann feigan. Benti hann á, að með stóreflingu Alþýðubankans misstu aðrar stofnanir spón úr aski sinum. —SG UPPREISNIN i Ungverjalandi og þær öldur sem vegna hennar hárust að tslandsströndum eru meöal fjölbreytts efnis i Helgar- hlaði Visis sem fylgir blaöinu á morgun. t tilefni af þvi að tutt- ugu ár eru liðin frá þvi að gerð var tilraun til þjóðbyltingar i Ungverjalandi sem troðin var niður af járnbæl Varsjárbanda- lagsins með þeim afleiðingtim að fjöldi ungverja flúði land. þ.á.m.52tilÍslands.Er iHelgar- blaðinu fróðleg myndskreytt upprifjun á uppreisninni sjálfri, og þeirri ólgu sem kom ung- versku flóttamannanna til ts- lands olli hjá vissum þjóðfélags- öflum hér á þeim tima. Vitnað er i blaðadeilur, sem einkum áttu sér stað á siðum Þjóðviljans og Morgunblaðsins, vegna komu flóttafólksins, og rætt við dr. Gunnlaug Þórðarson sem sá um móttöku þess hérlendis. Þá eru ekki sist viðtöl við tvo þeirra flótta- manna sem hér fengu hæli, þá Mikael Fransson og Jósef Fransson, en þeir hafa eins og nöfnin benda til sest hér að en svo er um á þriðja tug þessara 52 flóttamanna. Þeir Mikael og Jósef lýsa reynslu sinni af dvöl- inni hér og rifja upp flóttann frá heimalandi sinu. Þá er i Helgarblaðinu grein sem nefnist: Þeir svamla i jóla- Skemmtilegt viðtal er við að- standendur Stundarinnar okkar i sjónvarpinu, þau Sigriði Mar- gréti Guðmundsdóttur (Sirrý), Viðar Eggertsson (Vidda) og Kristinu Pálsdóttur upptöku- stjóra. Rætt er við islenskan skip- stjóra sem stundað hefur rann- sóknarfiskiri á Rauðahafi. Þá skrifar Erlendur Sveinsson ann- an pistil sinn i flokknum um „Lifandi myndir'’. Litprentuð ..draugahöfl” er helgardund fyrir krakkana. poppsiðan er á sinum stað og sitthvaö fleira hnýsilegt er i þessu 22. Helgar- blaði Visis. ÞEGAR ISLAND VARÐ HÆLI PÓLITÍSKRA FLÓTTAMANNA — ísland og uppreisnin í Ungverjalandi í greinum og viðtölum í Helgarblaði Vísis bókaflóðinu” og er þar rætt við þrjá af kunnustu gagnrýnend- um Reykjavikurblaðanna, Jó- hann Hjálmarsson, Arna Berg- mann og Ölaf Jónsson um starf þeirra og þá gagn-gagnrýni sem þeirverða sifellt fyriri'sinu erf- iða og vanþakkláta starfi.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.