Vísir - 10.12.1976, Blaðsíða 11

Vísir - 10.12.1976, Blaðsíða 11
vism Föstudagur 10. desember 1976 11 ■N Þjóðremban 09 flokkur hennor ^ÁmiBergma t siödegispistli fyrir skömmu var staöa Alþýöubandalagsins og stefna gerö aö umtalsefni. Var niöurstaöan sú aö þjööern- isstefna og tilfinningasöm róm- antik hefðu leitt flokkinn út i þá afturhaldsafstööu til mikil- vægra framfaramála um at- vinnuuppbyggingu og hagnýt- ingu náttúruauöiinda, sem geröi hann nánast verkalýösfjand- samlegan. Var og harmað hve sjónarmið jafnaöarstefnu hafa þar látiö undan siga fyrir þjóö- ernisstefnunni. Síðasti Móhíkaninn Nú var alls ekki viö þvi búist, aö málssvarar Alþýöubanda- lagsins myndu kippa sér upp við þessa lýsingu. Þvert á móti hlýtur hún að hafa fallið mörg- um þar vel i geð ekki sist þing- mönnum flokksins, sem ekki hafa átt stærra áhugamál, en að þvo af honum grýlu sósialism- ans. bað erþvi nokkurtgleðiefni að i Þjóöviijanum um siðustu helgi birtist grein eftir Árna Jiergmann, þar sem fyrr- greindri lýsingu á Al'þýðu- bandalaginu er mótmælt og þess freistað að sýna fram á að stefna flokksins sé þrátt fyrir allt ekki fjandsamleg hagsmun- um alþýðufólks. Eru þessi við- brögö Árna ánægjulegur vottur þess, að enn fyrirfinnst þar á blaðinu skriffinnur, sem vill viðhalda þeirri sósialisku hefð að hugsa skipulega um þjóðfé- lagsmál og láta ekki dægurmál rugla viðhorf til langtimamark- miða. Þaö er þvi fullverðugt að vikja nánar að hugleiðingum Arna. Hver veit nema útúr þvi gætu komið visbendingar um rétt svar við þeirri spurningu, sem æ fleiri velta fyrir sér nú orðið. Hvers konar flokkur er Alþýðubandalagið eiginlega? Aö visu ber hluti þess sem Arni segir of mikinn keim at- vinnumennsku i stjórnmála- skrifum að ástæða sé til þess að fjalla um það sérstaklega. Má hér nefna þau rök hans fyrir á- gæti þjóðernisstefnu að höfund- ur Siðdegispistils sé „hægri- krati” og snemmborinn fram- bjóðandi”, sem hafi ekki áhuga á gagnrýni á Alþýðubandalag- ið,,frá vinstri”, heldur einungis „fráhægri”,og boðskapur hans muni fá góðan hljómgrunn á „ársfundi Efnahagsbandalags- ins, aðalfundi General Motors og landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins. Aðrar athugasemdir Arna eru málefnalegar og verður ein- ungis að þeim vikið hér. S já Ifstæöisbarátta þjóöremba Arni bendir á að ekki sé hægt að meta þjóðernisstefnu rétti- lega án þess að taka fullt tillit til mismunandi ástæðna. Það sé ó- liku saman að jafna þjóðernis- baráttu nýlendna I þriðja heim- inum gegn kúgurum sinum, og þjóðrembu þeirri, sem evrópsk stórveldi hafa stundum gripist af. betta er auðvitað hárrétt at- hugað hjá Árna. Hér þarf að sjálfsögðu að gera greinarmun á og sá greinarmunur ræðst af aðstæðum. Af þeim dæmum, sem Arni tekur og eru ágætlega valin, má sjá að sá munur á að- stæöum, sem hér skiptir máli, er hvort viðkomandi þjóð er þegar sjálfstæð eða ekki. Undir- okaðri þjóð er þjóðernisstefna sjálfsögð og nauðsynleg. Oöru máli gegnir um þá þjóðrembu sem fullsjálfstæðar þjóðir hafa stundum notað til að æsa sjálfar sig til fjandskapar við annað fólk. Þetta er einmitt sá megin- munur á aðstæðum sem var i Þýskalandi nasismans og Viet- nam. í Siðdegispistlinum um hinn hægrisinnaða vinstriflokk var fjallað um þjóðernisstefnu i sjálfstæðu riki, Islandi. Auðvit- að réði kurteisi ein þvi að Al- þýðubandalagið var þar kennt við þjóðernisstefnu, en ekki þjóðrembu, sem er mun ná- kvæmara og réttara. jfHægrikratinn, þjóöerni) bgsósíalisminn Hinn hœgrisinnaðr vinstriflokkur bFyrir um þa5 bil viku skrifaSi | skærasta Ijós yngri deildar Jýöuflokksins, Finnur Torfi Befánsson lögfræfiingur grein i ■fsi um AlþvtiubandalagiB, sem Rnn kallabi ,,Hinn hægrisinnaöi