Vísir - 26.01.1977, Síða 10

Vísir - 26.01.1977, Síða 10
10 VÍSIR Ctgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri:Davfð GuOmundsson Kitstjórar:Þorsteinn Fálsson dbm. Olafur Kagnarsson Kitstjórnaríulltrúi: Bragi Guömundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guömundur Pétursson. Um- sjón með helgarblaöi: Arni Þórarinsson. Blaöamenn: Edda Andrésdóttir, Einar Guöfinnsson, Elfas Snæland Jónsson, Finnbogi Hermannsson, Guöjón Arngrimsson, Kjartan L. Pálsson, Oli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guövinsson. Iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. Akur- eyrarritstjórn: Anders Hansen. C'tlitsteiknun: Jón Oskar Hafsteinsson og Magnús Olafsson. LJós- myndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson. Auglýsingastjóri: Þorsteinn Fr. Sigurösson. Dreifingarstjóri: Siguröur R. Pétursson. Auglýsingar:IIverfisgata tt.Slmar llGóo.Xbbii Afgreiösla: llverfisgala 44. Slmi 86611 Kitstjón-.Sföumúla 14.Slmi 86611, 7IInur Akureyri. Slmi 96-19806 Askriftargjald kr. 1100 á mánuöi. innnnlands. 1 Verö I lausasölu kr. 60 eintakiö. ' Prentun: Rlaöaprent hf. Að hreinsa andrúmsloftið Þingleiðtogi Alþýðuflokksins stóð upp utan dag- skrár á Alþingi á mánudag og bað forsætisráðherra náðarsamlegast að rjúfa stjórnarsamstarfið og efna til kosninga. Nauðsynlegt er I þessu sambandi að meta hvort tveggja I senn málsmeðferðina og þau efni, er standa til þessarar bónar stjórnarandstöðunnar. ógerlegt er að líta á mál þetta á annan veg en sem hreina uppákomu gerða i auglýsingaskyni. Með því að efna til umræðna af þessu tagi utan dagskrár er verið að nota Alþingi sem auglýsingastofu en ekki málstofu. Þetta blað hefur áður gagnrýnt pólitíska auglýsinga- starfsemi af þessu tagi og mun halda þvi áfram, enda grafa slíkir starfshættir undan virðingu þingsins. ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra benti rétti- lega á, að Alþýðuflokkurinn hefði ekki átt að flytja slíka bænaskrá utan dagskrár heldur með þingsálykt- unartillögu um vantraustá ríkisstjórnina eða einstaka ráðherra. Það er rétt leið til þess að koma ríkisstjórn- um eða ráðherrum frá. Ef Alþýðuflokkurinn meinar eitthvað með mál- flutningi sínum á hann vitaskuld að bera fram van- trauststillögu. ólafur Jóhannesson skoraði beinlínis á þingleiðtoga Alþýðuflokksins að bera fram vantraust á sig sem dómsmálaráðherra. Rétt væri að taka hann á orðinu og umræður þar um yrðu ugglaust skemmti- legar og á margan hátt þarfar. Að þvf er varðar efni kröfunnar um stjórnarslit og kosningar þegar í stað er í mörg horn að líta. Alþýðu- flokkurinn byggir þessa ósk sína fyrst og fremst á mistökum stjórnarinnar i orkumálum, sem ákafir talsmenn hennar kalla afrek og þrekvirki, og upp- iausn þeirri, sem ríkt hefur í dómsmálasýslunni. I báðum tilvikum er um réttmæt gagnrýnisefni að ræða. Á móti þessu verður að líta á þá staðreynd, að ef na- hagsmálin eru nú á mjög viðkvæmu stigi. Batnandi viðskiptakjör hafa styrkt nokkuð stöðu þjóðarbúsins á undanförnum mánuðum. Kaupmáttur útflutnings- tekna er þó enn um það bil 17% rýrari