Vísir - 10.12.1976, Blaðsíða 5

Vísir - 10.12.1976, Blaðsíða 5
5 Forseti Mexíkó Viö embættistöku hins nýja forseta Mexikó hafa ögn lækkað í bili mestu óánægjuöldurnar og ýfingarnar i Mexikó. Hversu lengi það lag helst I stjórnmálabriminu mexikanska er svo aftur vandséð, þvi Jose Lopez Portillo sest i forsetastól á timum einhverra verstu efna- hagsörðugleika Mexikó um margra ára bil og á við það vandaverk að glima þar að auki að reyna að draga úr flokka- dráttum og innbyrðist sundur- þykki þjóðarinnar. Fyrirrennari hans, Luis Echeverria, sem núna i vikunni laut i lægra haldi I framboði til framkvæmdastjórastarfs Sam- einuðu þjóðanna fyrir Kurt Waldheim, virtist hafa yndi af stjórnmálastælunum. öll tiltæki sin vildihann gjarnan réttlæta á hugmyndafræðilegum grund- velli, og hans háttur á meðferð mála leiddi æði oft til ýfinga, svo að þær 63 milljónir sem i Mexikó búa, stóðu uppi sundraðar, þegar valdatimi hans rann út 1. desember. Portillo er honum um flest ó- likur. Hann er sagður laginn framkvæmdamaður og góður stjórnandi, sem heldur sig niðri við jörðina en svifur ekki i skýj- um. Þaðþóttihonum likt, þegar hann við embættistökuna lagði áherslu á, að hann múndi láta hagvöxtinn sitja i fyrirrúmi hugsjónunum. Aukin framleiösla og neysla færð til samræmis við efni landsmanna var það sem hann hamraði á, um leið og hann krafðist þess, að þokað yrði á meðan til hliðar persónulegum kryt og sérhagsmunastreði. Ölikt Echeverria, sem lifði og hrærðist i stjórnmálunum, hef- ur Portillo litið látið að sér kveða á þeim vettvangi. Það eru ekki mörg ár , siðan hann gekk i þjónustu hins opinbera. Hins vegar hafði hann getið sér gott orð sem lögmaður og prófessor. Með þessum tveim mönnum hefur verið góður kunnings- skapur allar götur frá þvi að þeir lásu lög saman upp úr 1940. Þvi undruðust menn ekki, þegar Echeverria gerði Portillo að fjármálaráðherra sinum'. Hitt kom mjög flatt upp á menn, þegar Echeverria f fyrra tilnefndi Portillo sem tilvonandi eftirmann sinn til að fara i framboð til forsetaembættisins. Jafn litrikur og léttúðugur og Echeverria hefur stundum þótt á stjórnmálasviöinu; hefur hann verið púritanskur I einka- lifi sinu. Strax á námsárunum setti hann sér það markmið aö verða forseti landsins og undi sér aldrei hvildar við að stefna að þvi marki. Meðalvinnudagur hans er sagður hafa verið og vera enn fjórtán stundir. Portillo á hinn bóginn.jarö- bundinn og þurr I stjórnmála- skoðunum, þykir kunna vel að njóta lifsins. 1 einkasamkvæm- um þykir hann hrókur alls fagn- aðar, bráðfyndinn og heims- mannslegur, þótt kimnin og háðið þyki stundum svo háfleygt að fari kannski framhjá fjöldan- um. En það léttlyndi kemst hvergi nærri manninum i starfi hans, þar sem hann tekur ekkert ann- að gilt en dugandi verk- mennsku. Frá þvi að hann kom fyrst i ráðherraembætti, hefur hann engu eirt I tilraunum sin- um til að ýta við skriffinnsku- bákninu i landinu. „Manana”, (á morgun) er orðtak sem hermt er upp á mex- íkanska embættismannakerfið, frægt fyrir seinagang, pappirs- flóð og spillingu. Úr þessu vill Portillo bæta, meðan