Vísir - 29.10.1976, Side 24
KRAFIST UTBURÐAR A
MANNI BORGFIRÐINGA
Eigandi húsnæöis þess i
Borgarnesi sem hýsir skrif-
stofur sýslumanns hefur þing-
fest mál fyrir dómi þar sem
hann krefst rýmingar á húsnæö-
inu. Frestur var tekinn i málinu
til 5. nóvember og mun Asgeir
Pétursson sýslumaöur þá vikja
sæti, veröi máliö ekki leyst fyrir
þann tima.
Astæðan fyrir kröfu húseig-
anda er sú, aö hann vill hækka
húsaleiguna, en embættið telur
sig ekki geta orðið við þeirri ósk
vegna verðstöðvunarlaganna.
Hliðstætt mál er i gangi i Kópa-
vogi, en þar hefur verið krafist
útburðar bæjarfógetaembættis-
íns.
Þá hefur verið visað til
Hæstaréttar máli sem upp kom
á Selfossi, en þar var þess
krafist að vegagerðin rýmdi
hús sitt þar sem leiga fékkst
ekki hækkuð. Fallist var á þá
kröfu i heraði en rikið áfrýjaði.
Einstök rikisfyrirtæki telja
Þriggja bila árekstur varö 1 Lækjargötu viö gamla Miöbæjarskóiann I gærkvöldi. Þar var bifreiö
ekiö frá heimkeyrslunni aö skólanum og inn I hliöina á bifreiö, sem ekiö var suöur Lækjargötu.
Höggiö var þaö mikiö aö hún snérist á veginum og lenti á þriöju bifreiöinni, sem kom á móti. Ekki
uröu nein meiösli á fólki, en aftur á móti miklar skemmdir á ökutækjunum, eins og sjá má á þessari
mynd,
LANDHELGISSTEFNA BRETA ER
/# — segir í leiðara breska blaðsins
Financial Times í morgun
VISIB
Föstudagur 29. október 1976
i... ...... v '
Hjúkrunar-
frœðingar
óánœgðir
Hjúkrunarfræöingar viö
Heilsuverndarstöö Reykjavik-
ur hafa lýst megnri óánægju
sinni vegna úrskuröar kjara-
nefndar um sérsamninga
Reykjavikurborgar og Hjúkr-
unarfélags islands, sem staö-
festur var á dögunum.
1 samþykkt, sem gerð var á
fundi hjúkrunarfræðinganna
segir meöal annars:
1 úrskuröi kjaranefndar eru
störf hjúkrunarfræðinga al-
mennt mjög vanmetin og eng-
ar sérkröfur hjúkrunarfræð-
inga Heilsuverndarstöðv-
arinnar voru teknar til greina.
Crskurður kjaranefndar um
hækkun um einn launaflokk,
sem allar aðrar starfsstéttir
fá, breytir engu um það van-
mat, sem hjúkrunarfræðingar
hafa sætt i launum miðað við
marga þá starfshópa, er
gegna ábyrgðarminni störfum
hjá Reykjavikurborg, eða
störfum, sem krefjast minni
menntunar.”
Staurinn
brotnaði
Umferöaróhapp varö á
Reykjanesbraut i Njarövikum
í gærkvöldi. Þar rann nýleg
bifreiö af geröinni Ford Pinto
til meö þeim afleiöingum aö
hún stöövaöist ekki fyrr en á
rafmagnsstaur viö vegabrún-
ina.
Staurinn brotnaöi og lágu
rafmagsnlinurnar á veginum
þegar vegfarendur komu aö.
Bifreiöin skemmdist mikiö, en
ökumaöurinn, sem var einn i
bflnum, slapp ómeiddur.
-klp
„Stefna breta i landhelgis-
málum er alröng”, segir f
leiöara breska blaösins
Financial Times i morgun. t
leiöaranum er varaö viö þessari
stefnu og bent á aö hún kunni aö
leiöa til nýrra árekstra viö is-
lendinga vegna landhelgismál-
ins.
„Timinn er að hlaupa frá okk-
ur”, segir jafnframt i leiðaran-
um. Siðan er minnt á fund utan-
rikisráðherra Efnahagsbanda-
lags Evrópu sem mun hefjast i
Hollandi um helgina þar sem
fiskveiðimál verða ofarlega á
baugi.
,,Ef ekki næst samkomulag
innan bandalagsins á þeim
fundi, mun það vart takast fyrr
en á fundi Efnahagsbandalagsins
i lok nóvember. Það er daginn
áður en samkomulag Islands og
Bretlands rennur út”, segir
Financial Times.
„Það sýnir hve stefna bresku
stjórnarinnar er röng að nú er
farið aó ræða um gagnkvæma
samninga við islendinga eins og
um hótun væri að ræða”.
Þá segir Financial Times.
„Staðreyndin er sem sagt sú að
breska stjórnin geturekki knúið
fram 200 milna landhelgi fyrir
breta, frekar en að hún gat ekki
ráðið ein við islendinga”.-EKG
Mqnnshvarfið í Þýskalandi:_______________
SAGÐIST ÆTLA AÐ KAUPA BYGGINGAR-
KRANA YTRA FYRIR MENN Á AKRANESI
Gunnar Elisson, sem hvarf í
Frankfurt á dögunum, lét svo
ummælt viö mann einn áöur en
hann fór utan.aö erindiö væri aö
kaupa byggingakrana fyrir
menn á Akranesi. Hins vegar
nefndi hann ekki hvaöa menn
þetta væru og enginn vill kann-
ast viö máliö á Akranesi.