en fyrir þremur árum. Því er þörf á markvissum aðhaldsaðgerðum til þess að draga úr viðskiptahallanum og styrkja gjald- eyrisstöðuna. Jafnframt liggur nú mikið við, að víð- tæk pólitísk samstaða náist um aðhaldsaðgerðir á öll- um sviðum þjóðarbúskaparins f því skyni að útrýma verðbólgumeinsemdinni. Mjög vafasamt er, að kosningar nú í vetur stuðli að þeirri pólitísku samstöðu, sem nauðsynleg er, ef nokk- ur von á að vera til þess að draga úr óðaverðbólgunni. Forseti Alþýðusambandsins hefur réttilega sagt, að hún hafi öllu öðru fremur rýrt Iffskjör almennings í landinu. Höfuðskylda rfkisstjórnarinnar næstu mán- uði er að finna pólitfska leið að víðtæku samstarfi um þessi efni. Á sama hátt verður að gera kröfur til stjórnarand- stöðunnar og hagsmunasamtaka vinnumarkaðarins um ábyrga afstöðu til pólitískrar samvinnu um brýn- asta hagsmunamál heimila og fyrirtækja að stöðva verðbólguna. Hjaðningavfg og yfirboð hefðbundinnar kosningarbaráttu eru ekki heppilegasta leiðin að þvf marki eins og sakir standa. Á hinn bóginn er því ekki að leyna, að Framsóknar- f lokkurinn hefur átt í verulegum pólitfskum erfiðleik- um aðallega vegna upplausnarinnar í dómsmálum. Eðlilegtgæti þvf verið að flýta kosningum í þvf skyni að gefa Framsóknarflokknum kost á að leggja mál sfn fyrir kjósendur. Engum vafa er undirorpið, að með þeim hætti má hreinsa andrúmsioftið f þjóðfélaginu og efla á ný traust borgaranna á réttargæslukerfinu. óheppilegt væri hins vegar að láta slíkar kosningar fara fram þegar á næstu mánuöum, þar sem það gæti spillt fyrir nauðsynlegri pólitískri samstöðu um við- nám gegn verðbólgunni. Miðvikudagur 26. janúar 1977 VISIR 1 fljútu bragði viröast umræð- ur þær, sem fram hafa farið aö undanförnu um afskipti þeirra Einars Agústssonar utanrikisráöherra og ólafs Jó- hannessonar dómsmálaráð- herra af afplánun refsidóma, sem einn af ógæfumönnum þjóöfélagsins hefur hiotið, fyrst og fremst snerta heiöur þessara tveggja stjórnmálamanna og jafnvel þess flokks, sem þeir eru i forystu fyrir. Ef svo væri i raun og veru, væri ekki ástæöa fyrir aöra en þá sjálfa aö láta þessar umræö- ur til sin taka. En sé dýpra skyggnst veröur ljóst, aö fleira er um aö tefla en pólitiska æru og framtiö þessara tveggja ein- stöku stjórnmálamanna, þaö er ekki siöur um það aö ræða á hvaöa grundvelli reka eigi is- lenska stjórnmálabaráttu, hvaöa kröfur eigi aö gera, ekki einungis til stjórnmálamann- anna, heldur einnig til þeirra, sem gefa sig út fyrir aö vera samviska þjóöarinnar, aö visu samkvæmt eigin útnefningu. A þaö aö veröa rikjandi viöhorf, aö brigsl og dylgjur hinna siöar- nefndu um stjórnmálamenn og aöra veröi talinn hinn stóri sannleikur, nema árásarþolarn- irgetiá hverjum tima beinlinis sannaö sakleysi sitt? Eöa á aö fylgja þeirri reglu reglu réttar- rikisins, aö hver maöur sé sak- laus talinn þar til sekt hans sé sönnuö, og þeirri sjálfsögöu kröfu til þeirra, sem stunda op- inberar stjórnmálaumræöur, aö þeir leiöi a .m.k. sæmilega hald- bær rök aö máli sinu, en geti ekki látiö viö þaö eitt sitja aö láta gamminn geysa