tnstriflokkur". bverstæöuna 11 nafngiífcnni felst vildi hinn gegnir miklu margbrotnari hlut- verki i sögunni, en aö ala upp i þegnum öílugra hvitra stórvelda hroka gagnvart „óæðri” þjóöum. Miklu oftar er þjóöernisstefna frelsisafi, sem ekki spyr um meirl rétt en aörar þjóöir hafa, heldur um jafnan rétt. bjóöernisst ’ *' ótai hreyfinga mjög tengd viö- -/brögöum viö samsöfnun auös og vaids á æ færri hendur, viö- brögöum viö þeirri útþenslu fjöl- þjóðlegra auðhringa, sem hefur skert aö miklum mun fullveldi þjóörikja. „Fööuria ri"(K- Varðveisla sjálfstæðis og þjóðrembu Árni minnir á það, að þjóðern- isstefna hafi eflst meðal vinstri manna i þróðuðum iðnrikjum og bendir á andstöðu jafnaðar- manna i Noregi gegn aöild að Efnahagsbandalagi Evrópu þvi til staðfestingar. Þetta er einnig ''hárrétt hjá Arna. Jafnaðar- menn hafa sist verið áhuga- minni en skoðanahópar um varðveislu sjálfstæðis þjóða sinna. Þannig hefur enginn á- gréiningur rikt um það hér á landi, að aðild að EBE sé ts- landi hættuleg. Það er og á- og Finnur''' Torfi Stefánsjion skrifar: ■' v D greiningslaust i islenskum stjórnmálum að fara verður með fyllstu aðgát i samskiptum við erlenda auðhringi og erlent fjármagn yfirleitt og gæta þarf þess vandlega að það verði ekki til þess að yfirráð þjóðarinnar yfir efnahagslifi sinu glatist. En þjóðremba Alþýðubandalagsins gengur miklu lengra en þetta. Alþýðubandalagið á i „þjóð- frelsisbaráttu”, sbr. einkunnar- orð Þjóðviljans. 1 þvi felst að is- lendingar séu alls ekki sjálfstæð þjóð heldur ófrjáls og þörf sé á að endurheimta frelsi hennar. Menn hafa vonandi ekki gleymt þvi að samkvæmt mati Þjóðvilj- ans seldu islendingar frelsi sitt fyrir alllöngu siðan og hafa raunar selt það oft. Þjóðviljinn hefur talið alla Islenska stjórn- málaflokka utan Alþýðubanda- lagið óþjóðholla. Jafnvel Is- lenskir jafnaðarmenn hafa ekki sloppið við þann stimpil. Hann hefur m.a. veriö rökstuddur með þátttöku þeirra i samstarfí jafnaðarmanna á Norðurlönd- um. Alþýðubandalagið hefur verið andvigt aöild að EBE eins og jafnaðarmenn, en það var þaö lika gegn viðskipasamstarfi við Efta og þar kemur mismun- ur fram. Þá flugu brigsl um ó- þjóðhollustu um siður Þjóðvilj- ans eins og svo oft fyrr og siðar. Dularklæði þjóðremb- unnar. Hér kemur skýrt fram sá munur, sem við Árni erum sam- mála um að gera á varðveislu sjálfstæðis og þjóðrembu. Þaö einkenni þjóðrembu aö hamast gagnrýnislaust gegn öllum sam skiptum við aðrar þjóðir með litt dulbúnum brigslum um landráð og óþjóðhollustu hefur gengið sem svartur þráður um viðhorf Alþýðubandalagsins um árabil. Kreddufesta þjóðremb- unnar umvefur einnig viðhorf þess i náttúruverndarmálum og afstöðuna til hagvaxtar, eins og kemur fram i grein Arna. Ai- þýðubandalagið hefur haft eðli- legar áhyggjur eins og aðrir af mengun frá stóriðju. Hins veg- ar virðist mengun frá hinum „þjóðlegu atvinnuvegum” t.d. fiskvinnslu.skiþtaþar litlu máli. Þjóðerni mengunarinnar viröist ráða mestu um afstöðu þess. Svipað gildir um röskun náttúr- unnar. Þar eru orkuver slæm en þjóðlegur ágangur sauðfjár skaðlaus. Viðhorfin til hagvaxt- ar er enn eitt dæmi. Flestir fall- ast á að óheftur hagvöxtur getur haft tvirætt gildi, einkum á þenslutimum. Alþýðubanda- lagið virðist vera gegn hagvexti einnig á krepputimum sem nú, þegar samdráttur i efnahagslifi leikur alþýðufólk hvaö harðast. Sé allt þetta skoðað i heild virð- ist náttúruvernd, mengun og hagvöxtur einungis vera fyrir sláttur til að dylja hina raun- verulegu ihalds- og þjóðremb- ingsstefnu Alþýðubandalagsins og andstöðu þess gegn uppbygg- ingu nýrra atvinnuvega i landinu. Arni fellst á þaö, mjög mál- efnalega aö þjóöernisstefnu geti fylgt „vissar hættur frá sjónarhóli sósialista” og