Vísir - 26.01.1977, Page 24

Vísir - 26.01.1977, Page 24
Nauðungaruppboð ó Snœfellsnesi: VÍSIR Miðvikudagur 26. janiiar 1977 Fundartörn hjó utan- ríkisráð- herra Einar Ágústson utanríkis- ráðherra verður upptekinn er- lendis á næstunni. t dag á- varpar hann Ráðgjafaþing Evrópuráðsins, I nafni ráð- herranefndar Evrópuráðs. A fimmtudaginn situr hann fund utanríkisráðherra Evrópuráðsrlkjanna og á föstudaginn verður hann við- staddur vfgslu nýrrar bygg- ingar í Strassborg. Meðan á dvölinni stendur mun utanrlkisráðherra undir- rita af Islands hálfu nýgerðan samning um ráðstafanir gegn hryðjuverkum og fleiri sam- inga aðildarrikja ráðsins. — EKG 31 bjórkassa stolið Þrjátiu og einum kassa af bjór varstoliðúr vöruskemmu um helgina. Virðast sökudólg- arnir heldurbetur liafa ætlað að gera sér glaðan dag, en I hverjum kassa eru 24 flöskur. Bjórinn sem er af gerðinni Lövenbrau, var geymdur I vöruskemmu á Eiðsgranda, og nefur hann án efa átt að fara á Keflavlkurflugvöll. Auk þess sem þessu magni var stolið, var mikið rótað til I skemmunni og aökoman fremur ljót. — EA Rafmagns- truflanir aftur í nótt ó Austfjörðum Enn er ólag á rafmagnsmál- um austfirðinga. Linan á Oddskarði sem liggur á milli Eskifjarðar og Neskaupstað- ar slitnaði i gærkvöldi. Einnig slitnaði um svipað leyti Ilnan milli Stöðvarfjarðar og Breið- dalsvikur og hlutust af þvi truflanir á suðurfjörðunum. Erling Garðar Jónsson, raf- magnsveitustjóri á Austur- landi, sagði I samtali við VIsi i morgun að snjólblll hefði verið sendur upp til að huga aö linunni yfir Oddsskarð. Vegna veðurs urðu viðgerðar- menn að snúa frá. Með þvi aö mæla út linuna frá Egilsstöð- um var hægt að finna bilunina og senda snjóbll að nýju upp. Búist er við að llnan komist I lag um hádegisbilið. Þar þarf ekki að fjölyröa um hver óþægindi hljótast af rafmagnstruflununum. Auk truflana á heimilum eru loönubræðslur i stórhættu er rafmagni slær út og mikil hætta á eldsvoða. —EKG Talstöð stolið Talstöð var stolið úr stórum vörubil sem stóð á Strandgötu I Hafnarfirði i fyrrinótt. Talstöðin er um 100 þúsund króna virði. Eru þeir sem ein- hverjar upplýsingar kynnu að geta gefið, beðnir að snúa sér til lögreglunnar I Hafnarfiröi. — EA Tíu bátar, þrjú frysti- hús og ein vatnsveita 10 bátar, 3 hraðfrystihús og ein vatnsveita er meðal þeirra eigna, sem sýslumaðurinn i Snæfellsnes- og Hnappadals- sýslu auglýsir á nauðungarupp- boði I nýútkomnu tölublaði af Lögbirtingablaðinu. Frystihúsin eru I Stykkis- hólmi og ólafsvlk. Kröfurnar á hendur Hraðfrystihúss Kaupfé- lags Stykkishólms eru rúmlega 45milljónir, auk vaxta og kostn- aðar, en á hendur hraðfrysti- húsanna tveggja I Ólafsvík ann- ars vegar 4 milljónir og hins vegar tæplega 1,3 milljónir, einnig auk vaxta og kostnaðar. Kröfurnar, sem leitt hafa til þess, að bátarnir 10 eru auglýst- ir á uppboði I Lögbirtingablaö- inu, eru mjög misháar, en sum- ar skipta nokkrum milljónum