meö upp- hrópunum, hálfsannleik og dylgjum? MeÖ þessi sjónarmiö i huga viröast mér ásakanirnar nú á hendur þeim Einari Agústssyni og Ólafi Jóhannes- syni vera almennt mál, og fullt tilefni sé til aö nota þaö sem grundvöll aö nokkrum umræö- um um þær spurningar, sem aö framan er varpaö fram, einnig af hálfu þeirra, sem standa utan viö sjálfan hildarleikinn. Harðar ásakanir Þaö er alþjóö kunnugt, aö þessir tveir forystumenn Fram- sóknarflokksins, Einar Agústs- son utanrikisráöherra og Ólafur Jóhannesson dómsmálaráö- herra, hafa siöustu dagana sætt hinum höröustu ásökunum um persónulegan og pólitiskan siö- feröisbrest vegna afskipta þeirra af afplánun þeirra refsi- dóma, sem aö framan voru nefndir, og þess jafnvel krafist, aö þeir veröi látnir vikja úr em- bættum sinum af þessum sök- um. Eftir þvi sem næst veröur komist, viröist forsaga málsins vera á þessa leiö i sem stystu máli: Umræddur brotamaöur haföi hlotiö tvo fangelsisdóma fyrirtékkamisferli, annan upp á 12 mánuöi, hinn upp á 14 mán- uöi. Aöur en siöari dómurinn var kveöinn upp viröist hann hafa setiö af sér u.þ.b. þrjá mánuöi af refsitimanum sam- kvæmt fyrri dóminum, en þá veriö látinn laus til reynslu og gefiö tækifæri til þess aö koma undir sig fótunum á nýjan leik meö þvi aö taka aö sér skip- stjórnarstörf. Löngu eftir aö siöari dómurinn var kveöinn upp.eöa um sumariö 1976, hefst bæjarfógetaembættiö i Kefla- vik, sem meö máliö haföi aö gera, handa um fullnustu beggja dómanna i tilefni af nýrri kæru, sem þá barst á hendur manninum. Samkvæmt þvi, sem haft er eftir þeim starfsmanni embættisins, sem máliö annaöist, Valtý Sigurös- syni, gaf hann nú brotamannin- um aö eigin frumkvæöi þriggja vikna frest til þess aö ganga frá sinum málum áöur en hann hæfi aö taka út refsingu sina á ný. Um þaö leyti sem þessi frestur var aö renna út, veitti Valtýr manninum einnar viku frest i viöbót til þess aö búa sig undir refsivistina, aö þessu sinni sam- kvæmt beiöni Guöbjarts Páls- sonar. Aöur en þessi siöari frestur var liöinn mun utan- rikisráöherra hafa haft sam- band viö Sigurö Hall Stefánsson, þá settan bæjarfógeta i Kefla- vik, og beiðst þess, aö hinn brot- legi maöur fengi tveggja daga frest til þess aö ljúka viö aö ganga frá málum sinum áöur en hann hæfi að taka út refs- ingu, en samkvæmt frásögn Valtýs Sigurössonar er ekki aö sjá, aö málaleitan utanrikisráö- herra hafi haft nokkur áhrif i þá átt að lengja undirbúningstima mannsins undir fangavistina, enda mætti hann hjá Valtý á tilsettum degi samkvæmt um- tali Valtýs og Guöbjarts Páls- sonar til þess aö gefa sig fram til refsivistarinnar. Hóf hann aö taka út eftirstöðvar refsidóma sinna i ágústmánuöi sl., en eftir frásögn Jóns Thors deildar- stjóra i dómsmálaráöuneytinu var honum svo samkvæmt ákvöröun dómsmálaráöuneytis- ins sleppt úr haldi hinn 23. des. sl. á þann veg, aö honum var veitt skilorösbundinn frestun á afplánun refsingarinnar til 1. mai nk. vegna veikinda á heimili hans. Hefur einhver til sakar unnið? Þetta virðist vera forsaga fjaörafoksins. Viö hvern eða hverja er svo aö sakast