Vísir - 30.12.1976, Síða 2

Vísir - 30.12.1976, Síða 2
2 Hvað ætlarðu að gera á gamlárskvöld? B H B Vilhelm G. Kristinsson, frétta- maöur: „Ég er alltaf heima á gamlárskvöld með börnunum. Viö förum aö brennu, horfum á | sjónvarp og hlustum á útvarp og þar fram eftir götunum”. Sigurður G. Jónsson: „Ég verö bara heima og læt mér líöa vel”. I Þorbjörg Guömundsdóttir, full- trúi: „Ég ætla bara aö hafa þaö I huggulegt heima hjá mér i hópiS góðra vina”. » •/ • 4«.. c » » < *. » r <r r • /» ;f í 4 Fimmtudaeur 30. desemher l«7fi » * * e f t VTsm „Flugmálastjórn var vel kunn- ugt um ástand slökkvibílanna" — segir í yfírlýsingu varnarmáladeildar Varnarmálanefnd hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skrifa þeirra, sem orðið hafa í sambandi við þrjá slökkvibila frá varnarliðinu, sem flugmála- stjórn veitti nýlega viðtöku. Efni yfirlýsingarinnar fer hér á eftir, en milli- fyrirsagnirnar eru blaðsins. Fyrir nokkru voru flugmála- stjórn afhentar 3 notaöar slökkvibifreiöar frá varnarliö- inu. Blaöaskrif hafa orðiö um mál þetta. Þannig birtist 17. des. s.l. viðtal við slökkviliös- stjórann á Reykjavikurflugvelli i Þjóðviljanum þar sem segir: „Við skoðun hefur komið i ljós að hægt er að gera einn af þess- um þremur bilum upp með all- miklum tilkostnaði, en hinir tveir eru algert rusl, sem eng- um dettur i hug að reyna aö gera viö, sundurryðgaðir auk alls annars”. Siðar segir: „Enda væri það svo að kaninn væriað losa sig viö bilana vegna þess að þeir væru ónýtir. Fleiri eru ummælin og öll i sama dúr. Þetta er svo endurtekiö i Visi sama dag þar sem m.a. er full- yrt: „Gjafabilarnir ónýtt rusl”. 1 Þjóðviljanum 22. des s.l. fer svo flugmálastjóri sjálfur af stað og segir m.a.: „Þetta væru tæki, sem herinn væri hættur að nota, en það hefðu aftur á móti verið mistök hjá varnarmála- nefnd að þiggja þá, eins og þeir væruásigkomnirogláta lita út sem um einhverja „þjóðargjöf” til islendinga væri að ræða. Þar sem i viðtölum þessum er mjög hallað réttu máli telur varnar- málanefnd nauðsynlegt aö eftir- farandi komi fram: EINDREGIN ÓSK FLUGMÁLASTJÓRNAR Upphaf máls þessa er bréf, dags. 2. mars 1976 stilað til ut- anrikisráðuneytisins, og undir- ritað af Agnari Kofoed-Hansen, en bréfið er svohljóöandi: „A 878. fundi flugráðs, sem hald- inn var 26. f.m. var m.a. rætt um nauðsynlegar úrbætur á slökkviþjónustu á islenskum flugvöllum og kom þar fram að slökkvilið Keflavikurflugvallar er að losa sig viö ýmsan eldri búnað. Af þessu tilefni var gerð eftirfarandi samþykkt: „Flugráð beinir þeim ein- dregnu tilmælum til utanrikis- ráðuneytisins, að það hlutist til um, að allur sérhæfður sliSikvi- búnaður fyrir flugvallaslökkvi- liðið, þ.á.m. bifreiðar og tæki, sem slökkvilið Keflavikurflug- vallar hefur ekki lengur not fyr- ir, verði fenginn flugmálast jórn til að sinna brýnustu úrbótum i slökkviþjónustu á öðrum flug- völlum á íslandi.” Utanrikisráðherra taldi strax að óhjákvæmilegt væri að Sala varnarliðseigna afgreiddi málið á venjulegan hátt þ.e. með sölu þessa varnings til hæstbjóð- anda. Hins vegar vildi flugráð fá bifreiöarnar beint til ráðstöf- unar.og var þessiósk margend- urtekin i samtölum ýmissa flugráösmanna og starfsmanna flugmálastjórnar við ráðherra og starfsmenn varnarmála- deildar. Lauk þessu máli svo að sam- þykkt var að afhenda bif- reiðarnar flugmálastjórn til ráðstöfunar, en beiðnir um þær höföu lika borist utan af landi. Jafnframt var Sölu varnarliðs- eigna falið aö tollafgreiða þær. FÚSIR AÐ GEFA BIFREIÐARNAR Meðan mál þessi voru til um- ræðu kom fram að varnarliðið var fúst til þess að gefa bifreið- ar þessar, og tvær til viðbótar á næsta ári, gegn þvi að þær færu til flugvalla á Islandi þar sem þeirra væri mest þörf, en væru ekki seldar i pörtum, eins og fram að þessu hefur tiðkast hjá Sölu varnarliðseigna. 