annað verkefni sem hann jafnframt leggur mikla áherslu á, er að henda gleggri reiður á útgjöld þess opinbera og reikninga, sem er I megnasta ólestri. Aður en hann getúr þó snúið sérað þeim málum verðurhann fyrst að leysa nokkra flókna hnúta, sem fráfarandi stjórn hnýtti, skömmu áöur en hún skildi við. Norður i landi i frjósamasta hluta Mexikó vaða jarðnæðis- lausir smábændur um, sem fundu bragðið og munar I meira, þegar Echeverria um leið og hann lét af embætti, þjóönýtti nokkrar stórjarðir og deildi út landi. Vinstrisinnaðir bændur settust upp i skrifstof- um jarðabótaráðsins núna i vikunni og viku ekki þaðan fyrr en að 36 kíukkustundum liðn- um. Þær aðgerðir fóru þó fram átakalaust, en úti I sveitum hef- ur komið til átaka, þegar smá- bændur hafa ætlað sér að taka með vopnavaldi jarðir af óðals- bændum. Hinn nýi forseti verður að finna leið til að friða bændur, án þess að fá upp á móti sér fylgj- endur einkaframtaksins, sem áttu i sifelldum útistöðum við Echeverria, en hafa sætt sig við Portillo. Annar hnútur biður lausnar i næsta mánuði, þegar verkalýös- samtökin hyggjast knýja á meö kröfur sinar um kjarabætur I háum launahækkunum, enda hvattir af Echeverria, áður en hann lét af forsetaembætti. í bakgrunninum er svo stærsta viðfangsefnið, sem er að koma efnahagslifi landsins upp úr þeim öldudal, sem nær hvolfdi þjóðarskútunni þegar mexikanski pesóinn var settur á flot fyrir þrem mánuöum. Portillo forseti getur naumast séð fram úr öllum vandamálum — að mati teiknarans Lurie. Opið á laugardögum kl. 10-4. Bilaskipti Skipti Scoutll árg. '74 8 cyl sjálfsk. dýrasta gerðin fæst í skiptum fyrir ódýrari bfl, t.d. Benz disel 72-74. Wagoneer Custom árg. 74 6 cyl. beinskiptur, fallegur bíll, fæst« skiptum fyrir ódýrari bíl, milligjöf má vera á skuldabréfi. Fallegur Comet árg. 73 4ra dyra sjálfsk. 6 cyl, fæst í skiptum fyrir ódýrari bíl. Bílar fyrir veðskuldabréf Wagoneer árg. 74 Scout árg. 74 Comet árg. 73 Fiat 132 árg, 73 Til sölu ó góðum kjörum eftirtaldir bílar VW 1300 árg. 72 Vauxhall Viva 71 Fiat 850 sport árg. 71 Fiat 850 árg 72 Saab 99 árg. 70 Volvo 544 árg. '64 Bílasalan v/Vitatorg. Opið frá Sími 12500 og 14100 ki-10-7 SAMVIN NIT KYCJ Q INGAJR Armúla 3 - Reykjavik - Simi 38500 Tilboð óskast í bifreiðar sem skemmst hafa í bifreiðaóhöppum Argerð Cortina XL1600 1974 Citroen G.S. * 1972 Bedford sendibifreið 1973 Hjólhýsi ScoutII 1972 Volkswagen 1300 1973 Chevrolet Impala 1964 Bifréiðarnar verða til sýnis að Smiðshöfða 17, Re'ykjavik föstudaginn 10/12 1976 kl. 12-17. Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygg- inga, Bifreiðadeild fyrir kl. 17 mánudag- inn 13/12 1976. Pfo 'e- feyfársváuiesSÝeJz d faz /rz/za/azy?* - ffíf/ar// J/fÁz/zaíc/m / f/7//z/2 œ /f/yyy//zy/z/e- \\ / f/Z/f ZZ<fsié’ý7f/7//z/7/r/rz//sz rzrf ff/f/zaJke’/frrz/rr ffkyfzf/af/ee/f ////zaz/f/ý- /é'ífuzfze /zf /frs/az yy/f Borgarplatt | ^lwynnn ! »iml *3-7370 kvöM of helfarsfmi 43-7355 Urval af Mf* bílaáklæðum (coverum) wlf* Sendum í póstkröfu Altikabúðin Hverfisgötu 72. S. 22677

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.