Vísir - 03.02.1977, Blaðsíða 3

Vísir - 03.02.1977, Blaðsíða 3
vism Fimmtudagur 3. febrúar 1977 3 Siguröur fleygöi stól i gegnum þennan giugga og stökk sjálfur á eft- ir, rétt áöur en herbergiö varö alelda. fengu litlu bjargað. Þaö var vonlaust að reyna að bjarga nokkrum innanstokksmunum”. „Þeirn tókst þó fljótlega að hemja mesta eldinn og að verja minn enda af húsinu. Þar er eld- traustur veggur i milli, annars hefði hann örugglega farið lika”. „Þegar slökkvistarfinú var lokið fórum við að týna út hús- muni. En það er held ég allt ónýtt. Það brann vist allt sem brunnið gat, og ég hef litla von um að hægt sé að gera þetta upp”. „Húsið sjálft er hinsvegar heillegt eftir og við tökum til ó- spilltra málanna við að innrétta það aftur. Það var tryggt, en ekki nærri nógu hátt”. „Það er talið að eldurinn hafi komið upp i eldhúsinu, en fulln- aðarrannsókn er ekki lokið”. —ÓT Hreinn stökk út um dyrnar á sínum hluta hússins til aö brjóta upp hurðina sem örin bendir á, en þá stóöu eldtungurnar á móti honum. Gagnfrœðaskólar og Iðnskóli borgarinnar sameinaðir: Iðnskólinn verður verkstœðisskóli ó fjölbrautarstiginu Gagnfræöaskólarnir i Keykja- vik og Iðnskólinn veröa sam- einaöir i eitt fjöibrautarskóia- kerfi i haust undir sameiginlegri yfirstjórn. Nefnd fuiltrúa menntamálaráöuneytisins og borgaryfirvalda vinuur nú aö skipulagningu þessarar breyting- ar aö þvi er Kristján J. Gunnars- son, fræöslustjóri I Reykjavlk tjáöi Visi i morgun. „Gagnfræðaskólarnir fara allir yfir á fjölbrautarstigið i haust og þá er ætlunin að Iðnskólinn i Reykjavik verði verktæðisskóli fyrir fjölbrautarstigið, en að bók- lega námið fari fram I húsnæði gagnfræðaskólanna sagði Kristján. Iðnskólinn hefur hingað til starfað sjálfstætt, en verður nú felidur inn i nýja kerfið og mun heyra undir fræðsluskrifstofuna. —ESJ „Corky fluttí hossíð inn sem varahluti" //Að mínum dómi er strokufanginn Corky einn af umsvifamestu giæpa- mönnum sem starfað hafa hér á iandi og virðist hafa haft furðu frjálsar hendur. Til dæmis fer hann til Amsterdam haustið 1975 þrátt fyrir farbann, kaupir þar 10 kiló af hassi og sendir heim með bandarískri herflugvél í pakka sem merktur er flugvélavara- hlutir og þetta flýgur í gegn" sagði Haukur Guðmundsson, rannsókn- arlögreglumaður á fundi hjá Junior Chamber i Reykjavík i fyrrakvöld Haukur var gestur fundarins og eftir stutta framsöguræðu svaraði hann fjölmörgum fyrir- spurnum frá fundarmönnum. Mikið var rætt um innflutning og sölu á hassi og öðrum fikni- efnum. Strok bandariska her- mannsins, Christopher Barba Smith úr fangageymslu á Kefla- vikurflugvelli gaf tilefni til margra fyrirspurna. 1 þvi sambandi gat Haukur þess, að fyrstu málin á hendur honum vörðuðu innflutning á um 28 kilóum af hassi og greindi hann frá þessari inn- kaupaferð hans til Amsterdam. — SG Þurfa ekki lengur að leita til meginslandsins með tryggingar — Bótaóbyrgð Vestmannaeyja tekur upp alhliða tryggingu ó 115 óra afmœlinu Gestirskoöa myndir úr sögu félagsins á 115 ára afmælinu. Ljósmynd VIsis Guömundur Sigfússon Vestmannaeyjum. Á 115 ára afmæli slnu ætlar Bátaábyrgöarfélag Vestmanna- eyja aö veita vestmannaeying- um kost á alhliöatryggingu. Aö sögn Jóhanns Friöfinnssonar framkvæmdastjóra félagsins hafa tugir milljóna runniö út úr byggöarlaginu i formi trygg- ingariögjalda sem greidd hafa veriö try ggingarf élögum i Reykjavik. Bátaábyrgöar- félagiö geymir hins vegar fé sitt i lánastofnunum I Eyjum svo þaö nýtist eyjabúum, aöeins. Jóhann sagði að Báta- ábyrgðarfélagið væri þriðja elsta félag sinnar tegundur á Is- landi. Var það stofnað af Ut- gerðarmönnum og skipstjórum á siðustu öld til þess að vinna að þvi að fá tryggingar inn i landið. Jóhann sagði að félagið væri eina bátaábyrgðarfélagið á landinu sem væri algjörlega sjálfstætt og starfar þaö eftir sérstökum lögum. Samkvæmt lögum um Samábyrgð Islands endurtryggir félagið hjá Sam- ábyrgðinni. Bátaábyrgð Vestmannaeyja hefur nú látiö ljósprenta allar fundarbækur sinar. Er ætlunin að afhenda bókasafni staðarins þær þegar það kemst i nýtt hús- næði. —EKG Fiskverðhœkkanir ó Bandaríkjamarkaði: „GEFUR EKKI TILEFNI TIL AÐ GREIÐA f VERÐJÖFNUNARSJÓÐ" „Ég álit að þessar verö- á Bandarikjamarkaöi. hækkanir gefi ekki tilefni til aö Þorskblokkin er nú komin i 95 farið veröi aö greiöa i verö- sent Ur 90 sentum og ýsublokkin jöfnunarsjóö” sagöi Eyjólfur ís- i 100 sent úr 95. Eins og Vlsir feld Eyjólfsson framkvæmda- skýrði frá fyrir nokkru hækkaði stjóri Sölum iöstöðvar þorsk og ýsublokk ekki alls fyrir Hraðfrystihúsanna er Visir löngu. Þá hækkuðu neytenda- ræddi við hann I morgun um ' pakkningar, en það hefur ekki verðhækkanir á þorsk og ýsu- gerst núna. blokk sem undanfarið hafa orðiö Eyjólfur sagði að segir for$t|ori SH verðhækkunin á Bandarikja- markaði hefði ekki orðið mikil eink og sjá mætti, en ekki væri hægt á þessu stigi að segja al- mennt hvað hún þýddi, þar sem fréttir hefðu verið að berast rétt i þessu. Verð á grálúðublokk og karfa- blokk lækkaði um fjögur til fimm sent. Fyrir nokkru vár einnig skýrt frá þvl að þung- lega horfði með vinnslu á karfa og ufsa. Eyjólf- ur Isfeld sagð.i að samn- ingar þeir sem gerðir hafa verið við sovétmenn um sölu á ufsa og karfa gætu þó hugsan- lega skipt sköpum i þessu sam- bandi. Eyjólfur sagði i morgun að lækkun verðs á karfablokk á Bandarikjamarkaði kynni að hafa þau áhrif að minna yröi framleitt fyrir þann markað en meira á Rússland. —EKG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.