Vísir - 10.12.1976, Blaðsíða 24

Vísir - 10.12.1976, Blaðsíða 24
VISIR Föstudagur 10. desember 1976 14 DAGARTIL JÓLA Fyrsti snjórinn í vetur suö- vestanlands féli loksins i gær og tók þá Loftur þessa mynd Gœsluvarðhald bílstjórans: Verður kœrunni vísað frá Hœsta- rétti? Óvist er meö öllu aö Hæsti- réttur taki til greina fram- komna kæru á gæsluvarö- haldsúrskuröinum sem kveö- inn var upp i Keflavfk. Til- kynning um kæru barst ekki fyrr en löngu eftir aö lögboö- inn frestur var runninn út. Bilstjórinn sem situr i gæsluvarðhaldi var úrskurö- aður i allt að 20 daga varðhald um klukkan 19 á þriðjudag. Samkvæmt lögum ber að lýsa kæru á slikan úrskurð innan sólarhrings frá þvi hann er birtur viðkomandi með skeyti eða bréfi. Einnig getur sá sem úrskurðaður er látið fara fram bókun þess efnis i þingbók meðan fresturinn varir. Það var ekki fyrr en á fimmtudag sem réttargæslu- maöur bilstjórans sendi skeyti um að hann kærði varöhalds- úrskurðinn til Hæstaréttar, en kæran hefði þurft að koma fram fyrir klukkan 19 á mið- vikudag. Viðar Olsen fulltrúi bæjar- fógeta i Keflavik. sagði i sam- tali við Visi i morgun, að hann væri að ganga frá gögnum málsins vegna kærunnar og þau yrðu send Hæstarétti i dag. Rétturinn yrði siðan að taka ákvörðun um framhald- ið. Þær kærur sem liggja fyrir á bilstjórann hljóða bæði upp á smygl og fjármálamisferli. Vegna frétta um að þeir Hauk- ur Guömundsson og Kristján Pétursson hafi lokkað bilstjór- ann til Keflavikur með aðstoð tveggja stúlkna og lagt þar fyrir hann gildru hefur Kristján lýst þvi yfir, að hann hafi verið i Reykjavik er handtakan átti sér stað. Bilstjóri þessi hefur lengi haft mikil umsvif á fjármála- sviðinu og meðal annars átt talsverð samskipti við kaup- mann i Keflavik sem er i stöðugum málaferlum vegna fjármálaviðskipta. —SG Fastar tekjur Stofnlónadeildar landbúnaðarins duga fyrir afborgunum og vöxtum af teknum lónum: Verður 1 % jöf nunargjald sett ofan á verð búvöru? — ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að vœnta nœstu daga „Viöhöfum lagtfram tillögur, sem viö teljum aö leysa vanda Stofniánadeildarinnar á viöun- andi hátt bæöi fyrir bændur og neytendur. Þcssar tillögur eru til meðferðar hjá rlkisstjórn- inni, og við búumst viö aö fá svar frá henni einhvern næstu daga”, sagöi Stefán Pálsson, framkvæmdastjóri Stofnlána- deildar landbúnaðarins, I viötali viö VIsi. Þaö kom fram hjá Stefáni, aö nefnd sú, sem landbúnaöarráö- herra skipaði fyrr á árinu til aö gera tillögur um breytingar á starfsemi deildarinnar, teldi, aö ekki væri hægt aö ganga lengra á verðtryggingarbrautinni. Hins vegar teldu þeir aö hægt væri.að leysa vanda deildarinn- ar á viðunandi hátt án aukinnar verðtryggingar. Vandi deildarinnar verður Ijós þegar litiö er á tölur frá 1975. Það ár voru tekjur deildar- innar af föstum tekjustofnum 391.5 milljónir króna, en deildin þurfti aö greiöa af teknum lán- um 407 milljónir, þ.e. 15 milljón- um meira en tekjurnar voru. Verðtrygging að hiuta til Reglur um verðtryggingu voru settar fyrir þetta ár. Stefán sagði, að verðtryggingin fyrir lán til ibúðarhúsa væri 40%, en 25% til allra annarra fram- kvæmda. Þá væri 100% gengis- trygging á lánum til vinnslu- stöðvanna, og 50% gengistrygg- ing á lánum vegna