Vísir - 28.01.1977, Blaðsíða 19
SJÓNVARP KLUKKAN 21.
Jón G. Sól-
nes og
Vilmundur
Jón G. Sólnes
og Vilmundur
Gylfason. Þeir
hafa átt eftir-
minnilegar
samræður I
sjónvarpssal.
„Það verður fjallað
um Kröflu”, sagði Eið-
ur Guðnason umsjón-
armaður Kastljóss
þegar Visis spurðist
fyrir um efni þáttarins.
„Við. byrjum á jarð-
fræðilegum inngangi,
litum á hvað hefur ver-
ið að gerast undir yfir-
borðinu og hvað er að
gerast þar núna. Rætt
verður við nokkra jarð-
visindamenn um það
mál.”
„Svo verður litið á
hvað er að gerast fyrir
ofan yfirborð jarðar og
í kastljósi
í kvöld
þrir menn fengnir til
að ræða þau mál i sjón-
varpssal. Það eru þeir
Jón G. Sólnes, formað-
ur Kröflunefndar,
Ragnar Arnalds sem á
sæti i Kröflunefnd og
Jakob Björnsson orku-
málastjóri.”
„Vilmundur Gylfa-
son, menntaskólakenn-
ari verður mér til að-
stoðar i þættinum”
sagði Eiður að lokum.
— GA
SJÓNVARP KLUKKAN 22.
Lina Carstens og Fritz Rasp f hlutverkum sfnum.
Gamla konan hefnir sín
eftir að bankinn hafði tekið af henni húsið
Lina Braake, er nafnið á bfó-
myndinnisem sjónvarpið sýnir I
kvöld. Það er þýsk mynd frá ár-
inu 1974.
Höfundur handrits og leik-
stjóri er Bernard Sinkel, sem er
einn af efnilegri leikstjórum
þjóðverja. Um þessar mundir
á mikil breyting sér stað i
þýskri kvikmyndagerð og
margir efnilegir leikstjórar
hafa komið fram, eins og Fass-
binder, Herzog og fleiri, en
Sinkel er einn úr þessum hópi.
Yfirvöld i Þýskalandi hafa stutt
við bakið á kvikmyndaiðnaðin-
um, en það hefur til skamms
tima einungis komið fram i
mikilli framleiðslu á myndum i
stil við rúmstokksmyndirnar
dönsku þ.e.a.s. myndir sem
borga sig. Það er ekki fyrr en á
allra siðustu árum að þýskar
kvikmyndir hafa náð einhverj-
um vinsældum utan landsins
sjálfs, og það er mest að þakka
þessum ungu leikstjórum.
Aðalleikararnir^ i myndinni
eru bæði um 80 ára gömul, og
bæði voru upp á sitt besta á
blómatima þýskrar kvik-
myndagerðar, fyrir og um 1920.
Myndin, sem að sögn þýðand-
ans Veturliða Gunnarssonar er
nokkuð góð, segir frá Linu
Braake 82 ára gámalli. Hún þarf
að flytjast úr ibúð sinni, þar sem
banki hefur keypt húsið til nið-
urrifs. Bankinn sér henni fyrir
plássi á elliheimili, þvi að hún á
ekki iannað hús að venda. Þessi
breyting seturað sjálfsögðu allt
lif hennar úr skorðum og að
henni sækir þunglyndi.
Þá kynnist hún gömlum
manni á elliheimilinu, sem var
á sinum tima mikill fjárglæfra-
maður og hann heldur sér lif-
andi með þvi að halda áfram
alls konar fjárplógsstarfsemi.
Þessi maður hjálpar henni að
hefna sin á bankanum með þvi
að svikja út úr honum fé.
Myndin ei- tæplega eins og
hálfs tima löng og I henni er
ekkert ofbeldi.
— GA
Útvarp klukkan 20.45:
Fröken Júlía og Herranótt MR
Sigurður Pálsson er umsjón-
armaður Ieiklistarþáttarins i
útvarpinu I kvöld.
