Vísir - 03.02.1977, Blaðsíða 19

Vísir - 03.02.1977, Blaðsíða 19
„Engill horfðu heim" Verðlaunaleikrit í útvarpinu í kvöld //Engiil horfðu heim"/ heitir útvarpsleikritið í kvöld. Það er eftir Ketti Frings en hún samdi það eftir samnefndri skáld- sögu Thomas Wolfe. Leikurinn gerist haustiö 1916 í bænum Altamont i Noröur- Karólinu i Bandarlkjunum. Þar segir frá Gant-fjölskyldunni. Oliver Gant er steinhöggvari, drykkfelldur og hálfgert svaka- menni. Kona hans, Elisa er af skoskum ættum. Þau eiga þrjá syni og eina dóttur, sem er gift. Hjónin reka gistiheimili og hafa marga leigjendur, fólk af ýmsu tagi. Leikurinn lýsir uppgjöri fjölskyldunnar viö lifiö sjálfa sig og umhverfiö. Thomas Wolfe er i rauninni aö lýsa þarna kafla úr ævi sinni. Thomas Wolfe er af mörgum talinn einn besti höfundur Bandarikjanna. Hann fæddist aldamótaáriö og dó áriö 1938. Róbert Arnfinnsson „Engill horföu heim” var fyrsta skáldsaga hans og kom út 1929. Tuttugu árum eftir lát höfundar samdi Ketti Frings leikrit upp úr sögunni. Frings er frá Columbia- fylki i Bandarikjunum. Hún starfaöi i Hollywood og skrifaöi kvikmyndahandrit, m.a. eftir leikritinu „Come back, little Sheba” eftir William Inge. Hún hefur einnig samiö sjálfstæö leikrit. Frings hlaut Pulitzer-verölaunin fyrir „Engill horföu heim.” Þjóöleikhúsiö synai leikinn veturinn 1960-61 við miklar vin- sældir. Þetta leikrit var áöur flutt i útvarpinu áriö 1961. Þýöinguna geröi Jónas Kristjánsson en Baldvin Halldórsson er leik- stjóri. Meö helstu hlutverkin fara Róbert Arnfinnsson, Guö- björg Þorbjarnardóttir, Jón Sigurbjörnsson og Gunnar Eyjólfsson. Fimmtudagur 3. febrúar 12.00 Uagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veöurfregnir og fréttir. Tilkynningar. A frivaktinni Margrét Guömundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Hugsum um þaöAndrea Þóröardóttir og Gisli Helga- son sjá um þáttinn, þar sem fjallaö er um hugtakiö frelsi. Rætt viö fanga á Litla-Hrauni og fatlaö fólk. 15.00 Miödregistónleikar Nicanor Zabaleta og Spænska rikishljómsveitin leika Concierto de Aranjuez eftir Joaquin Rodrigo: Rafael Fruhbeck de Burgos stj. Filharmoniusveit Lundúna leikur „Falstaff”, sinfóniska etýöu i c-moll op. 68 eftir Edward Elgar: Sir Adrian Boult stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veöurfregnir). Tón- leikar. 16.40 „Heiðursmaður”, smá- saga eftir Mariano Azueia Salóme Kristinsdóttir þýddi. Bjarni Steingrlmsson leikari les. 17.00 Tónleikar. 17.30 Lagiö mitt Anne-Marie Markan kynnir óskalög barna innan tóif ára aldurs. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Leikrit: „Engill, horföu heim” eftir Ketty Frings, samiö upp úr sögu eftir Thomas Wolfe. Aöur útv. 1961. . Þýöandi: Jónas Kristjánsson. Leikstjóri: Baldvin Halldórsson. Persónur og leikendur: Oliver Gant.... Róbert Arn- finnsson, Elisa Gant...Guöbjörg Þor- bjarnardóttir, Benjamin Gant...Jón Sigurbjörns- son, Evgen Gant....Gunnar Eyjólfsson, LUkas Gant...Klemenz Jónsson, Helena Gant Barton...Her- di's Þorvaldsdóttir, Hugi Barton..Bessi Bjarnason, Vilhjálmur Pent- land...Ævar R. Kvaran, Jakob Clatt...Rúrik Har- aldsson, Frú Clatt.Arndis Björnsdóttir, Farell.Har- aidur Björnsson, Fartingt- on..Lárus Pálsson, Frr Elisabet..Inga Þóröa. dóttir, Maguire....Jón Aö- ils. 22.00 Fréttir. 