hægt sé „aö nota skirskotun til þjóöernis til að fela stéttarandstæður bak við almennt hjal um að við sé- um” öll i sama bát” ”, Er það ekki einmitt þetta sem Alþýðu- bandalagiö hefur gert með þjóð- rembu sinni. Laxárdeilan er hér augljóst dæmi. Arni virðist ekki gera grein- armun á fullnýtingu náttúru- auðlinda i þágu alþýðufólks og hagvexti, og telur að með þvi að krefjast hins fyrrnefnda vilji höfundur Siðdegispistils einnig það slðara. Ennfremur segir Arni að hér sé „komið að grund- vallaratriðum sem sósialiskar hreyfingar og verkalýðsflokkar hafa ekki gert upp við sig.” Þetta er misskilningur. Alþýðu- bandalagið hefur sýnilega ekki gert þetta upp við sig. Allt öðru máli gegnir um sósialiskar hreyfingar og verkalýðsflokka. Frá upphafi hefur það verið meginatriði i sósialiskri gagn- rýni á auðvaldskerfið, að það hagnýti ekki framleiðsluskilyröi til fulls, þar á meðal náttúru auðlindir. Það var einn megin- tilgangur kenninga Karl Marx að sýna fram á árangursrikari leiðir I þessu efni eins og Arna ætti að vera vel kunnugt. Árni unir þvi illa að stefna Alþýðu- bandalagsins skuli vera kölluð ihaldsstefna. Skrif hans veröa þó ekki skilin öðruvisi en hann telji ástæðulaust að hraða sér við að bæta efnaleg lifsskilyrði alþýðufólks hér á landi og gera þvi kleift aö vinna siðlegan vinnutima. Þetta getur komið með næstu kynslóð, og er þaö meiri róttækni að áliti Arna. Hér er augljóslega eins komið fyrir hugtökunum ihaldssemi og róttækni og vinstri og hægri, þjóðerni og sósialisma. A siðum Þjóðviljans er öllu þessu um- snúið og gert merkingarlaust. Hagnýting framleiðslu- skilyrða. Fyrirsögnin á grein Arna er „Hægrikratinn, þjóðerni og só- sialisminn”. Þar er fjallað allit- arlega um hægrikratann og þjóöernið. Sósialisminn fær hinsvegar litið rúm. Þetta er táknræn staöfesting á réttmæti þeirrar gagnrýni sem nú dynur á Alþýðubandalaginu utan þess sem innan. Vonandi á Árni Bergmann eftir að bæta úr þessu fljótlega. Vist er að aðrir skriffinnar Þjóðviljans eru ekki liklegir til þess. Bandaríkjamenn reyna borholur í fjögurór ( — áður en tekin er ákvörðun um virkjun ) „1 Geysisdal i Kaliforniu i Bandarikjunum eru borhoiur reyndar i fjögur ár, áður en tekin erákvöröun um gufuafisvirkjun á staðnum”, sagði Garðar Ingvars- son, ritari nefndar um orkufrekan iðnað i ræðu er hann flutti á fundi fulitrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akureyri á mánudagskvöldið. A fundinum ræddi Garöar um stóriðju og orkuöflun á Islandi, með sérstöku tilliti til stóriðju við Eyjafjörð. Garðar sagði ennfremur á fundinum að i raun og veru vissi enginn hve mikil orka það væri sem fælist i Körflu- svæðinu, og þvi væri ekki unnt að spá hvenær orkuframleiðsla þar hæfist. „Þvi ræður vist enginn nema sá fjandi er býr þar fyrir neðan”, sagði Garðar. Garðar kvaðst persónulega vera hlynntur hugmyndum um byggingu stóriðjuvers við Eyja- fjörð, einkum vegna þess að ekki kæmu nema þrir staðir á landinu til greina. I fyrsta lagi svæðið við Faxaflóa, en það yrði að teljast fremuróæskilegt að stuðla að enn frekari fólksf jölgun þar. Þá væri það Reyðarfjörður, en sá vandi væri þar fyrir hendi, að þar myndi risa upp svokölluð „comp- any-town”, þ.e. þar sem flestir eða allir ibúarnir ynnu við eitt og sama fyrirtækiö. Siikt heföi ekki gefist vel erlendis, og ættu islend- ingar þvi ekki að þurfa að brenna sig á þe im mistökum. Þá væri það Eyjafjörður, en þar væri nægi- lega margt fólk til að taka við stóriðjufyrirtæki, og þaö yrði til þess að fólki á Eyjafjarðarsvæð- inu fjölgaði enn, og yrði Akureyri þess þá umkomin að veita viönám gegn óhóflegri fólksfjölgun við Faxaflóa. AH, Akureyri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.