Vísir - 26.01.1977, Qupperneq 5
Útlagarnir
sem ekki
njóta nóð-
unar Carters
Sumir þeirra ætla að vera um
kyrrt i Sviþjóð, þar sem þeir
hafa atvinnu, heimili og fjöl-
skyldur, en aðrir biða milli von-
ar og ótta eftir þvi að stjórnin i
Washington taki mildilega á
broti þeirra og leyfi þeim að
snúa aftur til Bandarikjanna.
Þeir eru bandarisku útlagarn-
ir I Sviþjóð, liðhlaupar úr hern-
um, sem fældust blóðvellina i
vietnamstriðinu. Sumir hafa
verið i Sviþjóð i hart nær tiu ár
og nokkrir hafa gerst sænskir
rikisborgarar.
Frá þvi 1967 hafa á annað þús-
und bandarikjamenn kosið út-
legð i Sviþjóð fram yfir viet-
namstriöið. 1 þeim hópi eru bæði
þeir sem hlupust á brott úr
hernum og hinir, sem komu sér
undan herkvaðningu. — Náðun
Jimmy Carters, þegar hann tók
við forsetaembætti, náöi ein-
ungis til þeirra, sem flúöu her-
kvaöningu. Mildin tók ekki til
þeirra 4,500 liðhlaupa hersins,
sem enn ganga lausir og banda-
risku herdómstólarnir hafa ekki
náð til enn. 1 þessum sama
kulda búa einnig yfir tvö hundr-
uð þúsund hermenn, sem vikið
var úr herb.iónustu með van-
sæmd.
Eins og menn minnast úr
kosningaslagnum i Bandarikj-
unum, fékk Jimmy Carter sam-
tök uppgjafahermanna i and-
stöðu við sig, þegar hann lýsti
þvi yfir, að hann hygðist veita
liðhlaupum uppgjöf saka.
Endirinn varð sá að hann
treystist ekki fyllilega til vegna
gremju þeirra, sem gegndu her-
skyldu sinni við land og þjóð,
eða aöstandenda þeirra, sem
féllu viö þau skyldustörf, að
stiga skrefið til fidls. Otkoman
var meðalvegur, bil beggja,
sem allir voru óánægðir með.
Jafnt þeir, sem krefjast þess aö
lögum veröi komið yfir þá, sem
svikust undan skyldu sinni, og
eins þeir, sem vildu, að ákærur
yrðu látnar niöur falla.
Bandarisku liðhlauparnir i
Sviþjóð segja, að hálfköruð náð-
un, geti aldrei komið þeim sár-
um til að gróa, sem ýfðust upp i
andstööunni við vietnamstriös-
rekstur bandarikjastjórnar.
Segjaþeir, að þvi áorki einungis
óskilorðsbundin náðun allra
andstæðinga vietnamstriðsins.
Stjórnin i Hvita húsinu hefur
svarað gagnrýni þeirra, sem
ekki sætta sig við þessa mála-
miðlun Carters, með loforði um,
að varnarmálaráðuneytið verði
látið endurskoða stöðu þeirra
manna og gera tillögur um það
fyrir forsetann, hvernig skuli
tekið á þeirra máli.
Fyrstu útlagarnir af þessu
tagi, sem komu til Sviþjóðar,
voru liðhlaupar úr bandarikja-
her. Þeir höfðu strokið úr her-
stöðvum i Vestur-Þýskalandi
eða annars staöar i Evrópu,
eftir að hafa fengið vitneskju
um að fyrir dyrum stæði að
senda þá til Vietnam.
Þeir, sem á eftir komu, voru
ungir menn, komnir á
herskyldualdur, sem annað
hvort gátu vænst á hverri
stundu herkvaðningar, eða
höfðu þegar fengið hana og flúið
úr landi frekar en gefa sig fram
á næstu skráningarskrifstofu
bandarikjahers.
Sænsk stjórnvöld veittu
þesum mönnum af mannúöar-
ástæöum dvalar- og atvinnu-
leyfi I Sviþjóö. Þau uröu þó ekki
viö kröfum ýmissa samtaka,
eins og striðsandstæðinga eða
félags, sem liðhlaupar mynd-
uðu, um að veita þessum mönn-
um hæli sem pólitiskum flótta-
möpnum..
A þessum árum, sem liðið
hafa, hafa flestir þessara striðs-
andstæðinga og liðhlaupa komið
sér fyrir, og skotið hálfgildings-
rótum i sænsku þjóðlifi. Þeir
hafa ýmist tekið aftur til við
námið, sem þeir höfðu verið
truflaðir við heima i Bandarikj-
unum, komist I atvinnu eða
hafið eigin atvinnurekstur.
