Vísir - 29.10.1976, Side 23
íslendingar verði leiðandi þjóð
í nýtingu auðœfa hafsins
Það er alls ekki nóg að islensk
dagblöð flytji okkur fréttir af
erlendum knattspyrnuköppum,
oft upp á margar blaðsiður, eða
gæði okkur á itarlegum upplýs-
ingum um ástarlif brjósta- og
rassprúðra hefðarpika og kvik-
myndastjarna.
Fólk er starfar við sjósókn
eða i frystihúsum vill lika fá
fréttir af þvi marga og merki-
lega sem skeður i sjávarútvegi
heimsins, en um það efni virðast
islensku dagblöðin kæra sig
kollótt , og eru þær fréttir þó oft
bæði skemmtilegar, menntandi
og jafnvel gróðavænlegar. Af
nógu efni er að taka, svo ekki er
ástæða til að blöðin flytji okkur
aðallega fregnir af gerðum
stjórnmálamanna eða glæpa-
manna! Þvi skulum við bregða
okkur til Mexikó, samt ekki til
að huga aö þokkadisum á sólar-
ströndum þess lands, heldur að
hinni merkilegu lifveru i sjón-
um, igulkerinu. Það er ótrúleg
mergð af þeim undan ströndum
Mexikó. Engum datt i hug að
það væri gulls igildi þar til 1973
að japanir fengu fregnir af þess-
um igulkersmiðum og tókust
heldurbeturá loft, þvi þetta var
nú matur sem þeir kunnu að
meta, og vildu endilega verða
sér út um.
HROGN, HROGN...
Hrogn, hrogn, hrogn, hrópuðu
þeir. A vissum árstimum fyllast
hin stóru igulker af hrognum og
þá er nú heldur betur matur i
þeim. Og auðvitað héldu þeir
beint til Mexikóborgar og gerðu
samning um að mega nýta þessi
miklu igulkerjamið, og flytja
hin lostætu hrogn út flugleiðis,
svo þau kæmust i sem allra
bestu ástandi á markað i Tókió.
Hver 200 gramma diskur með
igulkerjahrognum, selst i heild-
sölu fyrir minnst 500 krónur, og
fá færri en vilja.
Já, eru þetta ekki merkileg
tiðindi, engu siður en það hvað
breskar prinsessur taka sér
fyrir hendur og fætur með elsku
hippunum sinum?
LJÚFFENGUR
SMOKKFISKUR
Þrátt fyrir allt talið um fæðu-
skort I heiminum vantar mikið á
það að margar tegundir bestu
ætisfiska, séu veiddar nægilega
mikið og nýttar sómasamlega.
Tökum til dæmis smokkfiskinn
sem við islendingar notum aðal-
lega i beitu, eins og kúffiskinn
forðum. Hann er viða vinsæll til
átu, t.d. i Austurlöndum, og i
Miöjaröarhafslöndum, þar sem
hann er eins vinsæll og rækja,
og krabbi, enda er hann ljúf-
fengur með afbrigðum ef hann
er matreiddur á réttan hátt.
Vfsindamenn sem helgaö hafa
sig sérstaklega rannsóknum á
smokkfisknum, segja hann
mjög útbreiddan i flestum lönd-
um og telja hann frábæran
próteingjafa. Hann vex mjög
hratt og frjóssemi hans er með
ólikindum.
Þeim reiknast svo til að hægt
væri að veiða um 90 til 280 mill-
jón tonn af smokkfisk, án þess
að um ofveiði verði að ræða og
vissulega mundi muna um
minna i heimi þar sem milljónir
manna þjást af sjúkdómum
vegna eggjahvituskorts. Aðeins
sex hundruð þúsund tonn eru
veidd i heiminum af smokkfisk-
um, og mikið af þvi er notað i
beitu i stað þess að nota það til
manneldis.
RÆKTUM SKELFISK
Islendingar ættu að gerast
leiðandi þjóð i baráttunni fyrir
þvi að hafið verði betur nýtt sem
matarforðabúr heimsins. Til
þess eru margar leiðir sem
duga i rauninni fyllilega til að
sjá helmingi fleira fólki fyrir
nægu próteini en nú er
gert. Það er hægt að kyn-
bæta fisk engu siður en landdýr
og jurtir, skapa ný afbrigði með
svokallaðri erfðaeindaverk-
fræði. Ég tel mestu möguleika
tengda við þá aðferð, en þvi
miður þá er flest ógert á þvi
sviði.
Það er mjög auðvelt að auka
gildi hafsins sem matarforöa-
búrs heimsins án ofveiðihættu,
með þvi að rækta i stórum stil
heppilegar skelfisktegundir.