22.15 Veöurfregnir. Kvöld- sagan: „Siöustu ár Thor- valdsens” Endurminningar eankaþjóns hans, Carls Frederiks Wilckens. Björn Th. Björnsson les þýöingu sina (3). 22.40 Hljóinplöturabb Þor- steins Hannessonar. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. SEÐ UR SJONVARPSSTOLNUM ,Vaka er œðislega þreytt prógram' — Egill Eðvarðsson rœðir um sjónvarpsdagskrána Hér fer af staö nýr dálkur I blaöinu. Ætlunin er aö ræöa vikulega viö fólk um dagskrá sjónvarpsins vikuna áöur en viötaiiö birtist, á fimmtudögum. Þetta veröur allskonar fólk, frægt fóik og óþekkt, og jafnt fagmenn hjá sjónvarpinu sem fólk sem aldrei hefur komiö þar innfyrir dyr. Fyrstu* vikuna varö fyrir valinu Egill Eövarösson dagskrárgeröarmaöur hjá sjónvarpinu. Hann ræöir um vik- una frá þriöjudeginum 25«janúar til þriöjudagsins var. Og hann byrjar á Sögum frá Munchen: „Þessir þýsku þættir sem viö höfum veriö aö sýna eins og Bilaieigan og Sögur frá Miinch- en eru alveg óstjórnlega leiöin- legir, og þessi þýski húmor á litiö erindi til amerikaniser- aðra islendinga.Þeir eru ekkert illa geröir, en aö baki þeirra býr allt annaö hugarfar en viö eigum aö venjast.” „Viö erum vön svo miklum hraöa i svona þáttum. Jafnvél breskir sakamálaþættir eru i allt ööru tempói en þeir banda- risku, og þýskir þættir af þessu tagi eru ennþá hæggengari og húmorinn kemur einhversstað- ar annars staöar frá en viö eig- um aö venjast.” „Þátturinn Utan úr heimi finnst mér miöast einum of mik- iö viö hluti eins og Efnahags- bandalagiö og vanþróuðu lönd- in. Ég veit ekki til þess að þessi þáttur eigi endilega aö vera pólitiskur, en ef svo er þá ætti aö vera annar þáttur þar sem fjallaö væri um ’erlend menn- ingarmál. Óskaplega litiö er um aö menningarviöburöum I útlöndum séu gerð skil hér. Þetta eru mest annarsflokks fréttafilmur frá Beirút sem gæru eins hafa veriö teknar I Palestinu og þaö fyrir mörgum árum.” Rokkveita ríkisins „Þetta kvöld var einnig i- þróttaþáttur og iþróttir horfi ég yfirleitt alltaf á. Ég er ekki einn af þeim sem finnst sjónvarpið yfirfullt af iþróttum og enska knattspyrnan er eitt af þvi sem ég vildi sist missa af.” „Miðvikudagsdagskráin byrjar fyrir mat m'eö efni fyrir börn sem er bæöi gott og rétt. Mig langar aö vekja sérstak- lega athygli á þvi að nú er aö fara af staö á þeim tima Rokk- veita rlkisins þvi þá eru krakk- arnir hvort eö er heima. Þetta er ekkert efni fyrir fjöldann, og passar þvi ekki á eftir fréttum t.d. Æðislega þreytt prógram Vaka finnst mér æðislega þreytt prógram og alltaf eins. Þetta er þáttur sem á fullan rétt á sér og bráðnauösynlegt er aö halda honum áfram. En þaö er ekki bráönauösynlegt aö halda honum i sama farinu ár eftir ár. Vaka á aö vera spegill menning- arlifsins á hverjum tima en þaö er ekki sama hvernig tekiö er á málum Nú eru þetta nærri þvi fréttauppstillingar. Þátturinn mætti vera miklu meira skap- andi og þaö sem vantar er ábyrg gagnrýni á þá hluti sem hún tek- ur fyrir og að koma upp diskusj- ónum. Núna eru hún ekki sá vaki sem henni er ætlaö.” ,,A föstudaginn eftir fréttir kom ein af þessum yndislegu ^smásjármyndum frá frétta og fræösludeild