króna. Vatnsveitan, sem um er að ræða, er I eigu Neshrepps utan Ennis, og er krafan þar 8-9 hundruö þúsund auk vaxta og kostnaðar. Dagsetning upp- boðsins er 11. mars. —ESJ. Hún minnir óneitanlega á gos og hraunrennsli þessi mynd/ sem Ijósmyndari Vísis f Vestmannaeyjum/ Guðmundur Sigfússon, tók þar um helgina. Myndin er tekin inni á nýja hrauninu, Helgafell er fyrir miðju, en Eldfellið nýja sést ekki. Gufa stígur upp af hrauninu, en strókurinn, sem hæst ris er útblástur frá inntaki hraunhitaveitunnar í Eyjum. Eins og sagt hefur verið frá hér í Vísi eru nú rétt f jögur ár liðin frá því að Heymaeyjargosið hófst. KROFLUFRAMKVÆMDIRNAR TIL ATHUGUNAR: Iðnaðarrúðuneytið semur greinargerð fyrir ríkisstjórnina Geir Hallgrimsson forsætis- ráðherra- sagði I umræðum á Alþingi á mánudaginn, að nú væri unnið að endurmati á öll- um kostum varðandi framhald framkvæmda við Kröfluvirkj- un. Páll Flygenring, ráðuneytis- stjóri I iönaðarráðuneytinu, staðfesti I morgun I viðtali við VIsi, að verið væri að semja greinargerð um stöðuna varð- andi Kröflu, og yrði hún send ríkisstjórninni mjög fljótlega. 1 umræöunum sagöi forsætis- ráðherra m.a. eftiifarandi um Kröfluvirkjunarmálið: ,,Ég vil og láta það koma hér fram, vegna nýliðinna jarð- hræringa við Kröflu, að að sjálf- sögðu er rétt að endurmeta alla kosti um framhald fram- kvæmda þar. Iðnaðarráðherra hefur i samvinnu við viðkom- andi aðila og sérfræðinga unnið að þvi, og mun greinargerð um málið lögð fyrir rlkisstjórnina.” Blaðið hafði I morgun • sam- band við Pál Flygenring, ráðu- neytisstjóra og spurði hann um þessa greinargerð. ,,Það er rétt, að við erum núna að vinna að gerð skýrslu um stöðuna varðandi Kröflu- virkjun,” sagði Páll, „og þessi skýrsla verður send rlkisstjórn- inni.” Hann sagði, að hér væri ekki um mjög itarlega greinargerð að ræða, en hún væri ætluö til að gefa ríkisstjórninni hugmynd um hvernig málin standa. —ESJ Bandaríski stroku- fanginn ófundinn: Skipulögð leit ó vaHarsvœðinu Leitin að bandariska hass- smyglaranum Christopher Barba Smith, sem strauk úr herfangelsinu á Keflavikur- flugvelli, var haldið áfram I gær. Voru þá gengnar f jörur I ná- grenni Grindavlkur, en það hefur verið gett svo til dag- lega slðan bifreiðin sem stolið var fyrir utan fangelsið, fannst rétt hjá Grindavik. 1 Timanum I morgun er þvl haldið fram að enn hafi ekki farið fram skipuleg leit að Barba Smith i húsum á Kefla- vlkurflugvelli. Ekki kemur þetta heim og saman við þær upplýsingar sem við höfum aflaö okkur, og fengum staðfestar I morgun. Skipuleg leit hófst I Ibúðar- blokkum hermanna á Kefla- vikurflugvelli sl. mánudag og stendur enn yfir. Eru ákveðin svæði lokið af og hvert hús á þvl grandskoð- að. Hafa þessar aðgerðir farið mjög leynt af skiljanlegum áátæðum, þvi að ekki er vitað um öll sambönd sem Barba Smith hafði á Keflavikurflug- velli. —klp—

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.