Það er hægt að skapa fiskveiðar
þar sem þær eru ekki núna með
þvi að hjálpa náttúrunni, t.d.
með þvi að skapa uppstreymi
næringarefna, með nýtingu okk-
ar ágætu véltækni. Það ætti i
rauninni að vera gerlegt að búa
til þorsktegund sem gæti lifað i
heitum höfum, ef visindamenn
heimsins legðust á eitt og sóma-
samlegt skipulag og mikið fjár-
magn væri á bak við þá starf-
semi. Auk þess er vel huganlegt
að innleiða t.d. islenska þorsk-
stofninn i höfum þar sem hann
er ekki núna ef staðhættir eru
þannig, að ætla mætti að hann
gæti samiö sig að þeim, t.d. við
Alaska og svæðinu suður af þvi,
Sú tegund þorsks sem þar er, er
engan veginn sambærileg við is-
lenska þorskinn. Annað svæöi
þar sem ætla mætti að hægt
væri að innleiða þorsk er á
Pantagóniusvæðinu, það er að
segja, svæðinu við suður Argen-
tinu er snýr að Suðurpólnum.
Bretareiga þar Falklandseyjar,
og svæði þetta er allauðugt af
hákarli og öörum fiski sambæri-
legum við þorsk. i-eir ættu þvi
aðgetafengiðþarveiöileyfi, þar
eð þetta svæði er að mestu ó-
nýtt. Pólverjar hafa verið að
bera sig eftir þvl en argentinu-
stjórn ekki viljað verða við bón
þeirra. Vera má að vandræða-
grannar okkar bretar hlytu náö
fyrir augum argentinustjórnar,
enda eru þeir gamlir viðskipta-
vinir þeirra með kjöt og fleira.
Fari þeir eitthvað að rella i is-
lensku rikisstjórninni meö á-
framhaldandF fískveiöar hér,
þarf hún endilega að visa þeim á
miðin við Patagoniu.
200 MILLJ. TONN
1 Kaliforniu var gerð merki-
leg tilraun til aö venja innfædda
á aö éta smokkfisk, en það er
mjög mikið af honum undan
vesturströnd Bandarikjanna,
rétt eins og ónýttri sild. Mörg
veitingahús stóðu að henni og
það tókst furðuvel' að kenna
gestum þeirra smokkfisksátið,
enda var fiskurinn matreiddur á
ljuffengan hátt. Nú er farið aö
sjóða niöur allmikið magn af
þessu góðgæti. Japanir nýta
smokkfisk til manneldis og úr-
gangurinn er lika nýttur til lim-
gerðar og fleira.
Við höfum Matvælaátofnun
Sameinuðu þjóðanna, eittmikið
og ekki allt of gagnlegt alþjóð-
legt skrifstofubákn. Og óhemju
osköpum af orðum er úthelt I
blöðum heimsins um fæöu-
vandamálheimsins.en skipulag
vilja og fjármagn vantar til að*
gera eitthvað raunhæft, og á
meðan biða meðal annars um
200 milljón tonn af ónýttum
smokkfisk i sjónum. Það veitir
vissulega ekki af þvi að islend-
ingar gerist forvigismenn fyrir
nýrri og breyttri stefnu i þess-
um málum og leggi til við'
Bandarikin og Sovétrikin að þau
bindist samtökum um að leysa
fæðuvandamál heimsins. Bæði
þessi lönd hafa þegar komiðsér
upp álitlegum hópi fiskifræð-
inga, og hafa i rauninni nú orðið
brúklega tækni til að byggja á.
Skipulagið er að visu I molum og
það sem vantar eru nýjar hug-
myndir, og ef islensku rikis-
stjórninni skyldi vanta þær lika
þá vill svo vel til að ég hef nóg af
þeim.
Það eru margir áratugir frá
þvi ég fór að hugsa um það i
mikilh alvöru, hvað hægt væri
að gera á alþjóöavettvangi til aö
leysa fæðuvandamál heimsins.
Hvernig hægt væri að gera fiski-
fræðina að raunverulegri fræði-
grein, sambærUega við land-
búnaðarvisindi. Hún hefur
lengst af, og er enn aö miklu
leyti, litið annáð en partur af
náttúrufræðinni eins og sjá má
t.d. af þvi að þrátt fyrir alla
okkar góðu rey nslu af kynbótum
jurta og dýra, er alltógert á þvi
sviði að kynbæta fisk og búa til
nýafbrigðiaf honum, og einmitt
þess vegna skulúm við byrja
með að hvetja bandarikjamenn
og sovétmenn til átaka.
