Vísir - 29.10.1976, Side 14
14
BILAVAL
auglýsir
Höfum til sölu m.a.
V.wagén Fastback '68.
Ekinn 28.000 km. Nýsprautaö-
ur. Kr. 400.000.
Sunbeam 1500 árg. '73.
Sérlega vel meö farinn lítiö
. ekinn (36.000 km) á nýjum
dekkjum. Kr. 730.000.
Matador Rambler '74
6 cyl. sjálfskiptur, vökvast. og
aflhemlar. Skipti Kr. 2.000.000
Bronco 66 Special
bíll
V-8 351 cu. vél (1969) Sér-
pantaö drif, tvöfaldir demp-
arar úrtekin bretti, breiö
dekk og margt fleira
Pontiac Le Main Station arg.
’70. Innfluttur 1974. V 8 -350 cu.
véi. Sjálfskiptur. Vill skipta á
jeppa.
/vtorris ivtarma /a
Ekinn 13.000 km. Þokkalegur
bfll meö nýjum vinyltopp. Kr.
980.000.
V. Wagen Karmann
Chia 71
Silfurgrár tveggja manna
sportbill. Ekinn aöeins 1000
km. á vél. Kr. 680.000
Volvo 145 Station, '72
Bill I toppstandi.
Kr. 1500.000.
Eigum til:
Audi Union '74 og Audi Union
'75 ólollafgreidda.
BÍLAVAL -
Laugavegi 90-92
Símar 19092—19168
Viö hliöina á
Stjörnubíói.
VÍSIR
Mikið um að vero í Norrœna húsinu um helgina
LÍFIÐ í BREKKUKOTI RIFJAÐ UPP
Sjónvarpskvikmyndin
Brekkukotsannáll veröur sýnd
um helgina á vegum þýska
sendikennaraembættisins,
Goetestofnunarinnar og Nor-
ræna hússins i samkomusal
hússins.
Tilefniö er þaö aö stjórnandi
kvikmyndarinnar, Rolf Hadrich
frá Þýskalandi, dvelst hér á
landi um þessar mundir viö
sviösetningu leikritins Woyzeck
eftir Georg Buchner, sem Þjóö-
leikhúsiö frumsýnir á næstunni.
Kvikmyndin veröur sýnd i
tvennu lagi vegna þess hve löng
hún er. Veröur fyrri hlutinn
sýndur á laugardag kl. 20:30 og
siöari hlutinn á sama tima á
sunnudaginn.
Aö lokinni þeirri sýningu segir
leikstjórinn frá vinnunni viö
gerö kvikmyndarinnar og svar-
ar spurningum um Brekkukots-
annál og einnig um kvikmynd
þá sem Norddeutscher Rund-
funk lætur gera i samvinnu við
sjónvarpsstöðvar norðurland-
anna eftir Paradisarheimt Hall-
dórsLaxness, undir stjórn Had-
richs.
Finnsk-íslenskur samleikur
Kvikmyndin um Victor
Sparre endursýnd
var siðan við framhaldsnám i
tónlistarháskólanum i Leipzig,
og þaðan tók hún einleikarapróf
eftir 7 ára nám. Hún hefur leikiö
sem einleikari með Sinfóniu-
hljómsveit Islands og viöa kom-
ið fram meö erlendum og inn-
lendum listamönnum. Agnes
kennir nú viö Tónskóla Sigur- ‘
sveins D. Kristinssonar.
Agnes sagðist hafa sérhæft sig
i samleik með fiölu þegar hún
var við nám, en hún hefði sjald-
an haft tækifæri til þess að spila
með fiðluleikurum hér heima.
Hér væru allir syngjandi og þvi
hefði hún mest leikið undir hjá
söngvurum á tónleikum.
A tónleikunum á laugardag-
inn munu þær Agnes Löve og
Helena Lehtela-Mennander
leika fjórar sónötur eftir Corelli,
Beethoven, Debussy og Greek.
Auk þess mun Helena leika ein-
leiksverk fyrir fiðlu eftir Sallin-
en.
Victor Sparre viö mynd þá sem hann seldi Listasafni tslands fyrir
eina krónu. — Mynd LA.
Kvikmyndin „Lyset i ishavs-
katedraien — Victor Sparre og
hans kunst” veröur sýnt i Nor-
ræna húsinu á sunnudaginn kl.
16.
Sýning á verkum listmálar-
ans Victor Sparre stendur nú
yfir i sýningarsölum hússins.