þar sem maöur fær aö sjá köngulær og orma frá^ heitu löndunum. Þaö er allt i lagi og ég hef gaman af aö horfa á þær. Það er lika gott og gaman fyrir börnin aö sjá maura drepa flugur og reyndar alveg bráö- nauðsýnlegt.” Rcndóttu skyrturnar „Kastljós er llka meö áhuga- veröari þáttum sem sjónvarpiö sýnir. Hann byggist algjörlega á efninu sem tekið er fyrir og aö sjálfsögöu hvernig þaö er tekiö fyrir, og þaö hefur I mörgum til- fellum tekist laglega. Ég er viss um aö ef fréttamönnum væri gefinn rýmri timi til aö undir- búa sig yröi árangurinn enn betri.” „Þá kom mynd frá Þýska- landi, en þá var ég i gufubaði og þaö var nú gaman.” „Laugardagur byrjar á I- þróttum og þær horfi ég yfirleitt á, eins og ég sagöi áðan. Mér finnst allt I lagi meö Bjarna og allar röndóttu skyrturnar hans. óskaplega leiðinlegt „Ég hef ekkert gaman af FleJ;snes, en Hjónaspil fannst mér 'I lagi fyrst, og þetta er snyrtilegasti þáttur Það er svip aö meö hann og Ugluna aö þaö er á mörkunum aö maöur haldi athygli áhorfanda I S.þætti, þvi leikurinn gefur ekki tilefni til mikillar fjölbreytni. Þaö er sennilega best að horfa á annan hvorn þátt.” „Húsbændur og hjú er vel gerð og allt i lagi, en bretar eru virkilega góöir i aö búa til svona seriur og viö mættum þakka fyrir ef viö geröum eitt- hvað i likingu viö þetta.” „RIó vil ég ekki tala um af þvi aö sá þáttur er mér of tengdur, en Adams fjölskyldan finnst méróskaplega leiöinleg. Ég hef aldrei getaö horft á hana meö athygli og þetta gerist einhvers- staöar langt burtu I tima frá þvi ¥■ ¥' " i Egill á skrifstofu sinni I sjón varpshúsinu. sem ég hef áhuga á.” „Mér finnst auglýsingar hafa batnaö til muna, bara núna sið- asta árið, en þær eiga æöislega langt i land meö aö veröa próf- essional. Tæknivinna I auglýs- ingum er þó mjög ábótavant, eins og hljóösetning og klipping- in. Þaö er næstum þvi jafn gaman aö fá nýja skemmtilega auglýsingu og aö fá nýjan þátt. Auglýsingar passa betur I sjón- varp en flesta aöra fjölmiöla vegna þess að þær geta oröiö svo skemmtilegar.” Fréttir mega vera bros- legar . „En fréttirnar hafa hins veg- ar staðið i staö i tiu ár. Ég vil taka fram aö afkastageta þeirra manna sem vinna aö fréttaút- sendingu 1 hvert sinn er meö ó- likindum og þeir gera betur en flestir aörir aö þvi leyti. En þaö er fullástæöa til aö breyta útlitinu á fréttunum. Innan fréttatimans sem er 25 min núna, eru fréttir, fréttatil- kynningar, alls konar viötöl og fræöslumyndir um varphænubú og fleira gott. Það mætti til dæmis skipta þessu niöur i innl. og erlendar fréttir eða ein- hvernveginn öðruvisi. Þaö er ekkert endanlegt form sem fundiöliefur veriö upp.” „Svo er eins og þaö sé viss hræösla um aö fréttir megi ekki vera nema dauöalvarlegar, og aö fréttamaður megi ekki brosa út I annaö að broslegri frétt.” „Ég er lika ósammála mynd- skreytingu fréttanna, þvi þaö kemur alltof oft fyrir aö laglega unnin frétt er eyöilögð meö myndskreytingu. Sem dæmi gæti ég nefnt fréttamann sem er aö lesa upp aflatölur úr Noröur- sjónum. A meðan er sýnd mynd af konum sem eru aö hella milljón litlum þorskum úr tunnu. Þar meö er athygli á- horfandans komin á viö og dreif.”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.