Aðrir, sem gátu ekki aölagað
sig staðháttum, fluttu til
Kanada, Frakklands, eða
annarra landa.
Minnihluti lenti i útistöðum við
sænsk lög. Þar á meðal nokkrir,
sem áttu við neyslu eða dreif-
ingu á kannabis eða öðrum
sterkari fikniefnum. Komu þeir
illu orði á liðhlaupa og striðs-
andstæöinga upp til hópa.
Þegar Ford forseti gaf þeim
andstæðingum vietnamsstrlðs-
ins upp sakir, er vildu gangast
undir að sinna félagsstörfum
yfir samsvarandi langt timabil
og herskylda þeirra hefði kraf-
ist, snéru nokkrir heim til
Bandarikjanna og gáfu sig
fram. Þetta var 1974.
Það voru ekki nema fáeinir,
sem gerðust sænskir rikisborg-
arar. 1 skjóli sins nýja rikis-
borgararéttar hafa þeir getað
heimsótt Bandarikin sem ferða-
menn. Sumir þeirra hafa þó
borið sig undan þvi, að þeir séu
ekki látnir sitja við sama borð
og aðrir sænskir ferðamenn,
sem til Bandarlkjanna koma
og verði að þola ýmis takmörk-
unarákvæði, sem öörum ferða-
mönnum séu ekki sett.
Einn og einn þessara
liðhlaupa hafa áður gegnt þjón-
ustu i vietnamstriðinu. Þar á
meðal hermaður, sem I tiu ár
hafði þjónað i bandariska hern-
um, en hraus svo hugur viö þvi
aö verða sendur aftur til Viet-
nam að hann fyrirgeröi frama
sinum og eftirlaunavonum og
strauk til Sviþjóðar.
Striðsandstæöingarnir benda
gjarnan á striðsglæparéttar-
höldin iNurnberg yfir nasistum,
sem dæmdir voru til lifláts eða
langrar fangelsisvistar. Þessir
striösglæpamenn báru þvi allir
við, að þeir hefðu einungis fylgt
fyrirmælum yfirboðara sinna og
hefðu átt yfir höfði sér stefnu-
mót viö aftökusveit fyrir drott-
inssvik, liðhlaup og landráð, ef
þeir hefðu óhlýðnast. Þeir sem
stýrðu herdómstólum banda-
manna þá (þar á meðal banda-
ridkir hershöfðingjar) tóku þá
afsökun ekki gilda, og sögðu
sakborningum, aö þeir hefðu átt
að hlýöa rödd samvisku sinnar
fremur en fyrirmælum foringj-
anna.
Andstæðingar vietnamstriðs-
ins, sem leituðu hælis i Sviþjóð,
segjast hafa einmitt gert það,
hlýtt rödd samvisku sinnar, ,,en
þvi miöur á undan okkar sam-
tið, og áður en það komst i tisku
að vera á móti aðild Bandarikj-
anna að striðinu i Vietnam.” —
Þess vegna er okkur lagt þaö til
lasts og við ofsóttir fyrir.” —
Það stoðar ekki bandarikja-
stjórn að segja núna, að þetta
hafi allt verið einn sorglegur
misskilningur. Þaö verður aö
veita öllum uppgjöf saka til að
leiðrétta, ef það er einhvern
tima hægt að leiðrétta mis-
réttið.”
Þeim liggur ekki of hlýtt orð
til Fords fyrrverandi forseta,
sem var fljótur til aö gefa Nixon
fyrirrennara sinum upp sakir,
eiginlega óútfyllt náöunarbréf
fyrir hvaða afbrot, sem hann
kynni að vera sekur um I for-
setaembættinu, en þverneitaði
þeim um náðun.
MHM
H :
V;
iV :'-r4
mMÆmm
t/jm
mmmmM
WÉ>
pgp
mmm
v/vSvÝ
r'-: ■ .•.’"''VV'
' v-v- '■:■'.
lilliilp
1
. .
í-
.
■
1
í •••-■;: >'.
.Æ .'■■"' I
ÉIÉÍS ií
HMmmmm
mmmmm&mmm
i
WppiiáÍIB^^
I
1
{
'MMrMm
'-J 8
9nm
ém
;• r. ■■■ •• V'
Wmmm
>1
mmmm
%m
mm
411
Wæmsm
-
f m&mf
■
öSó&öí -V fytái ~'C '7 /.- V
- -^lWl
. •■ :
wsmwis
mBmm
ÉámMmk
„Því miður virðist þetta dagskráratriði hafa verið afar vinsœlt, því að œ fleiri heiðnir berast um
að það verði endurtekið