Vísir - 10.12.1976, Blaðsíða 19

Vísir - 10.12.1976, Blaðsíða 19
vism Föstudagur BÍLAVAL auglýsir Hðfum til sölu m.a. Volvo 144 De Luxe Argerö 1974 4ra dyra. tJtvarp m. kas. Vetrard. Skipti möguleg. Dodge Challenger árg. 1973 ekinn 31^ þús. mllur 8 cyl sjálfsk. Skipti á stærri amer.-bfl. Mazda 929 4ra dyra árgerö 1975. Litiö ekinn. Bronco árg. 1974 6 cyl beinsk. Fullklæddur faiiegur bfli. Skipti á ód. bil möguleg. Fíat 128 árg. 1973 útvarp og vetrardekk. Ford Mustang árg. '71 8 cyl. sjálfskiptur. Útvarp, vetrardekk. Skipti á ódýrari bil möguleg. Sjónvarp klukkan 22.05: Vondi maðurinn reynist góður Nick (John Garfield) til hægri, tekur á einhverjum sem honum likar ekki viö. Biómyndin i kvöld er banda- risk, merkilegt nokk, frá árinu 1951. Þar segir frá ungum manni, Nick, sem rænir miklu fé sem ætlað var til greiðslu launa. A flóttanum veröur hann iögreglumanni að bana, en kemst undan og felur sig i al- menningssundlaug. Þar hittir hann unga stúlku og fer meö henni heim. Þessi mynd, sem heitir öll sund lokuð (He Ran All The Way), var siðasta mynd leikar- ans John Garfield. Hann leikur I kvöld aðalhlutverkið á móti Shelly Winters. Hann lék i mörgum myndum á áratugnum milli 1940og 50, og ekki er að efa að margir sjónvarpsáhorfenda kannast við andlitið á honum. Garfield, sem hét i rauninni Július Garfinkle, var einn af þeim ólánssömu leikurum sem verða frægir i hlutverki ein- hverrar manngerðar, festast við hana, og leika siðan alltaf sömu rulluna. Þvi fleiri sem hlutverkin verða, þeim mun erfiðara er að losna úr klipunni. John Garfield varð frægur i hlutverki, manns á niðurleið, og eftir það var hann stöðugt á niðurleið i myndum sinum, þó ekki væri svo illa komið fyrir honum i raunveruleikanum. Þvert á móti. Hann varð vinsæll leikari. En svotil alltaf i sams- konar hlutverki — vondi náung- inn sem, þegar á reyndi, var góður. Myndin sem við sjáum i kvöld er ákaflega dæmjgerð fyrir þá sök. John Garfield var á sinum tima talinn hafa örlitla samúð með vinstri mönnum, og á Mc- Carthy timabilinu var það ekki til að auka atvinnumöguleika manna i Hollywood. Hann lést af hjartaslagi árið 1952, aðeins 39 ára gamall. Myndin i kvöld er ekki við hæfi barna. —GA Útvarp kl. 19.20: Jón Ásgeirsson lýsir fró Austur- Þýskalandi Jón Asgeirsson lýsir i kvöld viðureign austur-þjöðverja og islendinga i handknattleik, sem fer fram i Frankfurt. Engu er hægt að spá um úrslitin I kvöld, þvi allt getur gerst i iþróttum. Úrslitin i gærkvöldi eru ekkert til að byggja á. A myndinni er einn þeirra sem verða i eldlinunni, Þor- björn Guðmundsson úr Val. Hann er þarna i stimpingum við Axel Axelsson. Axel leikur i Vestur-Þýskalandi, sem kunn- ugt er, og landsliðsþjálfarinn nýi hyggst einmitt nota ferðina út tilað kikja.