1 fyrrgreindum blaðaskrifum er látið að þvi liggja að ástand bifreiðanna hafi komið viðtak- endum algjörlega á óvart. Staö- reynd málsins er hins vegar sú að trúnaðarmenn flugmála- stjórnar höfðu kynnt sér ástand bifreiðanna með endurteknum skoðunarferðum til Keflavikur- flugvallar. Þetta staöfestir flug- málastjóri raunar með þessum orðum i Visi 23. þ.m. „Guðmundur Guðmundsson, slökkviliðsstjórinn okkar og Gunnar Sigurðsson, flugvallar- stjóri, voru löngu búnir að skoða þessa bila, suðurfrá, og viss.u vel um ástand þeirra.” Sjálfur skoðaöi flugmálast jóri bif- reiðarnar á s.l. vori. Þegar kunnugt var að bif- reiðarnar yrðu afhentar til notkunar á islenskum flugvöll- um lögðu slökkviliösmenn á Keflavikurflugvelli sig fram um að afla til þeirra tækja og búnaðar, þannig að þær gætu komið aö sem bestum notum. Af framansögðu er ljóst að umræddar 3 slökkvibifreiðar voru afhentar flugmálastjórn samkvæmt eindregnum tilmæl- um hennar, að undangenginni nákvæmri skoðun bifreiðanna af tilkvöddum trúnaðarmönn- um flugmálastjóra svo og hon- um sjálfum. Ummæli flugmála- stjóra og starfsmanna hans um hið gagnstæða eru þvi bæði röng og villandi. Páll Asg. Tryggvason Hallgrimur Dalberg HöskuldurOlafsson Hannes Guðmundsson Valtýr Guðjónsson. i-ÁR LANDHELGISSIGURS OG SAKAMÁLA I Guðný Valdemarsdóttir, ritari:* „Ég hef nú ekki planaö neitt sér-! stakt, — ætli ég verði ekki bara £ heima”. I ■ Björg Jónsdóttir, vinnur hjá Rannsóknarstofnun fiskiðnaðar-g ins: „Ég hugsa aö ég verði bara g heima og horfi á sjónvarpiö”. g Þá er árinu 1976 að Ijúka. Það mun siðar verða talið með viðburðarikasta timabili i sögu iandsins frá þvi iýðveldið var stofnað 1944, af þvi að á þessu ári náðust full yfirráð yfir tvö hundruð milna fiskveiöilögsögu, sem I senn tryggir framtið þjóðarinnar betur en nokkrar aðgerðir aðrar, og staöfestir forustu islendinga i fiskvernd- unarmálum og útfærslu fisk- veiðilögsögu, sem þegar er að verða alþjóöaregla. Allt tal stjórnarandstöðunnar, sem byggt er á hvisiingum og ógrunduöum staðhæfingum i sama landssölutón og viðhaföur er I varnarmálum, er ámóta pólitiskt fúlegg og málatilbún- aður hennar út af samnings- undirrituninni iOsló. Má raunar furöulegt heita hvað stjórnar- andstaðan leyfir sér I þessu efni, á sama tima og fiskveiðilög- sagan liggur öll og óskert i höndum okkar. Að öðru leyti hefur áriö fært okkur heim sanninn um, að ýmislegt er það i fari manna, sem gæti bent til þess að fyrst nú væru að veröa þær breyting- ar I þjóölifinu, sem mest var ótt- ast að yfir okkur dyndu, þegar aliar gáttir opnuðust tii umheimsins. Viö höfum veriö ákaflega fljót að tileinka okkur framfarir f verklegum og tækni- legum efnum, en nokkru seinni að apa eftir öðrum það sem miður fer, s.s. manndráp, þjófn- aði, smygl og fjársvindl. Umheimurinn var löngum uppfullur með slikan óhroða á sama tima og fólk efldi sig i dyggöum hér á norðurhjaran- um, sótti kirkjur á hverjum sunnudegi, las i Vidalinspostillu (allt fram að 1930 á Horn- ströndum) og liföi i frægöar- verkum og drengskaparhugsjón fortiðar. A þvi ári sem nú er að liða höfum við lifað i skugga a.m.k. sex mála, sem hvert um sig þætti nógur ársskammtur, bæði fyrir dómsmálakerfið og landsmenn I venjulegu árferði. Hér er um að ræða málin út af hvarfi Geirfinns Einarssonar, hvarfi Guðmundar Einarssonar og handtöku Guðbjarts Pálsson- ar, einnig svonefnd Antik-mál, ávisanamálið og Grjótjötuns- máliö. Ótalin eru þá ýms minni mál, sem hafa verið til umræöu, s.s. eins og hvarf Gunnars Elis- sonar, sem leitað var um alla Evrópu, en er nú kominn heim af sjálfsdáðum og án skýringar þegar þetta er ritað. Þannig hefur hlaðist upp ýmiss konar misferli, sem að magni til stendur hvorki I neinu samræmi viö fólksf jölda I landinu né þau umsvif sem svo litiö þjóöfélag býður upp á. Afbrot af fyrrgreindu tagi bera vott um taugaveiklun og skort á andlegu jafnvægi. Einnig hefur um áratugi skort nokkuð á þá forustu i menning- arlegum efnum, sem alltaf verður að vera fyrir hendi sam- hliða hinni stjórnmálalegu. Stjórnmálastarfið, allt frá þriðja tug aldarinnar, hefur sundrað hinni gömlu byggingu þjóöfélagsins, en mikið skortir á, að jafnhliða þvi hafi tekist að byggja upp ný varanleg huglæg gildi fólki til viðmiðunar. Ekk- ert stendur I stað og það er ekki við hæfi aö syrgja liðin gildi. Hitt væri óskandi að einhver næstu árin byrjaöi að örla á öðr- um viöfangsefnum en þeim, sem hafa verið helstu viöfangs- efni liöins árs að undanskildri fiskveiðilögsögunni. i landinu hefur staðið nær samfelld veisla i þrjátlu ár. Þetta langa parti er byrjaö aö segja til sin I óráðs- verkum, sem engan óraöi fyrir. Og útlit er fyrir að áriö 1976 sé upphafið að þvi stigi veislunnar, sem I gamla daga var sagt aö einkenndist af þvi að ýmist dyttu menn 1 fjóshauginn eða bæjarlækinn. Svarthöfði

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.