Vísir


Vísir - 29.10.1976, Qupperneq 5

Vísir - 29.10.1976, Qupperneq 5
vism Föstudagur Umsjón: Guómundur Pétursson 29. október 1976 Nýir diplómatar fró N-Kóreu Þessi hópur diplómata frá N-Kóreu birtist i fyrradag i Hel- sinki, en þeir eru þangað komn- ir til af> fyila skörö sendiráös- fólksins, sem visaö var á dögun- um úr Finnlandi fyrir sprútt- sölu. Strandaði í ósnum við Suður-Kóreu Tongsun Park hefur verið yfir- heyrður af embættismönnum dómsmálaráðuneytisins vegna orðróms um, að s-kóreustjórn hafi gefið bandariskum þing- mönnum og öðrum áhrifamönn- um stórgjafir til þess að vinna þá til fylgis við málstað stjórnarinn- ar i Seoul. — Park þessi hefur verið tiður gestur i samkvæmum i Washington. I farangri hans, þegar hann var að koma með flugvél til Alaska frá S-Kóreu fannst eitt sinn listi með nöfnum 90 banda- riskra stjórnmálamanna. Nixon var þar á meðal. 1 fyrstu héldu tollþjónarnir að þetta væri listi yfir menn, sem öfgaaðilar vildufeiga, og gengu á Park. Hann sagði þeim, að þetta væru menn, sem hann ætlaði að leggja lið i kosningabaráttu þeirra. Aftan við hvert nafn stóðu tölur, og aftan við nafn Nixons talan 500. Park sagði að þær táknuðu þær þúsundir dollara, sem hann ætlaði að leggja i kosningasjóði þeirra. Kaupsýslumaður frá Suður-Kóreu mun hafa skýrt tollyf irvöldum í Bandarikjunum frá því fyrir þrem árum, að hann hafði lagt 500.000 dollara til kosningasjóðs Richards Nixon þáverandi forseta — eftir því sem talsmaður tollgæslunnar sagði í gær. Dulklœddir sem lœknar myrtu þeir rúmliggjandi forvígskonu Sinn Fein Þrír ungír hryðju- verkamenn, dulklæddir sem læknar, komust inn í sjúkrahús í Belfast seint i gærkvöldi og myrtu þar frú Maire Drumm, rúm- liggjandi, en til skamms tima hefur hún verið varaforseti Sinn Fein, stjórnmálaarms írska lýðveldishersins (IRA). Grunurinn beinist, eins og vonlegt er, að öfgasamtökum mótmælenda, og óttast menn, að hryðjuverkasamtök kaþólskra gripi til grimmilegra hefndaraðgerða sem bitnað gætu á stjórnmálamönnum mótmælenda. Hin 56 ára gamla frú Drumm lá á Mater-sjúkrahúsi i Belfast, en hún hafði fyrr i þessum mán- uði sagt af sér varaforsetaemb- ætti Sinn Fein af heilsufars- ástæðum. Sinn Fein i Belfast lýsti morð- inu á hendur „morðvörgum mótmælenda” og skoraði á hryðjuverkamenn kaþólskra að herða aðgerðir sinar gegn öryggissveitum breta á Norður- Irlandi. Frú Drumm hefur nokkrum sinnum setið i fengelsi fyrir starfsemi sina i öfgasamtökum kaþólskra. Siðast sat hún inni i ágúst i haust, en var látin laus. — Nokkrum dögum áður hafði hún hótað þvi, að skriilinn mundi, „ef nauðsynlegt reynd- ist, brenna þessa borg til ösku og sérhverja aðra — og á það við um England lika....” Ýmis ummæli hennar i æsingaræðum, sem hún hélt, eins og t.d.: „Sendum bresku dátana heim i likkistum!” —- komu Merlyn Rees, Irlandsráð- herra, til þess að likja frú Drumm við konurnar, sem i frönsku byltingu sátu með prjóna sina við fallöxina og létu enga aftöku framhjá sér fara. Maður hennar, Jimmy Drumm, hefur setið alls 13 ár i fangelsi, og 19 ára dóttir þeirra afplánar nú 8 ára fangelsisdóm fyrir að hafa i fórum sinum skotvopn. Sonur þeirra hefur af- plánað 3 ára fangelsi. Smíðaði þotu og setti hroðamet Atvinnulaus reynslu- f lugmaður, sem smíðaði sér sjálfur F-104 Star- fighter-þotu, og setti siðan með henni nýtt hraðamet fyrir þessa tegund flugvéla, sagði í gær, að hann ætlaði að reyna að setja nýtt hæðarmet með henni. Darryl Greenmayer (fertugur) fyrrum reynslu- flugmaður hjá Lockheed smiðaði þotuna úr efni, sem hann hirti af haugum, eða keypti hjá sölunefndum hers- ins og hjá Lockheed. Hann byrjaði verkið i bilskúrnum sinum og lauk þvi á tiu árum. 3. október flaug hann með 1,770 km hraða á klst (1.100 milur á klst.) staddur yfir téir- sléttunum i Suður-Nevada i 30 km hæð. — Gamla metið átti Phantomþota, sem fyrir 15 ár- 'um fór á 903 milur/klst. Verkfalli í Perú aflétt Um 4000 ansjósu- fiskimenn Perú hafa samþykkt að hefja aftur vinnu eftir verk- fall sem haldið hefur ansjósufiota Perú I höfn siðustu ellefu daga. Stjórnvöld höföu sagt rúm- lega 9000 sjómönnum upp störf- um vegna verkfallsins. Var þeim gefinn frestur þar til i gær að mæta til starfa, ella tæki uppsögnin gíldi. — 5000 létu ekki sjá sig. Efnt var til verkfallsins i mót- mælaskyni við áætlanir stjórn- arinnar um að hætta rikis- rekstri ansjósuflotans. Talsmenn þess opinbera telja, að þeir 4000, sem mættu til að munstrasig til veiða, væru næg- ur fjöldi til að gera þessa 530 ansjósubáta út. 1 rikisrekstrin- um hefðu bátamir verið of- mannaðir. Þaö þurfti sjö dráttarbáta til þess aö ná norska olfuskipinu „Gimlevang" á flot i Elbufljóti núna I vikunni. Þetta 42 þúsund smálesta skip haföi strandað á grynningum I ósnum, þar sem þaö risti of djúpt, fullhlaöiö, til þess aö fara grunnleiöina á fjöru. Mútaði stjórnmóla- mönnum til fylgis

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.