Vísir - 17.02.1977, Page 7

Vísir - 17.02.1977, Page 7
7 vism Fimmtudagur 17. febrúar 1977 Hvítur leikur og vinnur. Hvltt: Skotorenko Svart: Wladimirov Sovétrikin 1961. © i JLt i i E i # £ £ H£ £ ABCDEFGH 1. Hxf7 + ! Bxf7 2. Re6+! Gefiö Ef 2... Kg8 3. Dg7 mát, eða 2. ... Ke8 Rc7+ og vinnur drottninguna. 1 gær glimdi suður við aö vinma sex hjörtu I eftirfarandi spili. Þið skuluð birgja hendur a-v áður en lengra er lesið. Staðan var allir utan hættu og suöur gefur. * 9-3-2 ¥ K-8-6-2 * A-D-6 * K-10-5 4kG-8-5-4 VD-G ♦ G-9-7-5-2 ♦9-8 ♦ K-10--7-6 ¥ 5-3 ♦ K-10-4 ♦ 7-6-4-3 ♦ A-D ¥ A-10-9-7-4 ♦ 8-w ♦ A-D-G-2 Vestur spilar út laufaniu, sem er drepin heima á drottningu. Siðan kemur hjarta á kónginn og vestur lætur drottninguna. Hvernig á suöur að halda áfram? Besti möguleikinn á þvi að gefa engan slag á tromp, ef hann er skoðaður sérstaklega, er að svina fyrirgosann hjá austri, frekar ien aö taka beint. Suður svhaði, en tapaði spilinu. Seinna varöhann að svina tígli og austur fékk á tigulkóng. Það þýðingarmikla við spiliö er, að suður verður i þriöja slag að svTna spaöadrottningu. Heppnist þaö, þá er spiliö unnið, hvernig sem tigullinn og hjartað liggur. Nú tekur hann hjartáá, ef gos- inn kemur, þá er eftirleikurinn auöveldur. Ef hann kemur ekki, þá tekur hann spaðaás, lauf á kónginn og trompar spaða. Siðan spilar hann laufunum og ef enginn trompar, þá er trompi spilað. Austur veröur að taka slaginn, spila tigli upp i gaffalinn eða i tvöfalda eyðu. Unnið spil. a W§Sm wésará váósképtíip. Góð ryðvörn tryggir endingu og endursölu DÝRALÍF Það ber öllu meira á mannamyndum í f jölmiðl- um er myndum af hinum ýmsu dýrum. Dýr eru samt sem áður vinslæt viðfangsefni fyrir Ijós- myndara, og oft ná þeir frábærum myndum af dýrum við ýmis tækifæri. Á fjörur okkar rekur oft hinar skemmtilegustu myndir af ýmsum dýrum. Við birtum nokkrar hér á síðunni, og eins og sjá má eru höfrung- ar farnir að nota sólgleraugu, fílar bera menn á örmum sér og hundar banka upp á hjá sál- fræðingum.... Ber þjálfarann á örmum sér Það má með sanni segja að hún Nita beri þjálfarann sinn á örmum sér, en það er liklega eins gott fyrir hann að hún missi ekki takiö á honum. Franz Tisch heitir annars þjálfarinn, og þeg- ar hann var spurður að þvi hvernig hann fengi þennan stóra og mikla fil til þess að vera sér svona góður, svaraði hann: ,,Ég kem fram viö hana af mikilli virðingu og góðsemi og gef henni sem mest af þvi besta sem hún fær. Þvi gleymir Nita aldrei og hún gefur mér vináttu sina I staöinn”. Nita er 27 ára gömul og er ein af þeim dýrum sem finna má i Wild Life Park I San Diego i Californiu. Farnir að nota sólgleraugu Hann er aldeilis ánægður með lifið og tilveruna höfrungurinn á þessari mynd. Glampandi sól og hann er með fin sólgleraugu og þar að auki i ágætum félags- skap. Hann heitir Nemo þessi höfr- ungur og stúlkan með honum er þjálfari hans og mun heita Donna Prince. Þau taka sér þarna smáhvild I sólinni I Santa Clara i Californiu, rétt áður en opnað verður fyrir áhorfendum. Hreifst af borgarlífinu Sæljónið hann Jumbo hefur hrifist svo af borgarlifinu að hann kærir sig hreint ekkert um að fara i sjóinn aftur. Enda er Jumbo orðið sannkallað gælu- dýr i Riversdale Beach á Nýja Sjálandi. Haldi þvi einhver að mennirn- irþarna á myndinni séu aö flýja Jumbo er það mesti misskiln-' ingur. Þeir eru aðeins að leika sér við hann á götunni. Jumbo er stór og gerðarlegur éins og sjá m á, 10 fet á hæð og tvö tonn á þyngd. Hundar til geðlœknis Maðurinn sem þarna virðist vera að spjalla viö hundinn, er geölæknir fyrir hunda. Hann heitir George Summers og er höfundur bókarinnar „Living. With Dogs”. Summers býr I Englandi. Með pappir og penna sér i hönd virðir Summers hundinn rækilega fyrir sér og gerir svo athugasemdir. Konan á myndinni er eigandi hundsins. „Hegðun hundsins veltur oftá hegðun eigandans, og hægt er aö ’ segja margt um eigandann með þvi að kynna sér hundinn”, seg- ir Summers, sem tekur um 8 dollara fyrir hverja heimsókn. Meðferð hjá honum getur tekiö frá 2 klukkustundum upp i tvö ár. Sé sökin eigandans veröa bæöi hann og hundurinn að hitta Summers reglulega þar til á- standiö er orðið gott.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.