út af frestuninni á afplánun refsing- arinnar frá júli til ágústmánaö- ar sl., eöa er yfirleitt viö nokk- urn aö sakast? Og þaö stór- lega vitavert aö veita hinum dæmda manni frestun á afplán- un refsingar sinnar nú i desem- bersl. meðþeim hætti, sem gert var, þegar litiö er til fram- kvæmdar refsidóma hér á landi almennt? Ef einhver hefur gerzt sekur um mistök i starfi varöandi frestunina á afplánun refsingar- innar, er þaö þá ekki sá dómarafulltrúi, sem sjá átti um framkvæmd hennar, en hafði ótilkvaddur gefiö hinum væntanlega refsifanga þriggja vikna frest til aö hefja afplánun- ina og síöan einnar viku viöbót- arfrest aö beiöni Guöbjarts Pálssonar áöur en Einar Agústsson svo mikið sem oröaöi þaö viö settan bæjarfógeta I Keflavik, að framkvæmd refs- ingarinnar yrði dregin um tvo daga? Sé einhvern hægt aö gagnrýna i þessu sambandi, er þaö auövitaö þessi embættis- maöur, en ekki veröur séö, aö — Þaö má þvl meö góöum rökum segja, aö umrædd framkvæmd Ólafs Jóhannes- sonar á reynslunáöun sé nú oröin venjuhelguö hvert álit sem menn kunna svo aö hafa á réttmæti hennar. einu sinni honum sé meö nokk- urri sanngirni unnt aö álasa. Lögum samkvæmt ber þeim aðilum, sem sjá eiga um fulln- ustu refsidóma, ekki skylda til þess aö hefjast handa á sama augnabliki og endanlegur dóm- ur liggur fyrir, en aö sjálfsögöu ber þeim skylda til aö sjá til þess, aö ekki veröi óeölilegur dráttur á framkvæmdum. Þaö er almenn venja bæöi hér á landi og i öör- um réttarrikjum, aö þeim, sem refsivistardóma hafa hlotið, sé veittnokkurtsvigrúm til þess aö koma persónulegum málefnum sinum fyrir áöur en afplánun hefst, ef öryggissjónarmiö eru þvi ekki til fyrirstöðu i einstök- um tilvikum. Og auövitaö er þaö matsatriöi hverju sinni, hve langan frest á aö veita i sliku skyni. 1 þeim rikjum, sem þeir islendingar, er einstaklingsrétt- indi vilja viröa, geta aldrei taliö tilréttarrikja.tiökastþaðá hinn bóginn, aöþeir, sem i ónáö falla, séu sviptir frelsi sinu og/eða trúnaöarstööum fyrirvaralaust (og aö sjálfsögöu oft án nokk- urrar sakar, raunverulegrar eöa sannaörar). Er engu likara en þaö sé eitthvert slikt kerfi, sem sumir vandlætingarpost- ularnir, er nú hrópa sem hæst, vilja innleiöa hér á landi. Ef vandlætingarpostularnir eru sjálfir sannfæröir um þaö, aö einhver þjóöfélagsborgari hafi V ....... Hörður Einarsson hrl. skrifar: T . gerst brotlegur viö lög, þá skal hann beint i steininn án athug- unar óvilhallra aðila á máli hans. Þá er venjuleg dóms- málameöferö, sem tryggja á réttaröryggi borgaranna, líka hinna seku, kölluö formsatriöa- fargan. Og séu vandlætingar- postularnir sjálfir nægilega sannfæröir um, aö tilteknir stjómmálamenn hafi til sakar unnið, þá skulu þeir settir út á kaldan klakann, án þess aö á- stæöa þyki til aö kanna mál þeirra til hlitar. Þaö er byrjaö á þvi aö krefjast þess, aö þeir veröi, Jireinsaöir” I staö þess aö krefjast rannsóknar á geröum þeirra, sem vel getur veriö rétt- lætanlegt aö gera, þó að á endanum kunni aö koma I ljós, aö slik rannsókn hafi veriö ástæöulaus. Þáttur herra utanrikisráð- Þá