EGGJA-
HVÍTUFÆÐA
Ekki verður það sagt meö
sanni að þróun I nýtingu eggja-
hvitufæðu úr sjó, hafi verið sem
skyldi og á ég þá ekki hvað sist
við eðlilega fjölbreytni i fram-
leiðsluaðferðum.
Á sinum tima geröi breska
„Fish and chips”-aðferðin
kraftaverk fyrir fisksölu i
Bandarikjunum, en hún var
auglýst upp i lok siðustu heims-
styrjaldar, og sniðin eftir henti-
semi handariskra húsmæðra —
sem fiskistautar. Þetta jók og
margfaldaði fisksöluna, sem
allir óttuðust að mundi hrapa
niður úr öllu valdi eftir að strið-
inu lyki.
Vissulega var hægt að gera
margt fleira til að ýta undir fisk-
söluna vestra, en það var látið
ógert. Alls konar möguleikar
voru fyrir hendi en þeim var
ekki sinnt.
Vandkvæði viö fisksölu stafa
meðal annars af þvi að fólk
bitur i sig aö éta aöeins örfáar
ákveðnar fisktegundir, og litur
ekki við öðrum, sem eru fullt
eins góðar og mikið er til af viö
strendur Bandarikjanna og við-
ar. Ég fékk snemma áhuga á
þvi að finna leiðir til að komast
fram hjá þessari bábilju neyt-
enda.
FISKBORGARI
A háskólaárum minum i
Bandarikjunum um og eftir lok
heimsstyrjaldarinnar siðari,
þóttist ég eygja möguleika á þvi
þarna i nýtingu hakkaðs fisks.
Bandarikjamenn voru gráðugir
i hamborgara sem gerðir eru úr
hökkuðu kjöti, og jafnvel drýgð-
irmeð kindakjöti, sem þeirhafa
rótgróna fordóma á, þótt undar-
legt megi virðast. Það lá þvi
beinast viö að gera tilraunir
með fiskborgara, gerða úr
blöndu af margvlslegum fisk-
tegundum sem þeir litu ekki við
að nota ella. Fyrst gat ég komið
þvi i kring að gera tilraunir með
þetta á skólabræðrum minum
og beið spenntur eftir árangrin-
um. Og viti menn, þeir voru fullt
eins gráðugir i þetta og steiktan
þorsk eða jafnvel sverðfisk.
Hins vegar var hinn hluti til-
raunarinnar neikvæður, og var
hann þó erfiðari og jafnvel
kostnaðarsamari. Það var
gamla hugmyndin hans Görings
með fiskipylsur, og það reyktar.
Satt að segja tengdi ég meiri
vonir við þær en það var aug-
ljóst að þær féllu ekki 1 smekk-
inn. Þvi miður tókst ekki að
vekja áhuga réttra aðiia á við-
tækri neytendakönnun á þessu
tvennu. Ég hélt samt ótrauður
áfram og við erfið skilyrði tókst
mér aö fá Ambassadorhótelið i
Los Angeles og fleiri veitinga-
hús, sum fin, og önnur sem sótt
voru af verkafólki, til að gera
athugun á þessu án þess aö fá
borgun fyrir það. Það var ekki
vandalaust að kjafta þau út i
þetta en samt tókst það. Og und-
antekningarlaust var árangur-
inn sá að margvislegar blöndur
af fiskborgara, venjulegum eða
með þunnri ostsneið ofan á,
gerði mikla lukku en fiskpyls-
urnár ekki, eins og mér fannst
þær þó sjálfum góðar. Sum
þessara veitingahúsa héldu
lengi á eftir áfram að hafa fisk-
borgara á matseðlisinum vegna
undirtektanna. Þetta sýndi eins
og reyndar viðtækar athuganir
sem fiskiðnaðurinn i Bandarikj-
unum hefur staðið fyrir nú,
nokkrum áratugum siöar, að
lang besta aðferðin til að kom-
ast fram hjá fordómum neyt-
enda á óvanalegum fisktegund-
um er fiskborgari, enda er nú
talið að hann muni valda álika
byltingu i fiskneyslu banda-
rikjamanna, eins og fish sticks,
á sinum tima — og hefði fyrr
getað orðið!
JAPANIR LÍKA
Nú vildi svo vel til aö ein þjóð,
japanir, fóru einmitt út á þessa
braut, skömmu eftir að ég var
að vesenast i þessu, enda leitað-
ist ég viö að vekja áhuga þeirra
á þessu, og þaö sem betra var,
skynsamir bandarikjamenn
voru um þetta leyti i góöri að-
stöðu til að hafa áhrif á japana.