dráttarvéla- kaupa. Stefán sagði að rætt hefði ver- ið um að leysa vanda deildar- innar með þvi að leggja 1% jöfnunargjald ofaná verð bú- vöru. „Þetta kemur ekki verr við neytendur heldur en t.d. hækkun verðtryggingar, sem hvort sem er kæmi inn i verð- lagsgrundvöll búvöru.” Aðrar hugmyndir Stefán var að þvi spurður, hvort hugmyndin um samein- ingu Stofnlánadeildar og veð- deildar Búnaðarbankans væri enn til athugunar. ,,Við teljum að það sé leið,” sagði Stefán, en hann kvaðst ekki geta fjallað frekar um hug- myndir nefndarinnar á meðan rikisstjórnin heföi ekki tekið sinar ákvarðanir. Þess má einnig geta, að á fundi með bændum i Árnesi s.l. þriðjudag sagði landbúnaðar- ráðherra, Halldór E. Sigurðs- son, að hann teldi eðlilegt, að Byggingasjóður rikisins tæki til við fjármögnun ibúðahúsabygg- inga i sveitum af Stofnlána- deildinni. Semja lagafrumvarp Stefán sagði, að nefndin, sem ráðherra skipaði, biði nú eftir ákvörðun rikisstjórnar. Þegar hún lægi fyrir, sem væntanlega yrði einhvern næstu daga, myndi nefndin halda áfram að fullvinna álit sitt og semja drög að lagafrumvarpi. —ESJ. Mjólkurframleiöslan er mikilvæg grein landbúnaöarins. A myndinni er veriö aö setja mjólk I fernur I Mjólkursamsölunni Eins og sjá má á þessari mynd hefur snjó kyngt niöur á Akureyri undanfarna daga, og er bærinn nú oröinn alhvltur yfir aö llta. _ Vlsismynd: Anders Hansen Fannfergi tnmar samgöngur við Akureyri Snjó hefur kyngt niöur á Akureyri aö undanförnu. I allt haust hefur hinsvegar veriö óvenju snjólétt á Akur- eyri, og jafnvel svo, aö mörgum norölendingnum hefur þótt nóg um. En nú ættu þeir semsagt ekki að þurfa að kvarta lengur. Truflanir á samgongum hafa þegar orðið nokkrar, einkum i lofti. Ekkert var t.d. flogið milli Akureyrar og Reykjavikur frá þvi siðari hluta sunnudags og þar til á þriðjudagsmorgun. Beið þvi fjöldi manns eftir fa’ri þessa daga, en að öllu eðlilegu fara þrjár Fokker Friendship flugvélar daglega þessa leið, fram og tilbaka. Þarf flug þvi ekki að stöðvast lengi til þess að það valdi mikilli röskun. Færð á vegum i nágrenni Akureyrar hefur hins vegar ekki spillst að ráði, en ef hvessir er þó liklegt, að viða veröi þung- fært. Jólalegt er nú orðið um að lit- ast á Akureyri, bærinn alhvitur og jólaskraut komið upp i mið- bænum og við kirkjuna. —AH, Akureyri. Kartöflur hœkka í nœstu viku Það má búast viö töluveröri verðhækkun á kartöflum i næstu viku.enekki liggur enn fyrir hve mikil hún veröur. Sveinn Tryggvason, fram- kvæmdastjóri Framleiöslu- ráös landbúnaðarins. bjóst viö aö fundur yröi haldinn um þetta mál i dag. Um hækkunina vildi hann ekki spá. Grundvallar- prósentan, sem aö bændum snýr, er 6,6 prósent en óvíst er hvernig veröur meö smásölu- verslunina. — ÓT Hossmálið á Spáni: Síðari dómurinn í janúar Dómstólar i Cadiz á Spáni hafa ákveðið að fresta dóms- uppkvaðningu i máli is- lenska piltsins, sem hand- tekinn var þar i júni s.l. fyrir tilraun til að smygla hassi frá Marokkó. Verður málið liklega tekiö fyrir siðari hluta janúar og þá fljótlega dóms að vænta. Þarna er um siðari hluta dómsins aö ræða, en piltur- inn var i október s.l. dæmdur til að greiða um 700 þús- und peseta sekt eða sitja i fangelsi á Spáni i 4 ár. —klp—’

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.