er rétt aö vikja frá vand- lætingarpostulunum aö Einari AgUstssyni utanrikisráöherra. Eftir þvi sem ég bezt get séö af þvi, sem upplýst hefur veriö um afskipti Einars Agústssonar af afplánunarmáli margum- rædds brotamanns, er ekkert viö þau aö athuga. I fyrsta lagi er ekki annaö aö sjá en viökomandi yfirvald hafi verið búiö aö ákveöa aö veita einnar viku viöbótarfrest á af- plánuninni, sem ekki var liðinn, þegar Einar Agústsson baö um tveggja daga frestinn. 1 ööru lagi var Einari Agústs- syni, þó aö hann sé utanrlkis- ráöherra, þaö fullheimilt sem hverjum öörum borgara, er vildi veita ólánsmanni nokkurt Miövikudagur 26. janúar 1977 — Ekki værimér eftirsjá f þvi, þótt núverandi rfkisstjórn í heild og sem mest af hennar stjórnarliöi, þ.á.m. þeir tveir ráöherrar Framsóknarflokksins, sem nú eru sérstaklega til umræöu, færu sem fyrst úr valdastööum sfnum, og óskandi er, aö sem fyrst megi takast aö skapa skilyrði fyrir traustari og stefnufastari landsstjórn en viö nú njótum. liðsinni, aö snúa sér til þess yfir- valds, sem meö málefni hans haföi aö gera I þvi skyni aö biöja honum mjög timabundinnar vægöar, ef þaö ekki skaöaði al- mannahagsmuni. Og þó aö yfir- valdiö hefði oröiö við beiöni utanrikisráöherra, heföi dtkert þurft að vera viö þaö aö athuga. greiöa götu þeirra samfélags- borgara, sem til hans leita sem alþingismanns eöa ráöherra, með eölilegar málaleitanir eftir þvi sem i hans valdi stendur og timi hans leyfir. Hinum mörgu litilmögnum i þjóöfélaginu— og oft jafnvel öörum — hvar I stjórnmálaflokki sem þeir sá, er reynslulausnarinnar nýt- ur, rjúfi eöa hafi jafnvel þegar rofiö þaö skilorö, sem honum var sett, eins og fram hefur ver- ið haldiö, á dómsmálaráöherra aö sjálfsögöu ekki annars úr- kosti en láta hann hefja afplán un sina enn á ný, en þaö er allt annaö mál og skiptir engu um menn, og þá ekki slst þeir, sem i fremstu viglinu standa, aö vera viöbúnirhöröum ádeilum, sann- gjörnum og ósanngjörnum, og auövitað getur ganrýnin bæöi varðaö stjórnarathafnir þeirra og persónulegar áviröingar. Og þeir veröa aö vera menn til aö svara árásum málefnalega og Stjórnmálabarátta á villigötum Viökomandi yfirvaldi var þaö i sjálfsvald sett, hvort þaö sinnti beiöninni eöa ekki, en á þaö viröistekkieinu sinnihafa reynt i þessu tilviki. Þeir menn, sem ekki hafa bein i nefninu til að segja hiklaust „nei” viö ráb- herrabeiöni, sem þeir telja óeðlilega, eiga ekki aö sitja i ábyrgöarstööum, sist af öllu i dómarasætum. 1 þriðja lagi hefur þvi ekki einusinni verið haldiö fram, aö af hálfu Einars Agústssonar hafi nokkrum þrýstingi verið beitt, er hann bar fram erindi sitt, heldur aðeins, aö hann hafi borið fram tilmæli. I fjóröa lagi ætti svo ekki aö skaða, aö menn leiddu almennt hugann aö þvi, hvort nokkuð sé viö þaö aö athuga, aö stjórn- málamenn frekar en aörir reyni aö greiöa götu náunga sins. í þessu efni er aö visu sem oft endranær vandrataö meöalhóf, og stjórnmá'.amenn veröa sér- stakiega aö gæta þess, aö ekki veröi af þeirra hendi um óeðli- lega ivilnun eöa mismunun aö ræða. Og vissulega er þaö