Vísir - 17.02.1977, Side 6

Vísir - 17.02.1977, Side 6
6 Spáin gildir fyrir föstudaginn 18, feb. Ilrúturinn 21. mars—20. aprfl: Það reynir á hæfileika þina að umgangast annað fólk þessa dag- ana, hvort það tekst er undir skopskyni þinu komið. Þú lærir eitthvað nýtt af kunningja sem þú hefur eignast nýlega. Nautiö 21. apríl—21. mai: Þú hefur tileinkað þér lifsmáta sem er mjög heppilegur fyrir heilsuna og getur komið þér að notum á vinnustað. Fólki er gjarnt á að vera með nefið niðri i einkamálum þinum, m Tviburarnir 22. mai—21. júni: Þetta er sérlega heppilegur dagur til að leggja drög að skapandi verkefnum eða jafnvel til að sinna ástarmálunum. Þú getur treyst þeim sem standa þér næst fyrir öllum þinum vandamálum. Temdu þér hófsama framkomu. Krabbinn 21. júni—23. júli: Innbyrðis afstaða stjarnanna bendir tiíþess að best sé að leggja aðaláherslu á nærgætni við fjöl- skylduna og heimilið. Þú hefur stórar hugmyndir. I.jónið 24. júlí—23. áfíúst: Stjörnurnar leggja aðaláherslu á mannleg samskipti og aukin hug- læg og menningarleg viðfangs- efni. Þú ert skilningsrikur en sérð ekki hlutina i sama ljósi og aðrir. Meyjan 24. ágúst—23. sept.: Þú hefur töluverð peningaráð sem þú gætir notað til að auka umsvif fjölskyldunnar. Vertu ekki of sjálfselskur og niskur. Hugsaðu lika um liðan annarra. Íf^ Vogin 24. sept.— 23. okt.: Samskipti við annað fólk er þér mikið hjartansmál. Þú gætir öðl- ast meiri velgengni með þvi að eiga frumkvæði að hlutunum og leggja meiri áherslu á félagslifið. Notfærðu þér persónutöfrana. Drekinn ________ 24. okt.—22. nóv.: Nú ætti þér að gefast tækifæri til að fá hvild sem þú hefur verið of lengi án. Reyndu að ljúka þeim verkefnum af sem þú hefur fyrir, áður en þú byrjar á nýjum. Ofkeyrðu þig ekki. Bogmaðurinn 23. nóv.—21. des : Vinir þinir standa við hlið þér og gætu hjálpað þér að öðlast eitt- hvað sem þú hefur ágirnd á. Leyfðu þeim sem þér eru kærir að fylgjast með áhugamálunum. Stcingeitin 22. des.—20. jan.: Allt sem þú segir og gerir gæti haft áhrif á velgengni þina, svo að þú skalt vanda þig. Þú ættir að ná langt jafn framagjarn og þú ert„ en forðastu óheiðarlegar aðferöir. Vatnsberinn 21. jan.—19. febr.: Þú færö hugboð um ókominn at- burð. Láttu það ekki skelfa þig. Það gæti veriö ráðlegt að gera framtiðaráætlanir, en reyndu að vera raunsær og gera þér díki of miklar gyllivonir. Fiskarnir 20. febr.—20. mars: Athugaðu hvernig þú ert staddur fjárhagslega. Þú gætir átt von á miklum sköttum eða tapi i viðskiptum. Heppnin gæti verið með þérog þú sloppið vel. Hlýddu ráðum annarra. Fimmtudagur 17. febrúar 1977 VÍSIR Ég heiti Karl Barnard og erfði þessa námu eftir föður minn. En Miló fyrrv. starfsmaður komst yfir skrána og lætur sem hann sé ég- fyrirljt mig fyrir að vinna , hérna, en ég hef ákveöið í huga....

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.