á hann, með það i huga hvort hann sé tækur i landsliðið. Lýsing Jóns hefst klukkan 19.20. — GA Kastljós i kvöld: Af hverju byggja sumir dýrara en aðrír? Af hverju byggja sumir dýr- ara en aörir? er spurningin sem varpað er fram i Kastljósi i dag. Upp á siðkastið hafa orðið nokkur blaðaskrif um verð á i- búðum, i framhaldi af þvi að Dyggung byggði sinar íbúðir. Rættverður við Þorvald Mawby og Öskar og Braga, eigendur samnefnds fyrirtækis, en ibúðir þess fyrirtækis eru helmingi dýrari en þær hjá Byggung. Væntanlega fást i þættinum skýringar á þvi. Seinni hluti þáttarins fer siðan i Fasteignaviðskipti, sem er ná- skylt mál. Fjallað verður um frumvarp um fasteignamiölun rikisins, og rætt við einn flutn- ingsmanna tillögunnar og fast- eignasala. Vilhelm G. Kristins- son sér um þennan hluta kast- ljóssins. Kastijós hefst klukkan 21.05. Ford Plnto St. árg. '73 Otvarp m. kas. Ný dekk. Skipti á ódýrari bil. BÍLASKIPTI Toyota St. Mark II árg. 1974 ekinn 35 þús. km. Skipti á ód. bfl. Opel St. i góöu lagi. árg. 1968. Skipti á bil á 7-900 þús. Chevrolet Malibu árg. 1971 6 cyl. beinsk. Skipti á bfl á 4- 700 þús. Scout 8 cyl. sjálfsk. árg. 1974 ekinn 34 þús. km. Verö 1700 þús. Skipti á ód. bfl möguleg. Escort árg. 1974 2ja dyra ekinn 39 þús. km. Skipti á bil á 3-500 þús. Fiat 125 Special árg. 1970. Skipti á Bronco eöa amer. fólksb. BÍLAVAL - Laugavegi 90-92 Símar 19092—19168 Viö hliðina á Stjörnubíói. Föstudagur 10. desember 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Lögg- an sem hló” eftir Maj Sjö- vall og Per Wahlöö Ölafur Jónsson les þýðingu sina (9). 15.00 Miðdegistónleikar Kohon-kvartettinn leikur Strengjakvartett i g-moll op. 19 eftir Daniel Gregory Mason, byggðan á negra- lögum. Stanley Black og Hátiðarhljómsveit Lundúna leika „Rhapsodie in Blue” eftir George Gershwin: Stanley Black stjórnar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn 17.30 tjtvarpssaga barnanna: „Óli frá Skuld” eftir Stefán Jónsson Gisli Halldórsson leikari les sögulok (21). 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar kl. 19.35 19.20 Landsleikur i handknatt- leik Þýzka alþýðulýðveldið — Island. Jón Asgeirsson lýsir siðari leiknum i Aust- ur-Berlin. 19.55 Þingsjá Umsjón: Kári Jónasson. 20.25 Fiðlukonsert i D-dúr eft- ir TsjaikovskíLeonid Kogan og hljómsveit Tónlistarhá- skólans i Paris leika: André Vandernoot stjórnar. 21.00 Myndlistarþáttur i um- sjá Þóru Kristjánsdóttur. 21.30 Útvarpssagan: „Nýjar raddir, nýir staöir” eftir Truman Capote Atli Magnússon lýkur lestri þýðingar sinnar (15). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Ljóöaþátt- ur Umsjónarmaður: Njöröur P. Njarðvik. 22.40 Afangar Tónlistarþáttur i umsjá Asmundar Jónsson- ar og Guðna Rúnars Agnarssonar. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. Föstudagur 10. desember 20.00 Fréttir og veöur 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Prúðu leikararnir Breskur skem mtiþáttur, þar sem leikbrúðuflokkum Jim Hensons sér um fjörið. Gestur i þessum þætti er Ruth Buzzi. Þýöandi Þránd- ur Thoroddsen. 21.05 Kastljós Þáttur um inn- lend málefni. Umsjónar- maður Guðjón Einareson. 22.05 Öll sund lokuö (He Ran All The Way) Bandarisk biómynd frá árinu 1951. Aðalhlutverk John Garfield og Shelley Winters. Nick rænirmiklu fé, sem ætlað er til greiðslu launa. A flóttan- um verður hann lögreglu- manni að bana, en kemst undan og felur sig i al- menningssundlaug. Þar hittir hann unga stúlku og fer með henni heim. Myndin er ekki við hæfi barna. Þýð- andi Ingi Karl Jóhannesson. 23.20 Dagskrárlok TU~ U

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.