manneskjulegri framkoma aö rétta þeim samborgurum hjálp- arhönd, sem i erfiðleikum eru staddir, heldur en aö nota áhrifastööur sinar til aö niöast á samborgurum sinum, eins og dæmi eru um, gömul og nýleg, aö ráðherrar og aörir áhrifa- menn hafi gert, — og hafa þeir ekki allir veriö úr Framsóknar- flokknum. Þaö er þess vegna von min, aö þegar frá liöur muni Einar Agústsson taka til nýrrar yfirvegunar þá yfirlýsingu, sem eftir honum hefur veriö höfö i tilefni af þessu máli, aö ekki þýöi eftirleiöis aö leita til hans um greiöa. Hann ætti þvert á móti hiklaust og kinnroöalaust að segja, aö hér eftir sem hing- aö til muni hann leitast viö aö standa, veitir sannarlega oftog tiöum ekki af þvi aö geta ioitaö iiösinnis hjá þeim, sem meira mega sin. Þáttur herra dómsmálaráð- Þvi má vei hreyfa, aö ákvörö- un ölafs Jóhannessonar dóms- málaráöherra aö veita um- ræddum refsifanga skilorös- bundna og timabundna reynslu- lausn úr fangavist eftir aöeins u.þb. sjö mánaða afplánunar- tima samtals, sé i raun og veru umdeilanlegri en afskipti Ein- ars Agústssonar af málefnum þessa manns. Sú ákvöröun er ekki samkvæm fyrirmælum hegningarlaga um reynslu- lausn, en er hins vegar I sam- ræmi við langa framkvæmd margra dómsmálaráöherra, m.a.s. framkvæmd þeirra fyrir- rennara ölafs Jóhannessonar i dómsmálaráöherrastarfi, sem enginn bregöur nú um óhlut- vendni. Þaö má þvi meö góöum rökum segja, aö umrædd fram- kvæmd á reynslunáðun sé nú oröin venjuhelguö, hvert álit sem menn kunna svo aö hafa á réttmæti hennar. Og vissulega er sú ébending rétt, sem fram hefur veriö sett i forystugrein i Visi, aö séu núverandi laga- ákvæöi um þetta efni talin of ströng, sé eðlilegast, aö sjálfum lögunum veröi breytt. En hitt er hins vegar fráleitt aö lita laga- framkvæmd núverandi dóms- málaráöherra um þessi efni öörum augum en sambærilegar athafnir fyrirrennara hans og ætlast til þess, að hún veröi látin varöa hann embættismissi. Komi hins vegar i ljós að maöur réttmæti eöa óréttmæti upphaf- legu ákvöröunarinnar. Fordæmi frá Hriflu- timanum Þeir fylgismenn Sjálfstæöis- flokksins og aðrir, sem um þess- ar mundirgera haröasta hriö aö greindum ráöherrum Fram- sóknarflokksins, heföu gott af þvi að rifja upp þann tima, er Framsóknarflokkurinn undir forystu Jónasar frá Hriflu reyndi meö áönnum ásökunum að knésetja forystumenn i Sjálf- stæöisflokknum, þá Thorsbræð- ur og Magnús Guðmundsson ráöherra. Vegna ásakana, sem á hann voru bornar, kaus Magnús Guömundsson þann kost aö láta af embætti meöan dómstólar fjölluöu um mál hans, og sú meöferð leiddi til þess, aö hann var sýknaður af öllum ásökunum, enda kom i ljós, aö þær áttu ekki viö hin minnstu rök aö styðjast. Hvorir stóöu svo aö leikslokum sterkari og sem hinir meiri menn, of- sækjendurnir eöa hinir ofsóttu? Þó aö ég hafi undanfarin misseri veriö litt hrifinn af mörgum stjórnarframkvæmd- um Sjálfstæöisflokksins og raunar núverandi rikisstjórnar og þingmeirihluta i heild, vona ég, að þaö eigi ekki til viöbótar ýmsu ööru böli Sjálfstæöis- flokksins eftir aö henda hann, aö hann veröi lika aö bráö