Listamaðurinn var sjálfur við-
staddur opnun sýningarinnar og
hélt auk þess fyrirlestur i sam-
komusal hússins sunnudaginn
24. okt. Fyrrgreind kvikmynd
var þá jafnframt sýnd. Vegna
mjög góörar aðsóknar hefur
verið ákveðið að endursýna
myndina.
Victor Sparre sýndi Listasafni
rikisins þá rausn, að bjóða þvi
til eignar eitt af verkunum á
sýningunni gegn einnar krónu
gjaldi. Listasafnið þáði þetta
boð málarans og valdi safnráð
eitt verkanna handa safninu.
Sýning Sparres hefur verið
mjög vel sótt og nokkur v_erk^
anna hafa þegar sel^t.
ingu hjá þeim i Norræna húsinu
i gær og spurðu þær þá m.a.
hvernig samstarfið gengi, en
þetta er i fyrsta skipti sem þær
leika saman. Þær sögðust hafa
æftaf kappi alla vikuna og hefði
gengið mjög vel að ná saman.
Helena Lehtela-Mennander
nam fiðluleik við Sibeliusaraka-
demiuna i Helsingfors 1948-1964.
Hún stundaöi framhaldsnám i
Paris 1965 undir handleiðslu
prófessors Bouillon og siðan við
Tschaikovskytónlistarháskól-
ann i Moskvu. Frá 1971-1975 hef-
ur hún numið hjá Arthur
Grumiaux i Brussel. Hún sagð-
ist enn vera að læra og kæmi
hún alltaf viö hjá Grumiaux
áður en hún héldi nýja tónleika,
en tónleikahald er hennár aðal-
starf.
„Raunar eru við tónlistar-
mennirnir alltaf að læra,”
Agnes Löve nam pianóleik við
Tónlistarskólann i Reykjavik og
Finnski fiöluleikarinn Helena tónleika I Norræna húsinu á
Lehtela-Mennander og Agnes laugardaginn kl. 16.
Löve píanóleikari halda Blaöamenn Visis litu við á æf-
Agnes Löve og Helena Lehtela-Mennander á æfingu. — Mynd: LA.
Fjölskyldusýning í Þjóðleikhúsinu:
LITLI PRINSINN ER ENN Á
FERÐ UM HIMINGEIMINN
Þjóöleikhúsiö sýnir nú á Stóra
sviöinu á sunnudögum kl. 15
leikritiö Litla prinsinn eftir
hinni þekktu sögu Exupérys.
Sýningin er flutt af leikbrúöum
sem stúlkur úr Leikbrúðulandi
stjórna og leikurum Þjóöleik-
hússins sem tala fyrir brúöurn-
ar.
Þessi sýning er bæði fyrir
börn og fullorðna, enda hafa
foreldrar sótt mjög sýningarnar
með börnum sinum. Sýningin
hefur vakið athygli fyrir ein-
faldleik og töfra, en i henni eru
notaðar ýmsar gerðir af leikbr-
úðum og er hluti sýningarinnar
leikinn i útfjólubláu ljósi, þann-
ig að skrautlega litaðar brúð-
urnar skera sig úr myrkrinu.
Sigmundur Orn Arngrimsson
er eini leikarinn sem kemur
fram i sýningunni, en hann leik-
ur flugmanninn sem litli prins-
inn hittir i eyðimörkinni og trú-
ir fyrir ævintýrum sinum. Þeir
leikarar sem ljá brúðunum
raddir eru Þórunn Magnea
Magnúsdóttir, Erlingur Gisla-
son, Hákon Waage, Briet Héð-
insdóttir, Flosi ölafsson og
Steinunn Jóhannesdóttir. Brúð-
unum stjórna þær Bryndis
Gunnarsdóttir, Erna Guðmars-
dóttir, Hallveig Thorlacius og
Helga Steffensen. Leikstjóri er
hinn heimskunni brúðuleikhús-
maður Michael Meschke,
stjórnandi Mariónettuleikhúss-
ins I Stokkhólmi.
Þar eð Þjóðleikhúsið hefur
brúðurnar og annan sviðsbúnað
að láni um takmarkaðan tima,
er öruggara fyrir fólk að draga
ekki of lengi að sjá sýninguna.
Hér sjáum viö nokkra þeirra furöufugla sem Litli prinsinn hittir á
ferö sinni um himingeiminn: drykkjumanninn, kónginn, landfræö-
inginn, monthanann o.tl.