1 samtali við Visi i morgun
sagöi Njörður Snæhólm, rann-
sóknarlögreglumaður, að Gunn-
ar hefði farið áður út til Þýska-
lands, og þá séð um að koma
byggingakrana i skip i Ham-
borg fyrir aðila hér. Þau við-
skipti lægju ljós fyrir.
Samkvæmt fréttum frá
Þýskalandi er talið að Gunnar
hafi verið með um 20 þúsund
mörk i reiðufé er hann hvarf.
Hann tók þó aðeins venjulegan
ferðamannagjaldeyri hér áður
enhann fórog ekki vitað hvaðan
hitt er komið.
Alþjóðalögreglan Interpol
rannsakar nú hvarf Gunnars
Elissonar, en sú rannsókn hefur
ekki borið árangur enn sem
komið er.
— SG
sig eölilega ekki hafa heimild til
að ganga i berhögg við verð-
stöðvunarlögin vegna fordæmis.
Þarf þvi bersýmlega að leysa
þessi mál i heild á einhvern
hátt.
—SG
ÞAÐ
TÓKST!
Dansinn mun duna á ný I
veitingahúsinu Óðali I kvöld.
Ekki er nema rúm vika liöin
siöan efri hæöin var talin ónýt
eftir eldsvoöa sem kom upp
aðfaranótt fimmtudags.
Óðalsmenn hófu þó sam-
stundis viðgerðir og endurnýj-
un á hæðinni og þar hafa tugir
manna lagt nótt við dag að
undanförnu. Siðastliðinn
mánudag lét Jón Hjaltason,
„óðalsbóndi”, svo ummælt við
Visi, að opnað yrði á slaginu
sjö á föstudag. Ýmsir tóku
þessari fullyrðingumeðvarúð,
en nú er ljóst að allt verður til-
búið fyrir kvöldið og opnað
verður klukkan sjö. —SG
Vilja ekki
Karlsefni
„Þaö var ákveöiö i út-
geröarráöi i gær aö hafna þvi
aö kaupa Karlsefni”, sagöi
Ragnar Júlfusson formaöur
Útgerðarráös Reykjavikur-
borgar er Vfsir ræddi viö
hann.
Ragnar sagði að það sem
aðallega hefði valdið hefði
verið stærð skipsins sem hefði
þótt óhentug i dag. Karlsefni
er 730 tonn að stærð. Eins og
kunnugt er eru samkvæmt
samningum mun fleiri skip-
verjar á skuttogurunum yfir
500 tonn að stærð.
Ennfremur sagöi Ragnar að
skipið væri orðið það gamalt
að 12 ára klössunin væri
skammt framundan. Karls-
efni er smiðað I Þýskalandi
árið 1966 og var keypt hingað
notað.
Tilboö eigenda Karlsefnis um
að selja skipið var send
Borgarráði á sinum tima. Til-
boðið var siðan sent útgeröar-
ráði til umfjöllunar. Borgar-
ráð mun á næstunni taka mál-
ið fyrir.
Rætt hefur verið um að
breyta Þormóði Goða, einum
togara Bæjarútgerðarinnar. i
djúprækjuskip. Ef af þessu
yrði myndi rækjan verða unn-
in að öllu leyti um borð. Ragn-
ar Júliusson sagði að unniö
væri au þessu máli af fullum
krafti.
— EKG
Alþýðubankinn
Vantryggð lón námu 100 millj. króna
Alþýöubankinn var búinn aö
lána út nær 10 milljónir króna I
fyrra án þess aö fulinægjandi
tryggingar væru fyrir hendi
þegar blaöran sprakk. Þegar
hafa þrjátiu milljónir verið af-
skrifaöar, og búiö er aö ganga
frá fullnægjandi tryggingum
fyrir verulegum hluta af eftir-
stöðvunum. Hér var um aö ræöa
um 44% af heildarútlánum
bankans.
Þessar upplýsingar komu
fram á fundi forráðamanna
bankans með fréttamönnum i
gærdag. Jafnframt kom fram
að eftir að bankastjórar höfðu
látið af störfum lagöi bankaráö
fram 1,584.000 kr. til að unnt
yrði að kaupa þriðju flugvél Air
Viking. Vélin var upphaflega
fengin á kaupleigusamningi og
búið að greiða um 85% af
kaupverði i leigu. Alþýðubanki,
Samvinnubanki og Oliufélagið
tóku þá höndum saman um að
gengið yrði frá formlegum
kaupum þvi annars hefðu tapast
milljónatugir. Alþýðubankinn
tók samtima veð fyrir sinu
framlagi.
Fyrrverandi bankaráð
Alþýðubankans óskaði eftir þvi
að fram færi opinber rannsókn á
viðskiptum Air Viking, Sunnu
og Guðna Þórðarsonar við
bankann. Saksóknari ákvað
siðan að rannsóknin skyldi taka
til átta aðila i viðbót og stendur
sú rannsókn yfir. Niðurstöðu er
vart að vænta fyrr en meö vori.
Forráðamenn Alþýðubankans
lögðu áherslu á að ekkert væri
undan dregið og ekkert væri að
fela f sambandi við þessa
rannsókn. Nú væri brýnasta
verkefnið að efla traust fólks á
bankanum og almenningur
skipti nú i vaxandi mæli við
bankann þótt ekki væri um stór-
viðskipti að ræða.
— SG