gamla Hrifluofstækinu. Stjörnmálamenn hljóta að sæta gagnrýni Vissuiega veröa stjórnmála- standa þær af sér. En þótt stjórnmálamenn hljóti aö veröa aö sæta þvi aö mæta haröari og óbilgjarnari árásum en þeir, sem á flestum öðrum sviðum þjóölifsins starfa.eiga þeir —ogþó raunar miklu frekar þjóöin, sem kosiö hefur þá til trúnabarstarfa á sinum vegum — kröfu til þess, að þeir séu ekki án hinna al- sterkustu raka eöa sannana bornir sökum, sem varöa per- sónulegt siöferöi þeirra. Einar Agústsson. Hann ætti hiklaust og kinnroöalaust aö segja, aö hér eftir sem hing- aö til muni hann leitast viö aö greiöa götu þeirra samfé- iagsborgara, sem til hans leita sem alþingismanns eöa ráöherra, meö eölilegar málaleitanir, eftir þvi sem i hans valdi stendur og timi hans leyfir. Ádeiluefnin næg, þótt brotabrigslum se sleppt Ekki væri mér eftirsjá i þvi, þótt núverandi rikisstjórn i heild og sem mest af hennar stjórnarliöi, þ.á.m. þeir tveir ráöherrar Framsóknarflokks- ins, sem nú eru sérstaklega til umræöu, færu sem fyrst úr valdastöðum sinum, og óskandi er, aö sem fyrst megi takast að skapa skilyrði fyrir traustari og stefnufastari landsstjórn en við njótum nú. Adeiiuefnin á núver- andi stjórnarherra eru að minu áliti fjölmörg, sérstaklega frá sjónarmiði þeirra, sem aöhyll- ast heilbrigða efnahags- og fjár- málastjórn, stórminnkuö rikis- umsvif, sem mest sjálfstæöi og athafnafrelsi borgaranna og efl- ingu sjálfstæöis einkaatvinnu- reksturs. Og þeir munu á sinum tima veröa aö ganga fyrir þjóö- ina og fá sinn dóm, góöan eöa slæman, eftir þvi sem hugur þjóöarinnar þá stendur til. En sá dómur á samkvæmt leikregl- um lýöræðisins aö vera byggöur á málefnalegu mati kjósenda á störfum þeirra og persónueigin- leikum. Hann á ekki — og má ekki — fara eftir órökstuddum brigslum um siöferöislegar ávirðingar og allt aö þvi beina eöa óbeina þátttöku i glæpa- starfsemi. Þaö er ógnvekjandi aö standa frammi fyrir þvi sem staðreynd, aö slik brigslyröi skuli vera þaö, sem nú ber mest á i umræðum um islensk þjóö- félagsmál. Ef þeir, sem til hinna háu högga reiöa, hafa gild rök, svo aö ekki sé nú talaö um sannanir, fyrir ásökunum sin- um, skulu þeir koma fram meö þær. Aö öörum kosti er þeim sæmra að hafa nokkru hægar um sig en þeir hafa gert aö undanförnu. 1 bráö og lengd er þaö áreiöanlega farsælust réttar- regla, að hver maöur sé talinn saklaus þar til sekt hans sé sönnuö. Og þeirri reglu ber ekki aðeins aö játa i oröi, hana ber æ- tið að hafa i huga og viröa i verki. Frávik frá þessari mann- réttindarreglu má aldrei þola i siöuöu þjóöfélagi, þaö má ekki þola dómstólum aö brjóta gegn henni, það má ekki þola stjórn- málamönnum aö brjóta gegn henni, og þaö má heldur ekki þola fjölmiölum aö brjóta gegn henni. Enginn þjóöfélagsborg- ari má við þvi aö fara á mis viö þá vernd, sem grundvallarregl- ur réttarrikisins veita honum, og gildir þá einu, hvort hann er hærra eða lægra settur I þjóö- félagsstiganum. Þetta a-u alda- gömul sannindi, sem engir krossfaratilburöir fá breytt.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.