„Það verður ýmislegt tekið
fyrir” sagði hann I samtali viö
Vfsi, „meðal annars ræði ég við
Nigel Watson sem er einn af
þeim sem standa að baki
Hreyfileikshússins. Þau hafa nú
nýlega sett upp 'sýningu á
„Fröken Júlia alveg óð” á Fri-
kirkjuveginum. Þetta er til-
raunaleikhús og ég mun fjalla
um starfsemi þess.”
„Þá mun ég heimsækja
Herranótt MR og ræða við þann
sem er leikstjóri hjáþeim, Helga
Skúlason. Um þessar mundir
stjórnar hann einnig Nótt ást-
meyjanna, sem nýlega var ver-
ið að flytja upp á stóra sviðið I
ÞjóðleÍKhúsinu. Verkið sem
sýnt verður á Herranótt MR
heitir Sú gamla kemur I heim-
sókn, þekkt verk sem sýnt var i
Iðnó fyrir 10-12 árum”
„Eitthvað fleira verður I
þættinum”, sagði Sigurður að
lokum.
— GA
Föstudagur
28. janúar
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Undraheimur dýranna.
Bresk-bandarisk dýralifs-
mynd. Farfuglar Þýöandi
og þulur Ingi Karl
Jóhannesson.
21.00 Kastljós Þáttur um
innlend málefni. Umsjónar-
maður Eiður Guönason.
22.00 Lina Braake. Þýsk bió-
mynd frá árinu 1974.
Höfundur handrits og leik-
stjóri Bemard Sinkel. Aðal-
hlutverk Lina Carstens og
Fritz Rasp. Linda Braake er
82 ára gömul. Hún þarf aö
flytjast úr lbúö sinni, þar
sem bankihefur keypt húsiö
til niðurrifs. Hún er flutt á
elliheimiligegn vilja sinum.
Henni verður brátt ljóst, aö
hún hefur sætt harðræöi af
hendi bankans, og hyggur
þvi á hefndir. Þýðandi
Veturliði Guðnason.
23.25 Dagskrárlok.
Föstudagur
28. janúar
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. Við vinnuna:
Tónleikar.
14.30 „Játvaröur konulaus”
Birgir Svan Simonars. les
nýja smásögu eftir Sigurð
Arnason Friöþjófsson.
15.00 Miödegistónleikar
Christian Ferras og Pierre
Barbizet leika Sónötu I A—
dúr fyrir fiðlu og pianó eftir
César Franck. Melos-kvart-
ettinn leikur Strengjakvart-
ett nr. 2. i C-dúr eftir Franz
Schubert.
15.45 Lesin dagsrá næstu viku
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Popphorn
17.30 Útvarpssaga barnanna:
„Borgin við sundið” eftir
Jón Sveinsson (Nonna).
Freysteinn Gunnarsson isl.
Hjalti Rögnvaldsson ies sið-
ari hl. sögunnar (4).
17.50 Tónleikar. Tilkynningar.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.36 Þingsjá Umsjón: Kári
Jónasson.
20.00 Tónleikar Sinfóniu-
hljómsveitar tslands i
Háskólabiói kvöldiö áöur:
fyrri hluti. Illjómsveitar-
stjóri: Páll P. Pálsson
Einleikarar: Gisli Magnús-
son og Ilalldór Haraldsson.
a. Concerto breve op. 19 eft-
ir Herbert H. Agústsson. b.
Konsert fyrir tvö pianó og
hljómsveit eftir Béla Bar-
tók. — Jón Múii Amason
kynnir tónleikana.
20.45 Leiklistarþátturinn i
umsjá Sigurðar Pálssonar.
21.15 Divertimento i D-dúr
fyrir tvö horn og strengja-
sveit eftir HaydnFélagar úr
Sinfóniuhljómsveitinni I
Vancouver leika.
21.30 Útvarpssagan:
„Lausnin” eftir Arna Jóns-
son Gunnar Stefánsson ies
(11).
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir Ljóðaþátt-
ur Umsjónarmaöur: Öskar
Halldórsson.
22.40 Afangar Tónlistarþáttur
sem Asmundur Jónsson og
Guöni Rúnar Agnarsson
stjóma.
23.30 Fréttir. Dagskrárlok.