Vísir - 03.02.1977, Blaðsíða 9
vism Fimmtudagur 3. febrúar 1977
9
Deilan um laun hjúkrunarfrœðinga:
Vinnumólastjóri svarar
ósðkun um
„glórulaus ósannindi"
Magnús Óskarsson, vinnu-
málastjóri Reykjavlkurborgar
hefur sent VIsi eftirfarandi
greinargerö varðandi laun
hjúkrunarfræöinga:
Formaður Hjúkrunarfélags
Islands kemst svo hæverkslega
að orði í Visi I gær, að vinnu-
málastjóri Reykjavíkurborgar
hafi gert sig sekan um „glóru-
laus ósannindi” varöandi laun
hjúkrunarfræðinga I viðtali viö
Vísi s.l. laugardag. Formaður-
inn bætir þvi við, aö tölur um
launin, sem birtar voru, hafi
verið ,,úr lausu lofti gripnar”.
Vegna þessa þykir undirrituð-
um rétt að gera örstutta grein
fyrir umræddu viðtali og þeim
upplýsingum sem þar komu
fram.
t tilefni af uppsögnum
hjúkrunarfræðinga á Borgar-
spítalanum og kröfu þeirra um
niu launaflokka kauphækkun
óskaði blaöamaður VIsis
upplýsinga um laun
hjúkrunarfræöinga. Voru þær
veittar og.sú leiö valin að nefna
tvö dæmi'tim launin. Bæði dæm-
in voru miðuð við 40 stunda
vinnuviku, en i öðru dæminu
voru nefnd lægstu dagvinnulaun
en i hinu laun á „venjulegum
vöktum”.
Allir vita, m.a.s. formaöur
Hjúkrunarfélagsins, að laun á
vöktum eru greidd ööruvisi en
dagvinna og þótti ekki ástæða til
að útlista það sérstaklega, enda
var skýrt talað um vaktavinnu.
Alrangt væri og að gefa upplýs-
ingar um laun hjúkrunarfræö-
inga án þess aö nefna vakta-
vinnu, en meiri hluti þeirra
hjúkrunarfræðinga, sem sagt
hafa upp störfum, vinnur á
vöktum.
Tölur þær sem Vísir birti um
laun hjúkrunarfræðinga eru
réttar og sundurliöast þannig:
Dæmi I
Byrjunarlaun, eingöngu unnin
40 stunda dagvinna
Mánaðarlaun kr. 99.941.-
Dæmi 2
Laun eftir 4 ár, unniö 40 stundir
á venjulegum vöktum:
Fastakaup kr. 106.486.-
Alag kr. 23.204,-
Kaffitlmar kr. 9.903,-
Mánaöarlaun kr. 139.593.-
Til skýringar greiöslu fyrir
kaffitima er þessaðgeta að skv.
kjarasamningi er hjúkrunar-
fræðingum „heimilt að neyta
matar og kaffis við vinnu sina,
ef því veröur við komið starfans
vegna”. Hins vegar hafa þeir
ekki „sérstaka matar eða kaffi-
tima”. Vegna þessarar tak-
mörkunar fá þeir greiddar 25
minútur á hverri vakt I yfir-
vinnu. Sem betur fer geta hjúkr-
unarfræðingar yfirleitt fariö i
mat og drukkið kaffi i vinnunni
og eru vel aö þeirri hressingu
komnar.
Skylt er að geta þess aö
vaktavinnudæmi geta verið
mismunandi eftir þvi hvernig
vinnan skiptist, og mætti auö-
veldlega sýna fram á lægri eða
hærritekjurá vöktum. Fullyrða
má þó aö framangreint dæmi
gefur rétta mynd af þvi sem
verið var aö upplýsa.
Rétt er aö undirstrika aö hér
er einungis miöaö viö 40 stunda
vinnuviku en vinna umfram þaö
er vitaskuld greidd sem yfir-
vinna, en hún eí oft veruleg.
Greidd laun á ekki aö þurfa aö
deila um, þau er auðvelt aö
reikna. Formaöur Hjúkrunarfé-
lagsins myndi aidrei láta sér
detta I hug að rífast um sótthita
sjúklings. Hún myndi mæla
hann.
Magnús óskarsson
Loðna fannst
út af Grímsey
Bátur lóðaöi á loðnu norð-
austur af Grimsey fyrir
skömmu og er rannsóknar-
skipið Bjarni Sæmundsson
nú á leiðinni þangað til að
kanna að nýju svæðið úti af
Vestfjöröum. Hann hafði
fundiö þar loönu I fyrri
leiöangri sinum. ts og óveður
töfðu hann þá i leitinni.
Samkvæmt upplýsingum
Jafets Ólafssonar hjá Loðnu-
nefnd eru þrær á svæöinu frá
Vopnafirðiog til Hornafjarö-
ar fullar. Eru bátar jafnvel
farnir að sigla með afla til
Vestmannaeyja þó aö um
sólarhrings sigling sé.
Bátarnir eru nú að veiðum
austur af Kambsnesi, sem er
á milli Stöðvarfjarðar og
Breiödalsvikur. _rKr,
Marselíus Bern-
harðsson lótinn
Marselius Bernharðsson skipa-
smiðameistari á tsafirði iést i
gærmorgun áttræður að aidri.
Marselius var um margra ára
skeið einn mesti athafnamaður á
tsafirði og rak með miklum
myndarskap eigin skipasmlða-
stöð á tsafiröi.
Marselius fæddist árið 1897.
Hann nam skipasmiöar og hóf
skipaviðgerðir á Isafiröi árið
1920. Þá rak hann útgerö allt fram
til ársins 1931.
Hann dvaldist um skeiö I
Danmörku árið 1936 þar sem
hann hafði eftirlit með smiði báta
fyrir isfirskt útgerðarfélag.
Skipasmiðastöð Marselliusar
Bernharðssonar h.f. stofnaði
hann árið 1939 og hefur rekiö
siðan.
Hann var bæjarfulltrúi á Isa-
firði frá árinu 1946. Þar sat hann i
bæjarráði á árunum 1946 til 1950.1
hafnarnefnd tsafjarörkaupstaðar
var hann um áratugaskeið. Auk
þess tók hann þátt i marghátt-
uðum félagsmálum.
Marselius Bernharösson var
löngu landskunnur fyrir dugnað
sinn. Þrátt fyrir veikindaáföll i
seinni tið starfaöi hann við fyrir-
tæki sitt af hinum mesta krafti.
Dag hvern mætti hann eld-
snemma til vinnu og lét sig ekki
muna um þrátt fyrir háan aldur
sinn að fylgjast með öllu.
Hann kvæntist áriö 1927 Albertu
Albertsdóttur og lifir hún mann
sinn.
—EKG
Marselius Bernharðsson við skipasmiðastöð slna á tsafiröi.
UTSALA - MALNING - UTSALA - MALNING - UTSALA
1200 krónur
Þetta er verð ó galloni af hvítri plastmólningu
nú nœstu daga.
Stórlœkkað verð til hagrœðis öllum þeim sem eru að
BYGGJA
BREYTA
eða BÆTA
Lítið við í Litaveri
— það borgar sig
Hreyfilshúsinu, Grensásvegi 18
ÚTSALA - MÁLNING - ÚTSALA - MÁLNING - ÚTSALA