Vísir - 30.12.1976, Síða 4
4
Viðvörun um aðgót
vegna sprenginga o.fl. um óramót
Við læknarnir, og heyrnardeild Heilsu-
verndarstöðvar Reykjavikur, fáum til
meðferðar marga, einkum börn og ungl-
inga, sem orðið hafa fyrir meira eða
minna heilsutjóni af völdum ýmiskonar
skrautelda og sprenginga um þetta leyti
árs. Það er þvi full ástæða til að vara alla
við hættunni. Það er stórhættulegt og
beinlinis glæpsamlegt að kasta ,,kínverj-
um” og álika sprengjum að fólki.
Verði sprenging nærri eyra má búast við
varanlegri heyrnarskemmd, jafnvel einn-
ig gati á hljóðhimnu.
Flugeldar geta sprungið þegar i þeim er
kveikt. Gætið þess að andlit eða hendur
lendi ekki i stróknum frá eldflaug.
Blinda, brunasár og varanleg örorka hef-
ur þráfaldlega hlotist af óaðgætni við
tendrun eldflauga, og annars þess háttar.
Aldrei er of varlega farið með þessa hluti
og best að hafa þá ekki um hönd. Einkum
þurfa foreldrar og forráðamenn barna óg
unglinga að vera vei á verði og reyna að
sjá til þess að þetta unga fólk hafi ekki
sprengjur um hönd, en þær valda einkum
alvarlegu og varanlegu heilsutjóni.
Margir hafa komið til okkar á heyrnar-
deild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur
með skerta heyrn og sködduð eyru á
undanförnum árum. Látum það ekki
koma fyrir i þetta sinn.
Erlingur Þorsteinsson.
yfirlæknir heyrnardeildar.
Viðgerðamaður
Viðgerðamaður óskast til starfa i áhalda-
deild veðurstofu íslands. Umsækjendur
þurfa að hafa bilpróf og iðnmenntun er
æskileg í einhverri grein málmsmiða.
Umsóknir ásamt meðmælum og uppl. um
aldur menntun og fyrri störf sendist sam-
gönguráðuneytinu fyrir 6. jan. n.k.
Laun skv. kjarasamningum rikisstarfs-
manna.
Nánari uppl. um starfið gefur deiidar-
stjóri áhaldadeildar.
Veðurstofa ísiands.
Áramótatilboð
Garðshorns
Hyacintur til að endurnýja
skreytingar, aðeins 200 kr. stk.
Litlir túlipanar með lauk
aðeins 120 kr.
Hyacintuskreytingar aðeins 680 kr.
Ódýrar leiðisskreytingar.
Garðshorn
Fossvogi
Simi 40500.
Þessi mynd var tckin úr flugvél
og sýnir oliuslóöann sem lagt
hefuriír flaki oliuskipsins, Argo
Merchant, fyrir strönd Massa-
chusetts.
Olíu-
lekinn
þverr
Oliuskipinu Argo Mer-
chant var stýrt eftir
korti sem var úrelt og
sýndi ekki rétta strauma
við strönd Massa-
chusetts, þegar það
strandaði í sandrifi við
Nantucketeyju.
Eins og fram hefur komið i
fréttum, brotnaði skipsflakið i
tvennt á sandrifinu og hafa 7,5
milljón gallon af hráoliu lekið úr
skipinu mönnum til skelfingar,
sem óttuðust alvarlega mengun
af oliubrákinni. Skammt frá
strandstaðnum eru einhver auð-
ugustu fiskimið Bandarikjanna.
1 sjóprófum i gær kom fram hjá
skipstjóranum, aðhann hefði far-
ið eftir sjókortum frá þvi i nóv-
ember. A þeim var gert ráð fyrir
vestlægum straumum og skipinu
þvi stýrt fjórum gráðum austan
við rétta stefnu til þess að leið-
rétta skekkju, sem hlytist af þvi
að straumarnir bæru það af leið.
En kort, sem gilda áttu fyrir
desember, hefðu getað sýnt skip-
stjóranum, að straumar hefðu
bæði breytt um stefnu og styrk.
1 sjóprófunum hafa um leið
komið fram háar skaðabótakröf-
ur, sem gerðar hafa verið á hend-
ur útgerðarfélagi Argo Merchant
vegna tjóns af völdum oliulekans.
A meðan hefur strandgæslan
skýrt frá þvi, að oliubrákin úr
skipinu sé nú að leysast upp, og
hættan á að hún mengi sjávarlif á
þessum slóðum hafi minnkað til
mikilla muna.
Fimmtudagur 30. desember 1976
Í/ISIR
Telja sig ekki
óhulta á Grœn-
landsmiðum
fyrir íslenskum
varðskipum
Walter Clegg, sem verið hefur sem skilur að lögsögu Græn-
talsmaður Fleetwood-togara- lands og Islands,” sagði Clegg
sjómanna i breska þinginu, þingmaður.
kvaddi sér hljóðs i neðri mái- Togarar frá Fleetwood hafa
stofunni i gær, og skoraði á leitað á Grænlandsmið eftir
bresku stjórnina að senda her- þorski, eftir að veiðisamningur-
skip til styrktar breskum togur- inn við ísland rann út og þeir
um að veiðum við Grænland. — urðu að hafa sig á brott af Is-
Svona tii vonar og vara ef þau landsmiðum.
skyidu viliast inn í islenska fisk- „Grænlandsmið eru ægilegur
veiðilögsögu. staður til að stunda veiðar á
„Togaraútgerðirnar vilja fá þessum tima árs. Fiskimenn i
skip til aðstoðar, eins og þeir Fleetwood eiga skilinn allan
höfðu, þegar veitt var á íslands- þann stuðning, sem breska
miðum. Þeir vilja ekki lenda i stjórnin getur veitt þeim, fyrir
árekstrum við islensk varðskip hugrekki þeirra,” sagði Clegg.
vegna ruglings um miðlinuna,
U1,
Ábætisostur úr Maribó-, Gouda-, Óðalsosti og rjóma.
I hann er blandað ferskri papriku.
Að utan er hann þakinn rauðu paprikuduftL,
ostur er veizlukostur