Vísir - 10.12.1976, Side 17

Vísir - 10.12.1976, Side 17
VISIR Föstudagur 10. desember 1976 17 A aðbanna fíotvörpu? Stóraukin sókn skuttogara í millifisk og smófisk „Stóraukin útgerð skuttogara hefur valdið aukinni sókn i millifisk og smáfisk og hljótum viö þvi að ihuga hvort ekki komi til greina að leggja flotvörpuna til hliðar um sinn”, sagði Kristján Ragnarsson formaður Landssambands islenskra út- vegsmanna er hann setti aðal- fund þess i fyrradag. Þessi orð mælti hann i fram- haldi af vangaveltum um friðunarráðstafanir. Sagði hann það hafa komið á dagskrá stjórnarLÍÚ að taka upp kvóta- skiptingu á þorskveiðum og leggja blátt bann við notkun flotvörpu um hrið. Hann kvað þó kvótaskiptingu vera mjög andstæða öllum dug- andi skipstjórum og útvegs- mönnum. ,,Bann við notkun af- kastamikils veiðarfæris eins og flotvörpu er einnig andstætt öll- um vilja til framfara en hlýtur þó að vera ásættanlegra”, sagði Kristján. —EKG Útvegsmenn á aðalfundi. A meöal þeirra eru skiptar skoðanir hvort banna eigi flotvörpu. Ljósmyndari Visis: Jens Margir selja aðeins nýja kjötið „Við höfum eingöngu verið með nýja kjötið siðan i október”, sagði Sigurður i Suðurveri i viðtali við blaðiö i morgun, „og ég veit að ýmsar aðrar verslanir i borginni hafa einnig eingöngu nýtt kjöt á boðstólunum”. Eins og frá var sagt i blaðinu á miðvikudag, eru enn eftir birgðir af kjötframleiðslu ársins 1975. Sigurður sagði, að verslanirnar réðu þvi hvort þær keyptu gamla kjötið eða hið nýja, og hefði hann það fyrir reglu að kaupa nýja kjötið strax og það væri komið á markaðinn. Hins vegar væri það misjafnt, hvort verslanir teldu sér hag í þvi að bjóða gamla kjöt- ið, sem væri þá á ódýrara verði. — ESJ. Þrír vilja komast í pró- fessorsstólinn úmsóknarfresti um prófessors- embætti i guðfræði við guðfræði- deild Háskóla íslands lauk 5. þ.m. Þrir umsækjendur eru um embættið, sr. Einar Sigurbjörns- son, dr. theol., sr. Gunnar Kristjánsson og sr. Kristján Búa- son, dósent. Stal 3 jólapðkkum Þremur jólapökkum var stolið úr ibúð i Breiðholti i fyrradag. Jólapakkarnir voru innpakkaðir og átti að fara að senda þá. Enginn var heima i ibúðinni þeg- ar þetta gerðist, en sökudólgurinn hafði pakkana á brott með sér. —EA Eigandaskipti hafa orðið á versluninni Miðbæjarblóm i Miðbæ við Iláaleitisbraut. Er eigandi nú Birgir Kristjánsson. A boðstólum eru afskorin blóm, blómaskreytingar, pottablóm og gjafavörur. Opnunartimi alla daga tii klukkan 19 nema föstudaga til klukk- an 22. Laugardaga og sunnudaga er opið til klukkan 19. Ingimar Eydal á styrktarhljómleikum Hljómleikar til styrktar þroskaheftum verða haldnir i Borgarbiói á Akureyri á morgun laugardag klukkan 17.00. öllum ágóða af skemmtuninni verður varið til vistheimilisins Sólborgar á Akureyri. Það er Július Jónasson sem hefur veg og vanda af þessum hljómleikum, en þar koma fram fjölmargar hljómsveitir og aðrir skemmtikraftar. Má þar m.a. nefna hljómsveitirnar Fló, Hjólið, Gústafus o.fl., og einnig kemur hinn vinsæli tónlistarmaður Ingi- mar Eydal fram ásamt aðstoðar- mönnum. Er ekki að efa að marga mun fýsa að heyra aftur i honum, og styrkja um leið gott málefni. Aðgangur verður seldur á kr. 1000, en sem fyrr segir verður honum varið til styrktar þroska- heftum. Allir þeir er fram koma á skemmtuninni gefa sina vinnu. —AH, Akureyri „Viðskiptaaðilar útgerðar lifa eins og blóm í eggi" r.rm.9L hú „Það fer ekki hjá því að það valdi oft vonbrigðum að finna það skilningsleysi sem rikir á málcfnum útvegsins þegar til þess er litið að allir þeir aðilar sem útgerðin á viðskipti við blómstra eins og blómi i eggi og er þá sama hvort um er að ræða oliufélög, tryggingafélög, skipa- félög er flytja afurðirnar úr landi, veiðafærasölur, dráttar- brautir eða viðgerða verk- stæði”. Þannig komst Kristján Ragnarsson formaður Llú að orði er hann setti 37» aðalfund Landssambands islenskra út- vegsmanna i fyrradag. Sagði Kristján bera brýna nauðsyn til að rétta hlut út- gerðarinnar. „Það er torskilið að útgerðin skuli vera sú horn- reka sem raun ber vitni”, sagði hann. ,,f þessu sambandi má nefna sagði Kristján, að aldrei virðist vera hægt að fá sanngjörn skipti milli útgerðar og fiskvinnslu og fer útgerðin alltaf með skarðan hlut frá þvi borði. f sambandi við fiskverðsákvarðanir á út- gerðin samleið með sjómönnum um leiðréttingu sinna mála.” —EKG MAGNUS E. BALDVINSS0N Gefíð nytsama jólagjöf Fóðruð fótlaga stígvél með hrágúmmí- sóla Verð 8.620.- Póstsendum w SKOB/ER Laugavegi 49, Opið til kl. 6 laugardag fsími 22755.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.