Það sem skipti mestu máli var
það, aö neytendaviðhökur fyrir
bæði fiskpylsum og fiskhakki
þar i landi voru stórkostlegar,
eins og sjá má af þvi að nú oröiö
ér framleiðslan komin yfir mill-
jón tonn. Svo fóru japanir að
flytja sitt „pollok” fiskhakk til
Bandarikjanna i allstórum stil,
og i austurlandahverfunum og
viðar urðu vinsældir þess brátt
miklar og það öllu öðru frekar
hefur orðið til þess að fiskiðnaö-
urinn i Nýja-Englandi hefur nú
fengið brennandi áhuga á þess-
ari vöru, enda skortur á vana-
legri tegundum ýtt undir áhugai
þeirra.
í Japan spila fiskpylsur og
fiskhakk nú sömu rullu og ham-
borgarinn i Bandarikjunum og
kalla þeir rétti úr hökkuðum
fiski, Kamaboka.
Stiklum á stóru i reynslu jap-
ana af þessari vöru, sem hefur
alia möguleika á að gera állka
kraftaverk fyrir Bandarikja-
markað og Evrópumarkaö. Arið
1967 er framleiðsla þessarar
vöru (unninni vöru, ekki hráefn-
um) komin upp i um milljón
tonn. Arið 1972 nálægt ein mill-
jón og tvö hundruð þúsund tonn,
164.000 tonn af henni er jöfn
blanda af fiski og kjöti, oftast
svinakjöti. Um 300.000 tonn
er djúpsteiktir fiskborgarar,
likt og við steikjum kleinur, og
afgangurinn gufusoðinn. Þetta
er dýr vara og eftirsótt. Fisk-
iðnaðurinn i Nýja-Englandi er
nú sem óðast að setja punds-
pakkningar af blönduðu fisk-
hakki á markað og lætur fylgja
uppskriftir af hinum margvis-
leg réttum sem nota má það i.
Innan Markaðsbandalagsland-
anna væri eflaust hægt að koma
á fót keðjum af sölustööum fyrir
þessa heppilegu vöru sem öllu
öðru frekar getur opnað mögu-
leikan á að nota betur hinar f jöl-
mörgu vanræktu fisktegundir.
„HEITUR K0SS#/
Það veitir þvi sannarlega ekki
af þvi að islendingar gefi vand-
lega gaum að þróuninni hvað
fiskhakk snertir, Hvað smávax-
inn fisk eins og kolmunna snert-
ir væri heppilegt að reyna að
venja fólk á að borða hann heil-
steiktan, li'kt og silung. Þetta er
bragðgóður fiskur allvinsæll i
Miðjarðarhafsiöndum. Hann er
lika heppilegur i tilbúning i
uppáhaldsrétti suðurlandabúa,
sem þeir kalla „Heitan koss” og
er með eindæmum bragðgóö
fisksúpa úr margvislegum
„ruslfisktegundum”. Vinsældir
hans meðal erlendra ferða-
manna t.d. bandarikjamanna
gæti bent til að það væri ómaks-
ins vert að fá uppskriftina, og
reyna að selja Builla Baisse eða
heitan koss hraðfrystann, á
markað i Bandarikjunum. En
fisksúpa þessierafar vinsæl þar
meðal hinna fjölmörgu þar i
landi, sem eru ættaðir frá Suð-
ur-Evrópu.
Það þarf lika að huga að
möguleikum tengdum við hrogn
kolmunnans. Oll hrogn eru bæði
dýr og eftirsótt vara i Japan, og
ég býst við aö kolmunni og
spærlingur hafi hrogn eins og
aðrir fiskar. Ég held að það sé
kunnáttuleysi á vissu sviði, sem
stendur nýtingu nýrra fiskteg-
unda fyrir þrifum, ekki það að
ekki sé hægt að koma þeim i gott
verð. T.d. eru frakkar eina þjóð-
insemlikjast japönum hvaðþað
snertir, að éta allt sem úr sjó
kemur. Einhverjir sölumögu-
leikar ættu að vera við það
tengdir. Ef til vill gæti sendi-
herra vor i Frakklandi eða
fyrirrennari hans, gefið ein-
hverjar gagnlegar upplýsingar
um það, eða hvað? Að minnsta
kosti ætlast aðrar þjóöir til þess
að sendiherrar sinir geti komiö
að gagni á þessu sviði.
Þórður Valdimarsson,
stjórnmálafræðingur.
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■^■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■i